Morgunblaðið - 22.10.2000, Síða 10

Morgunblaðið - 22.10.2000, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Eyrún ísfold Gísladóttir, talmeinafræðingur hjá Talþjálfun Reykja- víkur. æskilegt væri að fatlaðir blönduð- ust börnum í sínum heimaskóla og væru þannig fullgildir þátttakend- ur í skólastarfmu og væri einnig ávinningur fyrir ófatlaða skólafé- laga. Félagsleg tenging við heimahverfi mikilvæg Þegar skoðaðar eru nánar helstu ástæður og rök foreldranna fyrir mikilvægi og gildi þess að barn þeirra innritaðist í heimaskóla tengdust ástæðurnar mannréttind- um, þ.e. að fötluðum börnum væri ekki vísað frá sem „annars flokks þegnum“ og að þau fengju sann- gjarnt tækifæri án þess að vera útilokuð fyrirfram. Þá tilgreindu foreldrar mikilvægi félagslegrar tengingar í heimahverfi. Foreldr- arnir virtust almennt hafa áhyggj- ur af félagslegri einangrun barns síns ef það sækti skóla fjarri heimahögum. Foreldrar sem innrituðu börn sín í sérhæfð úrræði höfðu hins vegar væntingar um vandað ein- staklingsmiðað nám og kennslu í höndum sérhæfðra kennara. Einn- ig kom fram að foreldrar sem voru orðnir uppgefnir vegna langvar- andi erfiðleika barns í almennum grunnskóla litu til sérskóla sem heildstæðrar lausnar. Almennt var ósk foreldranna að börnunum liði vel í skóla, burtséð frá námsúrræðum. Reynir á þrautseigju og úthald Eyrún segir að ef reynsla for- eldra sem tóku þátt í rannsókninni sé skoðuð í heild sinni komi í ljós að í fæstum tilvikum hafi verið um eiginlegt val að ræða á milli heimaskóla og sérúrræðis, eða milli mismunandi sérúrræða. „í langflestum tilvikum kom aðeins einn kostur til greina við upphaf skólagöngu ef fyrir lá greining á fötlun barns, yfirleitt sérskóli á höfuðborgarsvæðinu og heimaskóli í dreifbýli. Nokkrir foreldrar töldu sig hafa staðið frammi fyrir „afarkostum" og að „valið“ hefði staðið á milli þess að barn fengi „allt eða ekk- ert“, þ.e. heildstæða þjónustu í sérúrræði eða lágmarksstuðning í almennum bekk. Þá sýndu niðurstöður ótvírætt að fámenn byggðarlög í dreifbýli eiga erfitt með að koma til móts við fátíðar fatlanir sem krefjast sérhæfðrar kennslu og þjónustu." Foreldrar á höfuðborgarsvæð- inu, sem ekki voru sáttir við þrýst- ing af hálfu skóla eða skólayfir- valda um að velja sérúrræði, hafa gjarnan lagt á sig mikla vinnu til að fylgja eftir óskum sínum um al- mennt námsumhverfi. „Þegar breyting varð á námsúr- ræði var að sama skapi langoftast um einn möguleika að ræða og auk þess mikið álag því samfara hvort, eða hvenær, barnið fengi inni í við- komandi úrræði. Þá reyndi á út- hald og aðstæður foreldranna til að fylgja málunum fast eftir." Samtakamátturinn mikilvægur En flestir foreldranna voru þeirrar skoðunar að íhlutun þeirra, úthald og þrautseigja hefði „skipt öllu máli“ fyrir börn þeirra þegar verið var að ná fram óskum um námsúrræði við hæfi. EINST onnun Foreldrarfatlaöra barna og barna viö mörk fötlunar geta þurft aö takast á viö erfiðar ákvarðanir um nám barna sinna. Hildur Einarsdóttir ræöir viö Eyrúnu ísfold Gísla- dóttur um niðurstöður rannsóknar sem hún geröi á þessu efni sem er meistaraprófs- verkefni hennarviö Kennaraháskóla ís- lands. „ÞEGAR börn hefja skólagöngu við sex ára aldur ríkir að jafnaði mikil tilhlökkun og eftirvænting hjá þeim sjálfum, mömmu og pabba og öðrum í fjölskyldunni. Leiðin inn í grunnskóla er oftast greið og sjálfsögð og helstu vanga- veltur tengdar vali á skólatösku og umferðaröryggi á leið í skólann. Við upphaf skólagöngu fatlaðra barna, og barna við mörk fötlunar, ríkir hins vegar oft mikil óvissa og kvíði. Foreldrar velta fyrir sér hvort barnið þeirra eigi þess kost að fá nauðsynlega þjónustu innan veggja heimaskólans, eða annars almenns grunnskóla, eða hvort íhuga verði sérhæft námsúrræði, þ.e. sérskóla eða sérdeild," segir Eyrún ísfold Gísladóttir. A þessu ári Iauk Eyrún við rannsókn er fjallar um reynslu foreldra fatl- aðra barna, og barna við mörk fötlunar, af ákvarðanatöku um námsúrræði í grunnskóla, bæði við upphaf skólagöngu og síðar á námsferlinum. Rannsóknin er liður í meistaraprófsverkefni Eyrúnar í uppeldis- og kennslufræði við Kennaraháskóla íslands með áherslu á sérkennslu. í rannsókn- inni var beitt eigindlegum rann- sóknaraðferðum og byggðist gagnaöflun á djúpviðtölum við for- eldra 24 barna og unglinga. í við- tölunum kemur fram gagnrýni for- eldra á íslenska grunnskólakerfið hvað varðar þennan hóp barna. Einnig er í hennileitað eftir ábend- ingum foreldra um með hvaða hætti megi bæta þjónustu við nem- endur og foreldra þeirra. Foreldrar ósáttir Eyrún segir að foreldrahópurinn sem leitað var til um þátttöku í rannsókninni hafi verið valinn með það fyrir augum að samanlögð reynsla hans, þ.e. óskir um mis- munandi staðsetningu í skóla og kynni af mismunandi námsúrræð- um, væri sem fjölbreyttust og end- urspeglaði sjónarmið breiðs hóps foreldra. „Kveikjuna að rannsókninni er að finna í starfi mínu sem sér- kennslufulltrúi á fræðsluskrifstofu. I starfinu varð ég vör við að for- eldrar barna með fötlun voru oft ósáttir við að börn þeirra gátu ekki sjálfkrafa fylgt jafnöldrum sínum úr leikskólanum í grunn- skóla í heimahverfi. I leikskólanum hafa aðstæður verið þannig að börnin hafa yfir- leitt notið umtalsverðs stuðnings með hliðsjón af sérþörfum þeirra. Auk þess gefur fjöldi stafsmanna í leikskóla, miðað við fjölda nem- enda, að öllu jöfnu færi á vinnu í smærri hópum en aðstæður innan almenns grunnskóla leyfa.“ Börn með sérþarfir afar ólíkir einstaklingar Eyrún bendir á að fjölmargir foreldrar fatlaðra barna á for- skólaaldri hafi miklar áhyggjur og kvíða vegna væntanlegrar skóla- göngu barna sinna, ekki síst ótta um félagslega einangrun, innritist barnið ekki í heimaskóla. Þetta er þó ekki einhlítt og finnst sumum foreldrum sérhæfð þjónusta sér- skóla og sérdeilda ákjósanlegasti kosturinn, a.m.k. þar til annað telst þjóna barninu betur. Á það ekki síst við um foreldra barna sem greinast með fjölþætta fötlun og þurfa á margháttaðri þjónustu að halda auk kennslu, s.s. sjúkra- og iðjuþjálfun, sem stendur ekki til boða í almennum grunnskólum enn sem komið er,“ segir hún. „En það er ekki aðeins við upp- haf skólagöngu sem foreldrar fatl- aðra barna og barna við mörk fötl- unar geta þurft að takast á við erfiðar ákvarðanir um nám barna sinna. Ef foreldrar eða starfsmenn þess skóla, þar sem barnið hóf skólagöngu, telja að viðkomandi námsúrræði þjóni barninu ekki nógu vel þarf að endurskoða upp- haflegt úrræði. Börn með sérþarfir eru afar ólíkir einstaklingar og spurningin um hvað sé besta námsúrræðið fyrir hvert einstakt barn hlýtur að vera afar mikilvæg. Námsúrræði hlýtur hverju sinni að verða að skoðast á breiðum grunni og kem- ur þar fleira til en fötlun barnsins, m.a. ákvæði laga um rétt allra barna til náms við hæfi. Þess utan þarf að taka mið af óskum og að- stæðum foreldra, líðan og vilja barnanna sjálfra og úrræðum á hverjum stað.“ Ekki nóg að líta til form- legrar stefnumörkunar Eyrún er spurð að því hverjar séu væntingar foreldranna varð- andi nám barna sinna þegar kem- ur að grunnskólastiginu. „Opinber stefna í menntamálum gefur foreldrum barna með fötlun fyllsta tilefni til að horfa björtum augum til fyrirhugaðrar skóla- göngu barna sinna. Skýr fyrirmæli laga um grunnskóla og reglugerðir um sérkennslu undirstrika hug- myndafræði um jafnan rétt til náms í heimaskóla og að nám skuli sniðið að þörfum hvers og eins nemanda. Innritun í heimaskóla virðist því aðgengilegur og aðlað- andi kostur við fyrstu sýn. En það er ekki nóg að líta til formlegrar stefnumörkunar hér á landi heldur þarf að taka mið af því sem gerist í dagsins önn á vett- vangi, þ.e. þeirri stefnu sem birtist neytendum í verki,“ segir Eyrún. „Meirihluti þeirra foreldra sem ég ræddi við var ánægður með þá þjónustu sem börnum þeirra bauðst í leikskóla. Algengt var að þeir tíunduðu jákvæð viðhorf starfsmanna til vinnu með börnum þeirra og fagmannleg vinnubrögð. Þégar kom að því að ræða skóla- göngu á grunnskólastigi kom ann- að hljóð í strokkinn. Fjórðungur þeirra foreldra sem ég ræddi við hafði miklar vænting- ar um að barn þeirra gæti innrit- ast í heimaskóla við upphaf skóla- göngu og sumum þeirra fannst ekkert annað koma til greina. For- eldrarnir töluðu almennt um hve Fáeinir foreldrar nefndu að persónuleg sambönd, stéttarstaða og menntun hefðu skipt máli þegar þeir leituðu eftir þjónustu sérfræð- inga og voru þeir ósáttir yfir því að slík mismunun skuli eiga sér stað. Aðstæður foreldra í atvinnumál- um, m.a. svigrúm til að komast frá á vinnutíma, gat haft áhrif á mögu- leika foreldra til samstarfs við starfsmenn skóla eða skólayfir- valda og oft tók þessi málarekstur ómældan tíma Skilningur og lið- legheit af hálfu atvinnuveitenda vegna tíðra funda og útkalla af hálfu skóla skipti því miklu máli. Nokkrir foreldrar bentu á mikil- vægi samhygðar og samtakamátt- ar foreldra fatlaðra nemenda ef ná ætti fram úrbótum varðandi þjón- ustu, s.s. aðgengi, aðbúnað og stuðning við nemendur. Foreldrar sem eiga fötluð börn eða börn á mörkum fötlunar bera því vott um langvarandi áhyggjur, óvissu og kvíða og ekki síst stöð- ugt álag sem fylgir leit að viðeig- andi þjónustu, oft lögbundinni, af hálfu menntakerfis eða annarra þjónustukerfa. Við þetta bættist margskonar annað álag samfara því að eiga fatlað barn, auk þess sem foreldrarnir höfðu nær undan- tekningarlaust miklar áhyggjur af framtíð barnsins," segir Eyrún. Skortur á heildstæðri upp- lýsingaþjónustu Hvaða þættir eru það, að mati foreldra, sem hafa mest áhrif á ákvarðanir um námsúrræði? „Það kom fram í máli flestra for- eldra sem stefndu að heimaskóla við upphaf skólagöngu að skýrslur frá greiningaraðilum, ekki síst upplýsingar um greindarfarslega stöðu, hefðu oft staðið í vegi fyrir innritun. Þeim fannst að sama skapi erfitt að koma á framfæri eigin sjónarmiðum og röksemdum ef greining sérfræðinga lá fyrir. En álit foreldra er eitt af fjórum grundvallaratriðum sem slíkt mat þarf að byggjast á. Hin viðmiðin eru læknisfræðileg, sálfræðileg og kennslufræðileg viðmið.“ Hvað reyndist foreldrunum erf- iðast í baráttunni við að ná fram kröfum sínum um námsúrræði sem þeir töldu við hæfi barna sinna? „Það er eftirtektavert hversu frásagnir fólksins eru samhljóða hvað þetta varðar. Margir foreldranna töluðu um skort á skipulegri og heildstæðri upplýsingaþjónustu um réttindi og möguleika á þjónustu fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra. Fannst þeim þeir kastast stjórn- laust til og frá innan„kerfisins“ án þess að öðlast nokkurn tímann

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.