Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Land til skiptanna? Átök ísraela og Palestínumanna aö undanförnu hafa vakið ugg um aö friðarferlið síðustu árin sé dauðadæmt, Tvær þjóðir deila meö sér landi sem er aðeins um fimmtungur íslands að stærð og nota báðar söguleg rök til að sanna eignarhaldið.Kristján Jónsson kynnti sér aðdraganda deilnanna. SAGA ísraels undanfarin 52 ár er ekkl síst saga stríða við Palestínumenn og aðrar arabaþjóðir. Og þeir hafa ávallt sigrað. Hið fyrsta háðu þeir 1948-1949, er ríkið var stofn- að, næst börðust þeir með Breta og Frakka sér við hlið 1956, árið 1967 gerðu þeir leiftur- árás á egypska flugherinn eftir að Nasser Egyptalandsforseti hafði ótvírætt gefið í skyn að allsherjarárás á höfuðfjanda araba, ríki gyðinga á heilagri jörð múslima, væri yfir- vofandi. Enn sigruðu ísraelar og nú stórt. Næst var barist 1973 og meiri vafi um niður- stöðuna en risaveldin stöðvuðu átökin með milligöngu sinni. Nokkurm árum síðar gerðu ísraelar og Egyptar með sér friðarsamning. Efnahagslegar framfarir hafa orðið miklar í ísrael frá stofnun ríkisins, það er í fararbroddi í sínum heimshluta á mörgum sviðum tækni og vísinda. Vitað er að ísraelar ráða yfir kjarn- orkuvopnum. Landsmenn hafa notið góðs af fjárframlögum gyðinga í Bandarikjunum og annars stuðnings Vesturveldanna. Fyrstu áratugina var samúð vestrænna þjóða nær algerlega með ísraelum í átökum þeirra við grannþjóðirnar sem voru framand- legri og auk þess nær allar undir stjórn ósvíf- inna og grimmlyndra einræðisherra. En á síð- ustu árum hafa uppreisnir Palestínumanna á hernumdu svæðunum, intifada, dregið úr stuðningnum. Sjónvarpsmyndir af óbreyttum borgurum sem berjast við alvopnaða her- menn eru ekki líklegar til að bæta ímyndina. Þetta vita ísraelar vel en telja sig ekki eiga annars úrkosta. Palestínumenn benda á að ísraelar hafi ekki staðið við fyrirheit um að láta af hendi yf- irráð á svæðum sem búið var að semja um. ísraelar segja á móti að hermdarverk ofstæk- ismanna úr röðum Palestínumanna hafi tafið fyrir því að friðarsamningar gætu orðið að veruleika. Tortryggnin ræður og hún á sér djúpar, sögulegar rætur. Arabar segja að vestrænar þjóðir hafi viljað friðþægja fyrir syndir Helfararinnar með því að afhenda gyðingum gamalt land sem önnur þjóð átti og hafði byggt í þúsundir ára, Palest- ínumenn. En ísrael er nú staðreynd sem ekki verður horft fram hjá. Þess vegna reyna frið- arsinnar að finna lausn sem byggist á siðaðri sambúð beggja þjóðanna í landinu. Saga sem teng- ir og sundrar Palestína, sem nú skiptist í Israel og sjálfsstjórnar- svæðin, hefurum langan aldurverið bitbein ólíkra þjóða . Landnám gyðinga í hinum fornu heimkynn- um þjóðarinnar hófst á 19. öld og um miðja öldina voru þeir búnir að koma sér þar upp eigin ríki. Palestínskur unglingur kastar grjóti í ísrelska hermenn í Betlehem sem er ein af borgum Paiestínumanna á sjálfsstjórnarsvæðunum. Yfir hundr- að manns hafa fallið í átökunum að undanförnu. UPP úr 1880 settist nokk- ur hópur gyðinga frá Þýskalandi að í Palest- ínu. Þeir komu með ný- tísku tæki til jarðræktar og það sem ekki síst var hörgull á, fjármagn. Palestína var bláfátækt land og þar bjuggu alls um 450 þús- und manns. Um þetta leyti er talið að arabískumælandi fólk hafi verið um 95% íbúanna, hinir voru af öðru þjóð- erni og trú, þar af fáeinir gyðingar. En umsvif innfiuttra, evrópskra gyðinga jukust stöðugt, þau ýttu undir fjárfest- ingarog landnám. 1914 voru gyðing- arnir orðnir um 85.000 en að sjálf- sögðu enn í algerum minnihluta. Sumir leiðtogar Palestínumanna fóru að ókyrrast og lögðu áherslu á að gæta yrði réttinda þeirra sem fyrir væru á staðnum. Tyrkjaveldi hafði ríkt yfir Palestínu í 400 ár og Bretar og Frakkar skiptu með sér stórum hluta þess er það hrundi 1918. Bretar fengu í nafni Þjóðabandalagsins gamla yfirráð í Palestínu og Jórdaníu, hið síðar- nefnda gerðu þeir að sjálfstæðu ríki. Utanríkisráðherra Bretlands, Jam- es Balfour, hafði í bréfi til zíonistans og auðkýfingsins Edmonds Rotschilds árið 1917 heitið því að bresk stjórnvöld myndu veita gyðing- um „þjóðarheimili" í Paiestínu að stríðinu loknu. Hann tók þó fram að jafnframt yrði tryggt að ekki yrði gengið á réttindi þeirra sem fyrir væru, Palestínumannanna, eins og arabar á svæðinu fóru að kalla sig eftir miðja öldina en fór ekki nánar út í þá sálma. Er Bretar fengu formlegt umboð Þjóðabandalagsins 1922 til að stjórna Palestfnu var fyrirheitið um þjóðarheimili ítrekað í skjalinu og sumir leiðtogar zíonista töluðu um að stofnað yrði ríki gyðinga er myndi ná yfiralla Palestínu. Bretarvísuðu þeirri hugmynd þó á bug og settu nokkrar skorður við innflutningi gyðinga til landsins. Winston Churchill nýlendu- málaráðherra sagði að stjórn Bret- lands aldrei hafa íhugað að leysa vandann með því að „arabar hyrfu á braut eða að þeir, tunga þeirra og menning yrðu undirokuð í Palestínu". Bretar í klípu Ýmis samtök gyðinga fundu þó oft leiðir til að fara í kringum takmörkin og smygluðu landnemum inn. Markmið Balfours var að tryggja stuðning gyðinga um allan heim og ekki síst f Bandaríkjunum við stríðs- rekstur bandamanna gegn Tyrkjum sem börðust með Þjóðverjum. En vandamálið var að Bretar nutu einnig stuðnings araba í Tyrkjaveldi sem vildu sjálfstæði og aðstoðuðu því Breta. Arabar voru vægast sagt ósáttir þegar stjórnvöld Breta í Pai- estínu stöðvuðu ekki innflutning gyð- inga til landsins. Og Palestínumenn áttu erfitt með að skilja hvaða rétt Bretar hefðu til að lofa gyðingum að þeir fengju land Palestínumanna til afnota. Þeir sáu fram á að verða und- ir í eigin landi. Fullyrt var að gyðingar beittu peningavaldi til að kaupa jarðir Palestínumanna og sölsuðu þannig landið smám saman undir sig. Landnemum gyðinga, einkum frá Póllandi og Þýskalandi, fjölgaði mjög á þriðja og fjórða áratugnum. Þeir reistu samyrkjubú, kibbutzim, í anda sósíalisma, oft á torbýlum svæðum og vopnuðust til að verjast árásum innfæddra. Rómantískar frásagnir um baráttuna gegn óblíðri náttúru og erfiðum grönnum urðu til í röðum gyðinga. En á þessum fyrstu áratug- um aldarinnar var einnig lagður grunnur að nútíma-ísrael, stofnað var alþýðusambandið Histadrut, vopnuð samtök landnema, Haganah, urðu vísir að her og fleiri mikilvægir þættir í ísraelsku samfélagi urðu til. Tll varð önnur og þriðja kynslóð innfæddra gyðinga í Fyrirheitna landinu, ísrael, ríkinu sem menn sáu í hillingum. Nýju, innfæddu gyðingarnir köliuðu sig sabra. Þeir voru ekki líkir gömlu gyðingaímyndinni í Austur-Evrópu þar sem karlar úr röðum gyðinga gengu um síðskeggjaðir, í svörtum fötum og með hatt og bjuggu í sér- stökum hverfum, gettóum, stöðugt hræddir við að stjórnvöld eða al- menningur gengi í skrokk á þeim. Landnemarnir voru hins vegar sól- brenndir og harðleitir, frjálslega klæddir og stunduðu landbúnað, at- vinnugrein sem þeim var yfirleitt meinað að stunda í A-Evrópu. Karl- mennirnir forðuðust hálsbindi og formlegheit. Konurnar tóku sér vopn í hönd ef þörf krafði og lögðu ekki síður hart að sér. Draumurinn sem birtist í hefðbundinni bæn gyðinga um allan heim í 2.000 ár, „að ári í Jerúsalem", var að rætast. Ýmis tungumál voru notuð í gyðingabyggðunum, jiddíska, þýska, pólska. En margir lærðu einn- ig nútímalega útgáfu af hebresku sem búin hafði verið til á grunni forn- hebresku á 19. öld með endurreisn Ísraelsríkis í huga, hvar sem það nú yrði. Og gyðingar lögðu grunninn að nýjum stórborgum eins og Tel Aviv. Fyrstu mannskæðu átökin Rígurinn milli þjóðanna tveggja jókst og Bretar voru í sjálfheldu en reyndu að takmarka innflutninginn. Árið 1929 urðu hörð átök milli land- nema gyðinga og araba í Palestínu, yfir 200 manns féllu og enn fleiri særðust. Múftinn af Jerúsalem varð leiðtogi Palestínuarabanna og var það fram yfir seinni heimsstyrjöld. Bretar komu á fót lögregluliði með eigin yfirmönnum en liðsmennirnir voru flestir gyðingar. Eftir 1933 jókst mjög innflutningur gyðinga frá Þýska- landi og fleiri löndum sem haturs- menn gyðinga náðu tökum á. Árið 1935 komu um 62.000 gyðingar til Palestínu. Ári síðar hófust vopnaðar aðgerðir innfæddra gegn aðkomu- fólkinu og breskum yfirvöldum, upp- reisn sem stóð nær samfleytt til 1939 er hún lognaðist að mestu niður við upphaf heimsstyrjaldarinnar. Þá höfðu Bretar takmarkað á ný innflutn- inginn og jarðakaup gyðinga. Þeir reyndu þannig að blíðka arabaheim- inn sem þeir óttuðust að myndi ella vinna með Þjóðverjum. Það gerðu reyndar sumir arabar. í Egyptalandi, sem var í reynd undir breskri stjórn, var einn af þessum arabísku þjóðernissinnum, sem vildu losna undan breska okinu, Anwar Sadat. Hann varð síðar forseti Egyptalands, samdi frið við ísrael 1979 og varmyrturfyrirvikið 1981. Á stríðsárunum var að mestu kyrrt en að þeim loknum varð deilan um Palestínu eitt af mestu hitamálum í heiminum og hlutskipti um 100.000 evrópskra gyðinga, sem vildu komast til Palestínu, var mikið tilfinningamál í Evrópu og almennt meðal vestrænna þjóða eftir að Ijóst var hvernig nas- istastjórnin hafði skipulega reynt að útrýma gyðingum í helförinni. Gyð- ingum í heiminum hafði fækkað úr 18 milljónum í 12. Samúðin var með þeim, menn tóku undir það sjónarmið zíonista að Palestína væri landið sem Guð hefði gefið gyðingum og þeir ættu þess vegna rétt á að setjast þar að. Vandinn var sá að vestrænir menn virtust ekki frekar en gyðingar sjá að arabar hlytu að rísa gegn áætl- unum sem hlytu að enda með því að þeim yrði bolað út úr Palestínu. Land- ið var einfaldlega allt of lítið til að geta orðið heimili gyðinga og Palestínu- manna. Ekki nóg með það, í augum arabaþjóðanna voru ísraelarnir nýju ekkert annað en Evrópumenn, tilvist þeirra í Mið-Austurlöndum tákn um framhald nýlendukúgunar og yfir- gangs. í áranna rás hafa síðan bæst við margir og ótrúlegir sigrar fá- mennra herja Israela á sameinuðum herjum margra arabaþjóða, enn meiri auðmýking. Sumir heimildarmenn segja að sigrarnir hafi skilið eftir sig sært stolt og hatur sem aldrei muni dvína. ísrael sé tákn sem verði að af- má og þess vegna munu Palestínu- menn ekki sætta sig við annað en að endurheimta land sitt. Gamla slag- orðið, „rekum þá í sjóinn“, er enn í fullu gildi, segja svartsýnismenn. Vopnaðir hópar á borð við Irgun Zwai og Stern stóðu fyrir tilræðum gegn breskum yfirvöldum í lok seinni heimsstyrjaldar til að knýja á um að flóttafólki frá Evrópu, sem komist hafði lífs af þrátt fyrir ofsóknir nasista, fengi að koma til Palestínu. Tveir af forsætisáðherrum ísraels, þeir Men- achem Begin og Yitzhak Shamir, voru á sínum tíma liðsmenn þessara hermdarverkahópa. Var oft vitnað til þess síðar er Palestínumaðurinn Yasser Arafatog Fatah-hreyfing hans hóf að nota sams konar aðferðir gegn ísraelum á sjöunda áratugnum. Svo fór að Bretar fólu Sameinuðu þjóðunum, arftaka Þjóðabandalags- ins, að höggva á hnútinn 1947. Stof n- aðar voru þrjár nefndir á vegum sam- takanna sem kanna áttu lausnir á deilunum og átti þáverandi sendi- herra íslands, Thor Thors, mikinn Þjóð án lands og ríkis Palestínumenn eru alls um 4,5 milljónir, þar af býr innan viö helmingurinn á sjálfsstjórnarsvæöunum. Margireru flóttamenn í Jórdaníu, Líbanon ogvíöar. MARGIR Palestínumenn þorðu ekki að búa á svæðum sem ísrael- ar tóku í fyrsta stríðinu 1948. Þeir flýðu og var svo komið þegar átökunum lauk árið 1949 að nær 800.000 voru orðnir flóttamenn, háðir matargjöfum og annarri að- stoð alþjóðlegra stofnana. Stærstu flóttamannabúðirnar voru og eru á Gaza, eyðilegri landræmu milli Egyptalands og ísraels við Miðjarðarhafið, en einnig eru hundruð þúsunda á Vesturbakkanum. Heilsugæsla er skárri en í mörgum grannríkjum araba, í þeim efnum njóta íbúarnir aðallega alþjóðlegra stofnana en einnig að nokkru heilbrigðiskerf- isins í ísrael. Stjórn Arafats mun taka við þessum þáttum er fram líða stundir og ef samningar halda en gríðarleg spilling þar á bæ lofar ekki góðu. Fyrir þremur árum var svo komið að við endur- skoðun vantaði hundruð milljóna dollara f sameiginlega sjóði og öll stjórnin sagði af sér. Bráðabirgðastjórn Arafats fær allar sfnar tekjur frá vinveittum arabaríkjum en stefnt er að því að hún geti skattlagt þegnana síðar. Nú greiða þeir hins vegar ísrael- um skatta, oft nauðugir. Enginn flóttamannanna líður beinlfnis hungur en framtíðin er ekki björtog helmingur vinnu- færra manna eratvinnulaus. Landbúnaður er lítilfjörlegur vegna þess að vatnslindir skortir. ísraelar skammta Palestínu- mönnum aðgang að þeim og sýna þar ekki stórhug. Þarna búa nú nokkrar kynslóðir sem aðeins þekkja vist í flóttamannabúðum. Heimili þeirra var í ísrael og öllum Ijóst að þangað eiga þeir varla aft- urkvæmt þótt allmargir landar þeirra yrðu eftir í ríki gyðinga. Nú er frekar reynt að ræða um skaða- bætur en í reynd hefur hlutur flóttafólksins, sem er um helm- ingur íbúa á sjálfsstjórnarsvæð- unum, ekki verið ofarlega á baugi undanfarin ár. Hundruð þúsunda flóttamanna fengu einnig hæli í Jórdaníu, Líb- anon og fleiri grannlöndum en palestínskir flóttamenn hafa einn- ig sest að f Bandaríkjunum, Kan- ada og ýmsum Vestur-Evrópu- löndum. Alls er nú talið að Palestínu- menn séu um 4,5 milljónir, þar af rúmlega hálf önnur milljón á sjálfsstjórnarsvæðunum sem hafa logað í óeirðum síðustu vik- urnar. Þjóðin er að jafnaði betur menntuð en nokkur önnur araba- þjóð en menningarleg samskipti Palestínumanna og ísraela eru að jafnaði sáralftil þótt hundruð þús- unda Palestínumanna inni af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.