Morgunblaðið - 24.10.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.10.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 37 Hús á hreyfíngu GUNNAR Harðarson skáld og heitnspek- ingur sendi nýverið frá sér ijóðabók sem ber nafnið Húsgan- gar, undirtitill Götu- myndir. Bókin geymir ljóðaflokk sem á ytra borði fjallar um götur og hús í Reykjavík. Þetta er þriðja ljóða- bók Gunnars en hann hefur áður sent frá sér Frásögur sem út kom árið 1982, og Smára og götusöngva árið 1988. Þá er Gunnar kunnur fyrir skrif sín um margvís- leg málefni í tfmaritum. Ljóðin í nýju bókinni eru ort á síðastliðnum tíu árum og þau ferðast óhindrað um hús og um- hverfi höfuðborgarinnar og skoða hlutina jafnt að utan sem innan. Við lestur bókarinnar öðlast ýmis- legt gamalkunnugt nýja merkingu og húsin meira að segja göngulag; þó ekki samræmt og fornt eins og annað skáld orti um á sinni tíð. Við fylgjumst með húsi á gangi frá Vesturgötunni í humátt á eftir fyrrverandi nágranna sinum, Benedikt Gröndal, upp í Þingholt. Tildrög þessa ferðalags eru þau að húsið rumskar af svefni eftir aldarlangan svefn sumarnótt eina og sér að við svo búið má ekki standa. Fleiri hús hugsa sér til hreyfings, frá Hofsvallagötunni lötra verkamannabústaðirnir hægum skrefum niður að Bræðra- borgarstíg þar sem bakaríið starf- ar ekki lengur og umsvifin hafa minnkað til muna, fátt ber þar til tíðinda á götunum kenndum við Ás og Hof, gleymdar minningar upp- flosnaðra bænda að norðan. Kunnir borg- arar koma við sögu; þannig les Hannes Árnason fyrir um Schelling í Austur- stræti 4 á árunum 1872 til 1874, gengur um gólfin flibba- klæddur og utan við sig í húsi sem enn stendur. Þar var Prestaskólinn til húsa og 1990, árið sem ljóðið er ort, er þarna tískuverslun með afgreiðslumönn- um sem eru hálfvegis utan við sig eins og Hannes forðum en ef til vill af annarri og ólíkri ástæðu. En í dag hýsir þetta hús allt aðra starfsemi: „Þetta er ágætt dæmi um það hversu hlutirnir eru fljótir að breytast. Ljóðið var ekki fyrr ort en búðinni var lokað og önnur starfsemi hófst í húsinu," segir Gunnar. „Ein megin- hugmyndin í bókinni er sú að ljá götum og húsum borgarinnar mál með því að teikna myndir af þeim eins og listamaður sem rissar í blokk. En þegar rnaður notar orð til að teikna með ratar auðvitað ýmislegt. fleira á pappírinn en ytra byrðið.“ Á ljóðunum er glettnisbragur, þau eru kátleg og býsna fjörleg á köflum eins og ljóðið um Hrogn- kelsatíð ber með sér. „Það er nú ekki erfitt að koma auga á svolít- ið spaugilegar andstæður, bæði í mannlífinu sjálfu og milli nútíma og sögu, í þessari borg. Það end- urspeglast í flestum, en þó reynd- ar ekki öllum, þessum húsgöng- um. Ljóðin standa líka býsna nærri prósa með tilvísunum og speglunum úr bæjarlífinu og lág- værum en áleitnum undirtónum um fyrnd og forgengileika, sem heimur ljóðanna virðist þó sigrast á að lokum. í húsunum og á göt- unum býr þrátt fyrir allt órofin saga. „Það er með Reykjavík eins og svo marga aðra staði hér á landi að sagan er svo að segja við hvert fótmál ef maður bara hefur fyrir því að gefa henni gaum. Hitt er svo annað mál hvað gert er við hana. Umræðan um landnáms- bæinn undir bflastæðinu sýnir ágætlega hvað um er að ræða. En þannig er um svo margt og kannski á það bara að vera þann- ig-“ Svo er þarna Ijóðið Hús við Eir- íksgötu sem bregður upp nærfær- inni mynd af kunnu og ástsælu skáldi. Það er nánast eins og lesa- ndinn sé staddur með þér í hús- inu, opni með þér dyrnar og haldi inn í húsið og ljóðið. „Ég kom þangað ásamt föður minum fyrir rúmum aldarfjórð- ungi og fékk áritaðar bækur. Ég rakst svo á þær við flutninga fyrir tveimur árum og varð þá hugsað til þessarar heimsóknar. Lýsingin er nú bara eins og hún spratt upp úr minninu." Þekktum borgurum bregður fyrir í Ijóðunum. Skáldum, heim- spekingum og listamönnum. En alþýðan og saltfiskurinn á þarna líka stóran hlut að máli. Hinn óbr- otni maður lifir sínu lífi í húsun- um við göturnar eins og stór- mennin. „Já, mér finnast ummerkin um hversdagsstritið ekki síður um- hugsunarverð. Þau má til dæmis ráða af nöfnum eins og naust og kot: Ánanaust, Hákot. Heiti bók- arinnar, Húsgangar, ber þessa hlið raunar líka með sér, en orðið getur bæði þýtt förumaður og vi'sa sem gengur milli manna. Þar að auki eru þetta, eins og þú nefndir, prósakennd Ijóð og ætl- unin að minnsta kosti sú að fara nálægt hverdagslegu máli eins og við á um lauslega rissaðar götu- myndir - hvernig svo sem til hef- ur tekist.“ pp úr garðinum vaxa skrúðmikil trén eins og kvæði Engir þrestir samt á greinum, enginn söngur í húsinu þarna bjó einu sinni skáld sem orti um söngfugla kvæði jafnsmágerð og reyniber og var þó sjálfur hávaxinn líkt og ösp- in og grár fyrir hærum Og ef kom- ið var til hans í heimsókn var ekki til stofunnar vísað heldur í lítið herbergi með skrifborði og bókum þar sem skáldið bauð upp á filters- lausar sígarettur og hóstaði svo undir tók í brjóstkassanum íklæddur rauðum kvöldsloppi og átti ráðskonu til að bera fram kaffi og með því handa gestum Og um- ræðan snerist um liti og um línur og tóna og myndir hvernig mál- verkið fangaði birtuna þessa sum- arnótt sem hrjúfrar sig yfir lyng- móann og lækinn á kyrri heiðinni. Myndir. Og málverk úr orðum - Hauströkkrið horfið. Lauf og stjörnur í garðinum. Engir þrestir, enginn söngur. (Úr Húsgöngum,Götumynd- um) Gunnar Harðarson Háskóla- tónleikar í Norræna húsinu FYRSTU háskólatónleikar vetrar- ins verða í Norræna húsinu á morg- un, miðvikudag, kl. 12.30. Þá leikur Orn Magnússon tvö verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart, sónötu í f- dúr, K.332, og rondó í d- dúr, tyrkneska rondóið. Þau verk sem flutt verða eru með- al þekktustu píanóverka Mozarts og hafa verið leikin í rúm 200 ár á tón- leikum og í heimahúsum af leikum og lærðum. Árið 1778 var Mozart í París. Þá um sumarið samdi hann þrjár sónöt- ur; K.331 í a-dúr með tilbrigðum og hinu þekkta tyrkneska rondói, þá í f- dúr K.332 sem leikin verður og b-dúr sónötu K.333. Um sumarið fregnaði tónskáldið lát móður sinnar; jafn- framt hafði hann orðið fyrir von- brigðum með Parísardvölina. Hvort sem það er ástæðan eða ekki, þykir tónmál þessara þriggja sónata pers- ónulegra en þeirra píanóverka sem hann samdi áður. Rondóformið var meðal höfuð- forma klassíska tímans og var í mikl- um metum hjá Mozart. Tvö rondó standa sér (þ.e. ekki sem hlutar af sónötum) á verkalista hans. Þetta eru rondó í a-moll K.511 frá 1787 og rondó í d-dúr K.485 frá 1786 sem hér heyrist. Það er samið fyrir nemanda tónskáldsins. Örn Magnússon hefur komið fram á fjölda tónleika og leikið inn á geislaplötur bæði sem einleikari og í kammertónlist. Tónleikarnir taka um það bil hálfa klukkustund. Tónlist fyrir alla í grunn- skólum víðs vegar um land TÓNLIST fyrir alla hefur staðið íyr- ir tónleikahaldi í grunnskólum víðs vegar um landið frá árinu 1992. Takmark verkefnisins, sem er samstarfsverkefni menntamálaráðu- neytisins og sveitarfélaganna, hefur verið að standa fyrir skólatónleikum sniðnum að þörfum barna í flutningi fremstu tónlistarmanna. Á dagskránni í lok október og byrjun nóvember flytja þeir Egill Ól- afsson og Tríó Björns Thoroddsen dagskrána Heimsreisu Höllu fyrir skólaböm á Suðurnesjum. Dagskrá- in er byggð á íslenska þjóðlaginu, „Ljósið kemur langt og mjótt“. Þeir félagar taka þjóðlagið með sér í ferð um heiminn og bregða því í músíka- lskan búning sem hæfir hverju landi og tíma. Viðkomustaðir lagsins eru ýmist í Evrópu barrokktímans eða hjá bandarískum röppurum nútím- ans, og allt þar á milli. Er nemend- um, sem leika á hljóðfæri, gefinn kostur á að taka þátt í tónleikunum og spila með, en nótur hafa verið sendar í skólana til undirbúnings. Einnig taka aðrir nemendur þátt í flutningnum með klappi og söng. Flautuleikararnir Guðrún Birgis- dóttir og Martial Nardeau og gítar- leikarinn Pétur Jónasson munu leika dagskrána Tvær flautur og gítar í Árnessýslu (að Árborg undanskil- inni) aðra vikuna í nóvember. Efnis- skráin spannar í heild helstu tímabil tónlistarsögunnar, frá evrópskri endurreisnar-tónlist til norrænnar tónlistar og íslenskrar jazztónlistar. Lögð er áhersla á að kynna hljóðfær- in í öllum sínum fjölbreytileik (alt-, pikkoló-, barokk- og þverflautur, klassískan jazz og þjóðlaga-gítar). Jafnframt því að skemmta börn- unum og fræða þau um tónlist, hafa listamennimir leitast við að fá þau til liðs við sig og hafa nemendur víða undirbúið sig til að taka þátt í flutn- ingi þriggja laga með tónlistarmönn- unum. Að lokum munu Orville J. Pennant og félagar heimsækja eldri árgang- ana í Hafnarfirði og flytja þeim dag- skána Ómur Afríku í lok október og byrjun nóvember. Dagskráin kynnir nemendum tónlistarhefð og tilgang tónlistar í Afríku. Mikil umræða hefur veríð um auglýsingamál að undanförnu og auglýsingamarkaðurínn erað taka miklum breytingum sem munu hafa mikiláhrifá öll vinnubrögð hvað varðar auglýsingabirtingar auglýsenda. Þess vegna heldur SAU - samtök auglýsenda kynningarfund á Grand Hóteli. Enginn aðgangseyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.