Morgunblaðið - 19.10.2000, Side 52

Morgunblaðið - 19.10.2000, Side 52
52 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGURLAUG JÓNA "HALL GRÍMSDÓTTIR + Sigurlaug Jóna Hallgrímsdóttir fæddist í Hafnarfirði 9. janúar 1926. Hún lést á Landspítalan- um í Fossvogi 13. október siðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jónina Jóns- dóttir, f. 28.11. 1890, d. 11.5.1941, og Hall- grímur Jónsson, f. — 25.9. 1886, d. 16.2. ■aÍ 962. Systkini Sigur- laugar voru Margrét, f. 12.1. 1920, d. 31.1. 1990, maður hennar Guðjón Klemenzson, f. 4.1. 1911, d. 26.8. 1987. Þeirra börn: Mar- grét Jóna, f. 28.1.1945, Auðbjörg, f. 24.4. 1948, Védís, f. 22.5. 1949, d. 24.4. 1951, Hallgrímur, f. 13.5. 1952, og Guðný Védís, f. 21.10. 1958; Jónas Oddur, f. 3.6. 1921, d. 12.5. 1984, kona hans Þórunn Jó- hannsdóttir, f. 15.8. 1927, d. 16.10. 1999. Þeirra börn: Jdnína Björg, f. 10.10. 1950, Hallgrímur, f. 17.4. 1952, Jónas Þór, f. 19.12. 1954, og Edda Jóna, f. 10.2.1957. Sigurlaug lauk prófi frá Húsmæðra- skóla Reykjavíkur 1946. Hún starfaði fyrst hjá Prent- smiðju Hafnarfjarð- ar, en lengst af starf- aði hún sem bókari hjá Bæjarútgerð HafnarQarðar. Eftir að Bæjarút- gerðin hætti starfsemi starfaði hún hjá Hafnarljarðarbæ þangað til hún hætti störfum vegna ald- urs. Utför Sigurlaugar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Það var aldrei spuming um það hver var uppáhaldsfrænka okkar. Silla frænka var hluti af lífí okkar fstkinanna frá fyrstu tíð, hún var stir mömmu og þær voru alla tíð mjög nánar og samrýndar. Hún hugsaði um okkur eins og við vær- um hennar eigin börn þegar hún gætti okkar, var vinur og félagi okk- ar þegar við áttum góðar samveru- stundir, og hún var ein af fjölskyld- unni þegar eitthvað stóð til. Urðarstígurinn er okkur ljóslif- andi í huganum. Þangað fengum við stundum að fara einar í rútunni í heimsókn til Sillu frænku og afa og gista. Við fengum að hlaupa upp á .iftiúnarhól og kaupa mjólk í flöskum og Nonnabrauð, Silla las og þýddi myndasögur fyrir okkiu' úr dönsku blöðunum, stundum fór hún með okkur í Hellisgerði, en mest gaman var þegar hún fór með okkur í fimm- bíó. Kjallarinn á Urðarstígnum var sveipaður dulúð og voru farnar ófá- ar ferðir niður um gólflúguna til vissra erinda. Þá var alltaf kíkt í geymsluna í leiðinni. Silla átti oft appelsín og eitthvert góðgæti þar. Eftir að við fluttum til Njarðvíkur kom Silla frænka flestar helgar til okkar. Kemur Silla ekki með næstu rútu? var spurt á hverjum laugar- degi. Við sjáum okkur systkinin í anda að bíða í herbergisglugganum á Brekkustígnum spennt að sjá Sillu birtast með rútunni. Þá var alltaf von á brjóstsykri eða öðru góðgæti og þá var öruggt að spilað yrði lúdó eða á spil, annaðhvort rommí eða manni. Það var ekki laust við að vin- konur okkar öfunduðu okkur af að eiga slíka frænku. Já, margs er að minnast. En ekki var lífið alltaf dans á rósum hjá Sillu. 15 ára gömul missti hún móður sína og var það henni þungbær reynsla. En fjöl- skyldan á Urðarstígnum var sam- stillt, afi, systkinin Magga, Jónas og Silla, og Oddný amma þeirra, sem var á heimilinu alla tíð þar til hún lést í hárri elli. Við fundum mikið til með Sillu þegar hún missti bróður sinn árið 1984, og nokkrum árum seinna systur sína, bæði mjög óvænt. Við systkinabörnin og fjölskyldur okkar höfum reynt að vaka yfir vel- ferð hennar. Elsku frænka hefur átt við heilsuleysi að stríða undanfarin ár og bjó hún á dvalarheimilinu Hrafnistu í heimabæ sínum, Hafn- arfirði, síðustu mánuði. Við þökkum Sillu frænku fyrir elskusemina og allar samverustundirnar. Hvíl í friði. Margrét Jóna og Auðbjörg. Það haustar að og laufin á grein- um trjánna sem í vor voru nýút- + Elsku litla dóttir okkar, systir og barnabarn, KOLFINNA PÉTURSDÓTTIR, lést á barnadeild Landspítalans mánudaginn 16. október. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 23. október kl. 15.00. Þeir, sem vilja minnast hennar, láti barnadeild Landspítalans njóta þess. Ásta María Reynisdóttir, Pétur Árni Rafnsson, Sif Pétursdóttir, Svanfríður Bima Pétursdóttir, Birna Pétursdóttir, Rafn Júlíus Jóhannsson, Svanfríður María Guðjónsdóttir, Reynir G. Karlsson. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBJÖRG G. GUÐJÓNSDÓTTIR, Dalbraut 27, áður Skúlagötu 64, lést á líknardeild Landspítala Landakoti þriðju- daginn 17. október. Sigursveinn R. Hauksson, Sigurbjörg M. Helgadóttir, Jóhann H. Hauksson, Signý S. Hauksdóttir, Sigurður A. Ingibjartsson, Guðný E. Snorradóttir, Guðmundur K. Finnbogason, barnabörn og barnabarnabörn. sprungin og fagurgræn eru fölnuð og falla til jarðar. Allt í náttúrunnar ríki á sitt upphaf og sinn endi. Einn- ig mannsævin. Þar ríkir vor og sum- ar um stund en í kjölfarið haust og vetur. Sigurlaug Jóna Hallgrímsdóttir, eða „Silla frænka" eins og hún var alltaf kölluð af okkur sem stóðum henni næst, felldi sitt síðasta lauf að morgni föstudagsins 13. október. Síðustu misserin var okkur ljóst að nokkuð var tekið að hausta að í lífi Sillu, of snemma að okkur fannst. Hún, sem var ávallt sjálfri sér nóg, var orðin lasburða og hjálpar þurfi. Hún, sem var hrókur alls fagnaðar á mannamótum og naut samvistanna við sína nánustu, var hætt að geta mætt nema stopult og þá með hjálp ættingja og vina. Síðustu mánuðina dvaldi hún á elli- og hjúkrunarheim- ilinu Hrafnistu í sínum kæra heima- bæ, Hafnarfirði, og naut þar góðrar umönnunar og umhyggju. Fyrir þetta er nú þakkað. Sömuleiðis eru starfsfólki deilda á Landspítalanum í Fossvogi, sem annaðist Sillu í veik- indum hennar undir það síðasta, færðar alúðarþakkir. Einnig ætt- ingjum, vinum og venslafólki sem af einstakri ræktarsemi og hlýju studdu Sillu og hlúðu að henni í veikindum hennar. Margs er að minnast. Það var há- tíð í bæ á Brekkustígnum í Njarðvík þegar von var á Sillu frænku í heim- sókn. Hvort heldur voru páskar eða jól, skírn, afmæli eða bara ósköp venjulegur laugardagur. Þegar Silla frænka birtist í dyrunum eftir rútu- ferð úr Hafnarfirði, oft í misjöfnum veðrum, upphófst gleði og gaman. Ópal eða súkkulaðibiti í lítinn munn og síðan spilaður Ólsen-Ólsen fram eftir kvöldi. Lítil manneskja fékk að vaka lengur en vant var. Sambýli á menntaskólaárunum. Mörg kvöldin var setið við eldhúsborðið á Flata- hrauninu og skeggrætt um lífið og tilveruna. í heimsókn með Margréti systur sinni hjá okkur í Kaup- mannahöfn. Ferðalög um Kaup- mannahöfn og Sjáland með viðkomu í stórverslunum, kirkjum og kónga- grafreitum. Silla ófeimin að spjalla við innfædda. Hún talaði íslensku með handabendingum og sínu fal- lega brosi og gekk bara ágætlega að gera sig skiljanlega. Heimsóknir með dæturnar á fagurt heimili Sillu sem bar merki einstakrar snyrti- mennsku og fágunar. Þátttaka hennar í árlegri fjölskylduferð með- an heilsa og kraftar leyfðu. Þátttaka í afmælisveislum fullorðinna jafnt sem barna. Glettni hennar og gjaf- mildi við yngstu kynslóðina. Þegar jóla- og afmælisgjafir voru annars vegar gleymdi Silla engum. Silla fæddist inn í hafnfirska verkamannafjölskyldu við upphaf kreppuáranna svokölluðu, yngst þriggja systkina. Eldri voru Mar- grét og Jónas Oddur. Hjá þeim bjó einnig Oddný amma sem setti sterk- an svip á heimilisbraginn. Af sam- tölum okkai' við Sillu er ljóst að lífið hjá foreldrum hennar, Jónínu og Hallgrími, var ekki alltaf dans á rós- um. Þau, eins og svo margir aðrir Is- lendingar á þessum tíma, fengu sinn skerf af atvinnuleysi og óvissu um efnahagslega afkomu. Ung missti Silla móður sína úr alvarlegum sjúk- dómi og tregaði hún hana alla ævi. Þrátt fyrir erfiðleika af þessu tagi voru minningarnar um þessa litlu fjölskyldu sennilega þær dýrmæt- ustu sem Silla átti allt fram í and- látið. Á heimilinu ríkti kærleikur og einstök samheldni sem við sem yngri erum kynntumst best gegnum samskipti þeirra systkina síðar meir. Því miður urðu þau styttri en búast mátti við. Vegir Guðs eru sannarlega órannsakanlegir. Jónas Oddur lést af slysförum langt um aldur fram og Margrét féll frá rétt þegar komið var að þeim tímapunkti að njóta ávaxtanna af gifturíkri ævi. Andlát þeirra systkina var Sillu mikill harmur. Makar Jónasar Odds og Margrétar, þau Þórunn og Guð- jón, eru einnig fallin frá og var frá- fall þeirra einnig mikið áfall fyrir Sillu. Með þessu fólki missti Silla ekki einungis nákomna ættingja og venslafólk heldur sína bestu vini sem ávallt voru henni stoð og stytta gegnum lífið. Kæra Silla. Við munum minnast þín sem þessarar glaðværu frænku sem öllum fjölskyldum eru svo nauðsynlegar. Án þín væru minn- ingar okkar gleðisnauðari en ella. Fyrir það er þér nú þakkað af heil- um hug. Megi góður Guð geyma þig og látna ástvini okkar. Það er sann- færing okkar að á hinsta degi komi aftur vor. Þá munuð þið öll samein- ast á ný og fegurðin mun ríkja ein. Guðný Védís, Ólafur Marel og dætur. Elsku Silla mín. Það er ótrúlegt að þú, ömmusyst- ir mín, sem hefur verið svo fastur punktur í tilverunni alla mína ævi, sért nú farin frá okkur. Ég man varla eftir jólum, afmælum og öðr- um stórviðburðum í lífi fjölskyld- unnar, þar sem þú varst ekki við- stödd. Mín fyrsta minning af sjálfri mér er einmitt heima hjá þér á Hóla- brautinni. Þá var ég tæplega þriggja ára. Þetta var í hádeginu á aðfanga- dag og mamma hafði farið á spítal- ann að „ná“ í litla systur handa mér. Við ákváðum að hafa fiskibollur úr dós í matinn. Þú varst auðvitað sjálfri þér samkvæm og opnaðir stóra fiskibolludós handa okkur tveimur! Ég fékk auðvitað að hjálpa til og stóð á stól við eldavélina og hrærði í pottinum. Þessi fyrsta bernskuminning kom strax upp í hugann, þegar ég fékk símhringingu í síðustu viku til Bandaríkjanna um að þú værir orðin svo lasin. Þú varst alltaf þolinmæðin uppmáluð við okkur krakkana og gerðir alltaf í því að láta okkur njóta okkar og hafa gaman af. Það voru heldur ekki fáar stundirnar sem við sátum, þú, ég og Elín systir, og spil- uðum rommí, ólsen-ólsen og veiði- mann og fórum í leiki eins og „fagur, fagur fiskur í sjó“ og „frúin í Ham- borg“. Ég man aldrei eftir því að þú hafir verið sú sem lagðir til að við mundum nú hætta og fara að gera eitthvað annað! Það yljaði mér svo sannarlega um hjartaræturnar, þeg- ar ég sá þig sitja með Nadiu dóttur minni og með sömu þolinmæðinni kenna henni að spila á spil. Það koma líka upp í hugann allar ferðirnar sem við fórum saman upp í kirkjugarð að huga að leiði foreldra þinna. Það var mest spennandi að fá að dæla vatninu með handdælunni og hjálpa til að vökva. Hversu mikil hjálp var í mér, veit ég nú ekki! Þá sagðir þú mér oft sögur af foreldr- um þínum og að það væri einmitt pláss fyrir þig við hliðina á þeim þegar þú værir tilbúin að fara. Það fannst mér skrítið og erfitt að ímynda mér. Nú er það hins vegar huggun að vita að þú ert hjá þeim og systkinum þínum og hafa þau ör- ugglega tekið vel á móti þér. Ég er mjög þakklát fyrir allar yndislegu stundirnar sem við höfum átt saman í gegnum árin, Silla mín, og færi þér ástarkveðjur frá litlu fjölskyldunni minni í San Diego. Þín frænka, Margrét. Ég lonníettumar lét á nefið svo lesið gæti ég frá þér bréfið. Ég las það oft og mér leiddist aldrei og lifað gæti ég ei án þin. Tralalalalala ljúfan. Þetta lag kenndi elsku Silla mér þegar ég var lítil stelpa og höfum við oft sungið það saman í gegnum árin. Nú síðast söng ég það fyrir hana á spítalanum en þar lá hún síðustu daga sína. Silla frænka var ömmu- systir mín í móðurætt og hefur verið stór hluti af mínu lífi frá því ég man eftir mér og eru minningamar um hana margar og góðar, yndislegri frænku er ekki hægt að hugsa sér. Hún passaði okkur systurnar oft, mig og Margréti, og alltaf hafði hún tíma til að grípa í spil og spila rommý sem hún kenndi okkur og að syngja „Lonníettulagið". Silla tók þátt í öllu með okkur í gegnum árin en tengsl okkar styrktust enn meira eftir að ég flutti í Hafnarfjörðinn fyrir tæpum fjórum árum og heim- sótti ég hana oft eða við fórum eitt- hvað saman. Síðustu ár fór heilsunni að hraka og eftir að Silla hætti að keyra fórum við oft í bíltúr og ókum um Hafnarfjörðinn sem henni þótti svo vænt um og þekkti svo vel. Það var alltaf jafn gott að koma til Sillu og fara í búð fyrir hana í leiðinni ef svo bar við. Heimili hennar var hlý- legt, fallegt og einstaklega snyrti- legt og lýsir það í raun henni sjálfri vel. Við áttum ófáar stundir saman í eldhúsinu hennar á Flatahrauninu og var þá mikið spjallað og góð ráð gefin. Hún talaði oft um foreldra sína og æsku og sérstaklega minnt- ist hún oft á móður sína en hana missti hún þegar hún var táningur. Silla sagði alltaf að fjölskyldan væri það mikilvægasta sem maður ætti og því mætti maður aldrei gleyma. Með fráfalli Sillu hef ég misst ekki bara frænku heldur einnig góða vin- konu sem ég mun sakna sárt. Elsku Silla mín, takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Þín + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HALLDÓRJÓNSSON, Grettisgötu 12, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi máriudaginn 16. október. Hrafnhildur Stella Eyjólfsdóttir, Guðmundína Margrét Sigurðardóttir, Eyjólfur Júlíus Sigurðsson, Margrét Hjálmarsdóttir, Sigurrós Halldórsdóttir, Helgi Eyvinds, Hulda Guðbjörg Halldórsdóttir, Magnús Guðmundsson, Hjördís Rósa Halldórsdóttir, Jón Atli Brynjólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, GUNNARJANGER, verður kvaddur frá litlu kapellunni í Fossvogi föstudaginn 20. október kl. 13.30. Vigdís Þorbjarnardóttir Janger, Þórdís Vala Smith, Siv Dagmar Schultz. Elín.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.