Morgunblaðið - 22.10.2000, Síða 51

Morgunblaðið - 22.10.2000, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ DAGBOK SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000 51 BRIDS Vmsjón Ouðmiimlnr l’áll Arnarson ÞÚ ert í suður og stelst til að opna á 15-17 punkta grandi með 14 punkta og þrjár tíur. Það voru mistök, því makker þinn er bjartsýnismaður og linnir ekki látum fyrr en í sex gröndum: Norður A D7 v g5 ♦ 41073 4* AD653 Suður * ÁG10 y Á1043 * KD6 * 1072 Sagnir makkers eru ekki prenthæfar, en þú þakkar fyrir blindan og ert svo sem alls ekki vondaufur eftir útspilið, sem er spaðanía. Þú set- ur drottninguna og veiðir kónginn. Góð byrjun. Næst spilarðu laufi að blindum, færð gosann úr vestrinu, svínar drottn- ingunni og austur tekur með kóng. Og spilar spaða. Þú prófar lauftíu, en því miður, vestur hendir spaða. Þegar þú tekur þriðja spaðaslag- inn hendir austur hjarta. Hvernig á að vinna úr þessu? Margt er vitað um skiptinguna. Vestur hef- ur byrjað með sexlit í spaða og einspil í laufi. Þú átt ellefu slagi ef tíg- ullinn gefur fjóra, en það er óráðlegt að spila upp á 3-3-legu, því þá er vest- ur með skiptinguna 6-3- 3-1 og valdar þar með hjartað. Þú verður að gefa þér að vestur eigi fjóra tígla: Norður * D7 ¥ £5 * 41073 * AD653 Austur * K2 ¥ D9862 * 84 * K984 Vestur ♦ 986543 ¥ G7 ♦ G952 ♦ G Suður * ÁG10 ¥ Á1043 * KD6 * 1072 Eina vonin á tólfta slagnum er þvingun á austur í hjarta og laufi. Þú tekur tígulhjónin og svínar tígultíu. Tígulás- inn afgreiðir svo austur, sem getur ekki bæði valdað laufið og haldið í þriðja hjartað. „Alltaf á borðinu?“ spyr makker, sem hafði ekki fylgst nákvæmlega nieð spilamennskunni. Arnað heilla r A ÁRA afmæli. í dag, t) vl sunnudaginn 22. október, er fimmtug Mar- grét A. Frederiksen, Lækj- arþjalla 32, Kópavogi. Hún tekur á móti vinum og ætt- ingjum í KR-heimiIinu, Frostaskjóli, kl. 15-17 í dag. n A ÁRA afmæli. Á I vl morgun, mánudag- inn 23. október, verður sjö- tug Þórdís Kristinsdóttir, yallarbraut 3, Hafnarfirði. Á afmælisdaginn opnar hún sína fyrstu myndhstarsýn- ingu og tekur þá á móti vin- um og vandamönnum í Gall- eríi Jörð, Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði, milU kl. 18 og20. AA ÁRA afmæli. í dag, sunnudaginn 22. október, verður níræður Baldur Garðar Johnsen, læknir, búsettur á Skjóli. Hann er að heiman í dag. SKAK Vmsjón Ilnlgi Áss Grétarsson Svartnr á leik. Staðan kom upp á milli stórmeistaranna Stuart Conquest (2529) og Tiger Hillarp-Persson (2549) á 3. alþjóðlega mótinu í Þórs- höfn, Færeyjum, sem lauk fyrir skömmu. Báðir þessir stórmeistarar ættu að vera íslenskum skákáhuga- mönnum að góðu kunnir enda hafa þeir komið hing- að til lands oft og mörgum sinnum. Báðir eru þeir kunnir fyrir að víla ekki fyrir sér að lenda í snörp- um átökum og ber skákin það með sér. 21...g5!! 22. Bxg5 22. Be3 hefði ekki heldur bjargað miklu vegna svipaðs framhalds og í skákinni. 22...Df3! 23. Hgl Bxc3! 24. Dxc3 Ddl+ 25. Kg2 Dxd5+! og hvítur gafst upp enda dettur maður fyrir borð eftir t.d. 26. fá Dxg5. Skákin tefldist í heild sinni: 1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. d5 b5 4. cxb5 a6 5. b6 d6 6. Rc3g6 7. e4 Bg78.a4 Dxb6 9. a5 Db4 10. Ha4 Db7 11. Rf3 0-0 12. Rd2 e6 13. Rc4 exd5 14. exd5 Bg4 15. Be2 Bxe2 16. Kxe2 De7+ 17. Kfl Rbd718. Bf4 Re8 19. De2 DÍ6 20. Dd2 Hb8 21. g4 og nú er staðan komin upp á stöðumynd- SJOÐABROT HAUSTVISA Land kólnar. Lind fólnar. Lund viknar. Grund bliknar. Svell frjósa. Fjöll lýsast. Fley brotna. Hey þrotna. Dug hættir. Dag styttir. Drótt svengist. Nótt lengist. Sól þrýtur. Sál þreytist. Sær rýkur. Snær fýkur. Páll Ólafsson. ORÐABÓKIN Með köflum í veðurlýsingum heyrist oft ofangreint orðasam- band. f RÚV 8. okt. var t.d. talað um súld með köflum. Eins var talað um, að skýjað væri með köflum í sömu lýsingu. Ekki verð- ur sagt, að þetta sé rangt orðalag, en það er of notað að mínum dómi og jafnvel ekki nógu skýrt. Eg ætla, að hér sé oftast átt við hið sama eða svipað og þegar talað er um rigningu eða súld öðru hverju, við og við eða af og til. í seinna dæm- inu er ekki fráleitt að sjá fyrir sér himininn skýjað- an með köflum og svo heiðríkjubletti á milii. Ekki alls fyrir löngu lét Baldur Pálmason til sín heyra í MbL, þar sem hann taldi orðalagið af og til með öllu óþarft í máli okk- ar. Benti hann á, að þetta væri beinlínis tekið óbreytt að láni úr dönsku. Taldi hann, að íslenzku- legra mál væri að tala um, að rigning eða sólskin yrði við og við eða öðru hverju. Eg er honum sammála um þetta. Enda þótt við höf- um þegið margt úr dönsku, á meðan við lutum yfirráðum Dana, er óþarft að halda tungutaki þeirra, þegar við höfum annað eldra og oftast miklu betra orðalag í máli okkar. Ofan- greint orðalag hefur áður borið á góma í pistlum mínum, en ekki sakar að endurtaka það sem og ým- islegt annað orðafar í von um, að einhverjir taki eftir og helzt taki til greina, þegar þeir þurfa á að halda í ræðu eða riti. - J.AJ. STJÖRNUSPA cftir Frances llrake HRÚTUR Afmælisbam dagsins: Þú ert góður hlustandi og því er fólk fúst að segja þér öll sín leyndarmál. Gættu þín vel. Hrútur (21. mars -19. apríl) Verkefnin hrannast upp svo þér finnst þú ekki sjá fram úr hlutunum. Temdu þér skipu- lagningu og taktu ekki meira að þér en þú ert maður til. Naut (20. april - 20. maO í*t Það er allt í lagi að taka smá- áhættu, þegar aðstæður eru hagstæðar. En mundu að í raun er lífið fyrst og fremst vinna og aftur vinna. Tvíburar (21.maí-20.júní) Láttu aðfinnslur annarra ekki draga þig niður. Hertu upp hugann , öll él birtir upp um síðir og þá stendur þú með pálmann í höndunum. Krdbbi (21. júní-22. júlí) ^fflfc Það getur verið tilbreyting í því að kynnast fólki utan þess hrings, sem þú venjulega um- gengst. En mundu að ekki eru allir viðhlæjendur vinir. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) M Það er ekkert að því að sýna aðhaldssemi, Slíkt er bara hygginna manna háttur en telst engin níska. Gefðu ekki nema þú sért aflögufær. Mejja (23. ágúst - 22. sept.) (BSL Taktu þér tíma til þess að meta stöðu þína og kanna hvort þú ert á réttri leið. Hlutirnir eru stöðugt að breytast og því er endurmat skynsamlegt. Vog rrx (23.sept.-22.okt.) Gættu þess að ganga ekki of langt í tilraunum til að skara eld að eigin köku. Það setur þig í slæmt ljós og þú missir trúnað fylgismanna þinna. Sþorðdreki ™ (23. okt. - 21. nóv.) MK Góðverkin átt þú að vinna í kyrrþey. Það er oflátungs- háttur að berja sér á bijóst og auglýsa gjafir sínar og fólk fær skömm á þeim sem það gera. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) AO Það eru einhverjir í hópi sam- starfsmanna þinna sem vilja mikið til vinna að leggja stein í götu þína. Láttu þá ekki komast upp með neitt múður. Steingeit (22. des. -19. janúar) 4K Gefðu þér tíma til þess að rannsaka málin áður en þú hleypur með þau í aðra. Þú kemur engu áleiðis nema með vönduðum undirbúningi í hví- vetna. Vatnsberi . (20. jan. -18. febr.) QÉs Nú er upplagt tækifæri til þess að hefjast handa við verk, sem þú hefúr lengi látið þig dreyma um. Mundu bara að halda þig við upphaflega áætlun. Fiskar (19. feb. - 20. mars) IW> Nú getur þú ekki lengur skot- ið því á frest að taka ákvörð- un í viðkvæmu einkamáli. Vertu bara sjálfum þér trúr og tillitssamur; þá fer allt vel. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. fyrir einstaklinga, hópa og fyrirtæki frá 16 nóv.-21.des. fimmtudaga/östudaga, laugardaga og sunnudaga Pantanir í s. 586 8300 - 566 6456, fax 566 7403 TVÖ námskeiö í heimasíðu- í Ntv skólunum bjóðum við annars vegar upp á 120 stunda kvöldnámskeið sem byijar 4. nóv. n.k. og hins vegar upp á 78 stunda síðdegisnámskeið sem byijar 7. nóv n.k. Meðal efnis sem kennt verður er: Hönnun og myndvinnsla í Freehand 8 & Photoshop 5 HTML Forritun Heimasíðugerð í Frontpage Hreyfímyndir í Flash 4 Upplýsingar og innritun í símum 555 4980 og 544 4500 ntv Nýi tölvu- & viðskiptaskólinn Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími: 555 4980 - Fax: 555 4981 HKÖasmára 9- 200 Kópavogi - Slmi: 544 4500 - Fax: 544 4501 Tölvupóstfang: skoli@ntv.is - Heimasfða: www.ntv.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.