Morgunblaðið - 24.10.2000, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 24.10.2000, Qupperneq 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT AP Grískir landgönguliðar, þátttakendur í fjölþjóðlegu NATO-heræfíng- unni „Destined Glory“, hlaupa á land á eynni Saros í Eyjahafí, nærri landamærum Grikklands og Tyrklands, sl. föstudag. Grikkir hafa nú dregið herlið sitt út úr æfíngunni vegna ágreinings við Tyrki. Gnkkir draga si g út úr heræf- íngum Ankara, Aþena. The Daily Telegjaph. GRIKKIR hættu á sunnudag þátt- töku í heræfingum Atlantshafs- bandalagsins (NATO) úti fyrir ströndum Tyrklands, eftir að hafa lent í útistöðum við Tyrki. Heræf- ingarnar höfðu verið taldar marka tímamót vegna sameiginlegrar þátt- töku Grikkja og Tyrkja, sem löngum hafa eldað grátt silfur, en nú er ótt- ast að þíða, sem verið hefur í sam- skiptum ríkjanna undanfarið ár, sé á enda. Grikkir óskuðu á laugardag eftir því að heræfingunum yrði aflýst eft- ir að tyrkneskar herþotur flugu í veg fyrir grískar þotur á æfingu. Tyrkir fullyrtu að grísku vélamar hefðu brotið reglur með þvi að fljúga yfir grísku eyna Limni, sem hefur verið lýst hlutlaust svæði. Varnar- málaráðherra Grikklands, Akis Tsohatzopoulos, sakaði Tyrki hins vegar um að brjóta á rétti Grikkja til að fljúga yfir eigið landsvæði. „Slík hegðun er óþekkt af hálfu ríkis sem heldur heræfingar á vegum NATO NATO og er algjörlega óréttmæt. Það var okkur ómögulegt að halda heræfíng- unum áfram og því var tekin ákvörð- un um að binda enda á þátttöku Grikkja," sagði Tsohatzopoulos. The Daily Telegraph hafði eftir háttsettum tyrkneskum stjórnarer- indreka í gær að Grikkir hefðu vís- vitandi efnt til deilnanna um helg- ina, til að draga úr möguleikum á því að Tyrkjum verði veitt innganga í Evrópusambandið. Framkvæmda- stjórn ESB mun í næsta mánuði kunngera skilyrði, sem tyrknesk stjórnvöld verða að uppfylla áður en viðræður geta hafist um fulla aðild þeirra að sambandinu. Víst þykir að Tyrkjum verði gert að ná sáttum við Grikki í deilu þeirra um Eyjahafið og Kýpur. Dregið hafði úr spennu í sam- skiptum Tyrkja og Grikkja eftir að jarðskjálfar riðu yfii’ bæði löndin í ágúst og september á síðasta ári og báðar þjóðirnar sendu björgunarlið á vettvang. Mikil ólga í Perú vegna heimkomu Montesinos Reiður Perúbúi heldur á mótmælaspjaldi með mynd af Vladimiro Montesino, fv. leyniþjónustustjdra Perú. Yfir myndina er skrifað „morðingi**. Stjórnin krefst þess að hann fái sakaruppgjöf Lima. Reuters, AFP. VLADIMIRO Montesinos, fyrrver- andi yfirmaður leyniþjónustu Perú, sneri aftur til heimalandsins í gær eftir að stjórnvöld í Panama höfðu neitað að veita honum hæli. Heim- koma hans olli mikilli spennu í stjórnmálum Perú og búist er við að hún magnist á næstu dögum því stjórn landsins hefur sett það sem skilyrði fyrir kosn- ingum, sem hún hafði lofað, að Montesinos og yf- irmönnum hersins verði veitt sakar- uppgjöf. Francisco Tudela, varaforseti landsins, tilkynnti að hann hefði sagt af sér vegna þessarar afstöðu stjórnarinnar. Flugvél Montesinos lenti á flug- velli í Pisco, um 250 km sunnan við Lima, fimm klukkustundum eftir að hún fór frá Guayaquil í Ekvador þar sem hún tók eldsneyti. Flugvélin lagði af stað frá Panama á sunnu- dagskvöld. Embættismaður á flugvellinum í Pisco sagði að vélin hefði lent þar til að taka eldsneyti en kvaðst ekki vita hvert hún ætti að fara. Sjúkrabíl var lagt við hlið flugvélarinnar en Mont- esinos fór ekki út úr henni. Óstað- festar fréttir hermdu að flugvélinni hefði verið meinað að lenda á aðal- herflugvellinum í Lima. Götumótmæli boðuð í Lima Leiðtogar stjórnarandstöðunnar voru æfir yfir heimkomu njósnafor- ingjans fyrrverandi og sögðu hana grafa undan tilraunum til að koma á sáttum í landinu. Jorge Del Castilla, einn af forystumönnum flokksins APRA, sagði að stjórnarandstaðan hygðist efna til götumótmæla í Lima. Montesinos var bandamaður AJ- bertos Fujimoris forseta og mjög áhrifamikill í hernum þar til hann flúði til Panama 23. september. Hann hafði þá verið staðinn að því að múta stjórnarandstöðuþing- mönnum í því skyni að tryggja flokki forsetans meirihluta á þing- inu. Þegar mútumálið komst í há- mæli tilkynnti Fujimori að hann hygðist boða til kosninga og láta af embætti í júlí, fjórum árum áður en kjörtímabili hans lyki. Stjórnvöld í Bandaríkjum og mörgum ríkjum Rómönsku Amer- íku höfðu beitt sér fyrir því að Montesinos fengi hæli í Panama þar sem óttast var að her Perú myndi ella taka völdin í sínar hendur. Stjórn Perú gaf út yfirlýsingu á sunnu- dagskvöld þar sem hún krafðist þess að embættismönnum og yfirmönnum hersins yrði veitt sakarupp- gjöf vegna mannrétt- indabrota sem framin voru í baráttunni gegn eiturlyfjasmygli. Stjórnarandstaðan segir að meginmark- mið sakaruppgjafar- innar sé að vernda Montesinos, sem hefur meðal annars verið sakaður um að hafa fyrirskipað pyntingar og heimilað morð þeg- ar hann stjórnaði leyniþjónustunni. „Ég sem ekki við glæpamenn" Alejandro Toledo, helsti leiðtogi stjórn- arandstöðunnar, sagði að stjórnin væri að reyna að þvinga stj ómarandstöðu- flokkana til að fallast á að veita Montesinos friðhelgi og krafðist þess að Fuj- imori léti strax af embætti. „Ég sem ekki við glæpamenn," sagði hann. Fujimori hefur verið við völd í tíu ár og var endurkjörinn til fimm ára í forsetakosningum í maí. Stjórnar- andstaðan neitaði að taka þátt í kosningunum og sakaði Fujimori um að hafa undirbúið kosningasvik til að halda völdunum. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar segja að krafa stjórnarinnar um sakaruppgjöfina geti orðið til þess að ekki verði af kosningunum. „Perú þarf á sáttum að halda en þær geta ekki orðið með þessum hætti,“ sagði Toledo. „Yfirmenn hersins geta ekki haldið Perú í gíslingu og menn geta ekki fallist á samninga- viðræður með byssu að höfðinu." Francisco Tudela Madeleine Albright, utannldsráðherra Bandaríkjaiina, í sögulegri heimsókn í Norður-Kóreu Fær hlýlegar mót- tökur í Pyongyang AP Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Kim Jong- il, leiðtogi Norður-Kóreu, skála fyrir fund þeirra í Pyongyang í gær. Pyongyang. Reutors, AP, AFP. MADELEINE Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, fékk hlý- legar móttökur þegar hún hóf sögu- legar viðræður við Kim Jong-il, leiðtoga Norður-Kóreu, í Pyong- yang í gær. Bandarískh- embættis- menn sögðu að viðræðurnar hefðu verið mjög ítarlegar og gagnlegar. „Nei, afstaða okkar er mjög yfir- veguð,“ sagði Albright við blaða- mann sem benti á að Bandaríkja- stjóm hefur verið gagnrýnd fyrir að fara of geyst í það að bæta samskipt- in við Norður-Kóreu. „Við förum ekki hraðar en skynsamlegt er í nafni bandarískra hagsmuna," bætti ráðherrann við. Kim tók hlýlega á móti Albright áður en þau hófu viðræðumar sem stóðu í þrjár klukkustundir og mun lengur en gert hafði verið ráð fyrir. „Ég er svo sannarlega mjög ánægð- ur,“ sagði hann og bætti við að þetta væri í fyrsta sinn sem hann ræddi við bandarískan ráðherra. Kim ákvað á síðustu stundu að taka við hlutverki gestgjafa í kvöld- verðarboði til heiðurs Albright í gærkvöldi í stað Jos Myong-roks, varaformanns vamarmálaráðs Norður-Kóreustjómar og hæst setta embættismanns landsins sem farið hefur í heimsókn til Bandaríkj- anna. Kim þakkaði Albright fyrir að gera ráðstafanir til þess að Jo gæti rætt við Bill Clinton forseta þegar hann var í Bandaríkjunum nýlega. „Engar deilur komu upp og allt gekk mjög vel iyrir sig,“ sagði Kim um heimsókn Jos. Kann að mæla með því að Clinton heimsæki N-Kóreu Viðræðumar við Albright em lið- ur í tilraunum kommúnistastjómar Norður-Kóreu til að binda enda á einangrun landsins. Kim hefur einn- ig rætt við leiðtoga Kína, Rússlands og Suður-Kóreu á síðustu tólf mán- uðum. Ekki er búist við því að Albright undirriti samninga í heimsókninni sem stendur í tvo daga. Bandarískir embættismenn sögðu að Albright hygðist meta hversu mikil alvara væri á bak við þá viðleitni Kims Jong-ils að bæta samskiptin við Bandaríkin og bandamenn þeirra í Austur-Asíu. Ef hún kæmist að þeirri niðurstöðu að hugur fylgdi máli myndi hún mæla með því að Clinton færi í heimsókn til Norður- Kóreu áður en hann lætur af emb- ættií janúar. Bandaríkjastjóm vill draga úr spennu á Kóreuskaga þar sem bandarískir og suður-kóreskir her- menn börðust við norður-kóreskar og kínverskar hersveitir í Kóreu- stríðinu sem lauk án formlegs friðar- samnings árið 1953. Bandaríska stjómin vill einnig fá Norður-Kóreu- menn til þess að falla frá áformum sínum um smíði langdrægra eld- flauga og hætta sölu á eldflaugum til íransogSýrlands. Bandarískir embættismenn telja að stjómvöld í Norður-Kóreu líti svo á að eftir margra ára matvælaskort og efnahagshnignun sé samvinna við Vesturlönd besta leiðin til að tryggja hagsæld í landinu án þess að þau missi völdin líkt og kommúnista- stjórnimar í Austur-Evrópu. Dansaði við börnin Albright hefur einkum hug á að kynna sér nánar tilboð Kims Jong- ils um að falla frá eldflaugaáætlun- inni gegn því að Norður-Kóreumenn fái aðstoð við að skjóta á loft eld- flaugum með gervihnetti. Kim kynnti þetta tilboð þegar hann ræddi við Vladímír Pútín Rússlands- forseta fyrr á árinu. Bandarílqa- menn tóku tilboðinu með nokkurri tortryggni í íyrstu en sýna því nú meiri áhuga. Albright og Kim ræddust við í stóm herbergi í byggingu við gisti- heimili þar sem utanríkisráðherrann dvelur. Albright sat við hlið fjögurra bandarískra sérfræðinga í málefn- um Norður-Kóreu og Kim sat gegnt henni með þremur ráðgjöfum. Þegar þau gengu inn í herbergið spurði Kim Albright hvort hún væri ánægð með heimsóknina. „Ég dans- aði við bömin og er mjög ánægð,“ sagði utanríkisráðherrann sem heimsótti bamaheimili fyrr um dag- inn og líkti eftir hreyfingum bama sem dönsuðu fyrir hana kóreska þjóðdansa. Áður en viðræðumar hófust skoð- aði Albright einnig grafhýsi föður Kims, Kims Il-surigs, „leiðtogans mikla“ sem lést árið 1994. Albright fór ekki varhluta af dýrkuninni á Kim Il-sung því hvárvetna blöstu við myndir af honum á attglýsingaskilt- um og byggingum á leið utanríkis- ráðherrans frá flugvellinúm til mið- borgar Pyongyang. Daginn áður fóra Chi Haotian, varnarmálaráðherra Kína, og full- trúar kínverska hersins í heimsókn til Norður-Kóreu til að taka þátt í hátíðarhöldum í tilefni þess að hálf öld er liðin frá íyrstu átökum kín- verskra hermanna óg hersveita Sameinuðu þjóðanna undir stjóm Bandaríkjamanna í Kóreustríðinu. Talið er að allt að 900.000 Kínveijar hafi fallið í stríðinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.