Morgunblaðið - 22.10.2000, Side 18

Morgunblaðið - 22.10.2000, Side 18
18 SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Efnið geislar MYNDLIST Listasafn fslands HÖGGMYNDIR & BLÖNDUÐ TÆKNI - SIGURÐUR GUÐMUNDSSON Til 26. nóvember. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 11-17. SIGURÐUR Guðmundsson lýsti því eitt sinn hvernig hann varð fyrir vitrun sem ungur maður í Hollandi. Veröldin kom til hans eins og leyst lífsgáta og allir hlutir stóðu honum fyrir hugskotssjónum eins skýrir og skíragull. Misminni mig ekki var þetta ekki fyrsta vitrun Sigurðar því á barnsaldri upplifði hann ámóta hughrif í þvottahúsinu heima hjá sér. Petta er merkilegt því verk hans búa yf- ir sérstæðri andrá líkt og þau krefji áhorf- andann um að nema þau samstundis og þau birtast honum. Hafi þetta ljóst og leynt verið einkenni fyrri verka Sigurðar eru verkin sem hann sýnir núna í Lista- safni íslands enn kröfuharðari á skjótvirka athygli áhorfandans. Það er eflaust efniviðurinn sem kallar fram þessa sérstæðu fjarlægð, því fjarlægð er það fremur en nálægð. Walter heitinn Benjamin spurði sig í hverju áran væri fólgin sem geislaði af hinni sérstæðu dýpt náttúrunnar og komst að því að hún væri einstæð opinberun firðarinnar hversu ná- læg sem hún annars væri. Hið makalausa við verk Sigurðar er ein- mitt skorturinn á afmörkuðum hlutum inn- an heildarinnar, eða „detalíum" eins og það heitir á vondri íslensku. Vissulega þarf maður að fara nær og fjær, einkum ef mað- ur er nærsýnn og er ekki alveg viss um að maður skynji tegund efniviðarins langt frá séð. En það er ósköp tilgangslaust að leita eftir frábrugðnum, afmörkuðum hlutum í verkum hans til að grafast fyrir um tækn- ina, handbragðið eða útúrdúrana frá heild- inni. Það er einmitt þetta sem gerir Sigurð svo klassískan í allri sinni rómantík. Hvað tæknibrögðin varðar er hann mun nær Dönunum og Friedrich - sem gæti fullt eins talist Dani eins og Þjóðverji því hann var skólaður á Akademíinu í Kaupmanna- höfn - en Constable og Delacroix. Ef til vill er það hið spegilfágaða yfirborð sem kref- ur augað um útúrdúralausa heildarskoðun. En svo má heldur ekki gleyma upplagi Sig- urðar sem hugmyndlistarmanns. Sem slík- ur skilur hann enga lausa enda eftir þegar kemur að framkvæmdinni. Þessi einstæða fágun hins myndræna Ijóðagerðarmanns skín úr hverju verki í litla salnum á listasafninu. Er nema von að svona gullmolar krefðust þess að teppið forljóta væri fjarlægt svo stykkin gætu speglað sig í hráu og óhreinsuðu steingólf- inu? Höggmyndir Sigurðar eru ekkert „kontórstáss" tilbúið að rykfalla með kaldavatnskútnum og kaffivélinni. í staðinn fyrir „detalíurnar“ áðurnefndu kann Sigurður þá list að tefla saman þver- stæðum í efnis- og hlutavali þannig að gesturinn hrekkur í kút eins og áhorfendur súrrealistanna þegar við þeim blasti full- komlega órökræn samsetning myndefnis. Sigurður gengur þó skrefinu lengra því hann er ekki að vekja á sér athygli með ósamrímanlegum samsuðum eins og súr- realistarnir urðu frægir fyrir. Hið eina sem hann spyr okkur er hvort nokkuð geri til þótt sjónvarpinu sé komið fyrir við hlið höggmyndarinnar eða bambusstillansar látnir umlykja hana. í báðum tilvikum kannar Sigurður styrk verka sinna með því að láta þau keppa við Sigurður segir söngvurunum til, þeim Tenu Palmer og Erni Amarssyni, á æf- ingu fyrir opnunargjörninginn. umhverfið; hávært sjónvarpið og framandi bambusgrindurnar. Þá staðsetur hann rauða höggmynd af Ármyndategundinni - Urbild - á rauðleitu, persnesku teppi með bollastelli. Halldóri heitnum Laxness fannst ekkert eins krefjandi eins og það að lenda til borðs milli frú Kaffistells og frú Bollastells því í svo ágætu kompaníi stóð hann öldungis á gati. Einmitt þannig stað- setur Sigurður sumar höggmyndir sínar og spyr sig hvort þær standist þá ofraun. Óðrum kemur hann þannig fyrir að þær geisla eins og kvikasilfur. Þær eru úr ryð- fríu, póleruðu stáli sem endurspeglar þá sem á þær horfa. Og svo er það hundurinn úr lamíneruðum kopar sem situr og heldur á hnetti úr fínlegu gæsaneti á loppum sér. Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Höggmynd með bambusverki umleikis, eftir Sigurð Guðmundsson. Öll eru þessi verk í sjálfu sér gjörningar svo ef til vill var það að bera í bakkafullan lækinn að láta þau Tenu Palmer og Örn Arnarsson flytja Dúett á opnun, eftir Jó- hann Jóhannsson, þar sem þau stóðu við eitt verka Sigurðar. Og þó; eins og hann bræðir saman bústaði sína í Kína, Hollandi, Svíþjóð og á íslandi, skáskýtur hann sér hjá allri viðtekinni skiptingu listanna milli ólíkra greina. Osmósan innra með Sigurði; flæðið sem stýrir penna hans, pensli eða meitli hafnar öllum úreltum landamærum. Heimurinn er minn vettvangur, segir hann, og það sannast betur en nokkru sinni fyrr á hinum nýju verkum hans. Halldór Björn Runólfsson Málþingið Bakverkinn burt! Heilsuvernd á vinnustað í tilefni af Vinnuverndarvikunni 2000 verður haldið málþing miðvikudaginn 25. október nk. á Grand Hótel á Gullteig frá kl. 13:00-16:15. Þátttaka ókeypis. Dagskrá: Eyjólíur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins. Setning málþingsins. Axel Hall, hagfræðingur. Samfélagslegur kostnaður atvinnutengdra sjúkdóma Magnús Ólason, yfirlæknir verkjasviðs á Reykjalundi. Langvinnir bakverkir - árangur meðferðar á verkjasviði Reykjalundar. Dr. Eiríkur Líndal, yfirsálfræðingur, Geðdeild Landspítalans. Sálfræðilegar afleiðingar bakverkja. Dóra Hansen, innanhússarkitekt. Hönnun og vinnuvistfræði. Þórunn Sveinsdóttir, sjúkraþjálfari, þróunar- og gæðastjóri hjá Vinnueftirlitinu. Hvernig má draga úr óheppilegu líkamlegu álagi við vinnu? Gunnar K. Guðmundsson, yfirlæknir atvinnuendurhæfingarsviðs á Reykjalundi. Atvinnuleg endurhæfing. Guðrún Óladóttir, forstöðumaður sjúkrasjóðs Eflingar - stéttarfélags. Sjónarhorn stéttarfélaga. Óskar Maríusson, efnaverkfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins. Sjónarhorn atvinnurekenda. Sigurbjörg Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs, öryggisumhverfis og gæðamála hjá ISAGA. Reynsla úr atvinnulífinu. Dr. Hólmfríður Gunnarsdóttir, sérfræðingur á heilsugæslu- og atvinnusjúkdómadeild Vinnueftirlitsins. Kynning á nýjum bæklingi um heilsuvernd á vinnustað. Að útgáfunni standa ASÍ, BSRB, SA og Vinnueftirlitið. Eyjólfúr Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins. Samantekt og niðurstöður. Skráning og upplýsingar hjá Vinnueffirlitinu í síma 550 4600 VINNUEFTIRIITIÐ Kammertónleikar í Listasafni íslands Morgunblaðið/Ámi Sæberg Steinunn Birna Ragnarsdóttir pianóleikari, Alexander Auer flautuleik- ari og Guðrún Ingimarsdóttir sópransöngkona. Veraldlegur Bach, íslensk nútímatónlist og frönsk rómantík KAMMERTÓNLIST fyrir flautu, sópran og píanó er á efnisskrá tón- leika þeirra Guðrúnar Ingimarsdótt- ur sópransöngkonu, Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur píanóleikara og ungverska flautuleikarans Alex- anders Auers í Listasafni íslands við Fríkirkjuveg á þriðjudagskvöld kl. 20. „Við hefjum tónleikana á barokki," segir Guðrún og kveðst ætla að syngja aríur úr veraldlegum kantötum Bachs. „Hann var alls ekki bara háalvarlegur - hann hafði húm- or og það er til töluvert af veraldleg- um kantötum eftir hann. Við ætlum t.d. að flytja aríu úr Kaffikantötunni svokölluðu. Á hans tíma var kaffi- drykkja komin til Evrópu og þótti fín fyrir karlmenn en hinn mesti löstur fyrir konur. Þetta er grínkantata um Lísu sem er vitlaus í kaffi og föður hennar sem vill ekki hafa þennan ósóma og hótar henni öllu illu ef hún hætti ekki kaffidrykkjunni. Að lok- um hótar hann henni að hún fái ekki að giftast ef hún haldi áfram að drekka kaffi,“ segir Guðrún, sem mun einnig syngja aríu úr Neun deutsche arien eftir Hándel, sem var það síðasta sem tónskáldið samdi á móðurmáli sínu, þýsku. „Svo spilar flautuleikarinn, Alex- ander Auer, eina sónötu eftir Carl Philip Emanuel Bach og áður en við tökum hlé er það svo íslensk nútíma- tónlist, lög eftir Atla Heimi Sveins- son úr leikritinu Sjálfstæðu fólki,“ segir hún. Eftir hlé hefja þau leikinn með nokkrum íslenskum lögum eftir Jón Ásgeirsson og Tryggva M. Baldvins- son. Þá tekur við frönsk rómantík, kammerverk fyrir flautu, sópran og píanó eftir Saint-Saéns, Delibes og Adolph Adam og flautuleikarinn tek- ur stutt verk eftir Fauré. „Hann fær að spila sóló vegna þess að ég fæ að syngja á íslensku," segir Guðrún, sem er búsett í Þýskalandi þar sem hún hefur næg verkefni í lausa- mennsku við að syngja óperu-, kirkju- og ljóðatónlist og kann fjöl- breytninni vel.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.