Morgunblaðið - 24.10.2000, Síða 10

Morgunblaðið - 24.10.2000, Síða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Aukin sykurneysla vax- andi heilsufarsvandamál Morgunblaðið/Kristinn Rannsóknir sýna að sykurneysla íslendinga er meiri en góðu hófi gegnir. Sykur, hættulaus orku- gjafi eða skaðvaldur? var yfírskrift málþings sem Náttúrulækninga- félag íslands efndi til í síðustu viku. Kristín Heiða Kristinsdóttir sótti þingið og hlýddi á erindi og pallborðsum- ræður, þar sem sitt sýndist hverjum um dísætt umræðuefnið. JÓNAS Kristjánsson ritstjóri var fyrstur í pontu á þingi Náttúrulækn- ingafélags íslands, sem haldið var í liðinni viku um sykur og afleiðingar of mikillar sykurneyslu, og ræddi stuttlega um sykur í sögulegu sam- hengi. Hann vék að lækninum afa sínum og nafna sem stofnaði Nátt- úrulækningfélagið fyrir 77 árum. Hann var fyrstur manna til að gera rannsóknir á heilsu manna tengdar sykumotkun. Hann komst m.a. að því að til væri svokölluð sykurfíkn sem lýsti sér ekki ósvipað og áfengis- og tóbakslöngun. í framhaldi af því vitnaði Jónas í nýlega grein í Time Magazine þar sem talað var um að hjá sumu fólki hefði sykur ruglandi áhrif á dópamín sem er boðefni í heil- anum. Þessu til staðfestingar nefndi hann bamaafmæli nútímans, þar sem böm fara gjaman á „sykuríyl- lerí“ og flestir könnuðust við þær geðbreytingar sem geta orðið hjá bömum við mikið sætindaát. Sykurát barna tvöfaldast um helgar Anna Sigríður Ólafsdóttir næring- arfæðingur tók næst til máls og lagði ríka áherslu á að í erindi sínu væri hún að tala um viðbættan sykur, svo- nefndan hvítan sykur. Hún nefndi þar sláandi tölur úr rannsókn frá 1990 sem sýndu m.a. að tveggja ára gömul íslensk böm borða 32 g af við- bættum sykri á degi hverjum. Til að bæta gráu ofan á svart væri stað- reyndin sú að þessar tölur tvöfölduð- ust um helgar. Ekki sagði hún hægt að sýna fram á að um væri að kenna sætum mjólkurvörum eins og margir halda, því þau böm sem væm með hæstu sykurtölurnar í rannsókninni, borðuðu minnst af mjólkurvörum. Anna Sigríður sagði að sykraðir drykkir væm aðalástæðan fyrir þessum háu tölum, gosneysla bama og unglinga væri alltof mikil. Auk þess fengju þau börn sem borðuðu mikinn sykur minna af nauðsynleg- um næringarefnum. Hún sagði um- deilt hvort sykur væri fitandi en benti þó á þá staðreynd að hin skjót- fengna orka sem fæst með sykuráti entist því miður ekki lengi og þess vegna yrðum við fljótt svöng aftur og borðuðum þá meira og það getur auðvitað leitt til þess að við fitnum. Hún sagði að af rannsóknum væri ljóst að sykumeysla íslendinga væri meiri en æskilegt getur talist og við því þyrfti að bregðast. Sykur væri munaður sem hægt væri að leyfa sér í hæfilegu magni. Við þyrftum aðeins að læra að stjóma þessu því ef fæðan er að öðra leyti næringarrík, þá væri auðvitað allt í lagi að fá sér sykur öðru hverju. Hvorki trefjar né vítamín í sykri Jón Bragi Bjamason lífefnafræð- ingur vitnaði í bókina Sugar Busters, sem er eftir þrjá bandaríska lækna, en þeir halda því fram að sykur sé bæði eitur og fíkniefni. Eins benda þeir á að maðurinn þurfi ekki sykur til að lifa, því sykur er hreint efna- samband og í því era hvorki trefjar né vítamín. Við eram ekki bensínvél sem þarf að setja bensín á til að hún gangi. Við eram náttúravél sem þarf náttúraleg efni og sykur er ekki nátt- úrulegt efni. Stóraukin sykumeysla á þessari öld helst í hendur við skuggalega aukningu ýmissa sjúk- dóma, svo sem sykursýki, offitu og kransæðasjúkdóma. Jón Bragi sagði að auðvelt væri að breyta neyslu- venjum með það að markmiði að draga úr fæðu með háan sykurstuðul og talaði hann þar út frá eigin reynslu. Hægt væri að láta eitt koma í stað annars, t.d. drekka þurrt rauð- vín frekar en bjór og sleppa kartöfl- um en borða hýðishrísgijón í þeirra stað og að sjálfsögðu sleppa kökum og sælgæti. Með öðram orðum, sleppa öllu sem er hreinn mjölvi: hvítt hveiti, hvít hrísgijón, pasta o.fl. En hann lagði áherslu á að engir tveir einstaklingar væra eins, hver og einn þyrfti að hlusta á sinn líkama og velja þau matvæli sem henta. Enginn ætti að skorast undan því að taka ábyrgð á eigin heilsu. Sykur gegn lyfseðli? Þorbjörg Hafsteinsdóttir hjúkran- arfræðingur sló á létta strengi og velti fyrir sér hvort sykur yrði leyfð- ur nema gegn lyfseðli, ef hann kæmi á markað í dag sem nýtt efni. En svo fór hún út í alvarlegri sálma og vakti athygli á því að stöðugur áróður gegn fitu ætti stóran þátt í því hversu matarvenjur hafa breyst mikið á undanförnum 50 áram og ekki endi- lega til góðs. Fólk væri því miður að taka inn allt of mikið af kolvetnum í stað fitunnar, t.d. með miklu pasta- áti. Þorbjörg sagði það útbreiddan misskilning að pasta væri hollustu- fæði. í því sambandi benti hún á að á síðustu þrjátíu áram hefði pastan- eysla aukist um 115% í Bandaríkjun- um og á sama tíma stóreykst offitu- vandamálið. Af þessu mætti sjá að fituneysla er ekki eini orsakavaldur offitu. Síðan vék hún að feitum böm- um og unglingum og taldi brýnt að foreldrar tækju markvisst á þeim heilbrigðisvanda. Fræða þyrfti böm- in um skaðleg áhrif óhóflegrar syk- umeyslu. Áríðandi væri að leggja áherslu á lífsstílsbreytingu þar sem mataræði skipti miklu máli og ekki síður hreyfing. Forðast skyldi megr- un eða annarskonar töfralausnir. Auk þess væri málið ekki einfalt, margir aðrir þættir kæmu þarna inn í, t.d. sú staðreynd að böm alkóhól- ista væra oft haldin sykurfíkn. Að lokum benti Þorbjörg á að dep- urð er eitt af því sem blóðsykurs- vandi getur haft í för með sér og hún mælti eindregið með að fólk prófaði að breyta mataræði sínu áður en það gripi til gleðipillunnar. Stormasamt samband Guðjón Sigmundsson, betur þekktur undir nafninu „Gaui litli“, var síðastur á mælendaskrá og sagði sykur vera mjög viðkvæmt og pers- ónulegt mál fyrir sig sem hann ætti ekki auðvelt með að ræða. Hann væri að öllum líkindum haldinn sykurfíkn og þar af leiðandi væri samband hans við sykur líkt og stormasamt hjóna- band. Hann sagðist ekki ætla að vera með neinar yfirlýsingar um hvort hann væri með eða á móti sykri, hvort ætti að banna hann eða leyfa eða hvort hann væri valdur að sjúk- dómum og fitu. Hann ætlaði aðeins að gefa okkur innsýn í hvernig væri að lifa í fyrrnefndu stormasömu hjónabandi með sykri: „Stundum finnst mér hann mjög góður þó ég viti að hann eigi eftir að valda mér vandræðum. Stundum verð ég yfir mig glaður í návist hans en stundum veldur hann mér mikilli depurð. Stundum elska ég hann en stundum þoli ég hann ekki fyrir það sem hann hefur gert mér. Stundum held ég að ég geti án hans verið þó ég viti betur. Hann er af markaðsmönnum settur í gimilegar umbúðir og er boðinn til sölu eins og ljúffengur skyndibiti sem minnir á skyndikynni. Stundum misnotar hann mig og stundum mis- nota ég hann. Stundum veldur hann mér þungum höfuðverk, slæmum út- brotum, doða í líkamanum, blæðandi exemi, verkjum í liðamótum, þung- lyndi, svefntraflunum, öram hjart- slætti; en samt á hann hug minn all- an. Ég rökræði við hann oft á dag, stundum hef ég betur, stundum hann. Eftir langa fjarvera frá honum þá sakna ég hans óskaplega og þrái nærveru hans og þegar færi gefst þá „dett ég í það“ með honum sem end- ar yfirleitt í slæmum móral. En þeg- ar á heildina er litið þá er um sykur eins og annað, þetta er gott í hófi.“ Hann sagðist tala fyrir hönd þeirra fjölmörgu sem hann hefði meðhöndlað og vera sammála að syk- ur ætti eftir að leggjast þyngst á bömin okkar og unglingana í kom- andi framtíð. Þess vegna yrðum við að halda uppi forvömum og jákvæð- um boðskap, ekki með og ekki á móti; svo ekki fari illa. Auk frammælenda tóku Einar Matthíasson markaðs- og þróunar- stjóri Mjólkursamsölunnar, Gunnar Valtýsson læknir, Laufey Tryggva- dóttir frá Krabbameinsfélaginu, Sól- veig Eiríksdóttir á „Grænum kosti“ og Svava Edgarsdóttir frá Hollustu- vemd þátt í pallborðsumræðum. Gunnar læknir tók fram að hann væri ekki sammála einföldun Jóns Braga á áhrifum sykurs á heilsu okk- ar. Margt annað kæmi þar inn í, t.d. kyrrseta og ofát. Einnig varaði Gunnar við öllu ofstæki í þessu máli. Kona í salnum tók undir það og sagð- ist alls ekki geta verið sammála því að sykur væri eiturlyf á sama bás og heróín, eins og komið hefði fram í einu erindinu. Ofneysla sykurs alvarlegl vandamál Einar hjá Mjólkursamsölunni fékk á sig þó nokkra orrahríð vegna þess hversu íslenska jógúrtin er mikið sykruð. Hann var m.a. spurður að því hvort ekki mætti draga úr sykrinum og setja sykurlausu mjólkurvörarn- ar í meira aðlaðandi umbúðir fyrir bömin. Hann benti á að 90% af þeim mjólkurvöram sem era á markaðn- um væra ósykraðar og að sumar matvöraverslanir vildu ekki taka inn t.d. hreina jógúrt, því hún seldist ekki nógu hratt. Hann minnti líka á dreitil, nýja og ósykraða vöru í bam- vænum umbúðum og sama gilti um eina af þremur tegundum keilu. Þorbjörg kom nánar inn á slæmar afleiðingar áróðurs gegn fitu og sagði að íyrir vikið vanti oft nauðsyn- lega fítu í fæðu bama og einnig full- orðinna. Úr salnum kom fram sú til- laga að lækka ofurtolla á grænmeti á kostnað sykurs og reyna með þeim hætti að snúa við neyslumynstrinu. Jónas ritstjóri sagðist vera búinn að leggja það til en ekki væri á það hlustað. Þá benti Þorbjörg á að í Danmörku hefði verið reynt að leggja tolla á gosdrykki í sama til- gangi, en hagsmunaaðilar og pólitísk öfl hefðu komið í veg fyrir fram- kvæmdina. Nokkrir sykurfíklar í salnum lýstu reynslu sinni og að lok- um vora nefndar tölulegar stað- reyndir um sykur: Á íslandi era seld- ir 142 lítrar á mann á ári af gosi og við borðum 14 kg á mann af sælgæti árlega. Þetta er tvöföldun á síðast- liðnum 25 áram. „Sykursýki tvö“ er orðin að faraldri í Bandaríkjunum og þar hefur orðið 30% aukning á offitu á síðastliðnum 20 áram. Allt bendir til að sama þróun eigi sér stað í Evrópu. Niðurstaða málþingsins var á þá leið að ofneysla sykurs er svo al- varlegt vandamál að það má ekki þegja lengur yfir því. Kirkjuþingi lýkur á morgun Hugmynd um að skipta þinginu í lotur STEFNT er að því að ijúka störfum kirkjuþings á morgun. Jón Helga- son, forseti þingsins, tjáði Morgun- blaðinu í gær að margar nefndir hefðu lokið störfum við umsagnir um mál en aðrar ættu lengra í land. Mál sem lögð eru fram á þingfundum fara til nefnda og síðan til lokaaf- greiðslu þingfundar. Meðal mála sem tókst að ljúka í gær vora starfsreglur um biskupa- fundi, ályktun um ábyrgðarsjóð kirkju og um pílagrímaprest. Var samþykkt að kanna hvort hægt væri að fá slíkt verkefni presti sem þegar væri í sérverkefnum og yrði það hlutastarf. Með pílagrímapresti er átt við prest sem skipuleggja myndi ferðir manna um helgar slóðir. Þá var samþykkt að vísa til forseta kirkjuþings og kirkjuráðs hugmynd- um um að kirkjuþingi verði skipt þannig að fundir þess verði ekki í einni lotu eins og nú er heldur skipt. Sagði Jón Helgason að meta yrði þessa hugmynd frá öllum hliðum og sagði hann verða settar fram tillögur um hvemig slíkt breytt fyrirkomu- lag gæti orðið. ------*-H------ Flugslysið í Skerjafírði Frumskýrsla tilbúin í næsta mánuði ENN er nokkuð í að Rannsókna- nefnd flugslysa ljúki rannsókn á flugslysinu í Skerjafirði 7. ágúst síð- astliðinn. Fórst þá vél af gerðinni Cessna 210 Centaurion og með henni fjórir af sex sem í henni voru. Þorsteinn Þorsteinsson, verk- fræðingur hjá Rannsóknanefnd flugslysa, tjáði Morgunblaðinu í gær að enn væri beðið gagna frá fram- leiðanda vélarinnar í Bandaríkjun- um. Niðurstaða væri fengin frá Kan- ada en þangað var eldsneytis- búnaður meðal annars sendur til rannsóknar og sagði Þorsteinn ekki hafa komið fram merki um bilanir þar. Rannsókn væri haldið áfram og orsaka leitað en hann sagði ekki víst að þær fyndust. Hlutar vélarinnar væra það illa skemmdir að erfitt gæti reynst að grafast fyiTr um þær. Búist er við að framskýrsla verði tilbúin í næsta mánuði og hún þá send málsaðilum. Sagði Þorsteinn stefnt að því að ljúka málinu fyrir árslok. ----------------- Konum á kirkjuþingi fjölgar KONUM fjölgaði um 100% á kirkju- þingi í gær þegar Auður Garðar- sdóttir, formaður sóknamefndar Dómkirkjunnar í Reykjavík, vara- maður Þórarins Sveinssonar læknis, tók þar sæti í fjarvera hans. Þau eru fulltrúar Reykjavíkurprófastsdæmis vestra. Fyrir á kirkjuþingi er sr. Dalla Þórðardóttir, sem situr fyrir Húna- vatns- og Skagafjarðarprófasts- dæmi. Alls situr 21 fulltrúi á kirkju- þingi og er ein kona í hópi aðalmanna. Jafnréttisnefnd kirk.j- unnar hvatti kirkjuþing til þess við setningu þess í síðustu viku að unnið yrði að því að fá fleiri konur til setu á kirkjuþingi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.