Morgunblaðið - 24.10.2000, Side 20

Morgunblaðið - 24.10.2000, Side 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Bíll frá Klæðningu hf. hlaðinn með olíu til undirlags slitlags á Út- nesvegi. Stapafell í baksýn. Vegagerð undir Jökli Hellissandi - Umtalsverðar vega- framkvæmdir hafa verið í gangi undir Jökli í sumar. Vinnuvélafyrirtækið Stafnafell ehf. er nú þessa dagana að Ijúka við og skila af sér verkinu. Reyndar er eftir að ganga frá veg- köntum og síðari umferð klæðningar verður lögð að vori. Á Útnesvegi var endurbyggt og lögð klæðning, kafli frá Amarstapa yfír Hellnahraun og vestur fyrir Laugarvatn, rúmlega 3 km. Þar í beinu framhaldi var svo vegurinn styrktur og hækkaður á 1,7 km kafla og nær sú vegagerð vestur að Dag- verðará. Á Útnesvegi, austan Stapa- fells, þar sem erfiðleikar hafa verið vegna snjóa var vegurinn hækkaður upp við enda klæðningarkaflans sem þar er. Lögð var klæðning á bílastæð- ið ofan við höfnina á Amarstapa. Þá hefur vegurinn að byggðinni á Hellnum frá Útnesvegi niður á Gróu- hól allur verið endurbyggður og lagð- ur klæðningu og gert gott bílastæði á Gróuhól. A Laugarholtinu þar sem ganga er styst að náttúmvættinu Bárðalaug var gert bílastæði. Vegur- inn heim að Hellnakirkju að Brekku- bæ og Skjaldatröð hefur einnig verið byggður upp og sett á hann klæðning svo og lögð klæðning á bílastæðið við Hellnakirkju. Lögð var klæðning á veginn að minnismerki Guðríðar Þorbjamardóttur á Laugarbrekku og á sama hátt gengið frá bílastæðinu þar. Vegagerð þessi gerir Hellna- byggðina enn ánægjulegri heim að sækja en áður. Þegar gengið hefur verið frá köntum og umhverfi vegar- ins verður aðkoman að þessari fallegu byggð komin í það horf sem sæmir því tignarlega umhverfi sem þar er. Samgöngubótin með nýjum og betri veg kemur svo sem uppbót öllum til ánægju á náttúravænt umhverfi. Nemendur grunnskólans kynntu sögu nokkurra húsa á Flateyri með miklum tilþrifum í félagsheimili staðarins. f \ , i 'ýV.V'í' nm ■b Wf m:i% f'W 1 i ■ '-W • Rp^ J Morgunblaðið/Högni Sigurþórsson Saga bæjarins á Flateyri var kynnt í máli og myndum á sýningunni og gerðu börnin meðal annars líkan að nokkrum húsum. Þemadagar í Grunnskóla • • Onundar- fjarðar Flateyri - Nýlega stóð yfir þema- vika í Grunnskóla Önundarfjarðar þar sem nokkur af elstu húsum Flateyrar voru gerð að sérstöku rannsóknarefni. Skiptust nemend- ur skólans í þrjá hópa og tók hver hópur fyrir eitt hús, skoðaði það í krók og kring og kynnti sér sögu þess. Afraksturinn var síðan sýndur foreldrum og öðrum áhugasömum Flateyringum í félagsheimili stað- arins á lokadegi þemavikunnar. Hafði fróðleikurinn þá tekið á sig hinar margvíslegustu myndir svo sem sjá mátti í leikriti, myndasýn- ingu, hljóðleik og líkanagerð nem- endanna. Allt gert af mikilli innlif- un svo hin hundrað ára saga húsanna varð ljóslifandi fyrir aug- um áhorfendanna. Morgunblaðið/Sigurgeir Ferðamalafulltrúar á Islandi stofna félag Vestmannaeyjum - Ferðamálafull- trúar á íslandi og forstöðumenn upp- lýsingastöðva hafa stofnað með sér félag sem vettvang fyrir samstarf, faglega umræðu og fræðslu. Ferða- málafulltrúar hafa hist reglulega und- anfarin ár til að ráða ráðum sínum, auk þess sem forsvarsmönnum stofn- ana og samtaka í ferðaþjónustu hafa tekið þátt í samstarfi innan ferða- þjónustunnar hérlendis og erlendis. Á stofnfundi var samþykkt að sækja um aðild að félagi ferðamála- fulltrúa í Evrópu (EUTO-European Torist Officer). Með formlegri stofii- un félags verður með skilvirkari hætti unnið að því að ná fram þeim markmiðum sem samráð ferðamála- fulltrúa hefur stefnt að. Á stofnfundi vora samþykkt lög þar sem kveðið er á um hlutverk félagsins og markmið þess era: Að vinna að eflingu starfshæfni fé- lagsmanna með því að vera þátttak- andi í þróunarstarfi í ferðaþjónustu sem í gangi er í landinu hverju sinni sem og á alþjóðlegum vettvangi; að vera ráðgefandi til félagsmanna um starfsmenntun, endurmenntun og ýmis þróunarmál er auðgað gætu starfsleikni ferðamálafulltrúa; að vinna að eflingu samstarfs ferðamála- fulltrúa við stofnanir og samtök innan ferðaþjónustunnar; að halda saman upplýsingum um ferðamálafulltrúa sem starfa á íslandi, starfsvettvangi þeirra og starfsskipan; að vera upp- lýsingabanki fyrir starfandi férða- málafulltrúa gagnvart verklýsingum, vinnuskipulagi og öðru því er snertir starfsskipunarmál og að vinna í nánu samstarfi við ferðamálafulltrúa ann- ars staðar í heiminum til að styrkja tengsl, þekkingu og hæfni félags- manna. Félag ferðamálafulltrúa á íslandi (FFÍ) var stofnað formlega 12. októ- ber í framhaldi af reglulegum sam- ráðsfundi ferðamálafulltrúa sem að þessu sinni var haldinn í Vestmanna- eyjum. Á stofnfundi vora kosin í stjóm þau Aurora G. Friðriksdóttir, ferðamálafulltrúi í Vestmannaeyjum, Ásborg Amþórsdóttir, ferðamálafull- trúi uppsveita Ámessýslu, og Jón Halldór Jónsson, ferðamálafulltrúi Hafnarfjarðar. Morgunblaðið/Guðrún Bergmann Bændurnir á Ölkeldu II í Staðarsveit, Jón Svavar Þórðarson og Kristján Þórðarson, við hluta sekkjanna sem geyma uppskeru sumarsins. Góður árangur af byggrækt í Snæfellsbæ Hellnum - Þriðja árið í röð hafa nokkrir bændur í sunnanverðum Snæfellsbæ stundað byggrækt. Þeir Kristján og Svavar Þórðarsynir, sem búa félagsbúi á Ölkeldu II í Staðarsveit, hafa stundað byggrækt í tvö ár og sáðu í ár tveimur mis- munandi byggtegundum í 4 hektara Iands og var uppskeran hátt f 20 tonn eða um 5 tonn á hektara. Þeir hafa gert tilraun með tvö af- brigði af byggi við ræktun sína og er annað 6 raða (gefur til kynna hversu mörg kom eru á hveiju axi) erlent afbrigði og hitt 2 raða íslenskt af- brigði sem hefur verið framræktað og kynbætt í Sviþjóð og sýnir góðan afrakstur. Framræktaða íslenska af- brigðið er fljótþroskaðra, virðist þola betur veðrið og stendur m.a. betur af sér norðanáttina á haustin, en hún á það til að bijóta kornið nið- ur. Þau Guðjón Jóhannesson og Guð- ný Jakobsdóttir í Syðri-Knarrar- tungu í Breiðuvik hafa ræktað bygg f þijú ár. Ræktun gekk vel fyrsta ár- ið og náðist öll uppskeran í hús. í fyrra misstu þau hins vegar um helming af uppskerunni í rok, en komöxin brotnuðu og féllu á jörð- ina. í sumar gekk ræktunin vel og náðist mestur hluti inn. Guðjón og Guðný hafa verið með 6 raða af- brigði, en hyggjast prófa íslenska af- brigðið næsta ár vegna þess hversu vel það þolir veður. í sumar sáðu þau í 4 og % hektara lands og náðu inn um 15 tonnum. Uppskeran er ná- Iægt því að vera sambærileg því sem gerist á hinum Norðurlöndunum, en þar fæst þroskaðra bygg þar sem sumrin eru lengpi. Hér á landi næst oftast ekki sama þroskastig og er- lendis og er byggið því blautara þeg- ar það er skorið. Byggið rækta þess- ir bændur aðallega sem fóðurbæti fyrir kýr en þeir reka stór ipjólkur- bú og hefúr þessi fslensk ræktaði fóðurbætir skilað þeim árangri að efnahlutföll í mjólkinni eru betri. Greitt er eftir fitu- og prótíhhlutfalli og prótúúð er verðmeira en það eykst við þennan fóðurbæti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.