Morgunblaðið - 24.10.2000, Side 6

Morgunblaðið - 24.10.2000, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sex rjúpnaskytt- ur sátu fastar Formaður samninganefndar ríkisins um verkfallsboðun framhaldsskólakennara Báðir málsaðilar þurfa að leggja meira á sig GUNNAR Bjömsson, formaður samninganefndar ríkisins, segir verkfallsboðun framhaldsskóla- kennara, sem samþykkt var með 82% greiddra atkvæða um helgina, ekki hafa komið sér á óvart. Ef á annað borð væri boðað til atkvæða- greiðslu um verkfall hlyti að vera talað fyrir slíku innan raða kennara. Til þessa hafi verið góð þátttaka í slíkum atkvæðagreiðslum og verk- fallsboðun yfirleitt samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Niðurstaðan nú sýndi mikla sam- stöðu á meðal kennara. Hafi samningar við ríkið ekki tekist kemur verkfall framhaldsskólakenn- ara til framkvæmda hinn 7. nóvember næstkomandi, eftir nákvæmlega tvær vikur. Aðspurður hvaða áhrif vérk- fallsboðunin hefur á samningaviðræð- umar telur Gunnar að menn þurfi að leggja meira á sig og sitja betur við. Það hvíldi á báðum málsaðilum. Eins og fram hefur komið hefur samning- anefnd ríkisins hafnað launakröfum framhaldsskólakennara. Að sögn Gunnars er mótkrafa ríkisins sú að hækka dagvinnulaun kennara, sem hluta af heildarlaunum. „Við erum tilbúnir að ræða önnur og ný atriði sem varða starfsemi skóla eins og nýja aðalnámskrá, breytta kennsluhætti og fleira í þeim dúr og hvaða áhrif það ætti að hafa á kjarasamninginn,“ segir Gunnar. Samninganefnd ríkisins átti fund í gær með stjórnendum framhalds- skóla en samningafundir um launa- mál framhaldsskólakennara hafa ekki verið síðan á föstudag. Slíkir fundir eru fyrirhugaðir þrjá næstu daga hjá embætti ríkissáttasemj- ara. BJÖRGUNARSVEITIR frá Suður- og Vesturlandi leituðu sex rjúpna- skyttna á laugardagskvöld og aðfaranótt sunnudags. Rjúpnaskytt- urnar höfðu fest jeppabifreiðir sínar utanvegar við Hagavatn. Annar jeppinn hafði komið hinum til hjálp- ar og vildi þá ekki betur til en svo að sá festist líka. Þar sem bílarnir fest- ust er ekki farsímasamband. Menn- irnir gátu því ekki látið vita af sér. Rjúpnaskyttur frá Reykjavík og Akranesi Tveir menn frá Reykjavík höfðu haldið til rjúpna á laugardaginn. Þeir höfðu gert ráð fyrir því að koma til baka um kl. 19. Faðir annars mann- anna hafði samband við lögregluna á Selfossi um kl. 22 en þá hafði ekkert heyrst frá þeim. Björgunarsveitir voru þegar látnar vita og hafinn var undirbúningur að leit. Skömmu eftir miðnætti hafði lögreglan á Akranesi samband við lögregluna á Selfossi og tilkynnti þeim um að fjórar rjúpna- skyttur frá Akranesi hefðu ekki skil- að sér til byggða á réttum tíma. Mennirnir fundust um kl. 4.30 á sunnudagsmorgun. Rjúpnaskyttumar úr Reykjavík höfðu fest jeppabifreið sína skömmu eftir hádegi á laugardag. Annar mannanna gekk upp á b'nuveg til að leita aðstoðar. Akurnesingarnir sem voru þar á ferð komu til aðstoðar. Þegar þeir reyndu að draga jeppa Reykvíkinganna tókst ekki betur til en svo að báðir jepparnir festust, sem fyrr segir. Samtökin Heimili og skóli Brottfall eykst eftir verkföll JÓNÍNA Bjartmarz, alþingismað- ur og formaður Heimilis og skóla, kveðst hafa miklar áhyggjur af þeirri stöðu sem komin er upp í kjaradeilu kennara og ríkisins. „Ég hef svo sannarlega áhyggjur af yfirvofandi verkfalli og áhrifum þess á nemendur framhaldsskól- anna. Það hefur sýnt sig á undan- förnum árum að brottfall nemenda eykst mjög af völdum verkfalla," segir hún. „Ég hef aðeins minni áhyggjur af áhrifum verkfalls á heimilin í Jandinu, einfaldlega vegna þess að hér er um unglinga að ræða, en ekki börn í grunnskólum," bætti hún við. Jónína segir að Heimili og skóli hafí áður lýst þeirri skoðun sinni að bæta verði kjör kennara, svo auð- veldara sé að manna kennarastöð- ur og hæfir kennarar þurfi ekki að leita í aðra vinnu, kjaranna vegna. Hún vildi hins vegar ekki ræða sérstaklega kröfur kennara nú. „Samtökin eru ekki aðilar að þess- ari kjaradeilu. Við getum aðeins vonast eftir því að málin skýrist sem fyrst,“ sagði Jónína. Framhaldsskólanem- ar styðja kennara FRAMHALDSSKÓLANEMAR hafa stofnað verkfallsnefnd til stuðn- ings kjarabaráttu kennara og reyna að koma í veg fyrir verkfall, að sögn Hörpu Ósk Valgeirsdóttur, nemanda við Menntaskólann við Hamrahlíð. Hún segir að mikill hugur sé í fram- haldsskólanemum og þeir hafi þegar skipulagt aðgerðir sem þeir ætli að grípa til ef til verkfalls kemur til að sýna stuðning við kennarana. Fimm manns sitja í verkfalls- nefndinni sem er á vegum Félags framhaldsskólanema. Auk þess er búið að mynda fimm manna hópa í öllum framhaldsskólum landsins en þeir sjá um að koma upþlýsingum til nemenda. Einnig liggja undirskrift- arlistar frammi í öllum framhalds- skólum þar sem nemendum gefst kostur á að lýsa yfir stuðningi við kennarana og segir Harpa að undir- skriftasöfnunin gangi mjög vel. „Ef til verkfalls kemur verða þús- undir nema atvinnulausir ef svo má segja,“ segir Harpa og bendir á að með aðgerðum framhaldsskólanema nú séu þeir einnig að vekja athygli á sinni hlið mála. Verkfallsnefndin fylgist vel með stöðu mála hjá Félagi framhalds- skólakennara og einnig hefur hún rætt við menntamálaráðherra, að sögn Hörpu. lBðp% liUMiiliHiiftfý nqn. Besti ferðafélaginn til London? Allt sem forvitnir ferðalangar þurfa að vita um London - og meira til. Mál og mennlnf Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síðumúla 7 • Sími 510 2500 Opinn fundur Sjálfstæðisflokksins Heilbrigðisyfírvöld ættu að líta til Hol- lands eftir fyrirmynd UMRÆÐAN um einkarekstur í heilbrigðisþjónustu á Islandi er komin miklu skemmra á veg en á hinum Norðurlöndunum, en íslensk heilbrigðisyfirvöld ættu samt fyrst og fremst að líta til Hollands ef þau ætla að svipast um eftir heilbrigðis- kerfi þar sem farsællega hefur tek- ist að blanda saman einkarekstri og ríkisrekstri. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Guðjón Magnússon, lækni og rektor Nor- ræna Heilbrigðisháskólans í Gauta- borg, en hann flutti erindi á opnum fundi heilbrigðisnefndar Sjálfstæð- isflokksins í gær, þar sem fjallað var um hugmyndir um einkarekst- ur í heilbrigðisþjónustunni. „Ég held að það þurfi að koma af stað umræðu á meðal almennings til þess að fólk fái ekki ranga mynd af því hvað fólgið er í einkavæðingu á þessu sviði. Ég held að menn hafi oft til- hneigingu til að horfa alltof mikið til amerískrar heilbrigðisþjónustu og ýmissa þeirra vandamála sem eru sértæk fyrir hana og gleymi því að það er hægt að bæta verulega okkar eigið heilbrigðiskerfi án þess að nokkrum detti í hug að við inn- leiðum amerískt heilbrigðiskerfi. Við getum nýtt það besta úr mörgum mismunandi módelum eða kerfum. Ég myndi segja að hol- lenska módelið sé eitthvað sem við eigum að horfa sérstaklega á, þeir hafa náð því að skapa þetta jafn- ræði á meðal þegnanna þannig að allir fá þessa lágmarksþjónustu, en geta samtímis veitt einkavæðingu í mjög auknum mæli og haldið niðri kostnaði allvel hvað snertir heild- arútgjöld og bjóða mikið valfrelsi fyrir einstaklingana." Þeir sem vilja ættu að geta keypt sér aukna þjónustu Á fundinum færði Hannes Hólm- steinn Gissurarson, prófessor við Háskóla íslands, rök fyrir því að einkavæða eigi hluta af heilbrigðis- þjónustunni. Hann sagði að það ætti fyrst og fremst að auka svigr- úm þess kerfis sem nú væri við lýði með því að bjóða þeim, sem væru aflögu færir, upp á að kaupa sér þjónustu og sleppa þannig við bið- íista sem væru í núverandi kerfi. Hann lagði hins vegar áherslu á það að áfram yrði boðið upp á þá þjónustu sem þegar væri í boði, enda væri þjóðarsátt um það. Sigurbjörn Sveinsson, læknir í Heilsugæslustöðinni í Mjódd, sagð- ist vilja fara afar varlega í allar nýjar hugmyndir um að fólk geti keypt sér tryggingu til að auka rétt sinn í kerfinu. Málfundur í miðborginni AUSTURVÖLLUR er fallegur á sumrin en á haustin er hann jafnvel enn fallegri. Á haustin breytir nátt- úran um svip og það gerir fólkið líka. Eldri kynslóðin kann svo sann- arlega að meta haustið og þó að fremur svalt sé í veðri þýðir það ekki að það sé ekki lengur hægt að sitja á bekknum í námunda við Jón Sig- urðsson og spjalla svolítið. Það eina sem þarf að gera er að klæða sig ögn betur - renna upp í háls, setja upp vettlinga og þá er allt klárt. ------------ Rjúpnaskytt- ur sóttar í Hlöðufell TVÆR rjúpnaskyttur voru sóttar á sunnudagskvöld af björgunarsveit- armönnum en þær höfðu leitað skjóls í skála við Hlöðufell. Sprungið hafði á bíl tvímenning- anna við Hagafell síðdegis á sunnu- daginn. Hvorki var tjakkur né felgu- lykill í bílnum, sem mennirnir höfðu fengið að láni, og því gátu þeir ekki skipt um dekk. Þeir brugðu því á það ráð að ganga áleiðis í skála við Hlöðufell. Þeir voru komnir að skál- anum um kl. 20. Skammt frá skálan- um er blettur þar sem er GSM-síma- samband. Mennirnir létu lögreglu vita af sér og því þurfti ekki að kalla út björgunarsveitir til leitar. Tveir menn úr björgunarsveitinni Ingunni á Laugarvatni fóru þeim til aðstoðar og fluttu þá til byggða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.