Morgunblaðið - 19.10.2000, Qupperneq 48
MORGUNBLAÐIÐ
48 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000
UMRÆÐAN
Endurítrekuð fyrirspurn
til dómsmálaráðherra
í Morgunblaðinu
hinn 10. maí sl. bar
undirrituð fram ítrek-
aða fyrirspurn til
dómsmálaráðherra
þess efnis hvort hún
hygðist beita sér fyrir
rannsókn á starfsemi
nektardansstaðanna
og hvaða aðilar erlend-
ir og innlendir græddu
5á hugsanlegu vændi
tengdu þessari starf-
semi. Engin viðbrögð
hafa komið frá dóms-
málaráðherra og því er
fyrirspurnin enn ítrek-
uð með nokkrum skýr-
ingum.
Forsögu málsins má
Rannveig Jónsdóttir
rekja til
fyrri hluta október árið 1999 þegar
ráðstefnan Konur og lýðræði var
haldin í Reykjavík að tilstuðlan rík-
isstjórnar Islands. Þar vakti mesta
athygli umræðan um hina hættu-
legu og niðurlægjandi verslun með
manneskjur sem sendar eru í gróða-
skyni á milli landa til starfa við klám
og vændi. Um svipað leyti fór hópur
jvkvenna í vettvangskönnun á nektar-
dansstaðina sjö í Reykjavík, en sá
fyrsti var opnaður í ársbyrjun 1995.
Hinn 10. nóvember var forsætisráð-
herra síðan afhent bréf undirritað
af 28 konum, þar sem lýst var því
sem fyrir augu bar á nektardans-
stöðunum og hvatt til rannsóknar
og aðgerða gegn hugsanlegum lög-
brotum tengdum þessum stöðum.
Afrit voru send ráðherrum, þing-
mönnum og fjölmiðlum, sem gerðu
bréfi þessu ítarleg skil.
Tvær okkar fóru með bréfið í
'Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg
þar sem forsætisráðherra tók ljúf-
mannlega á móti okkur ásamt þá-
verandi aðstoðarmanni sínum. Ráð-
herrann las bréfið í okkar viðurvist.
Við bentum á að mikil vinna hefði
verið lögð í þetta erindi og kvaðst
ráðherrann sjá það og sagðist
mundu koma því í hendur réttra að-
ila.
Ekki hefur staðið á viðbrögðum
félagsmálaráðherra og samgöngu-
ráðherra sem hafa látið þessi mál til
sín taka með breytingum á lögum
og reglugerðum. Því undrumst við
þögn dómsmálaráð-
herra, ekki síst vegna
þess að á sínum tíma
benti starfsmaður í
stjórnarráðinu okkur á
að réttast væri að af-
henda dómsmálaráð-
herra bréf með slíku
erindi.
í ofangreindu bréfi
okkar kvennanna frá
10. nóvember 1999
stendur m.a.:
„Eftir að hafa farið í
vettvangskönnun á
nektardansstaðina fá-
um við ekki séð að sú
starfsemi sem þar fer
fram hafí öll stoð í lögum. í Almenn-
um hegningarlögum, 206. gr., stend-
ur:
„Hver sem stundar vændi sér til
framfærslu skal sæta fangelsi allt
að 2 árum. Hver sem hefur atvinnu
eða viðurværi sitt af lauslæti ann-
arra skal sæta fangelsi allt að 4 ár-
um ... Hver sem stuðlar að því með
ginningum, hvatningum eða milli-
göngu að aðrir hafi holdlegt sam-
ræði eða önnur kynferðismök gegn
greiðslu eða gerir sér lauslæti ann-
arra að tekjulind, svo sem með út-
leigu húsnæðis eða öðru, skal sæta
fangelsi allt að 4 árum en sektum
eða fangelsi allt að 1 ári ef málsbæt-
ur eru.“
Hvers vegna hefur iögreglan ekki
fyrir löngu fengið heimildir, fyrir-
mæli og fjármagn til þess að kanna
ofan í kjölinn starfsemi nektardans-
staðanna? Lögreglan hefur með af-
gerandi hætti sýnt hvers hún getur
verið megnug í glímunni við eitur-
lyfjavandann, þegar mannskapur og
fjármagn er sett í baráttuna."
I sama bréfi minntum við einnig á
að árið 1985 öðlaðist gildi á íslandi
samningur Sameinuðu þjóðanna um
afnám allrar mismununar gagnvart
konum. I sjöttu grein þessa samn-
ings segir:
„Aðildarríkin skulu gera allar við-
eigandi ráðstafanir, þ. á m. með
lagasetningu, til að hamla gegn
hvers konar verslun með konur og
gróðastarfsemi tengdri vændi
kvenna."
Vegna þess að dómsmálaráðherra
Vetrarlitirnir í HARD CANDY
eru ævintýri líkastir
Komdu 03 sjáðu ♦♦♦
TOP SHOP Lækjargötu, Libia Mjódd, Snyrtivörudeildir
Hagkaups Kringlunni, Smáratorgi, Skeifunni og Akureyri,
Gallery Föröun, Keflavík.
Nektardans
Ég leyfi mér að skora á
hæstvirtan dómsmála-
ráðherra, segir Rann-
veig Jónsdóttir, að
svara margítrekuðum
fyrirspurnum varðandi
rannsókn á starfsemi
nektardansstaðanna.
hefur enn ekki svarað þeirri ítrek-
uðu fyrirspurn sem birtist í Morg-
unblaðinu hinn 10. maí sl. er hún nú
endurítrekuð. En á fundi Jafnréttis-
ráðs um mansal og kynlífsþrælkun
8. febrúar hafði ráðherra svarað að-
spurð að svo vildi til að hún hefði
gert ráðstafanir til þess að farið yrði
af stað með sérstaka skoðun á þess-
um málum innan skamms.
Þar sem engin viðbrögð höfðu
enn borist í lok maí við ítrekaðri fyr-
irspurninni hringdi undirrituð í
dómsmálaráðuneytið og bað um
netfang ráðherrans. Ritara ráð-
herra var netfangið fast í hendi en
hún sagði spyrjanda að skrifa sér og
mundi hún láta bréfið berast til
réttra aðila.
Hinn 31. maí sl. sendi undirrituð
því ritara ráðherrans bréf í tölvu-
pósti þar sem óskað var svara við
fyrirspurn um rannsókn á starfsemi
nektardansstaða og hugsanlegu
vændi, tengdu þeirri starfsemi.
Hinn 5. júní barst svar frá lög-
fræðingi í ráðuneytinu þar sem m.a.
segir orðrétt:
„Dómsmálaráðuneytið hafði sam-
band við fyrirtækið „Rannsóknir og
greining ehf.“ og óskaði eftir
skýrslu um vændi hérlendis. I sam-
ráði við ráðuneytið hefur R&G verið
að móta tillögur að rannsókninni/
rannsóknarsniði. Endanleg út-
færsla mun væntanlega liggja fyrir í
næstu viku.“
Sama dag skrifaði undirrituð aft-
ur lögfræðingi ráðuneytisins og
sagði m.a.:
„Mér þætti vænt um að fá aðeins
nánari útskýringar á efni bréfsins.
Þú segir að dómsmálaráðuneytið
hafi haft samband við fyrirtækið
„Rannsóknir og greiningu ehf.“ og
óskað eftir skýrslu um vændi hér-
lendis.
Þýðir þetta að umrætt fyrirtæki
eigi að annast rannsóknina?
Þú segir einnig að endanleg út-
færsla að tillögum/rannsóknarsniði
muni væntanlega liggja fyrir í
næstu viku.
Má ég (og aðrir sem láta sig málið
varða) þá eiga von á svari fljótlega á
síðum Morgunblaðsins við ítrekaðri
fyrirspurn minni í Morgunblaðinu
10. maí sl.?“
Hinn 9. júní barst eftirfarandi
svar frá lögfræðingnum:
„Ef drögin, sem fyrirtækið mun
leggja fram, verða í samræmi við
það sem ráðherra hafði hugsað sér,
mun fyrirtækinu væntanlega verða
falið að ráðast í þessa rannsókn. Þú
munt að sjálfsögðu fá svar við fyrir-
spurn þinni en ég skal ekki segja
um það, hvort þegar í næstu viku
verði orðið tímabært að gefa slíkt
svar.“
Nú er farið að síga á seinni hluta
októbermánaðar og enn er beðið
eftir svari dómsmálaráðherra. Á
mínum vinnustað er almenn regla
að svara öllum spurningum eftir
bestu getu og því leyfi ég mér að
skora á hæstvirtan dómsmálaráð-
herra að svara margítrekuðum fyr-
irspurnum varðandi rannsókn á
starfsemi nektardansstaðanna og
hvaða aðilar erlendir og innlendir
græði á hugsanlegu vændi tengdu
þessari starfsemi.
Höfundur er framhaldsskóla■
kennari.
Leikritið um
„sátt við þjóðina“
UMGERÐIN var
hæfilega upphafin og
viðeigandi þennan
föstudagsmorgun í Ráð-
herrabústaðnum. Fjöl-
miðlafólkið var mætt og
eftirvæntingin mikil.
Auðlindanefnd var að
skila forsætisráðherra
skýrslu sinni. Slíkur
stórviðburður var brýnt
myndefni í sjónvörpum
landsmanna.
Jóhannes afhenti
Davíð skýrslu nefndar-
innar. Og „replikkur"
ráðherrans voru æði-
miklu rismeiri en inn-
koma Bubba kóngs hér fyrr á tíð. Þar
voru uppi stór orð um ágæti skýrsl-
unnar og hún jafnvel talin söguleg.
Ekki síst var það talið skýrslunni til
ágætis, að hún var samhljóða. Hér
hlutu raunveruleg stórtíðindi að vera
Kvótinn
Það er rík ástæða,
segir Jón Sigurðsson, til
að vera vansæll yfír
veigamiklum þáttum í
greiningum auðlinda-
nefndarinnar.
á ferðum og óblandinn fognuður hlaut
að hríslast um brjóst hvers þess
manns sem vildi viðunandi sættir í
samfélaginu um auðlindamál.
Sá fögnuður kann að hafa dvínað
hjá einhverjum strax síðdegis sama
dag, þegar fyrirvaralaust hófst annar
þáttur leikritsins. Innan fjögurra
stunda frá afhendingu skýrslunnar
hafði stjóm LÍÚ ekki aðeins lesið
hana heldur líka ályktað um hana.
Ekki verður á þá logið hjá LÍÚ
hversu hraðlæsir þeir eru og fljótir að
hugsa. LÍÚ menn buðu fram af höfð-
ingsskap sínum að taka að sér með
samningum löggjafarvaldið í þessum
efnum, sem og heilmikið af
stjómsýslunni, gegn því að greiða
eitthvert lítilræði af auðlindaleigu
þegar þeir kynnu að hafa efni á því.
Tilboðið var gert með þeim yndislega
fyrirvara, að sjómenn skyldu greiða
sinn hlut af gjaldinu en væntanlega
án áhrifa eins og endranær. Yfirlætið
yfir algeru forræði samtakanna á
þessum málum hjá ríkjandi stjóm-
völdum skein af allri þessari gerð. Og
einhveijum kann að hafa verið
skemmt þegar Mbl. þótti þessi leik-
brögð LÍÚ sæta tíðindum.
Að því kom, að téð greinargerð auð-
lindanefndar var lesin fyrir mig sem
þetta skrifa. Mér brá strax. Yfirlýs-
ingamar um einingu nefndarinnar
voru skrök. Inni í skýrslunni eru einn
og tveir nefndarmenn til skiptis að
gera ágreining um grundvallaratriði.
Þeir skrifa undir skýrsluna í lokin án
fyrirvara af því að ágreiningurinn
kemur skýrt fram í texta nefndar-
álitsins. Svo er því logið að almenningi,
sem ekki les, að skýrslan sé einhuga
og mikilvægt innlegg í þjóðarsátt um
þetta mMsverða mál. En hremming-
amar áttu eftir að verða fleiri.
Nefndin gerir númer úr þeirri sjálf-
gefnu niðurstöðu, að það, sem almenn-
ingur í landinu á, sé þjóðareign og rík-
ið hafi ráðstöfunarrétt á þeirri eign.
Þetta vill nefndin binda í stjómarskrá
og banna varanlega ráðstöfun á slík-
um eignum. Þess háttar ákvæði í
stjómarskrá væri í raun jafnónýtt og
það hefur verið í gildandi fiskveiði-
stjómarlögum. Nefndin vill jafnframt,
að öllum auðlindum, nema fiskstofn-
um í hafinu, sé ráðstafað með útboðum
eftir venjulegum markaðsleiðum.
Ekki verða fundnar neinar röksemdir
í skýrslunni um það hvers vegna sjáv-
arútvegurinn á í þessu tilliti að vera
,jafnari en aðrir“ svo vitnað sé til
frægrar sögu George Orwells.
í svo ítarlegri skýrslu um gjald-
töku fyrir auðlindir í almannaeign,
þykir mér undarlegt að
finna ekkert um þá einu
gjaldtöku af þessu tagi
sem verið hefur í náma-
lögum allar götur frá
því á þriðja áratug ald-
arinnar og var á sínum
tíma innheimt af námi
Hekluvikurs, hvað svo
sem síðar hefur orðið.
Síðast þegar ég hnýst-
ist í þetta var gjaldið
hlutfallslega svo hátt
við útflutning vikursins,
að greiða ætti 4-5 millj-
arða af sjávarauðlind-
unum.
Það er rík ástæða til
að vera vansæll yfir veigamiklum
þáttum í greiningum auðlindanefnd-
arinnar á vandamálunum sem varða
fiskveiðistjórn. Af þeim höfuðágöllum
hennar, sem ég hef greint og skrifað
mikið um, er í rauninni aðeins drepið
á tvo. Brottkastið er rætt með afar
lufsulegum hætti. Þar er það lagt að
jöfnu þegar menn fyrr á árum voru að
fleygja skítfiski eins og tindabykkju
eða smáfiski sem ekkert verðmæti
gat haft og það sem nú gerist þegar
menn neyðast til að fleygja 5-7 kílóa
þorski af því að hann borgar ekki
kvótaleiguna þegar í land er komið.
Hitt atriðið varðar byggðaröskun.
Þar er staðhæft af hálfu nefndarinn-
ar, að kvótakerfið hafi engin áhrif
haft þar á. Þessi staðhæfing gengur
þvert gegn bestu rannsókn sem gerð
hefur verið í þessum efnum, rann-
sókn dr. Stefáns Ólafssonar að til-
hlutan Byggðastofnunar. Þar er nið-
urstaðan, að kvótasala úr byggð-
arlögum sé stór áhrifavaldur um
brottflutning fólks. Það er ekki ýkja
trúverðugt þegar auðlindanefnd gef-
ur yfirlýsingar þvert ofan í slíkar
rannsóknir.
Aðrir ágallar kvótakerfisins og
kvótaframsalsins eru ekki til umræðu
í skýrslunni, s.s. yfirburðasamkeppn-
isstaða stóru útgerðanna til kvóta-
kaupa, samkeppnisforskot fiskvinnsl-
unnar sem útgerðimar eiga og geta
ákveðið sér hráefnisverð í samkeppni
við fiskvinnslu án útgerðar sem
kaupa þurfa hráefnið á markaði á allt
að tvöföldu verði og keppa síðan á
sömu afurðamörkuðum. Heldur er
ekki fengist um lokun fyrir nýliðun í
útgerð og hvemig það veldur því að
ijarar undan sjómannaskólum eða
hvemig fiskveiðistjómarkerfið veld-
ur beinlínis drjúgum hluta af taum-
lausri skuldasöfnun útgerðarfyrir-
tækja. Það er jafnvel gefið í skyn, að
árangur hafi verið af fiskveiðistjórn-
inni til að stækka fiskstofna. Þarna er
augum lokað íyrir óþægilegum stað-
reyndum en þess í stað tekur nefndin
þátt í leikritinu sem á að varða leiðina
til að festa kerfið í sessi nánast
óbreytt til frambúðar. Það mun koma
á daginn þegar síðasti þáttur leikrits-
ins verður settur á svið með niður-
stöðum „sátta“nefndarinnar ein-
hvem tíma á næsta ári.
Svo mikil var depran, sem á mig
sótti eftir þessar athuganir, að mér
varð á að setja saman vísu, hvorki
verri né betri en vænta má af svo
óvönum vísnasmið:
Þjóðareign = þjóðargjöf
Þjóðinn’ er órótt og forystumennimir finna
það/
Fallegt af þeim að vilja hugga og sef ’ana,
svo auðlindanefnd var óðara beitt til að
kynnaað,
eignin sé fólksins þótt löngu sé búið að gef
’ana.
Að lokum komst ég að niðurstöðu
um hvemig á því stendur, að ríkis-
stjórnin getur farið sínu fram í þessu
máli þvert ofan í 75 % þjóðarinnar án
þess að glata fylgi. Ástæðan er sú, að
meginhluti þess fylgis, sem ríkis-
stjórnin nýtur, er meðal þess fólks
sem ekki fylgist með neinu sem máli
skiptir í þessu samfélagi. Rökin fyrir
þessari staðhæfingu er efni í allt aðra
grein.
Höfundur er fyrrverandi
framkvæmdastjóri.
Jón Sigurðsson