Morgunblaðið - 22.10.2000, Síða 30
30 SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HAGNAÐURI
AFMÆLISMÁNUÐI
Eftir Önnu G. Ólafsdóttir
YINÁTTA tveggja ungra
manna markaði upphafið.
Gæfuríkt samstarf á sviði
leiklistar mótaði stökk-
pallinn og fyrr en varði blasti djúpa
laugin við. Nú segir Ámi Pór Vig-
fússon, framkvæmdastjóri íslenska
sjónvarpsfélagsins, glaður í bragði
frá því að bakkanum hafi verið náð
því fyrsti hagnaðarmánuðurinn hafi
orðið nú, afmælismánuðurinn októ-
ber. Eins og gefur að skilja er hann
í hátíðarskapi og byrjar á þvi að
taka fram að vinur hans, Kristján
Ra. Kristjánsson fjármálastjóri,
bætist í hópinn innan skamms.
Af virðingu við afmælisbam er
byrjað á því að rifja upp fyrstu
skrefin. „Við Kristján kynntumst í
Versló,“ segir Árni Þór og til frek-
ari skýringar. „Ég hafði yfirumsjón
með uppfærslunni á söngleiknum
Cats og hann sá um markaðssetn-
inguna. Eftir uppsetninguna í
Versló vann ég að Stonefree og við
Kristján saman að Evítu. Með
Bjama Hauki Þórssyni settum við
upp Trainspotting og Hellisbúann.
Hellisbúinn varð eiginlega lykillinn
að öllu hinu þvi að hann veitti okkur
fjárhagslegan gmndvöll fyrir fram-
haldinu. Gaman er að segja frá því
að sýningin hefur slegið öll aðsókn-
armet hérlendis. Gestir em orðnir
rúmlega 80.000 og sýningar standa
enn yfir. Nú hefur Hellisbúinn verið
framsýndur í Kaupmannahöfn og
verið er að undirbúa sýningar á hin-
um Norðurlöndunum.“
Fjölmiðla- og „lífsgleðifyrir-
tæki“ stofnað
„Okkur langaði til að stofna fjöl-
miðla- og lífsgleðiíyrirtæki,11 heldur
Árni Þór áfram og rifjar upp hvern-
ig hugmyndin að því að stofna
sjónvarpsstöð varð til í huga hans.
„Ég sat einn fyrir framan sjónvarp-
ið og var að horfa á Skjá einn. Allt í
VIÐSKIPn AIVINNULÍF
ÁSUNNUDEGI
►Kristján Ra. Kristjánsson er fæddur 9. janúar árið 1976 í Reykja-
vík. Kristján stundaði nám í Verzlunarskóla íslands og lauk þaðan
stúdentsprófí árið 1997. Hann vann að uppsetningu leiksýninga og
settist aftur á skólabekk í Hartford-háskóla í Connecticut í Banda-
ríkjunum til að leggja stund á Qármála- og hagfræði haustið 1998.
Sumarið 1999 festi hann ásamt fleiri Qárfestum kaup á sjónvarps-
stöðinni Skjá einum. Utsendingar hófust 20. október í fyrra. Krist-
ján hefur verið fjármálastjóri móðurfélagsins, Islenska sjónvarps-
félagsins, frá upphafí.
►Árni Þór Vigfússon er fæddur 4. maí árið 1976 í Munchen í
Þýskalandi. Árni Þór stundaði nám í Verzlunarskóla íslands og
lauk þaðan stúdentsprófí árið 1996. Hann hefur unnið að upp-
setningu leiksýninga og stundaði nám í heimspeki við Háskóla fs-
lands veturinn 1997 til 1998. Sumarið 1999 festi hann ásamt fleiri
fíárfestum kaup á sjónvarpsstöðinni Slqá einum. Hann hefur verið
framkvæmdastjóri móðurfélagsins, íslenska sjónvarpsfélagsins,
frá upphafí.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Samstillt átak þarf til að bein útsending gangi fumlaust fyrir sig.
einu laust því niður í huga minn að
ákveðinn neista vantaði í íslenskt
sjónvarp. Báðar stóra sjónvarps-
stöðvamar sigldu nokkum veginn á
lygnum sæ og tækju litla áhættu í
innlendri dagskrárgerð. Nú væri
lag að stofna sjónvarpsstöð fyrir ís-
lendinga með áherslu á umræðuna
úti í samfélaginu. Að sjálfsögðu beið
ég ekki boðanna og sló á þráðinn til
Kristjáns vinar míns. Eini gallinn
var að hann var við nám í Banda-
ríkjunum svo að ég vakti hann upp
um miðja nótt.“
Nú kemur Kristján inn úr dyran-
um á hlýlegri skrifstofu tvímenn-
inganna í Skipholti og viðurkennir
að hann hafi alls ekki áttað sig á því
hvert Árni Þór var að fara til að
byrja með enda grútsyfjaður. Engu
að síður lagði hann við hlustir og
leist ágætlega á hugmyndina. Eftir
að hjólin vora farin að snúast bætt-
ist Jón Arnalds lögfræðingur í hóp-
inn fyrir tilstilli sonar síns, Eyþórs
Arnalds, framkvæmdastjóra ís-
landssíma. „Okkur var Ijóst að þörf
væri fyrir meira fjármagn og voram
sammála um að heilladrýgst yrði að
fá aðeins einn fjárfesti til viðbótar.
Fjárfestirinn þyrfti ekki aðeins að
hafa trú á hugmyndinni heldur að
geta sýnt talsverða þolinmæði til að
byrja með. Eftir að hafa litið í
kringum okkur eftir heppilegum
fjárfesti ákváðum við að kynna hug-
myndina i'yrir pé-unum þremur,
þ.e. Páli Kr. Pálssyni, Jóni Pálma-
syni og Sigurði Gísla Pálmasyni og
stjórnarmanni 3-P Fjárhúsa, Sig-
fúsi Ingimundarsyni. Hópnum leist
vel á hugmyndina og ákvað að
skella sér í djúpu laugina með okk-
ur hinum.“
Markhópatengt sjónvarp
Blaðamaður getur ekki orða
bundist og minnir að rekstur ým-
issa minni sjónvarpsstöðva hafi
gengið erfiðlega fyrir daga Skjás
eins. „Jú, þú hefur rétt fyrir þér,“
segir Árni Þór. „Sjónvarpsstöðvar
höfðu verið að fara á hausinn árin á
undan. Að mínu viti er ein aðal-
ástæðan fyrir því að ekki var unnið !
nægilega markvisst að stefnumótun
í upphafi. Hugsunin virtist vera að
móta stefnuna jöfnum höndum. Hér
hefur verið farin önnur leið því að
stefnan hefur verið klár frá upphafi.
Skjár einn er fyrsta markhópa-
tengda sjónvarpsstöðin á íslandi.
Meginmarkmiðið í upphafi var að
ná til sama hóps og auglýsendur
hafa mestan áhuga á, þ.e. fólks á al-
drinum 16 til 39 ára. Nú erum við
með víðari skilgreiningu og náum til
allra markhópa á misjöfnum kvöld-
um og tímum. Á Skjá einum era
fimmtudagskvöld t.a.m. sérstaklega
ætluð aldurshópnum 12 til 35 ára,“
segir hann.
Kristján vekur athygli á sjón-
varpsdagskránni á sjónvarpsskjá
inni á skrifstofunni. „Topp 20 á að
höfða til 12 til 19 ára, Silíkon til 15 |
til 35 ára, íslensk kjötsúpa til 12 til
35 ára og Oh grow up til 20 til 35
ára. Auglýsendur vita því að hvaða i
markhópi er hægt að ganga hverju
sinni. Énginn hefur áhuga á að
auglýsa vöru eins og X-18 skó þegar
vitað er að eldri markhöpur er við
skjáinn."
Fjölbreytni í fyrirrúmi
Ámi Þór er spurður að því hvort
hugsanlegt sé að markaðstengingin
hafi áhrif í átt til einsleitnara sjón-
varpsefnis. „Hingað til hefur því
farið fjarri. Skjár einn hefur verið í
fararbroddi fyrir innlendri dag-
skrárgerð. Hlutfall innlendrar dag-
skrárgerðar hefur verið rúmlega
50% miðað við um 30% hjá Ríkis-
sjónvarpinu. Dagskráin er ótrúlega
fjölbreytt eins og sést best á því að
enginn önnur sjónvarpsstöð er með
þátt um bókmenntir, arkitektúr og
útlit o.s.frv. Hvað íþróttir varðar .
skerum við okkur úr fyrir að fjalla
um jaðaríþróttagreinar og höfðum
með því til ótrúlega stórs áhorf-
endahóps. Efnistökin eru oft ný-
stárleg eins og í fréttunum og at-
hygli hefur vakið að í fréttaskýr-
ingaþættinum Silfur Egils er fjallað
um stjórnmál á skiljanlegri ís-
lensku.“
Tvímenningarnir segjast reynsl-
unni ríkari eftir árið. „Við viljum að
dagskráin sé fersk og sköpunar-
gleðin fái að njóta sín. Að sjálfsögðu
höfum við verið að læra af reynsl-
unni, t.d. um hversu nauðsynlegt er
að leiðbeina dagskrárgerðarfólki
fyrstu sporin. Annars hefur dag-
skrárgerðarfólkið nokkuð frjálsar
hendur innan fyrirfram ákveðins
ramma. Óhætt er að segja að oft
hafi verið tekin áhætta og stundum
hafi hugmyndir ekki gengið upp.
Hinu er heldur ekki að leyna að
mesta áhættan hefur stundum gefið
af sér athyglisverðustu þættina einc
og gerðist með íslenska kjötsúpu.
Við gerðum okkur ekki einu sinni
grein fyrir því eftir að hafa horft á
fyrsta þáttinn hvort hugmyndin
hefði gengið upp eða ekki. Núna
held ég að Johnny National sé einn
sá mest umtalaði í íslensku sjón-
varpi,“ segir Ámi Þór.
30 þáttaraðir farið í loftið
Kristján minnir í framhaldinu á
að misjafnt gengi ólíkra þáttaraða
sé þekkt staðreynd úti í hinum
stóra heimi. „Stóra sjónvarpsstöðv-
amar í Bandaríkjunum fara oft með
fjölda nýrra þáttaraða í loftið að
hausti. Dæmi eru um að aðeins ein
sé orðin eftir á dagskránni næsta
haust. Hlutfallið hefur verið mun
hærra hjá Skjá einum. Ef allt er tal-
ið hafa 30 þáttaraðir farið í loftið frá
upphafi. Núna eru 16 á dagskránni
og 6 tilheyra sumardagskránni og
verða væntanlega teknar upp að
nýju næsta vor,“ segir hann og tek-
ur fram að því sé hægt að segja að
22 þáttaraðir lifi enn góðu lífi.
Kristján og Árni Þór leggja
áherslu á að með Skjá einum hafi
aðeins verið lagður grunnurinn að
lífsgleðifyrirtæki íslenska sjón-
varpsfélagsins. Smám saman sé
verið að byggja ofan á þann grann.
„Við keyptum í rauninni aðeins nafn
Skjás eins og dreifileiðina. Hafist
hefur verið handa við að byggja of-
an á þann grann, t.d. framleiðslu-
fyrirtækið Nýja bíó. Fyrirtækið
framleiðir allt efni fyrir okkur og