Morgunblaðið - 19.10.2000, Side 35

Morgunblaðið - 19.10.2000, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000 35 LISTIR Innsær þroski, einlæg túlkun TOJVLIST S a I ii i' i n n PÍANÓTÓNLEIKAR J. S. Bach: Fantasía í c BWV 906, Partíta VI í e BWV 830, ítalski konsertinn í F BWV 971. Debussy: Sarabande. Skrjabin: Prelúdíur í C, cís & es Op. 11,1-3; Etýður í b & cís Op. 8,11 & 42,5. Chopin: Mazúrkur í b, e, f & cís Op. 24,4,41,2,63,2 & 63,3; Berceuse í Des Op. 57; Barcarole í Fís Op. 60. Christopher Czaja Sager, píanó. Mánudaginn 16. október kl. 20. AUÐURINN sem felur sig á bak við forn tóngreinaheiti og ryk- fallin BWV skráningarnúmer í hljómborðsverkup Bachs kemur sífellt á óvart. A máli tölvunerða nútímans mætti segja, að hinn sí- ferski margbreytileiki sem m.a. má finna í tæpum 20 svítum Tómasar- kantorsins - hinum Ensku, Frönsku og Partítunum - virðist frá upphafi „forritaður" fyrir hvaða tíma, smekk og túlkun sem er. Petta er tónlist af stærðar- gráðu sem þolir allt - frá meinlátri hreintrúarhyggju upprunafræð- inga til klaufaslettandi hljóðgerv- ilsuppsuðu Wendy Carlosar. Það er lítil furða að tónverk, sem örva jafnt græna nemendur sem gróna atvinnumenn til óþreytandi æfinga og ígrundunar, standi upp úr sem bezta kennsluefni allra tíma, því æðsta réttlætingin fyrir tæknilegri kröfuhörku í tónverki er ávallt háð listrænu inntaki þess - að flytj- andinn hafi erindi sem erfíði. Og eins og margar kynslóðir tónlistar- kennara og nemenda hafa þegar reynt, skilar tónlist Bachs því er- indi betur en afurðir flestra ann- arra tónskálda samanlagt. And- agift hans í ögunartaumi heilsteyptrar úrvinnslu á sér varla hliðstæðu í vestrænni tónlistar- sögu. Það var því tilhlökkun að því að fá að heyra virtan Bachpíanista eins og hinn bandarísk-hollenzka Christopher Czaja Sager leggja sitt til málanna á Tíbrártónleikum í Salnum á mánudaginn var, en jafnframt óneitanlega dapurlegt að koma hans skyldi ekki laða fram fleiri en um hálft hundrað áheyr- endur. Er það raunar ekki í fyrsta skipti sem forvitnileg dagskrára- triði sæta tómlæti unnenda sígildr- ar hljómlistar hér á landi, og sýnir í hnotskurn hversu aðkallandi þörfin á miðlægu tónleikaskipulagi sé orðin, e.k. umboðsskrifstofu sem örvað gæti eftirspurn eftir markverðum tónlistarviðburðum með beinskeyttari hætti en tilvilj- anakennd viðtöl og fréttatilkynn- ingar fjölmiðla. í síauknu framboði afþreyingar er kynningarþáttur listviðburða mikilvægari en áður var. Vandi hinna stærri tónleika- staða okkar er ekki sízt fólginn í takmarkaðri fjárhagsgetu til þess arna, auk þess sem tíð tímasam- skörun tónleika á höfuðborgar- svæðinu-er fyrir löngu farin að knýja á um úrlausn. Czaja Sager hóf leik sinn á mjúkum lágstemmdum nótum með Fantasíu Bachs í c-moll. Síðasta Partíta höfundar af sex (prentuð- um sem „Op. 1“ í Leipzig 1731) er sérkennileg fyrir að byrja á við- amikilli og að hluta fúgeraðri Tokkötu, og var þar sem víðar í sex verka bálkinum broslegt til þess að hugsa, að margslungin tónlist sem þessi skyldi afgreidd á titilblaði frumútgáfunnar sem „gal- anterí“. Mætti kannski taka því sem írónískum lághvörfum, hafi orðið ekki beinlínis verið hugsað til að örva sölu, enda var hinn galanti stíll Frakka nýjasta bjölluorð tón- listarheimsins um þær mundir. Síðan komu fastaþættir svítu- formsins, Allemande, Courante, Sarabande og Gigue, með Air og Gavottu skotið inn á milli. Flutn- ingur Sagers var í flestu afar vel upp byggður; nokkuð frjáls í hryn- rænum skilningi en með góðu flæði og aðdáunarvert skýr í raddfærslu, sem.segja má að sé sine qua non hjá Bach. Sérstaklega var Allemandan tær, og Air-þátturinn rann fram hratt og liðugt, en Sarabandan verkaði hins vegar svolítið eirðarlaus og hrynreika í heild. Sumir hefðu kannski kosið lokagikkinn ögn „brilljantari" til konsertbrúks, en á hinn bóginn var ekki að neita, að Sager nálgaðist þáttinn á töluvert persónulegri hátt en algengt er. „Concerto nach italianischen Gusto“ lauk fyrri hluta dagskrár og um leið Bach-þætti hennar. Enn sem fyrr virtist fáguð tækni Sag- ers fremur til íhugunar fallin en æstra bravóhrópa, en þó að slag- harpa nútímans hafi vissulega boð- ið upp á flugeldasýningu í þessu glæsilega og hlutfallslega úthverfa stykki Bachs í anda Vivaldikon- serta, var margt sannfærandi við innsæja túlkun píanistans, kannski sérstaklega í fagurlega syngjandi miðþættinum, þótt rúbatóin jöðr- uðu við óróleika á stöku stað. Hin- ar fáu feilnótur lokaprestósins trufluðu mann ekki markvert í að öðru leyti gegnheilli túlkun pían- istans. Eftir stutta en stórbrotna Sara- böndu úr Pour le piano Debussys fyrst eftir hlé sýndi Czaja Sager myndarlega breidd og dramatísk- an styrk í Prelúdíunum þremur og Etýðunum tveimur eftir Skrjabin, þar sem sérstaklega cís-mollinn Op.42,5 skartaði dýpt og skýideika sem maður átti ekki von á í jafn- þykkum og átakamiklum rithætti. Hin fremur sjaldheyrða íbyggna nálgun Sagers á dæmigerðum „showpiece" stykkjum eins og mazúrkum Chopins var upplifun sem sýndi pólska meistarann í ferskri og aðlaðandi þrívídd, eink- um í seinni verkunum úr Op. 63. Heiti Vöggusöngsins (Berceuse) Op. 57 lætur minna yfir sér en inn- takið býr yfir, þótt hvíli út í gegn á sama pedal-orgelpunkti, og mátti þar heyra frábæra sýnikennslu á hvernig laða skal fram „cantabile“ hjá Chopin án þess að drekkja öllu með fortepedal. Bátssöngurinn (Barcarole) í Fís Op. 60 er sömu- leiðis meiri að vöxtum en látlaust giæinarheitið ber með sér, og jafn- aði Czaja Sager þar um ýmis und- angengin blíðutök slaghörpunnar í dramatíska lokahlutanum svo um munaði - en ávallt sem endranær á þann einlæga og þroskaða hátt sem lætur sjálfsvitund túlkandans víkja fyrir verkinu. Ríkarður Ö. Pálsson SPARTAN SCHOOL OF AERONAUTICS, Bandaríkjunum mun halda kynningarfundi fyrir þá sem hyggja á starfsferil innan flugiðnaðarins! 18., 19. og 20. október kl. 19.30—21.30 @ Hótel Sögu. *Það verður einnig samkoma fyrir fyrrverandi nemendur Spartan School laugardaginn 21. okt. kl. 19,30-21.30. Fundirnir eru fyrir þá sem hafa áhuga á flugþjálfun, flugvirkjun, gæðastjórnun, samskiptatækni, "non-destructive" prófun og rafeindatækni. Hittið fulltrúa okkar, Rami Masri og Pam Gibson. Þeir sem vilja prófa nýjan starfsferil eða skipta um vinnu eru vel- komnir! Fræðist um flugheiminn eins og hann er, íslensk námslán, nám í boði í skólanum og aðstæður í Tulsa, Oklahoma. Þeir sem vilja nánari upplýsingar, sendi okkur tölvupóst: rmasri@mail.spartan.edu Fax 001 918 831 5287 eða sími 001 918 836 6886 SRA^AN^ - SCHDDL DF AJERpNAUTItZS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.