Morgunblaðið - 22.10.2000, Page 31

Morgunblaðið - 22.10.2000, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000 31 meira til,“ segir Kristján og tekur fram að vandamál í tengslum við al- mennari dreifmgu hafi verið leyst með kaupum á 50% hlut í Skjá- Varpinu í haust. „Með því að nýta dreifileiðir SkjáVarpsins mun dreif- ing Skjás 1 tvöfaldast innan nokk- urra vikna. Núna næst Skjár einn á örbylgju í Reykjavík, á venjulegu loftneti á Akureyri, í Grafarvogi og á Suðurlandi. Innan nokkurra vikna nær Skjár einn á venjulegu loftneti til alls höfuðborgarsvæðisins og til allra kaupstaða á dreifisvæði Ská- Varpsins. Smám saman erum við því að ná því takmarki að ná til 91% landsmanna," segir hann og bætir við að nýjasta viðbótin við fyrirtæk- ið hafi falist í kaupum á útgáfu- og smásölufyrirtækinu Japis fyrir um tveimur vikum. Megináhersla fyrir- tækisins sé að framleiða, dreifa og selja tónlist og tölvuleikjum. Af ofansögðu er ljóst hveru gríðarlegur vöxtur hefur verið í starfsemi Islenska sjónvarpsfélags- ins á stuttum tíma. Kristján viður- kennir í því sambandi að erfitt sé um samanburð. Hins vegar geri fjárhagsáætlun fyrirtækisins ráð fyrir að veltan verði rúmlega einn milljarður á næsta ári. Starfsmenn alls fyrirtækisins eru tæplega 100 talsins. Af þeim starfa um 70 hjá Skjá einum og 20 hjá Japis. Sístækkandi áhorfendahópur Félagarnir segjast frá upphafi haft fulla trú á því að Skjár einn myndi spjara sig. Af símakönnun Gallup er hægt að ráða að áhorf- endahópurinn fer sístækkandi. Við- mælendur á Faxaflóasvæðinu á aldrinum 16 til 75 ára voru spurðir að því hvort að þeir hefðu horft á Skjá einn síðustu 7 daga. Alls svör- uðu 27,8% játandi í október árið 1999, 44,2% í nóvember árið 1999, 57,3% í mars á þessu ári og 62,5% um mánaðamótin apríl og maí í vor. Eðlilegt er að hafa í huga að aukin dreifing stöðvarinnar var ekki hafin á þessum tíma. „Að baki þessum árangri er auðvitað gríðarleg vinna,“ segir Arni Þór og tekur fram að félagarnir og annað starfs- fólks fyrirtækisins hafi þurft að tak- ast á við ófáar hindranirnar á árinu. „Við höfum klifið fjöll og gerum okkur grein fyrir því að við verðum að klífa fjöll um ófyrirsjánlega framtíð. Að slá slöku við í fjöl- miðlum eins og Skjá einum er dauðadómur. Þróunin í fjölmiðlum á eftir að vera gríðarlega hröð á næstu árum. Islendingar eru nýj- ungagjarnir og verða ellaust áfram í fremstu röð. Okkar framtíðarsýn snýr að því að þróa efni fyrir sam- runamiðil tölvu og sjónvarps. Miðil- inn verður að sjálfsögðu gagn- virkur. Þú getur komið heim og horft á sjónvarpsdagskrána eins og áður því að auðvitað viljum við stundum láta mata okkur eins og áður. Hinir möguleikarnir gætu fal- ist í því að sækja sér efni úr gamalli dagskrá, panta kvikmynd, sækja tölvupóst eða kaupa sér geisladisk. Allt í gegnum einn skjá - að sjálf- sögðu Skjá einn - og þarna komum við að nafninu því að í upphafi skyldi endirinn skoða!“ OPTICfll STUDI0 FUGSTOÐ ICIFS CIRIKSS0NBA Sími 425 0500 . Fax: 425 0501 Þjómistu- og ábyrgöaraöilar: Gleraiignavorslunin i Mjódcl • Gleraucjnaverslun Keflavikur • Gleraugnaverslun Suöurlands v\\*9a lif Við hjá Toyota - betri notuðum bílum höfum fengið fjöldann allan af góðum og traustum Toyota Corolla á sölu á Nýbýlaveginum. Bílarnir, sem allir eru mjög nýlegir og koma frá Bílaleigu Flugleiða, hafa fengið gott og reglulegt eftirlit og eru atlir í ábyrgð. <S> TOYOTA Betn notaðir bílar Sími 570 5070 Nánari upptýsingar fást á www.toyota.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.