Morgunblaðið - 19.10.2000, Page 53

Morgunblaðið - 19.10.2000, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000 53 ............i-. INGOLFUR BALDVINSSON Bald- + Ingólfur vinsson var fæddur að Hálsi í Oxnadal 21. janúar 1913. Hann lést 12. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Helga Guð- björg Sveinsdóttir og Baldvin Sigurðs- son er bjuggu á ýmsum bæjum í Oxnadal en lengst á Hálsi eða til 1920 er þau fluttu að Höfða við Akureyri. Systkini Ingólfs voru: Guðbjörg Soffía, f. 3. maí 1909, d. 3. ágúst 1909; Þórey, f. 3. desember 1910, d. 31. júlí 1924; Sigurður, f. 30. mars 1913, d. 1. desember 1915; Björn Sveinn, f. 26. júní 1914, lengst bóndi á Naustum; Sigurður, f. 26. september 1915, d. 23. júlí 1995, skrifstofu- maður á Akureyri; Sveinbjörg Guðný Sigurbjörg, f. 6. desember 1916, húsfreyja á Akur- eyri; Þórdís Jónína, f. 7. ágúst 1918, húsfreyja á Akra- nesi; Þórhallur, f. 20. mars 1920, d. 13. apríl 1920, og Þórlaug Guðbjörg, f. 3. nóvem- ber 1923, húsfreyja á Akureyri. Útför Ingólfs fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30 í dag kveðjum við yndislegan mann, sem farinn er frá okkur. Ingi var ein af uppáhaldsmanneskjunum í lífi mínu og hann gat ekki verið stór- kostlegri en hann var. Ingi var með hjarta úr gulli og hugsaði alltaf um aðra, frekar en sig. Við Siggi minn höfðum ávallt gaman af að heim- sækja Inga og Svenna. Ingi gaf okk- ur svo mikið og um leið og við sáum hann, kom hann okkur í gott skap. Við fundum fyrir svo mikilli hlýju frá honum og ég efast um að hann hafi vitað hvað hann skipti okkur miklu máli. Verst þótti okkur að geta ekki hitt hann á hverjum degi, þar sem við bjuggum í Reykjavík. Eins eiga drengirnm okkar eftir að missa af honum. Eldri sonur okkar var þó svo heppinn að fá að hitta hann og þó hann hafi aðeins verið níu mánaða gamaU, mann hann ennþá eftir hon- um. í heimsókninni voru teknar rnyndh- af Alexander í fangi Inga. Eftir að þær komu í albúm skoðaði hann þær á hverjum degi og alltaf jafn spenntur að sjá þær. Þegar hann gat náð í albúmin sjálfur, náði hann aðeins í albúmið af sér, Inga og Svenna. Svo skoðaði hann þær mynd- ir aftur og aftur, skælbrosandi. Svona áhrif hafði Ingi á Alexander okkar og alla sem hittu hann. Því miður náði nafni hans Kristófer Ingi (sex mánaða) ekki að hitta hann. Að vísu sagði amma Þórlaug mér að hann hefði verið mjög ánægður að eignast annan nafna og það gladdi okkur mikið. Við erum mjög þakklát fyrir allar stundirnar sem við áttum með Inga og eigum eftir að sakna hans á hverj- um degi. Eitt er víst að hann á eftir að lifa á heimili okkar þar sem við eigum eftir að tala um hann við drengina okkar. Ingi minn, okkur Sigga þótti mjög vænt um þig og þykir enn. Þú munt lifa í hjarta okkar og að lokum vil ég þakka þér fyrir hvað þú varst góður við hann Sigga minn. Hann mun varðveita allar stundirnar sem hann átti með þér, þar sem þú varst ekki aðeins frændi hans, heldur líka afi og síðast en ekki síst besti vinur hans. Ég veit ekki hvemig ég get launað þér það, nema kannski bara að lofa þér að elska hann alltaf og vera hon- um góður vinur það sem eftir er. Við sendum innilegar samúðar- kveðjur til systkina hans og annarra ættingja, megi guð vera með ykkur. Kær kveðja, Erika, Sigurður og drengimir. það þyrfti úr skónum þegar gengið var inn á fjóströðina til Inga, þar var hreinlætið og umhyggjan í fyrirrúmi. Naustakýrnar voru á sínum tíma landsþekktar og voru kálfar þaðan eftirsótth’ til undaneldis vegna afurða sinna víða um land og til Noregs var flutt sæði til kynbóta á norskum kúm. Inga frænda var lítið um hól gefið og var ekki maður fyrir mærðartal, svo best er að stilla sig þegar á að minn- ast hans. Sem barn fékk ég að vera í sveit á Naustum, þar fékk ég að kynnast kærleika frænda míns, holl- ráðum og ástúð, enda Naustafólkið annálað drengskaparfólk á rausnar- heimili og í slíku umhverfi var gott að fá að vera sem barn og unglingur. Ingólfur frændi minn tók ávallt málstað lítilmagnans og skipaði sér í sveit með íslenskum sósíalistum og vinnulúnum erfiðisvinnumönnum, sem flestum eru gleymdir en börðust þó fyrir og skópu þau lífskjör og þau réttindi sem við þó njótum í dag. Margir fengu hollráð og huggun hjá Inga þegar eitthvað bjátaði á og brást hann engum sem til hans leit- uðu. Ég vona að sem flestum af okkur afkomendum Naustafólksins auðnist að líkjast Ingólfi Baldvinssyni að skapgerð og drengskap, ég þakka fyrir að hafa kynnst honum. Baldvin Halldór Sigurðsson. Þó að Ingi frændi hafi ekki mjög meðvitað ætlað að ala okkur upp, rollingana sem voru hjá honum og Svenna í sveit, þá held ég að hann hafi haft meiri og betri áhrif á líf flestra okkar en hann grunaði. Ég var svo heppinn að fá að vera hjá þeim nokkur sumur á Naustum við Akureyri. Ekki hefur nú vakað fyrir þeim að nýta vinnukraft minn þegar þeir buðu mér, er ég var í heimsókn hjá þeim með foreldrum mínum sjö ára gamall, að koma aftur næsta sumar og vera hjá þeim í sveit. Ég man helst eftir mér það sumar eltandi annanhvom þeirra með enda- laust spumingasuð. Út í fjósi með Inga þar sem ég hélt að ég hefði verið að mjólka ekki síður en hann og stóm strákamir, sitjandi á traktornum eða í jeppanum hjá Svenna, alltaf var mér svarað, þolinmæðin var ótrúleg. Ég minnist stunda með Inga í heyskapn- um þegar verið var að keyra heyið heim, og ég fékk að vera með honum heima við hlöðu og moka í blásarann, þá náðum við stundum að klára hlass- ið áður en gamli Chevrolet-hertmkk- urinn kom kjagandi með það næsta. Þetta vom miklar dýrðarstundir, sérstaklega ef ég náði honum í gott spjall. Það var hægt að ræða við Inga um allt milli himins og jarðar, hann var alls staðar vel heima og fylgdist með með ótrúlegustu málum. Ingi var ekki jafn heppinn og ég að geta bara leikið sér áhyggjulaus í sveitinn þegar hann var átta ára gamall, strax þá hafði hann mörgum skyldum að gegna, og þá eins og ætíð síðar leysti hann þær skyldur af alúð og æðraleysi. Hann var vel menntað- ur þrátt fyrir litla sem enga skóla- göngu, gríðarlega vel lesinn, átti mik- ið og gott bókasafn, í því safni var engin bók ólesin. Eftir því sem sumr- unum fjölgaði í sveitinni færðist meiri alvara í leikina og þeir breyttust að þó nokki-u leyti í störf, sækja kýmar, vera virkur í heyskapnum og í fjósinu og margt fleira. En alltaf var skemmtilegt, alltaf var tími af og til til þess að spjalla. Þó að mér þætti spennandi að fá að vera á traktor við að taka saman heyið, þá kaus ég oft heldur að fá að vera heima við hlöðu með Inga og moka í blásarann, ná þá nokkmm góðum spjallstundum eða bara fljúgast á við hann í heyinu. Ég lærði margt af honum Inga, bæði vinnubrögð og ýmis sannindi um lífið, samt man ég aldrei eftir því að hann væri beinlínis að kenna mér neitt. Hann var bara góð fyrirmynd, allt sem hann gerði vildi hann gera vel. t systir okkar, mágkona og Ástkær dóttir mín, móðursystir, RAGNA KRISTÍN ÞÓRÐARDÓTTIR kennari, Blöndubakka 5, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans fimmtudaginn 12. október. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstu- daginn 20. október kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknardeild Landspítalans eða Krabbameinsfélag íslands. Kristín Guðmundsdóttir, Ásgerður Þórðardóttir, Gunnar Karlsson, Guðlaug Þórðardóttir, Þórður Víkingur, Guðlaug, Guðmundur Birgir, Kristín Þórunn, Þórður Hjalti og Gunnar Karl. Hinn 12. október síðastliðinn lést á Akureyri föðurbróðir minn Ingólfur Baldvinsson frá Naustum. Með hon- um er genginn einn af traustustu son- um aldamótakynslóðarinnar sem ólst upp í skugga fátæktar, heimskreppu og styrjaldai-firra. Maður sem var vandur að virðingu sinni til orðs og æðis, víðlesinn alþýðumaður með hetjulund. Ingi frændi bjó á Naust- um við Akureyri ásamt Sveini bróður sínum um áratuga skeið, hirðusemi, þrifnaður og virðing fyrir öllu lífi var þeirra aðal. Ingi hugsaði um kýrnar, Svenni um ærnar, hrossin og hæn- urnar, maður fékk þá tilfinningu að t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT JÓHANNESDÓTTIR, Freyjugötu 17, Sauðárkróki, áður Þverárdal, lést á Dvalarheimili aldraðra, Sauðárkróki, mánudaginn 16. október. Dætur, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn. Þó vinnudagurinn væri langur þá man ég aldrei eftir því að hann kvart- aði undan þreytu, hann kvartaði reyndar aldrei, það var ekki hans stfll. Ingi frændi var alla ævi „pipar- kall“ eins og hann sagði sjálfur, eign- aðist aldrei „eigin“ böm, en eignaðist þess í stað hlutdeild í okkur, frænd- systkinum sínum og öllum þeim ótal krökkum sem vom á Naustum hjá honum og Svenna. Hann gerði ekki miklar kröfur til lífsins sjálfum sér til handa, hann fór held ég aðeins einu sinni til útlanda og þau vora ekkert mjög mörg skiptin sem hann fór til Reykjavíkur, samt held ég að hann hafi verið víðsýnni og hafi lifað inni- haldsríkara lífi en mjög margir aðrir sem hafa allt til alls. Ég er þakklátur fyrir þann tíma sem ég fékk að vera hjá Inga frænda mínum, hann var merkilegur maður. Jakob Þór. Hvenær sem kallið kemur kaupirsérenginnfrí. Þar læt ég nótt sem nemur, neitt skal ei kvíða því. Þessar hendingar úr sálmi sr. Hallgríms Péturssonar komu í hug mér er ég frétti lát frænda míns Ing- ólfs Baldvinssonar frá Naustum. Ég vissi að heilsa hans var þannig að kallið gæti komið á hverri stundu. Hann hafði dvalið á Hlíð um nokkur ár og undi þar hag sínum, en kraftar hans vora litlir orðnir eftir margra ára erfiði. Minningar margar koma í hugann, er ég hugsa til þessa frænda míns. Við voram systkinasynir. Ein fyrsta minningin er frá því ég var sex ára, Ingi, eins og ég kallaði hann alltaf, var þá nýlega fermdur og kom frá Höfða þar sem hann hafði verið með föður sínum og systkinum. Nú var hann ráðinn vinnumaður á Naustum hjá Önnu föðursystur minni og Valdimar manni hennar. Nokkra eftir hann kom í Naust sá ég hann vera að rista þökur niðri á túni. Hann vann hraustlega að verkinu eins og fullorðinn karlmaður. Ég kom til hans, settist á þúfu og horfði á hann vinna. Hann tók mér Ijúflega, hélt áfram vinnu sinni en tók að ræða við mig og spyrja mig að ýmsu. Ég var hreykinn af því að hann skyldi vilja ræða við mig, svona drengsnáða. Þessari stund hefi ég ekki gleymt. Þetta var upphaf að kunningsskap okkar, sem seinna þróaðist í vináttu. Sem aldrei brást. Ingi var í tvö ár vinnumaður hjá Önnu og Valdimar, en fór þá til systk- inanna Helgu og Halldórs á Naust- um, þar tók hann þátt í búskapnur^r heils hugar og svo liðu ár og hann tók við búinu ásamt Sveini bróður sínum. Þeir bjuggu síðan á Naustum í ára- tugi góðu búi, uns þeir fluttu í Lind- arsíðu 4 á Akureyri. Með búskapnum vann Ingi oft á Bryggjunni við skipakomur, en síðan þegar búskapurinn var orðinn minni vann hann hjá Vatnsveitu Akureyrar í nokkur ár. Ingólfur var maður hæg- látur i allri framgöngu en vinnugef- inn. Skapmaður var hann emkunni vel með það að fara. I uppvexti mínum fannst mér hann alltaf vera vinnandi og gefa sér lítinn tíma til hvíldar. En þó að svo hafi ver- ið átti hann sínar góðu hvíldarstund- ir. Hann las mikið og naut þess að lesa og íhuga góðar íslenskar bók- menntir. Einkum voru hin síðari ár hans vel nýtt til slíkrar iðju. Oft ræddum við um ljóð góðskáldanna og undraðist ég hve vel hann var heima í mörgu þar. Ingi var bamgóður og naut ég þess í æsku og oft var ég vitni þess hve hlýlega hann umgekkst börn og ungl- inga, bæði skylda og óskylda. Þeir era áreiðanlega margir sem minnast góðra stunda með honum. Hann fór að engu óðslega en drjúgur verkmaður, tryggur vinur og trúr í starfi öllu. Það var alltaf gott at) koma til þeirra bræðra á Naustum og þiggja góðgerðir og spjalla við þá og ekki síður er þeir komu í Lindarsíð- una. Þar bjuggu þeir um sig notalega og áttu góðar stundir. Ég kom oft til þeirra þar. Svo var að Aðalbjörg kona mín var um tíma í sjúkraþjálfun á Bjargi. Og á meðan hún var þar leit ég til þeirra bræðra og átti góðar stundir með þeim. Þeir vissu að ég myndi koma og höfðu alltaf til kaffi. Fyrir þessar stundir sem ég átti þarna með þeim er ég þakklátur. Ég þakka Inga frænda mínum alla góðvild er hann sýndi mér frá bernsku til æviloka. Kveðju og þakkir vil ég flytja hér frá Steinunni dóttur minni. Hún minnist margra stunda er hann vék góðu að henni. Við Aðalbjörg þökkum honum samfylgdina og biðjum Guð að blessa minninguna um hann. Við sendum systkinum hans og systkinabörnum innilegar samúðai’- kveðjur. Sigurður Guðmundsson. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLFRÍÐUR NJÁLSDÓTTIR, Hlíðarvegi 44, Siglufirði, sem lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar miðviku- daginn 11. október, verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 21. október kl. 14.00. Njáll Sverrisson, Ólöf Guðmundsdóttir, Jóhanndíne Sverrisdóttir, Valdemar Guðmundsson, Vigdís Sverrisdóttir, Jónas Valtýsson, Fríða Sverrisdóttir, Ingimar Jónasson, Hallgrímur Sverrisson, Fanney Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, SIGURSTEINS JÓHANNSSONAR, Merki, Borgarfirði eystri, sem lést á heimili sínu fimmtudaginn 12. októ- ber, fer fram frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 21. október kl. 14.00. Jarðsett verður frá Bakkagerðiskirkju sama dag. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Sjúkrahúsið á Egilsstöðum. Þórdís Sigurðardóttir, synir, tengdadætur, afabörn og langafabörn. L. ~

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.