Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000 39 MINNINGAR KA TRÍN DALHOFF BJARNADÓTTIR + Katrín Dalhoff Bjarnadóttir fæddist í Reykjavík 5. nóvember 1916. Hún lést í Hamborg í Þýskalandi 6. ágúst síðastiiðinn. Foreldr- ar hennar voru Torf- hildur Dalhoffsdótt- ir, gullsmiður, f. 18.7. 1895, d. 31.8. 1961, og Bjarni Björnsson, gamanleikari, f. 5.5. 1890, d. 26.2. 1942. Systir hennar er Björg, f. 7.7.1932. Katrín giftist 1937 dr. Eberhard Dannheim mann- fræðingi, f. 31.1. 1910 í Magde- burg, d. 23.8. 1989. Þau skildu. Þau eignuðust fimm börn, sem eru: 1) Margrét, f. 1938, tón- menntakennari í Reykjavík, gift Jóni Björnssyni vélaverkfræðingi. Börn þeirra eru Brynhildur (lát- in), Magnús Kristinn, Sólveig Kat- rín og Björn Brynjar. 2) Úrsúla, f. 1939, búsett í Þýskalandi, gift Jiirgen Fahning, bankastarfs- manni. Þau eiga tvo syni, Jan og Ingo. 3) Eberhard (Ebbi), f. 1942, húsasmiður, búsettur í Noregi. Hún Kata frænka mín var óvana- leg manneskja og lífshlaup hennar óvanalegt í hæsta máta, bæði drama- tískt og ófyrirséð. Hún var fædd í Reykjavík 5. nóvember 1916. For- eldrar hennar voru Bjarni Björnsson gamanleikari og Torfhildur Dalhoff gullsmiður. Bjarni var móðurbróðir undirritaðs. Hann var mjög vinsæll gamanleikari hér í bæ, en hann fór til Ameríku stuttu eftir fæðingu Kat- rínar og hafði hún því ekkert af hon- Hann á tvær dætur, Auði Irju og Júlíu Katrínu. 4) Bjarni Birgir, f. 1944, sölu- stjóri í Þýskalandi. Fyrri eiginkona hans er Billie Ey- banks og eiga þau fjórar dætur. Þær eru Brishetta, Ing- rid, Helga og Eliza- beth. Síðari eigin- kona Bjarna er Regina Smorra, sölumaður. 5) Ingi- björg, f. 1945, sjúkraþjálfari í Nor- egi, gift dr. Torstein Vik barna- lækni. Þau eiga þrjú börn, Tor- björn, Magnhild og Sigrid. Katrín ólst upp í Reykjavík. Hún stundaði nám í Tónlistarskói- anum í Reykjavík og lauk þaðan prófi í píanó- og fiðluleik. Hún starfaði sem fiðluleikari á íslandi, í Noregi og í Þýskalandi og kenndi auk þess bæði á fiðlu og píanó. Minningarathöfn um Katrínu fór fram í Hamborg í ágúst sl. Hún var jarðsett í Reykjavík 18. októ- ber og fór útförin fram í kyrrþey. um að segja fyrr en hann kom aftur 1930. Þá tóku þau aftur saman hann og Torfhildur, eða Lulla eins hún var alltaf kölluð, og giftu þau sig skömmu eftir heimkomu Bjarna. Þau eignuðust þá aðra dóttur, Björgu tónlistarkonu, og er hún gift Álfþóri Br. Jóhannssyni, bæjarritara í Seltjarnarnesbæ. Snemma kom í ljós að Katrín var gædd miklum tónlistarhæfileikum. Mér er í barnsminni hvað stelpan var VALGERÐUR SIG URÐARDÓTTIR + Valgerður Sig- urðardóttir fæddist í Hafnarnesi, Fáskrúðsfirði, 1. október 1912. Hún lést í Heilbrigðis- stofnun Suðurncsja 12. október síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Sigurður Ei- ríksson og Þuríður Níelsdóttir. Systkini hennar voru Níels- ína, Kristfn, Málm- fríður, Eiríkur, Ragnheiður, Björn og Guðmundur. Auk þess ein hálfsystir samfeðra. Þau eru öll látin. Valgerður giftist 25. febrúar 1929 Hallgrími Scheving Bergs- syni frá Hafnarnesi. Hallgrfmur lést 23. mars 1975. Böm þeirra: 1) Bergur, f. 4.10.1929, d. 20.6.1998. Hans kona Helga Bjarnadóttir og eignuðust þau fjögur börn og barnabörnin eru orðin átta. 2) Svava, f. 25.7. 1931. Hennar mað- ur Sigurður H. Guðmundsson og eignuðust þau sex börn en eitt dó í frumbernsku. Þeirra barnabörn eru sjö talsins. 3) Jóhanna Ingi- gerður, f. 29.8.1934. Hennar maki var Daði Magnússon sem er lát- inn. Þau eignuðust fjögur börn, barnabörnin eru 11 og barnabarnabörn- in þrjú. 4) Guðmund- ur Sigurþór, f. 19.5. 1936. Hans kona er Dóra Gunnarsdóttir og eiga þau fjögur börn og sjö barna- börn. 5) Már, f. 2.8. 1939. Hann á eina dóttur og eitt barna- barn. 6) Jóna, f. 18.10. 1941. Hennar maður er Kjartan Guðjónsson. Þeirra börn eru þrjú og barnabörnin sjö. Hjá Valgerði og Hallgrími ólst einnig upp systursonur Hallgríms, Ing- ólfur Kristjánsson en hann lést í janúar sl. Valgerður og Hallgrímur bjuggu í Hafnarnesi við Fáskrúðs- fjörð og ólu börnin upp þar við bú- skap og sjósókn. Árið 1960 fluttu þau til Keflavíkur, bjuggu fyrst á Vesturgötu 8 og sfðan á Vatnsnes- vegi 22. í Keflavík vann Valgerð- ur í fiski hjá Keflavík hf. Eftir að hún komst á eftirlaunaaldurinn flutti hún í íbúð aldraðra við Suð- urgötu 15-17 í Keflavík. Útför Valgerðar fór fram frá Kefiavfkurkirkju föstudaginn 20. október. Við lát kærs ástvinar, sem hefur verið hluti af lífi manns alla tíð, fer hugurinn að starfa og leita uppi allar kæru og góðu minningarnar sem tengjast hinum látna. Maður undr- ast hve atvikin standa manni ljóslif- andi fyrir hugskotum og verður ein- hvern veginn svo hlýtt inni í sér við að rifja upp skemmtileg minninga- brot. Þetta hef ég upplifað frá því ég frétti lát ömmu í „Kebbló“, eins og við systkinin nefndum hana oft. Allar skemmtilegu og notalegu minning- arnar sem ég á um okkar samveru- stundir dúkkuðu upp á ólíklegustu tímum og urðu til þess að gera augnablikið bærilegra. Þegar ég var lítil stelpa voru ferð- irnar til Keflavíkur hinar mestu æv- intýraferðir og var ég yfirleitt við- þolslaus af spenningi í marga daga áður en lagt var af stað. Ferðirnar voru nú ekki allt of margar þar sem leiðin var löng á milli Stöðvarfjarðar og Keflavíkur í þá daga. Fyrir mér var Keflavík stórborg og litla húsið sem afi og amma áttu á Vatnsnesveginum ótrúlega spenn- andi. Ég gat setið tímunum saman við eldhúsborðið og horft á fólkið ganga fram hjá eldhúsglugganum, svo nálægt að mér fannst ég geta gripið í það með því að rétta út hönd- ina. Póstlúgan á útidyrahurðinni farin að spila mikið í kringum tíu ára aldurinn og var ekki laust við að ég fengi minnimáttarkennd að heyra hana spila t.d. Fantasie Impromptu eftir Chopin eins og að drekka vatn. En ég var nú bara átta ára! Ekki geri ég mér grein fyrir hvernig var hátt- að með píanónámið hennar á þessum árum en það er ábyggilegt að móðir hennar, hún Lulla, hefir leiðbeint henni fyrstu árin. Lulla var bráð- músíkölsk og lék á píanó t.d. undir þöglu kvikmyndunum og á böllum, m.a. með hljómsveit Bernburgs sem var vinsælasta danshljómsveit bæj- arins „i den tid“. Þegar Tónlistar- skólinn var stofnaður í Reykjavík 1930 var Kata ein af fyrstu nemend- um skólans. Hún var ekki eingöngu nemandi í píanóleik heldur einnig í fiðluleik en fiðlunám hafði hún stundað lengi hjá Þórami Guð- mundssyni fiðluleikara, þeim stór- merka tónlistarmanni. Katrín lék sem sagt jöfnum höndum á píanó og fiðlu. Kennarar hennar í Tónlistar- skólanum voru Franz Mixa og fiðlu- kennari sem starfaði hér fyrsta árið en hann kann ég ekki að nefna. Hans Stephanik kom svo seinna. Þeir höfðu allir mikið álit á þessari ungu stúlku og það sýndu verkefnin sem hún var látin spila á tónleikum skólans í gegnum árin. M.a. lét Mixa hana spila „Ricordanza" úr „Transcental“-etýðum eftir Liszt og fyrir þá sem til þekkja þarf ekki að hafa fleiri orð um það. Eina skemmtilega sögu verð ég hér að láta fljóta með. Einu sinni ætl- aði Mixa að láta annan nemanda sinn spila píanókonsert í d-moll K466 eft- ir Mozart með hljómsveit sem Mixa stjórnaði en þegar á hólminn kom treysti nemandinn sér ekki til að spila konsertinn. Þá sneri Mixa sér til Katrínar, sem spilaði fyrstu fiðlu í hljómsveitinni, og bað hana að taka við. Æfði hún konsertinn á mettíma og spilaði hann við mikla hrifningu áheyrenda. Páll ísólfsson skrifaði í hafði sérstak aðdráttarafl þar sem ég átti því ekki að venjast í sveitinni að pósturinn væri borinn út. Ég fylgdist með ferðum vegfarenda um Vatnsnesveginn sem héldu sína leið grunlausir um tvö lítil augu sem fylgdust grannt með hreyfingum þeirra gegnum póstlúguna! Það var svo notalegt að sitja og horfa á ömmu stússast við eldhús- störfin og bíða þess að fá ömmumat- inn og kók með! Það var siður sem afi kom á og varð að hálfgerðri reglu þegar ég var í heimsókn. Alltaf kók með matnum, það var sama þó að á boðstólum væri saltfiskur með hamsatólg sem ekki fer ýkja vel með kóki, alltaf þáði maður sopann og ljómaði eins og sól í heiði. Ég var ekki nema átta ára þegar afi dó svo eðlilega eru flestar minn- ingar mínar frá árunum eftir að amma varð ein í kotinu en ég man hvað afi lét sér annt um okkur krakkana og fór gjarnan með okkur í göngutúra og gaf okkur ís. Þá var gjarnan rölt niður að höfn til að sjá hvaða bátar voru í landi. Einnig hef- ur mér verið sagt frá því hversu nat- inn hann var við að heimsækja mig á Barnaspítala Hringsins þegar ég var lítil - það hefur nú verið dálítið mál fyrir hann að keyra frá Keflavík í þá daga en hann taldi það ekki eftir sér. Eg man fjörið á Vatnsnesvegin- um, amma og pabbi dansandi í for- stofunni/holinu sem einhverra hluta vegna bjó yfir stærsta gólfplássinu, mamma spilandi á hamionikuna og Nanna frænka og Ásta vinkona ömmu syngjandi með. Það var mikið hlegið. Eg man líka eftir því hvað það var notalegt að skríða upp í ból til ömmu en ég fékk oft að kúra hjá henni þeg- ar við gistum. Svo ég tali nú ekki um dúnsængina góðu sem ég vildi helst ekki koma undan heilu dagana. Amma kom líka reglulega austur og þá deildum við gjarnan herbergi með tilheyrandi kvöldspjalli. í seinni tíð eru það heimsóknirnar á Suðurgötuna sem standa upp úr. Heimsins bestu pönnukökur sem bornar voru fram ásamt heitu súkkulaði. Ekta súkkulaði, ekkert kakósull eins og amma sagði sjálf. Alltaf þótti mér jafnmerkilegt hvað pönnukökurnar brögðust vel því ég Morgunblaðið að það væru ekki margir sem gætu farið í fötin hennar Katrínar að standa upp af fiðlustóln- um sínum í hljómsveitinni og spila heilan píanókonsert eins og ekkert væri sjálfsagðara. Já, hún var merki- leg kona hún frænka mín. Þegar Kata lauk Tónlistarskólan- um sótti hún um styrk til framhalds- náms i útlöndum. Én þá gripu örlög- in í taumana. Hingað kom ungur Þjóðverji, Eberhard Dannheim að nafni. Hann var mannfræðingur að mennt og kynntust þau Kata fljót- lega eftir að hann kom hingað og urðu þau ástfangin eins og gengur í lífinu. En við þetta gjörbreyttist all- ur hennar lífsferill. Burtu voru öll áform um fram- haldsnám. Kata fór með manni sín- um til Noregs fyrir stríð ásamt ný- fæddri dóttur þeirra, Margréti, sem nú er tónmenntakennari í Reykja- vík, gift Jóni Bjömssyni vélaverk- fræðingi. En stríðið brýst út 1939 í september eins og kunnugt er. Hitl- er ræðst svo á Noreg og má nærri geta hvernig það hefir verið fyrir ís- lenska stúlku að vera gift Þjóðverja á þessum hörmungartímum. Þessa sögu þekki ég raunverulega ekki neitt, en ég gæti ímyndað mér að Norðmenn hafi vægast sagt litið þær útlendu konur hornauga sem giftar voru Þjóðverjum. En það væsti ekki um Kötu og hennar mann á meðan veldi Þjóðverja var sem mest. Hún fékk gott tækifæri til að stunda sína músík með þýskum tónlistarmönn- um og spilaði þá bæði kammermúsík og sóló þegar því varð við komið. En svo kom að því að halla fór undan fæti fyrir Þjóðverja. Eberhard var tekinn í herinn og 1944 var Kata send til Þýskalands, en þá höfðu þau hjón eignast fjögur börn og það fimmta var á leiðinni. Þarna kynntist Kata stríðinu í algleymingi. Loft- árásir Bandamanna voru þær mestu í stríðinu og borgimar í rúst. Hvem- ig Kata fór að lifa þetta af með öll gat ekki betur séð en hún slumpaði bara einhverju í skál án þess að mæla eitt né neitt en útkoman var ævinlega himnesk. Ávextir með rjóma vom einnig í hávegum hafðir. Skylda að hringja á undan sér svo hún gæti haft fyrir manni, annað var svindl. Amma var hetja í mínum augum. Hún var mjög sjálfstæð, lífsglöð og dugleg og heyrðist aldrei kvarta þótt hún gengi í gegnum mikil veikindi, tókst á við vandamálin þegar þau komu upp. Hún fylgdist vel með fjöl- skyldu sinni og hélt vel utan um hóp- inn sinn. Hún fylgdist líka vel með þjóðlífinu og sló mann oft út með at- hugasemdum um málefni líðandi stundar. Ég veit að ég á eftir að hugsa mik- ið til hennar í desember þegar ég fer að huga að jólakortaskrifum því að það var orðin viss hefð fyrir því að ég kæmi suður eftir og skrifaði fyrir hana jólakortin þar sem sjónin var orðin léleg. Áttum við þá saman notalega stund með nammiskálina fulla og mösuðum um allt og ekkert. Við skiptumst á jólagjöfum og oftast átti hún í vandræðum með sig af for- vitni yfir því hvað væri í pökkunum sem henni bárust. Myndirnar sem ég á af henni frá því í skímarveislu Bergs Leós eru dýrmætar. Hún var svo glöð yfir því að það skyldi vera dansað og sungið börnin er kraftaverk. Það er engin leið að sjá annað en að hún hafi stað- ið sig eins og hetja en djúpt ör hefir þetta skilið eftir í sálu hennar. Það held ég að megi fullyrða. Það var svo , Lúðvík Guðmundsson, fyrrverandi' skólastjóri Myndlista- og handíða- skólans, sem sendur var út til Þýska- lands þegar stríðinu var lokið á veg- um Rauða krossins til að hafa uppi á Islendingum sem höfðu orðið inn- lyksa í stríðinu á meginlandinu. Þar fann hann Katrínu með börnum sín- um fjórum í einhverri skólabygg- ingu, en yngsta barnið, þá nokkurra mánaða gamalt, var á spítala. Kom Lúðvík þeim öllum til Islands þegar tækifæri gafst. Eftir heimkomuna tók Kata þátt í músíklífinu hér í Reykjavík. Hún fékk kennslu í Tónlistarskólanum, spilaði í hljómsveitinni þar sem hún sat við hlið Bjöms Ólafssonar konsertmeistara og þegar Sinfóníu- hljómsveit íslands var stofnuð 1950 fékk hún fasta stöðu í fyrsta sinn á ævinni. Dannheim kom svo til íslands til konu sinnar og fimm barna þegar hann hafði losnað úr hemum. En þessi erfiðu ár vora of mikið álag fyr- ir hjónabandið og skildu þau nokkra síðar. Þegar ég lít yfir lífshlaup frænku minnar er því ekki að leyna að þær vonir sem við hana vora bundnar á æskuáram rættust ekki nema að nokkra leyti. Hún spilaði á fiðluna sína í hljómsveitum bæði hér og er- lendis og þótti alltaf mjög gjaldgeng sem slík en minna varð úr píanóspili. Þegar hún greip í píanóið var það meira til gamans en að nokkur al- vara fylgdi. Hún hafði þó píanónem- endur alla tíð. Síðustu árin bjó Kata í Þýskalandi og lést í Hamborg 6. ágúst sl. Við Helga sendum bömum hennar, systur og öðram aðstand- endum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Rögnvaldur Sigurjónsson. og spilað á harmoniku - það líkaði henni allra best. Hún sat á stól í góða veðrinu úti á palli og dillaði sér og trallaði með músíkinni. Henni fannst súrt þegar hún hætti að hafa heilsu til þess að dansa en hún naut engu að síður að hlusta á músík og hafði ég fyrir vana, eftir að hún varð rúmföst á sjúkrahúsi, að setja vasadiskóið af stað fyrir hana áður en ég kvaddi. Þegar ég svo leit til baka til hennar við brottför þá lygndi hún aftur aug- unum og dillaði höfðinu eftir fjöragri harmonikumúsik eða Strákabandinu. Þannig mun ég minnast hennar. Ég er þakklát fyrir þær góðu stundir sem ég átti með ömmu og . hún mun ætíð eiga sess í hjarta mínu. Ég er þess fullviss að hún hef- ur í aðra röndina verið hvíldinni feg- in, hún var ekki sátt við að geta ekki verið heima með sína kæra hluti í kringum sig. Hún var heldur ekki sátt við að fylgja til grafar sér miklu yngri fjölskyldumeðlimum og fannst sinn tími vera kominn. Nú mun hún fá hvíldarstað við hlið afa eftir 25 ára aðskilnað. Ég veit að spor hennar verða létt þegar hún fer til fundar við afa á ný, líkt og í Nesinu forðum þeg- ar hún var ung kona. Það verða ör- ugglega tekin dansspor við það tæki- færi og ekki að efa að nikkan verði með í spilinu. Guð blessi minningu ömmu og afa. Halla Kjartansdóttir. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd. Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar era birtar aftnælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.