Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Þriðji hluti tónlistarhátíðar Tónskáldafélags Islands Mikil og stöðug gróska / í tónsköpun á Islandi Þriðji og síðasti hluti tónlistarhátíðar Tón- ' 7 skáldafélags Islands í samvinnu við Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000 er nú hafínn og stendur til 21. nóvem- ber nk. Margrét Sveinbjörnsdóttir ræddi við Kjartan Olafsson, formann Tónskálda- félagsins, um hátíðina en þar verða flutt verk samin á tímabilinu 1980-2000 eftir fjölmörg íslensk tónskáld. TVENNIR tónleikar í sam- vinnu við raf- og tölvutón- listarhátíðina ART2000 og ErkiTíð2000 marka upp- hafið að þessari þriðju og síðustu tónleikaröð Tónskáldafélags ís- lands. Þeir fyrri voru í Salnum í Kópavogi sl. miðvikudagskvöld og hinir seinni verða í kvöld á sama stað. Alls verða tónleikamir tólf og á þeim verður flutt íslensk tónlist frá síðustu tveimur áratugum aldarinn- ar sem senn er liðin. Flutt verða verk eftir flest núlifandi tónskáld á íslandi og sérstök áhersla lögð á yngstu kynslóð tónskálda og reynt að skyggnast inn í tónlist nýrrar aldar. „Þegar við höfðum ákveðið að halda þijár hátíðir og skipta öldinni niður í þrjú tímabil var fyrsta hug- myndin sú að fyrsti hlutinn yrði frá 1900 til 1933,3, annar hlutinn til 1966,6 og svo sá síðasti fram til alda- móta. En þegar við fórum að ræða við okkur fróðari menn sem þekktu íslenska tónlistarsögu allt frá upp- hafi aldarinnar, eins og t.d. Jón Þór- arinsson, þá kom í Ijós að þetta væri ógjömingur og mjög óviturlegt. Nið- urstaðan varð að skipta íslenskri tónlistarsögu tuttugustu aldarinnar upp í tímabilin 1900-1950,1950-1980 og 1980-2000. Við getum séð fyrir okkur að ef við héldum svona áfram yrði fjórði hlutinn 2000-2010. Þetta sýnir fyrst og fremst hversu mikil og stöðug gróskan hefur verið í tón- sköpun og tónleikahaldi á íslandi eft- ir því sem liðið hefur á öldina og er enn vaxandi eftir því sem best verð- ur séð,“ segir Kjartan Ólafsson, for- maður Tónskáldafélags íslands. Höfundareinkenni orðin skýrari „I upphafi aldarinnar vora íslensk tónskáld að reyna að tileinka sér að- ferðir sem vora töluvert gamlar á evrópskan mælikvarða. Um og upp úr miðbiki aldarinnar vora að koma hingað erlendir straumar og margar byltingarkenndar hugmyndir sem sumar vora þó svolítið einstreng- ingslegar en í samræmi við það sem var að gerast erlendis. Síðastí hluti aldarinnar má segja að sé hálfgerð úrvinnsla úr þessu. Þá fara íslensk tónskáld að nýta sér allar þessar byltingarkenndu hugmyndir og brjótast meira og meira undan þess- um einstrengingslegu hugmyndum og fyrirfram ákveðnu faglegu reglum sem oft vora gefriar út á tón- listarráðstefnum úti í heimi. Eigin- lega má segja að á þessum tíma séu íslensk tónskáld að uppskera allar þessar dramatísku breytingar sem Morgunblaðið/Kristinn Kjartan Ólafsson, formaður Tónskáldafélags íslands. hafa orðið á íslenskri tónlistarsögu síðustu hundrað ár. Það sem einnig einkennir þennan hluta er mikil fjöl- breytni og höfundareinkenni era orðin miklu skýrari,“ segir Kjartan. Hlustendur, tónlistarmenn og tónskáld framtíðarinnar Meðal flytjenda á tónleikum hátíð- arinnar sem nú er hafin má nefna Peter Máté píanóleikara, flautuleik- arana Guðrúnu Birgisdóttur og Martial Nardeau, Pétur Jónasson gítarleikara, Einar Jóhannesson klarinettuleikara, Richard Talk- owsky sellóleikara, Öm Magnússon píanóleikara, Caput, Hamrahlíðar- kórinn, Skólakór Kársness og Gradualekór Langholtskirkju. Þá koma kammersveitir frá Tékklandi og Ítalíu og frá Noregi kemur tón- listarleikhús fyrir böm, Opera Omn- ia. Kjartan vekur sérstaka athygli á bamadagskránni og því að sérstakir tónleikar verða helgaðir ungum tón- skáldum sem enn era í námi. „Við viljum reyna að gera eitthvað fyrir erfingja íslensks tónlistarlífs - hlust- endur, tónlistarmenn og tónskáld framtíðarinnar," segir hann. Verk sem frumflutt verða á hátíð- inni eru eftir tónskáldin Snorra Sig- fús Birgisson, Bára Grímsdóttur, Svein Lúðvík Bjömsson, Elínu Gunnlaugsdóttur og Karólínu Ei- ríksdóttur en auk þeirra verða flutt yCjA-2000 Sunnudagur 22. október ÍSLENSK TÓNLIST í LOK 20. ALDAR Salurinn - Kópavogi kl. 20.00 Á þessari þriðju og síðustu hátíð Tón- skáldafélagsins verður áherslan á ís- lenska tónlist frá síðari hluta ald- arinnar auk þess sem horft er til framtíðar. Tónleikarnir í kvöld bera yfir- skriftina Raftónlist II - ístensk raftón- list í 50 ár og eru fluttir í samvinnu við ErkiTíö2000 ogART2000. Á efnisskrá eru verk eftir Magnús Blöndal Jóhannsson, HjálmarH. Ragnarsson, Karólínu Eiríksdóttur, Snorra S. Birgisson, Þorstein Hauks- son og Ríkharð H. Friðriksson. www.listir.is ART2000 Pallborðsumræðurí Salnum kl. 17.00: Staða tónlistar á öld upplýsinga. Tónleikarkl. 20.00 ísamvinnu við Tón- skáldafélagið og Erkitíð (sjá að ofan) Kvöldbarinn á Gauknum opinn frá kl. 22.00 með spennandi dagskrá. www.musik.is/art2000 ÁMÖRKUNUM Trúðleikur Iðnó kl. 20.00 Nýtt verk eftir Hallgrím H. Helgason, sem fjallar á gamansaman hátt um uppgjörtveggja vinnufélaga. Þeireru í trúðabransanum, en annan þeirra fýsir að fást v/ð alvarlegri verkefni. Það er Leikfélagíslands sem setur sýninguna upp í Iðnó ogerhún hluti af Leiklistar- hátíð sjálfstæðu leikhúsanna. Leik- stjóri er Öm Árnason. www. reykjavik2000. is wap. olis.is PRINSESSAN í HÖRPUNNI Tjamarbíó kl. 15.00 Úr einni afhinum gömlu sögnum hefur Böðvar Guðmundsson smíðað brúðu- leikritfýriralla fjölskylduna. Sagan segir af dóttur Sigurðar Fáfnisbana, sem flýrásamt fóstra sínum undan óvildarmönnum, falin íhörpu. Það er Leikbrúðuland sem setur upp Prins- essuna í hörpunni. Um tónlistina sér Vilhjálmur Guðjónsson, leikmynd er eftir Tékkann Petr Matasek en leik- stjóri erÞórhallurSigurðsson. Önnur sýning af fjórum í Tjarnarbíói Sýningin hefstkl. 15:00. www. reykjavik2000. is wap. olis. is CAFÉ9.NET Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús 14-15: IVCPPatterns ofhabbits (Mynsturvanans). Verkefni þar sem listamenn í Reykjavík, Hélsinki, Prag, Bergen og Brussel flytja dagskrá sam- an með því að nýta sér heimatilbúin stjórntæki til að stýra mynd- og hljóð- gervlum. í Reykjavík stýrir Haraldur Karlsson verkefninu ásamt flamenco- dansara sem kemur til með að hafa áhrifá þrýsti- og Ijósnema með dansi sínum. 16-24: Sólarlagsverk á heimasíðu. Verk eftirPál Thyerþarsem áhorfend- urgeta horft á sólarlagið allt frá Hels- inki til Washington DC í samfelldri dagskrá á www.cafe9.net. ICELAND AIRWAVES Thomsen MargeirogÁrni Einar Mánudagur 23.10 ART2000 FyrirlesturíSalnum kl. 17. OO. Paul Lansky og Trevor Wish- art, sem einnigeraðalgestirtónleika kvöldsins kl. 20.00. Fjölbreytt dag- skrá á Kvöldbarnum á Gauknum frá kl. 22.00. www. musik. is/art2000 FRÆÐSLU- OG MENNINGARSETUR f GRÓTTU Á SELTJARNARNESIOPNAÐ Framtakinu erætlað að efla rann- sóknir og kennslu í náttúru- og um- hverfisfræðum; fræðimannsíbúð verður innréttuð og opnuð ígamla vitavarðarhúsinu; í félagi viðgrunn- skóla Seltjarnamess verður námsefni smíðað fyrir starfsemina, verkefni og sýningarskipulagðarí samstarfí við bæjaryfirvöld, einstaklinga ogfélög, o.s.frv. Grótta erfriðlýst, fímm hekt- ara eyja sem tengist landi á fjöru. Þar má finna skerjafláka, sandfjörur, fjöl- skrúðugt fuglalífogmun fræðasetrið njóta þessarar einstöku staðsetning- ar. www.seHjamames.is Gerard Groot: Blá fjöll. Höfuðskepnurnar MYNDLIST Lislhús Reykjavfkur MÁLVERK/VATNS- LITAMYNDIR - GERARD GROOT Opið alla daga frá 13-18. Til 27. október. Aðgangur ókeypis. ÞEIR eru margir útlenzku lista- mennimir sem leggja leið sína til landsins með málaragræjumar í far- teskinu. Af sumum fréttir maður fátt þótt nafnkenndir séu í heimalandi sínu því að þeir sýna aldrei verk sín hérlendis, era uppteknir af öðrum fræðum í listinni en snýr að korta- gerð landsins, hughrifin era þeim allt. Aðrir hafa það að atvinnu sinni að mála á hverjum stað sem þeir koma á og sýna svo árangurinn í ein- hverju listhúsinu, hafa lifibrauð sitt af því. Hvor tveggja hátturinn getur verið fullgildur í sjálfu sér svo fremi sem að baki séu þróttmikil átök við myndefnið. í fyrra fallinu höfum við gott dæmi í þýska málaranum Bernd Koberling, sem heldur sig á Austur- landi yfir sumarmánuðina þótt hann hantéri þar meira veiðistöngina en pentskúfinn, en því miður verður nokkuð spennufall hvað seinni flokk- inn snertir því að metnaðargjamir rannsakendur lands og veðrabrigða eru afar fátíðir. Hollendingurinn Gerard Groot kemur frá landi sem átt hefur marga snillinga í landslags- hefðinni, sannkallaða stemmninga- meistara, en þótt hér eigi að vera á ferðinni skólaður listamaður verður maður síst af öllu var við að hann hafi gengið í smiðju þeirra. Mun frekar virðast verkin á veggjunum afurðir tækifærismálara og málarinn á sviði sem hann enn sem komið er ræður lítið við. Fletti maður svo í möppu sem frammi liggur til skoðunar, kemur í ljós að grannmenntun Gerard Groots virðist liggja í málun manna- mynda og þar sé hann á heimavelli en í landslaginu hins vegar á byijun- arreit. Að vísu kemur maður auga á þokkalegar stemmur innan um en gerandinn þarf bersýnilega að leggja meira í þessi verk sín til þess að eiga erindi sem erfiði. Síður dugir hér að leggja út af Komar og Melamid um vinsælasta myndefni Islendinga. Bragi Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.