Morgunblaðið - 24.10.2000, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 24.10.2000, Qupperneq 23
MORGUNBLAi : ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 23 ____* ____ VIÐSKIPÍÍ Tilboð OM í fullu gildi Ósló. Morgunblaöið. TILBOÐ sænska fyrirtækisins OM Gruppen, sem rekur Kauphöllina í Stokkhólmi, í Kauphöllina í Lond- on (LSE) er enn I fullu gildi, þrátt fyrir niðurstöðu aukahluthafafund- ar LSE í síðustu viku. Þar var felld tillaga um að fella brott ákvæði í samþykktum LSE um að enginn einn hluthafi megi eiga meira en 4,9% hlutafjár í fyrirtækinu. 53,3% fundarmanna greiddi atkvæði gegn breytingum á samþykktum en 46,7% jgreiddu breytingunni at- kvæði. I tilkynningu frá LSE segir Don Cruickshank, stjórnarformað- ur, að OM þarfnist því samþykkis handhafa yfir 75% hlutafjár í LSE til að yfirtakan heppnist, en það er hlutfallið sem þarf til að breyta samþykktum fyrirtækisins. Nið- urstaða atkvæðagreiðslunnar á hluthafafundinum staðfesti þá skoðun stjórnar LSE að kauphöllin sé _ekki til sölu. í tilkynningu frá OM er bent á að til að breyta samþykktum LSE þurfi samþykki 75% fundarmanna en ekki 75% hluthafa, eins og Cruickshank staðhæfir í tilkynn- ingu LSE. Stjórn LSE er sökuð um að hringsnúast í afstöðu sinni til kauphallarrekstrar þar sem hún geti ekki gert upp við sig hvort samstarf eða samruni við aðrar kauphallir sé ákjósanlegra en óbreytt ástand. í tilkynningunni er áréttað að nýjasta tilboð OM sé í fullu gildi og hluthafar LSE hvattir til að taka afstöðu til þeirra tveggja möguleika sem boðið er upp á sem greiðslu fyrir hlutabréf í LSE: 1,4 hluti í OM fyrir hvern hlut í LSE sem metinn er á rúm 35 pund, eða 20 punda greiðslu auk 0,5 hluta í OM fyrir hvern hlut í LSE. Hluthafarnir eru hvattir til að nýta þetta tækifæri til að breyta LSE í kauphöll í fremstu röð hvað varðar tækni og stefnumótun. Þeir hafa frest til næstkomandi föstu- dags. Farsímahluti af Ericsson hugs- anlega til sölu Ósló. Morgunblaðið. • HUGSANLEGTeraö reynt verði að selja hluta sænska fjarskiptafyrir- tækisins Ericsson, sökum útlits fyrir lélega afkomu fyrir árið í heild, að því erfram kemur m.a. í Dagens Nær- ingsliv. Um er að ræða far- símaframleiöslu fyrirtækisins. Búist er við að sú deild fyrirtækisins verði rekin meötapi upp á sem samsvarar tæpum 140 milljörðum íslenskra krónaá þessu ári. Efaf söluveröur gæti eitt elsta og sterkasta vöru- merki Svíþjóöar komist í eigu er- lendra aðila. Þeirsem nefndireru sem hugsanlegirkaupendureða samstarfsaðilareru Siemens, Alcatel eða Matsushita. Motorola eða Nokia koma síðurtil greina vegna áhrifa á samkeppni, en tvö sfðastnefndu fyrir- tækin hafa ásamt Ericsson 60% hlut- deild á alheimsmarkaði fyrirfarsíma. Kurt Hellström, forstjóri Ericsson, staðfestir að þessi möguleiki sé nú fyrir hendi en bendir á að enginn kaupandi eða samstarfsaðili sé enn sem komið ertil staðar. Hann segir útlit fýrir að tap verði á rekstri far- símaframleiöslunnar á næsta ári einnig. Stjórn Ericsson hefuráður lýst því yfir að ekki komi til greina að selja hluta starfseminnar. Um þessarmundirtaparEricsson að meöaltali sem svarar 3.600 ís- lenskum krónum á hvern seldan far- síma. Því fleiri símar sem seldir eru, því meira tap. Ástæðan fýrir tapinu er m.a. hærriframleiðslukostnaðuren hjá keppinautunum en nú er áformaö að flytja framleiðsluna frá Banda- ríkjunum og Svíþjóð til Asíu og Austur- Evrópu til aö lækka kostnaðinn. Tesco með eigin farsímaþjónustu • TALSMENN Tesco, stærstu stórmarkaðskeðjunnar á Bret- landseyjum, hafa tilkynnt aö keöjan ætli að hefja eigin farsímaþjónustu strax á næsta ári og þarf einungis að greiða fyrir notkun en ekki fastagjald. Tesco-menn ætla sér í beina sam- keppni við stóru farsímafýrirtækin eins og Vodafone, Orange og British Telecom og hafa þeir lofaö að bjóða upp á ódýrari þjónustu en þau. Tals- menn Tesco segja að fyrirtækið hafi náð samkomulagi við stórt Ijarskipta- fyrirtæki og mun Tesco hafa tryggt sér ótakmarkaðan aðgang að fjar- skiptaneti þess. Ekki er vitað hversu mikið Tesco þarf að greiða fýrir að- ganginn en haft hefurverið eftirfram- kvæmdastjóra Tesco að samningur- inn sé félaginu ótrúlega hagstæöur. Talsmenn Tesco segja að boðiö verði upp á textaskilaboð. Farsímanot- andinn geti þannigfengið skilaboö um sérstök afsláttartilboð hjá Tesco og hann mun einniggeta lesið fréttir, skoöaö veöurspána og veröbréfa- markaði með því aö ýta á einn hnapp. I síðustu viku tilkynntu stjórnendur Sainsbury-keðjunnar að þeir myndu hefja eigin farsímarekstur og verður notendum tryggt lægsta mögulega gjald á hverjum tíma: sérstakt inn- heimtukerfi mun taka mið af verði annarra farsímafyrirtækja og greiöa notendur Sainsbury alltaf jafngildi lægsta taxtans á hverjum tíma. ISAFIRÐI - 25. okt. kl. 13-20 Bílasalan ísafjaróarflugvelli, sími 456 4712 SAUÐÁRKRÓKI - 26. okt. kl. 13-20 Bifreíðaverkstæðið Áki, Sæmundargötu 16, sfmi 453 5141 AKUREYRI - 27. okt. kl. 13-20 Bifreiðaverkst. Sig. Valdimarssonar, Óseyri 5a, sími 461 2960 REYÐARFIRÐI- 28. okt. kl. 13-18 Bíiasalan Fjarðarbyggó, Búðareyri 25, sími 474 1199 HÖFN, HORNAFIRÐI - 29. okt. kl. 13-18 Bílverk, Víkurbraut 4, sími 478 1990 Ingvar Helgason Sœvarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is hf. IMISSAIM I PATROL á ferð um landið Sýning á breyttum jeppum 35” - 38” - 44” Komið og reynsluakið:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.