Morgunblaðið - 24.10.2000, Page 38

Morgunblaðið - 24.10.2000, Page 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Púls“ MYNDLIST Listasafn Kópavogs G e r ð a r s a f n MYNDVERK Á PAPPÍR VALGERÐUR HAUKSDÓTTIR Opið alla daga frá 11-17. Lokað mánudaga. Til 29. október. Aðgangur 300 krónur í allt húsið. ÞAÐ hefur verið mikið skrið á grafíklistakonunni Valgerði Hauks- dóttur síðan hún kom heim frá námi í Bandaríkjunum 1983, með meist- aragráðu frá virtum listaháskóla í Illinois í farteskinu. Ári seinna var hún farin að kenna við MHÍ og hefur kennt þar nær óslitið síðan auk þess að sinna gestakennarastörfum við ýmsar kennslustofnanir ytra, þó að- allega í Bandaríkjunum. Þá hefur hún haldið tug einkasýninga þaraf svo til helming erlendis. Allt þetta er samviskusamlega tíundað í sýning- arskrá, og er dugnaður og ná- kvæmni íslenzkra grafíklistakvenna er lýtur að samantekt ferlisskrár með ólOdndum. Valgerður hefur leitast við að brydda upp á ýmsum nýjungum í faginu bæði hvað þrykktækni og hliðaráherslur snertir, jafnvel hljóð, fylgist þannig vel með framúr- stefnulegum viðhorfum úti í heimi. En þrátt fyrir allar þessar áherslur til hliðar heldur hún tryggð við grunnþætti grafíktækninnar og hef- ur ekki róið á önnur mið í myndlist eins og svo margir aðrir menntaðir í faginu. Og þrátt fyrir að öll verkin 33 á sýningunni í Gerðarsafni séu myndverk í blandaðri tækni á papp- ír, er hugsunin að baki út í fingur- góma grafísk, jafnvel svo sláandi grafísk að við liggur að um sjón- blekkingu sé ræða, helst í þá veru að skoðandinn álítur sig í fyrstu standa frammi fyrir myndum í aðskiljanleg- Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson Tvær myndir í flokknum, Vænting, blönduð tækni á pappír. ustu þrykktækni. Myndverkin eru í þeim mæli svo yfirmáta rík af stíg- andi í svart-hvítu og grátónum að þau gætu allt eins verið hugmyndir að fjölföldun í grafíktækni og dettur mér í hug að steinþrykkið væri hér kjörinn vettvangur. A ég hér við sí- gilda steinþrykkið eins og t.d. Per Kirkeby og fleiri núlistamenn hafa unnið í því á undangengnum áratug- um. Aðdáunarvert hve vel og fag- mannlega Valgerður stendur að verki í þessum stóru aflöngu renn- ingum sínum sem hafa yfir sér Helgarferðir til Færeyja Nú í vetur býðst einstakt tækifæri tii helgarferða til frænda okkar í Færeyjum. Á fösttidags- og mánudagskvöldum flýgur þota færeyska flugfélagsins Atlantic Airways milli Reykjavíkur og Vága- flugvallar í Færeyjum og er flugtíminn ekki nema rúm klukkustund. Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar býður nú helgar- pakka á frábæru verði til Færeyja í haust og í vetur frá 01. október til 26. mars. Verð frá krónum 26.840,- Innifalið er flug, flugvallaskat- tar, gisting í þrjár nætur, frá föstudegi til mánudags, og morgunverður. Sérstakur afsláttur fyrir hópa, 20 manns eða fleiri. Einnig er tilvalið að leigja sér bíl meðan á dvöl stendur því vegir eru góðir í Færeyjum og liggja víða. Bílaleigubíll í 3 daga kostarfrá 14.000,- krónum og eru þá innífaldar tryg- gingar, virðisaukaskattur og ótakmarkaður akstur. Leitið nánari upplýsinga hjá utnalandsdeild okkar. Einnig á heimasíðu okkar: www.gjtravel.is <3 Ferðaskrifstofa GUÐMUNDAR JÓNASSONAR BHF. Borgartúni 34, síml 511 1515 sterkan svip af hst austursins, eink- um fyrir lögunina og blæbrigðarík- dóminn. Engin er það áfellisdómur og ekki sé ég betur en að listakonan hafi ekki í annan tíma náð að höndla innri lífæðar myndflatarins á jafn- sannfærandi og eftirtektarverðan hátt. Um afar fínleg, fáguð og næm vinnubrögð að ræða, fjölþættan galdur hrynjandi og forma sem flétt- ast í ljóðréttum skipulögðum leik um allan myndflötinn sem líkja má þó á stundum við óformlega kalligrafíu. Nöfnin á myndverkunum gefa svo vísbendingar um hugleiðingarnar að baki myndferlinu: Upphaf/ Fellur fræ/ Vænting/ Til jarðar/ Lífstil- brigði/ Eftirspil/ Umbreyting/ Kyrrð. Og eins og segir í skrá; „sam- anstendur sýningin af 8 myndröðum sem saman mynda eina heild. Verkin fjalla um hrynjandi og samspil ólíkra þátta tilverunnar og gagnsæi henn- ar, um hin fíngerðu mörk milli lífs og dauða, milh efnis og andefnis og um fegurðina í hinni eilífu hringrás...“ Hér eru á ferð myndljóð sem eru auganu það sama og safaríkt bundið mál huganum, þar sem einfaldleiki og orðkynngi eru burðarásar fram- setningarinnar. Bragi Asgeirsson Kjördæmavika þingmanna í Reykjavík „Endur- vinnsla“ á háu plani TONLIST Hallgrímskirkja KAMMERTÓNLEIKAR Sigurður Flosason saxófónleikari og Gunnar Gunnarsson organisti léku eigin útsetningar á íslenskum og erlendum sálmalögum. Laugardag kl. 17. HVERNIG lifir gömul tónlist af? Hvað er það sem fær gamlan lagstúf til að standast tímans tönn svo vel að hann höfðar jafnt til okkar nú og til fólks fyrir öldum síðan? Góð lög lifa; það vitum við. En það virðist ekki vera nóg; annars kynnum við eflaust mun fleiri lög en við gerum. „Endur- vinnsla“ er nýtt lausnarorð sem sam- tímanum. I tónlistinni hefur endur- vinnsla verið iðkuð frá alda öðli, og fleytt gömlum lögum frá einni kyn- slóð til annarrar. Frægasti endur- vinnslumaður tónlistarsögunnar er Jóhann Sebastian Bach sem tók hvern sálminn af öðrum eftir gleymda höfunda, og gaf þeim nýtt líf í nýjum útsetningum og fann þeim nýjan samastað í verkum sínum. Góð lög lifa, því þau halda áfram að höfða til kynslóðanna, og þau halda áfram að höfða til þeirra sem vilja búa þeim samastað með sinni kynslóð. Sigurð- ur Flosason saxófónleikari og Gunn- ar Gunnarsson organisti hafa tekist á við það ögrandi verkefni að búa kunnum sálmalögum nýjan búning fyrir hljóðfæri sín. Margir þeirra sálma eru gamlir; og hafa lifað af ald- irnar á þann hátt sem að framan er lýst; - sumir eru öllum kunnir en eru eftir tónskáld sem varla verður mun- að eftir, og lúta því um margt sömu lögmálum og elstu sálmarnir. Nokkrir þeirra sálma sem þeir hafa tekist á við eru nýjir og nýlegir og eru eftir kunnustu sálmaskáld okkar tíma. Aðferð þeirra Sigurðar og Gunnars er ekki svo frábrugðin að- ferðum Bachs þegar grannt er skoð- að, þótt þrjár aldir skilji að. Spuninn er kjarni aðferða beggja. Forleikir, fantasíur, prelúdíur og kanontil- brigði Bachs byggð á gömlum sálma- lögum eru spunaverk síns tíma. Að- ferðir Sigurðar og Gunnars eru þó frjálslegri að nútíma sið. Saxófónn Guðmundur Hallvarðsson 8. þingmaður Reykvíkinga ertil viðtals í kjördæmaviku þingmanna: Frá þriðjudegi 24.október til föstudags 27. október, daglega frá kl. 14:00 til 16:00 Fastir vikulegir viðtalstímar eftir það á fimmtudögum frá kl. 8:30 til 10:00 Viðtölin eru í Blöndahlshúsi að Kirkjustræti 8b. Sími 5 630 900 netfang: ghallv@althingi.is SJÁLFSTÆDISFLOKKURINN og orgel eru heldur ekki svo óskyld hljóðfæri þótt aldir skilji þau að í al- dri. Þau eru bæði knúin lofti og bæði eru öflug spunahljóðfæri; orgelið í kirkjutónlistinni og saxófónninn í djassinum. Saxófónninn og orgelið hljóma gríðarvel saman. Þau eru sem sköp- uð hvort fyrir annað. Orgelið er nátt- úrulega gríðarlegur hljóðabelgur og getur brugðið sér í allra hljóðfæra líki ef því er að skipta. Saxófónninn hefur líka breitt litróf blæbrigða, en á annan hátt. Utsetningar Sigurðar Flosasonar og Gunnars Gunnarsson- ar nýta það besta í hvoru hljóðfæri fyrir sig, og útkoman er mjög áhrifa- mikil. Það er erfitt að lýsa stemmning- unni á tónleikum þeirra í Hallgríms- kirkju á laugardaginn. Þetta var andakt þar sem fegurð tónlistarinn- ar lyfti hug og sál í hæðir. Þetta var upplifun á einhverju nýju og spenn- andi en samt svo sterk tenging við aldagamla fortíð. Sálmurinn forni, Nú kemur heimsins hjálparráð var fyrstur á efnisskránni, fallegur og ákaflega vel útsettur. Sálmurinn Nú legg ég augun aftur fékk nýja vídd í rismiklum spunaþætti. Þetta var hreint frábær útsetning og snilldar- lega leikin. Það er ekki ólíklegt að þessi fallegi sálmur eigi eftir að njóta mikilla vinsælda í þessum búningi og að svona á hann örugglega eftir að hljóma oft í kirkjum landsins gefi þeir félagar á annað borð færi á út- setningunni. Þú æskuskari á íslands strönd, var settur út í fjörlegum valstakti og tók sig afar vel út í þeim búningi. Eitt albesta verkið á tón- leikunum var útfærslan á sálmi Þorkels Sigurbjömssonar, Til þín drottinn hnatta og heima, hljómar bæn um frið. Þar var raddaval or- gelsins nýtt til fullnustu til að skapa þau ragnarrök sem falleg friðarbæn Páls Kolka sprettur úr. Stór kadensa fyrir altsaxinn var tilkomumikil eins og verkið allt og flutningurinn í heild sinni. „Brúðkaupssteypa" var út- setning á brúðkaupssálmi sem sung- inn er við lagið Sjá morgunstjaman blikar blíð. I upphafi var vitnað beint í brúðkaupsmars Mendelsshohns úr Draumi á Jónsmessunótt, en einnig stirndi á brúðkaupsmars Wagners í steypuhrærivélinni sem tók við eftir innhanginn. Smám saman braust út, - Eia, eia, - faðir, faðir, og sálmurinn tekur á sig sinn kunnuglegan svip. Þetta var virkilega flott gert með sannkölluðum virtúósabrag eins og í brúðkaupum sæmir. Ég kveiki á kertum mínum, er einn af fallegustu sálmum okkar; saminn af Guðrúnu Böðvarsdóttur, systur Bjarna Böðv- arssonar. Þeir Sigurður og Gunnar fóm ákaflega fallega með sálminn og með fullri virðingu fvrir textanum sem heitir raunar A föstudaginn langa. Fleira gott gat að heyra á þessum sérstöku tónleikum. Smekk- vísi og skilningur á tónlistinni ein- kenndi útsetningar Sigurðar Flosa- sonar og Gunnars Gunnarssonar. Spunaelementið gefur sálmunum sannarlega nýja vídd, en þar var þó engu ofaukið, né virtist nokkru ábótavant. Þetta nýmeti tengdist fortíðinni hvað sterkast í sálminum Jesús Kristur lifsins ljómi, þar sem Gunnar notaði knimmhornsrödd or- gelsins til að endurvekja forneskju lagsins og langa bassatóna, - svok- allaðan pedalpunkt til að undirstrika rödd krúmmhornsins og fornan blæ. Saxófónkadensa Sigurðar var mögn- uð. Ég spái mörgum þessara mis- þekktu sálmalaga endurnýjaðri vel- gengni og miklum vinsældum í frá- bærri endurvinnslu Sigurðar Flosa- sonar og Gunnars Gunnarssonar. Bergþóra Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.