Morgunblaðið - 24.10.2000, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 35
LISTIR
VÆNTINGAR
OG EFNDIR
TOJVLIST
Salurinn
ART 2000
Magnús Blöndal Jóhannsson:
Atmos; Samstirni. Hjálmar H.
Ragnarsson: Noctúrna. Karólína
Eiríksdóttir: Adagio. Snorri S.
Birgisson: Ad arborem inversam.
Ríkharður H. Friðriksson:
Vowel Meditation. Sunnudaginn
22. október kl. 20.
ÞRIÐJI og síðasti hluti Tón-
leikaraðar Tónskáldafélags Islands
um íslenzka tónlist á 20. öld undir
yfirskriftinni Tónlist frá lokum ald-
arinnar var jafnframt liður í ART
2000, fyrstu Alþjóðlegu Raf- og
Tölvutónlistarhátíðinni á íslandi,
og átti sér stað sl. sunnudagskvöld
í sal Tónleikahúss Kópavogs í sam-
vinnu við Reykjavík - menningar-
borgar Evrópu 2000 og ErkiTíð
2000 við dræma aðsókn.
Sú yfirburðastaða hreyfimynd-
menntar meðal grúa afþreyinga-
tilboða á síðari áratugum, sem
stundum er líkt við „öld augans“,
hefur stórum létt af ímyndunar-
kvöð almennings og að sama skapi
dregið úr ómengaðri og athygli-
krefjandi tónlistarneyzlu. Innan
hennar víða sviðs má svo aftur
segja, að raftónlistin geri jafnvel
meiri kröfur til athygligáfu hlust-
andans en önnur framsækin tón-
list, sem nýtur túlkunar lifandi
hljómlistarmanna. Það er raunar
umhugsunarvert, að hin algjöra
stjórn raftónskáldsins á túlkunar-
hlið slíkra verka skuli jafnan höfða
minna til áheyrenda en mistækur
mennskur flutningur. En af því
sést líka, að raftónskáld standa og
falla umfram önnur tónskáld með
sinni tónlist, og bendir það ótví-
rætt til að greinin sú útheimti sízt
minni fagreynslu en aðrar á vett-
vangi framsækinnar hljómlistar til
að bera heyranlegan árangur.
Slik þröngmörkun í þegar sér-
hæfðri tóngrein sem raftónlist veit
eins og gefur að skilja ekki á mikla
hlustendahylli, og kannski sízt frá
tónskáldum sem verja litlum tíma
til hennar miðað aðrar tóngreinar.
Auk þess er löngu af sem áður var,
þegar frumtilraunir höfunda voru
ekki bornar á torg. Beethoven ætl-
aði ekki skizzuuppköstum sínum til
flutnings, og Brahms brenndi öll
sín af kostgæfni. í tilraunamúsík
nútímans er aftur á móti flest oft
látið flakka, og væri óskandi ef
fleiri fylgdu spökum ráðum þess er
hvatti til að einskorða tilraunir við
heimahús og hljóðver, en leyfa
venjulegum hlustendum að njóta
aðeins endanlegrar uppskeru. Að
öðrum kosti sé hætt við að hljóm-
leikahald miðist helzt við aðra höf-
unda og þeirra nánustu í anda, eins
og ósjaldan vill brenna við á nú-
tíma raftónleikum.
Svo virtist einnig um að ræða
hér. Alltjent varð lítt vart við að-
streymi yngri tölvupoppara sem
sumir telja helzta vaxtarbrodd
greinarinnar til næstu framtíðar.
En vera má að nöfnin á höfunda-
skrá hafi fæst höfðað til hátækni-
æskulýðs okkar tíma, enda flest
verkanna frá fyrstu áratugum raf-
tónlistar hér á landi sem kvaddi
sér hljóðs kringum 1960.
Tónleikarnir hófust og enduðu
með verkum eftir sjálfan frum-
kvöðulinn í íslenzkri raftónlist,
Magnús Blöndal Jóhannsson.
Fyrst var Atmos, fremur stutt
fjögurra rása verk fyrir tónband,
samið í New York 1981, sem
hljómaði í bland eins og líðandi og
allt að því tónöl sköruð hugleiðing
tveggja organista á e.k. fútúrískt
harmóníum. Seinna verk Magnús-
ar, Samstirni (Constellation) frá
1961, var stærra i sniðum (um 12
mín.) og mun hafa borið hróður
höfundar víða, enda verður það
ugglaust talið meðal höfuðverka
frá frumbýlingsárum hérlendrar
rafsmíði; viðamikið verk og skáld-
legt að blæ sem náði fram miklu úr
litlu með jafnt tónstilltum sem
ótónstilltum rafhljóðum í kontra-
punkti við örstuttar sópransöng-
strófur og dómsdagsmanandi takt-
mælishljóð, ýmist aftur á bak og
áfram.
Tónleikaskráin hafði bætt ráð
sitt frá því á opnunartónleikunum
á miðvikudaginn og greindi nú frá
höfundum og ártölum, þó að um-
fjöllun verka væri enn af skornum
skammti. Þess í stað voru höfund-
ar látnir kynna verk sín munnlega,
en því miður bárust þær kynningar
misvel um salinn, enda ekki gripið
til hljóðnema. Undirritaður náði
t.a.m. litlu af umsögn Hjálmars H.
Ragnarssonar um Noctúrnu (samið
í Institut voor Sonologie í Utrecht
1977) nema hvað höfundi hefði með
tímanum lærzt að þykja vænna um
það en í upphafi. Að því leyti skar
verkið sig úr mörgum öðrum raf-
tónverkum hvað það var nákvæm-
lega frá gengið á blaði áður en að
hljóðsetningu kom, enda bar það
með sér mikla og vandvirka yfir-
legu, þó svo að geistinn gerðist
heldur langdreginn í síðasta þriðj-
ungi og niðurlagið verkaði svolítið
endasleppt. Verkið byggðist aðeins
á fjórum tegundum af ótónstilltu
hljóði. Hendingar voru oftast af-
markaðar stuttum þögnum, og
heildarsvipurinn leiddi - m.a. fyrir
tilstilli e.k. kínverskra „dropa-tort-
úrs“-hljóða - helzt hugann að fág-
uðum gagnkvæmum kvalalosta
samlyndra hjóna úr myrkvuðu her-
bergi.
Adagio (Stokkhólmi 1994) eftir
Karólínu Eiríksdóttur og NOMUS-
pöntunarverk Snorra S. Birgisson-
ar, Ad arborem inversam (1978)
áttu sammerkt að grundvallast á
drungalegum liggjandi „geim-
ferða“-orgelpunkti sem hlustand-
anum er næsta erfitt að slíta sig
frá eftir tilkomu hugmengandi
kvikmyndatónlistar eins og úr Al-
ien og álíka áreiti hvíta tjaldsins,
þó að höfundar séu sjálfir eflaust
alsaklausir af þeirri meðvitund.
Verkin voru álíka löng - kringum
10 mín., og máttu varla lengri vera
- en stykki Snorra hélt ívið betur
uppi dampi, þökk sé doppóttum
ásláttarþáttum, sem rufu þrúgandi
þyngdarleysisblæinn með hæfilegu
millibili.
Hugmyndin að baki Vowel
Meditation (1992) eftir Ríkharð H.
Friðriksson var nokkuð snjöll -
könnun á útfærslu sérhljóðanna a,
e, i, u og ö í rúmi og tíma - og fór
efnilega af stað með allmarkvissri
uppbyggingu sem vakti framan af
þónokkrar brosviprur, en koðnaði
svo niður í síðasta hluta með allt. of
langri og kyrrstæðri dvöl á yfir-
minnkaðri samkeyrslu hljóðanna,
sem virkaði nánast eins og óhemju-
löng dauðateygja í stað þess að
efna þann orkufreka atferlahá-
punkt er upphafið gaf í vændum. I
samanburði við Brot, hið velheppn-
aða verk Ríkharðs frá opnunartón-
leikunum á miðvikudag, virtist vel
þess virði að endurskoða þessa
vænlegu prufublöðru - upp á meira
sannfærandi hápunkt og lendingu.
Ríkarður Ö. Pálsson
CROHE
Sérhönnuð
snapsaglös
Mörkinni 3, sími 588 0640
Opið mán.-fös. frá kl. 12-18.
Lau. frákl. 11-14
Stuntutæki
Grohe-vatn og vellíðan
Grohe baðtækin eru löngu
landsþekkt fyrir nákvæmni og öryggi
OPIÐ ÖLL KVÖLD TIL KL. 21
JHÍMETRO
Skeifan 7 • Simi 525 0800
Kristján Jóhannsson hrifínn af
Jóhanni Friðgeiri Yaldimarssyni
„Osvikinn lýr-
ískur tenóru
ÞARNA er ósvikinn
lýrískur tenór á
ferðinni - ein fal-
legasta tenórrödd
sem fram hefur
komið á íslandi í
ein tuttugu ár,“
segir Kristján Jó-
hannsson tenór-
söngvari um rödd
tenórsins Jóhanns
Friðgeirs Valdi-
marssonar sem
hann heyrði á tón-
leikum í Brescia á
Norður-Italíu í
fyrrakvöld.
Söng í messu
eftir Rossini
Jóhann Friðgeir
söng þar í messu
eftir Gioachino
Rossini, „Petite
messe solonelle",
fyrir fullri kirkju.
„Þetta er messa
fyrir bassa, tenór,
sópran og kontra-
alt, tvö píanó, har-
móníum og kór.
Kórinn var alveg
frábærlega góður,
flottur silkitónn í
honum og fallegt
víbrató,“ segir
Krislján og lofar
einnig hina ein-
söngvarana, bass-
ann Patucelli,
kontraaltinn
Traversi og sópraninn Pelligr-
ina. „Þetta eru ekta flottar lýr-
ískar ítalskar raddir - raddir
sem ég hefði þurft á að halda á
íslandi en eru ekki til þar,“
segir hann.
Kristján kveðst hafa heyrt
nokkrum sinnum í Jóhanni á
síðustu þremur ár-
um og það sé
greinilega að eiga
sér stað mikil
breyting hjá hon-
um um þessar
mundir.
Kominn með
mjög fínan og
mjúkan tón
„Ég var út af
fyrir mig ekkert
sérstaklega impón-
eraður fyrst þegar
ég heyrði í honum
en nú held ég að
hann sé á mjög
góðri braut. Hann
er búinn að skipta
um kennara og
virðist vera í mjög
góðum farvegi.
Röddin er mjög
falleg og það er
karakter í henni
og karisma - ekta
náttúrurödd. Hann
er kominn með
mjög fínan og
mjúkan tón í rödd-
ina og betra
víbrató en áður. Á
þessum tónleikum
söng hann eigin-
lega allan skalann,
veikt'og sterkt og
allt þar á milli,
mjög fágað. Nú er
bara að kross-
leggja fingurna og
vona að hann nái að vinna vel
úr þessu öllu.
Hann þarf að kýla á þetta og
ég held að menn ættu að fara
að sýna þessum dreng mikla
athygli því að hæfileikarnir
eru ósviknir,“ segir Kristján
Jóhannsson.
Jóhann Friðgeir
Valdimarsson
Kristján
Jóhannsson
Léítur og meðfærilegur
GSM posi
með innbyggðuin prentara
Les allar tegundir greiðslukorta
®point r sem notuð eru á íslandi.
Hlíðasmára 10 [ Er með lesara fVrÍr
simi 544 5060 [ snjallkort og segulrandarkort.
Fax 544 5061 ■■■^^^■■■■■■■■■■■IH
Hraðvirkur hljóðlátur prentari.