Morgunblaðið - 24.10.2000, Side 42

Morgunblaðið - 24.10.2000, Side 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 43 + STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. JAFNVÆGIAÐ SKAPAST GÓÐÆRI undanfarinna ára hef- ur verið meira en góðæri. Um- svifín í viðskipta- og atvinnu- lífí hafa verið í algjörum toppi. Hagur almennings hefur batnað í samræmi við það. Nú er ýmislegt, sem bendir til þess, að viðskiptalífið sé að hægja á sér. í því felst ekki, að við blasi nýr samdráttur heldur miklu fremur, að líkur séu á því að eðlilegt ástand skapist á næstu mánuðum. Sú þróun er af hinu góða. Það kann ekki góðri lukku að stýra, að neyzluæðið haldi áfram eins og verið hefur síðustu ár- in. Ymsar vísbendingar má sjá um að viðskiptalífið sé að hægja á sér. Hækkandi olíuverð á þar mikinn hlut að máli. Rekstur nokkurra grundvall- aratvinnugreina er þyngri en áður vegna hækkunar á olíuverði. Þar má nefna bæði sjávarútveg og samgöng- ur. Það er augljóst, að sjávarútvegs- fyrirtækin og samgöngufyrirtækin verða fyrir ákveðnu áfalli í rekstri sínum vegna hækkunar olíuverðs. Vaxtahækkunin, sem Seðlabankinn hefur beitt til þess að slá á þensluna, er líka að byrja að segja til sín. Þegar vextir fyrirtækja af yfirdráttarlánum eru farnir að nálgast 20% og jafnvel komnir yfír það mark fer það að segja til sín í rekstrinum. Vextir almennt hafa hækkað verulega og þess mun smátt og smátt sjá stað í afkomu fyr- irtækja og heimila. Verulega hefur dregið úr bílainn- flutningi síðustu mánuði. Sala á nýj- um bílum hefur verið gífurlega mikil nokkur undanfarin ár. Hún hefur endurspeglað þann hápunkt góðæris- ins, sem við höfum náð. Það er ekkert við það að athuga, að eitthvað dragi úr bílainnflutningi. Þvert á móti er það eðlilegt og æskilegt. Framan af ári hækkuðu fasteignir stöðugt í verði og hver eign seldist nánast samstundis. Það hefur líka dregið úr þessari miklu sölu og stöð- ugum hækkunum á fasteignum. Það er líka vísbending um að efnahags- ástandið er að ná meira jafnvægi en verið hefur. Hlutabréf hafa haldið áfram að lækka. Þau hafa lækkað frá verði, sem að flestra mati var alltof hátt framan af þessu ári. Verð hlutabréf- anna nú er mun nær eðlilegu verð- mati á fyrirtækjunum. Að því leyti er verðlækkun á hlutabréfum síðari hluta ársins eðlileg og vísbending um aukið jafnvægi í efnahagslífinu. Allt er þetta heilbrigð þróun, sem bendir til þess að efnahags- og at- vinnulíf landsmanna sé að ná jafn- vægi og þess vegna væri rangt að túlka þessa þróun sem merki um sam- drátt í efnahagslífinu. Svo er ekki. Sama þróun á sér stað í nálægum löndum. Alþjóðlegir hlutabréfamark- aðir hafa lækkað verulega á þessu ári. Þannig hefur Dow Jones-vísitalan lækkað um 17% á árinu. Hlutabréfa- markaðir í Evrópu hafa lækkað um 21% og í Japan um 25%. Hækkun ol- íuverðs hefur haft sín áhrif beggja vegna Atlantshafsins og ljóst að áframhaldandi óvissa um þróun mála milli ísraela og Palestínumanna mun hafa neikvæð áhrif á efnahagslíf Vesturlanda. Trú manna á hinar nýju atvinnugreinar, svo sem netfyrirtæk- in, hefur beðið ákveðinn hnekki og líklegt að mörg þeirra muni leggja upp laupana á næstu mánuðum og misserum. Erlendir bankar eru byrj- aðir að draga úr lánveitingum og hækka vexti. Þegar á heildina er litið er framvinda mála í Evrópu og Bandaríkjunum mjög svipuð og hér. Efnahagslífið er að hægja á sér en það gerist frá hápunkti hagvaxtarins og þess vegna engin raunveruleg hætta á ferðum, þótt eitthvað dragi úr þeim öra vexti. Líkurnar á því, að framvinda efna- hagsmála verði í samræmi við ofan- greint eru miklar. Þess vegna er skynsamlegt fyrir bæði fyrirtæki og heimili að taka mið af þessari þróun. Það er betra að draga úr kostnaði áð- ur en í óefni er komið. Minnkandi um- svif gera það að verkum, að það verð- ur nauðsynlegt að draga úr útgjöldum. Fyrirtæki og einstakling- ar geta ekki leyft sér jafnmikið á næstu misserum og þessir aðilar hafa getað á nokkrum síðustu árum. Líkurnar á því að olíuverð lækki á næstunni eru ekki miklar. Bæði er það svo að veturinn er að ganga í garð á norðurhveli jarðar, sem þýðir aukna eftirspurn eftir olíu, en jafn- framt er ljóst, að áframhaldandi órói og átök í Miðausturlöndum leiðir til þess að olíuverð mun haldast hátt þangað til veruleg breyting verður. Þess vegna eiga fyrirtæki ekki að gera sér vonir um lækkun olíuverðs heldur ganga út frá því í áætlunum sínum, að það verði hátt enn um skeið. Olíuverðið kemur beint fram í út- gjöldum heimilanna vegna mikillar bifreiðaeignar. En jafnframt er lík- legt að það komi óbeint fram vegna þess, að samgöngufyrirtækin telji sig ekki eiga annarra kosta völ en hækka verð á þjónustu sinni. Islendingar hafa vanizt tiltölulega lágum far- gjöldum á milli landa undanfarin ár. Hversu lengi geta Flugleiðir haldið núverandi verði í ljósi stóraukiþs eldsneytiskostnaðar? Það er nánast sama hvert litið er. Alls staðar eru vísbendingarnar hin- ar sömu, að við höfum þegar náð há- punkti góðærisins og nú sé komið að því að aðlagast breyttum aðstæðum, sem fela í sér blómlegt atvinnu- og efnahagslíf en ekki þau gífurlegu um- svif, sem einkennt hafa síðustu ár. Mikill uppgangur undanfarinna ára hefur skilið eftir sig þjóðfélag, sem er gjörbreytt frá því, sem var í upphafi þessa áratugar. Atvinnuveg- irnir byggja á traustum grunni og velsæld er mikil. Fjölbreytni atvinnu- lífsins hefur stóraukizt og afkoma okkar íslendinga byggist á breiðari grunni en nokkru sinni fyrr. Þess vegna eigum við ekki að harma það, að eitthvað hægi á þeim öra vexti, sem hér hefur verið undan- farin ár heldur fagna því, að okkur gefst nú tækifæri til að treysta þann árangur, sem við höfum náð og hefur leitt til þess, að íslenska þjóðin, 275 þúsund manns, er nú ein ríkasta þjóð í heimi. Það er mikil breyting frá því sem var á fyrsta einum og hálfum ára- tug lýðveldisins, þegar ráðamenn þjóðarinnar þurftu nánast að ganga á milli sendimanna erlendra ríkja með hattinn í hendinni til þess að halda lýðveldinu á floti. ✓ Af ríflega 8 milljarða króna framkvæmdafé frá árinu 1978 hefur HI varið 5,6 milljörðum króna til nýbygginga, þar af nærri 1.800 milljónum í Læknagarð Happdrættispeningar duga ekki lengur Náttúrufræðahús Háskóla íslands er síðasta byggingin í 20 ára áætlun skólans sem miðuð er við skilgreindar þarfír. Páll Skúlason rektor vill að í framtíðinni verði reist fjölnota hús og hefur þar m.a. í huga Háskólatorg. Björn Jóhann Björnsson ræddi við forráðamenn skólans um húsnæðismálin, m.a. Náttúrufræðahúsið og fjármögnun bygginga og kynnti sér hvernig framkvæmdafé skólans hefur verið varið síðastliðna tvo áratugi. Þar kennir ýmissa grasa. millj.kr 1800 - Ráðstöfun nýbyggingarfjár HÍ1978-1999 á verðlagi ársins 1999 í millj. kr. . 20 Áætlun 2000-2001 274/ _ 11 I Lækna- Náttúru- Oddi Verk- Háskóla-Umsjón Hagi Þjóóar- Tækni- Nýi- Hjóna- garður fræði- iogllfræði- bíó og v/Hofs- bók- garður Garður garðar hús hús önnur valla- hlaða/ ______ _____ I og II___________verk gölu tölvunet________________________ — ■. v.j«sí ■ - . ........ Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Náttúrufræðahús Háskóla Islands í Vatnsmýrinni. Gæti kostað 1.600 milljónir króna þegar upp verður staðið. Ráðstöfun framkvæmdafjár Hl árin 1978-2001 á verðlagi ársins 1999 í millj. kr. 700 millj. kr. ____________ 600 500 . ~~~ m■ 200 100 0 — ri “ □ n ■ . m ii l 1 j Tækjakaup E Húsgögn og búnaður M Nýbyggingar l Viðhald fasteigna I II I I I I I I I I I I I I I I I I 19781979 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 * Áætlun tyrir irín 2000 og 2001 _______________________________ 700 millj. kr. Helstu framlög til framkvæmda HÍ1978 - 2001 á verðlagi ársins 1999 í millj. kr. ■ Annað, m.a. sala eigna M Framlag rikissjóðs [□ lin HHÍ [□ Framlag Happdrættis HÍ 1978197919801981 1982 •Ajetlontyrirárin 2000 09 2001 HÚSNÆÐISMÁL Háskóla íslands eru í brennidepli um þessar mundir vegna Náttúrufræðahússins í Vatnsmýrinni. Sú bygging hefur tek- ið lengri tíma en ætlað var, einkum vegna fjárskorts Háskólans til nýframkvæmda. Byggingar Háskól- ans hafa frá árinu 1934 verið fjár- magnaðar af Happdrætti Háskóla íslands en það fé dugar ekki lengur bæði til nýbygginga og viðhalds. Þannig hefur fjármagn til viðhalds aukist jafnt og þétt á seinni árum. Af þeim sökum eru forráðamenn Há- skólans farnir að íhuga aðrar leiðir til fjármögnunar, m.a. í samstarfi við einkaaðila og með framlagi úr ríkis- sjóði. Nemendum við Háskóla íslands hefur fjölgað verulega á síðustu ár- um og eru í dag í kringum 6.700. Fyrir um 10 árum voru þeir helmingi færri. Samfara því hefur þörf á hús- næði aukist og víða er bæði nemend- um og kennurum þröngur stakkur skorinn hvað aðstöðu varðar. Ekki er aðeins beðið eftir því að Náttúru- fræðahúsið klárist, sem leysa á að hluta húsnæðisvanda líf- og jarð- fræði og Norrænu eldfjalla- stöðvarinnar. Einnig er ókláruð bygging sunnan við Verkfræðihús Háskólans við Suðurgötu, VR-III, viðbótarbyggingar er þörf við Odda vegna aukins fjölda nemenda í fé- lagsvísindum og viðskipta- og hag- fræðigreinum og sömuleiðis er þörf á stækkun á húsi Endurmenntunar- stofnunar vegna fjölgunar nemenda. Ótalinn er Læknagarður við Hring- braut, eða Tanngarður, en sú bygg- ing er ókláruð frá því í kringum 1980. Áætlanir voru uppi um fleiri bygg- ingar á þeim stað, einkum til norðurs og austurs, sem tengja átti Landspítalanum eftir að Hring- brautin myndi færast suður fyrir Læknagarð. Loks er talin brýn þörf á að gera við Eirberg, gamla Hjúkr- unarskólann. Háskólatorg og Lífvísindagarður Hugmyndir hafa einnig verið uppi innan Háskólans um byggingu Líf- vísindagarðs og svonefnds Háskóla- torgs, sem yrði nokkurs konar menningarsmiðstöð skólans. Stað- setning þessara bygginga er óákveðin en líklegt að hún verði í námunda við aðalbyggingu Háskól- ans eða í Vatnsmýrinni. í samtali við Morgunblaðið um byggingarmál skólans og fjármögn- un þeirra segir Páll Skúlason rektor að forgangsverkefnið sé að klára Náttúrufræðahúsið. Það sé þjóð- hagslega mikilvægt. Ljúka þurfi byggingunni á næstu 2-3 árum. Um Háskólatorgið segir Páll að það þurfi ekki að vera ein bygging, heldur miðstöð háskólasamfélagsins sem yrði lifandi vettvangur fyrir alls konar þjónustu og menningarstarf- semi, þangað sem allir starfsmenn skólans og nemendur ættu erindi á degi hverjum. „Miðstöð sem þessa hefur skort í háskólasamfélaginu. Þetta er ekki ný hugmynd og hefur oft verið til umræðu. Það er ljóst að til þess að gera þennan draum að veruleika þá þurfum við að fá fé annars staðar frá, og horfum við aðallega til einkaaðila í því sambandi. Við þurfum að fá til liðs við okkur þá fjárfesta sem sjá sér hag í því að gera þetta með okk- ur. Vonandi verður þessi bygging að veruleika innan fárra ára,“ segir Páll en talið er að fyrsti áfangi Háskóla- torgs gæti orðið 3 til 4 þúsund fer- metrar að flatarmáli og kostað 450 til 600 milljónir króna. Sem dæmi um starfsemi sem Há- skólatorg er ætlað að hýsa er þjón- usta við nemendur og starfsfólk, s.s. nemendaskrá, námsráðgjöf og starfsmannaskrifstofa, verslun og þjónusta, veitingarekstur, aðstaða til heilsuræktar, funda- og sýninga- aðstaða og starfsaðstaða fyrir kennara og nemendur í framhalds- námi. Þá kæmi einnig til greina að hluti Háskólatorgs verði helgaður íslenskri tungu og menningu. „Við höfum verið að skoða skipu- lagsmál á háskólalóðinni og starfs- hópar hafa verið að störfum undan- farin ár. Byggingar sem þessar yrðu reistar í samvinnu við Félags- stofnun stúdenta og einkaaðila," segir Páll. Auk Háskólatorgs og Náttúru- fræðahúss er ætlunin að rísi svo- nefndur Lífvísindagarður. Þar yrði t.d. matvælafræði til húsa og að- staða til rannsókna í tengdum greinum. Að sögn Páls stendur einnig til að eiga samstarf við einkaaðila um þá byggingu. Lífvís- indagarður kæmi væntanlega sunnan við Náttúrufræðahúsið, yrði allt að 5 þúsund fermetrar að flatarmáli og kostaði um 600 til 750 milljónir króna. Byltingíþróun háskólastigsins Páll leggur áherslu á að allt sé þetta á hugmyndastigi. Engar ákvarðanir hafi verið teknar. „Háskólasvæðið er afar mikil- vægt og dýrmætt, ekki bara fyrir háskólafólkið heldur einnig fyrir Reykjavík og landið í heild sinni. Eðlilega er þetta eftirsóknarvert svæði. Miklu skiptir að allt sé hér vel gert og menningarlegt, ekki síst vegna staðsetningarinnar. Aðal- byggingin hefur skipt miklu máli fyrir borgina og svipmót þessa svæðis," segir Páll. Rektor bendir á að aukin hús- næðisþörf sé fyrst og fremst til- komin vegna fleiri nemenda, ekki síst í framhaldsnámi. Á örfáum ár- um hafi nemendum í framhalds- námi fjölgað úr nokkrum tugum upp í um 500 manns. Háskólinn þurfi að skapa þessum nemendum viðunandi aðstöðu til að geta unnið sín verkefni. Þeir þurfi að hafa starfsaðstöðu. „Þeir þurfa að geta unnið á staðnum. Þeir eru virkir þátttak- endur í rannsóknarstarfsemi og það gengur ekki að þeir vinni sína vinnu heima hjá sér eða einhvers staðar úti í bæ. Þetta er stórt for- gangsverkefni og mætti til dæmis leysa í tengslum við Háskólatorgið eða Lífvísindagarðinn,“ segir Páll. Rektor segir að í raun sé bylting að eiga sér stað í þróun háskóla- stigsins, bylting sem sé af tvennum toga. Annars vegar stóraukið fram- haldsnám, sem fólk vill fara í hér á landi og tengjast íslenskum veru- leika, og hins vegar aukin þörf á endurmenntun, sem Páll segir að sé að færast inn í deildir skólans og miðist ekki eingöngu við Endur- menntunarstofnun HÍ. Sem dæmi sé þetta vaxandi í lögfræðinni og viðskiptafræðinni. „Fólk sem er að endurmennta sig gerir kröfur um meiri þjónustu, betri aðbúnað og þægilegra um- hverfi. Háskólinn verður að geta mætt óskum þessara nýju „við- skiptavina“,“ segir Páll ennfremur. Sóknarfæri í auknu samstarfí við fyrirtæki Varðandi fjármögnunarleiðir liggur ljóst fyrir, eins og kom fram í upphafi, að framlög Happdrættis Háskólans duga ekki lengur bæði til nýbygginga og viðhalds þeirra eldri. Páll telur happdrættið alls ekki vera úrelta fjármögnunarleið. Henni beri að halda áfram, enda hafi happdrættið skilað miklu fjár- magni til skólans og skipt gríðar- legu máli iyrir uppbyggingu hans í gegnum tíðina. „Við höfum verið að skoða öll okkar húsnæðismál með faglegum hætti, reiknað út þarfir allra deilda og greina og kortlagt nákvæmlega hvernig við nýtum húsnæðið við kennslu og rannsóknir. Þarfirnar eru breytilegar frá einum tíma til annars. Allt stefnir þetta að því að hagræða og nýta húsnæðið á eins markvissan hátt og hægt er. Þegar skólinn er í þetta örum vexti reyn- um við að gjömýta allt. Um leið og + viðbótarhúsnæði fæst er það um- svifalaust fullnýtt. Á þessum granni erum við að spá í okkar þarfir á næstu árum. Það helst í hendur við fjölgun nemenda, bæði í grunn- og framhaldsnámi. Við semjum við ríkið um ákveðnar greiðslur vegna kennslu og rann- sókna. Akveðinn húsnæðiskostnað- ur er þar reiknaður á hvern nem- anda. Ríkið og íslenska þjóðin eru í raun grundvallarviðskiptavinur skólans, ef þannig má að orði kom- ast. Ríkið greiðir fyrir rekstur Há- skólans og ég sé enga breytingu fyrirsjáanlega á því í meginatrið- um. Háskólahappdrættið höfum við haft til að reisa hús og viðhalda þeim. Þama höfum við tekjur sem líta má á sem frjáls framlög al- mennings. Háskólinn verður að njóta þess að hann aflar þessara tekna. Síðan þurfum við að semja við ríkið um hvað það lætur okkur hafa mikið til viðbótar," segir Páll. Að mati rektors eru þrjár megin- leiðir í fjármögnun fyrir byggingar Háskólans. í fyrsta lagi sé það Happdrættið, í öðru lagi ríkissjóður og í þriðja lagi samstarfsaðilar skólans, s.s. fyrirtæki í atvinnu- rekstri sem vilja taka þátt í upp- byggingu Háskólans. Síðastnefnda leiðin er að mati Páls sú sem gefur mestu möguleikana í framtíðinni. Þar séu sóknarfærin, enda hafi skólinn aukið samstarf við fyrir- tæki á síðari árum. Páll segir að fyrirtækin verði að sjá augljósan hag af samstarfi við skólann. Páll bendir um leið á að Háskóli íslands hafi að miklu leyti byggst upp að frumkvæði háskólamanna sjálfra. „Þetta er óvanalegt. Mér er ekki kunnugt um neinn háskóla í heim- inum sem hefur heimild til að reka happdrætti, sem fjármagnar bygg- ingar. Síðan hefur Háskólinn stofn- að nokkur fyrirtæki, meðal annars Háskólabíó. Ákveðin frumkvæðis- og fyrirtækjahugsun hefur alltaf einkennt rekstur Háskólans. Mér finnst þetta jákvætt, að háskóla- menn reyni að bjarga sér sjálfir. En þetta breytir ekki þeirri grundvall- arstaðreynd að Háskólinn er eign þjóðarinnar. Þjóðin stendur undir rekstri hans í öllum megindrátt- um, “ segir Páll. Auk þeirra fjármögnunarleiða sem hér hafa verið nefndar hefur Háskóli íslands nýlega fengið 62 milljónir króna frá Reykjavíkur- borg, vegna sölu lóðar í Vatnsmýr- inni undir höfuðstöðvar Islenskrar erfðagreiningar. Samkvæmt samn- ingi ákváðu borgaryfirvöld að láta helming söluandvirðis lóðarinnar renna til Háskólans. Þá fékk Há- skólinn um 100 milljónir króna við sölu Reykjavíkurapóteks í fyrra. Náttúrufræðahúsið síðasti áfanginn í 20 ára áætlun Brynjólfur Sigurðsson, formaður bygginganefndar Háskólans, segir í samtali við Morgunblaðið að á ár- unum 1976 til ’78 hafi verið gerð áætlun um hvaða þarfir fyrir hús- næði yrðu brýnastar. Áætlunin hafi verið endurskoðuð í gegnum tíðina, í stórum dráttum hafi henni verið fylgt og þannig sé Náttúrufræða- húsið síðasti áfanginn í þeirri áætl- un. Þá hafi verið reiknað með líf- fræðikennslu í húsinu en til viðbótar hafi komið jarðfræðin og Norræna eldfjallastöðin. „Síðan kemur þessi stóra spreng- ing í kringum íslenska erfðagrein- ingu, með auknum möguleikum á atvinnu, sem eykur eftirspurn og áhuga nemenda fyrir þessari grein. Sem betur fer vorum við þá komnir af stað með Náttúrufræðahúsið,“ segir Brynjólfur en vonir Háskóla- manna standa til þess að húsið verði tekið í notkun eftir þrjú ár. Nýjar höfuðstöðvar íslenskrar erfðagreiningar verða í Vatnsmýr- inni. Margir kostir eru taldir felast í nálægð þessara húsa á svæðinu, með tilliti til rannsóknaraðstöðu og fleira. Lengi býr að fyrstu gerð Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að Náttúrufræðahúsið myndi kosta um 1.200 milljónir króna. Nú stefnir í að heildarkostnaður gæti numið um 1.600 milljónum. Að- spurður hvað valdi þessari aukn- ingu segir Brynjólfur að langt sé um liðið frá fyrstu áætlanagerð fyr- ir um 4 árum. Margt hafi breyst á þeim tíma, meiri þensla á bygging- armarkaði og stórauknar kröfur um tæknibúnað. Hve mikið húsið muni kosta fari mjög eftir því hve miklu af tæknibúnaði verði komið þar fyrir. í húsinu verði margar rannsóknastofur og flokkist það sem hátæknihús. „Menn mega ekki gleyma því að Háskóli íslands er stór. Við erum með 6.700 nemendur og einhvers staðar þarf þetta fólk að vera. Þrengslin hafa verið gífurlega mikil og stjórnvöld hafa ekki viljað hlusta á að einhver vandkvæði væru á því að koma fólkinu hérna fyrir. í hús- næði Háskólans er kennt frá átta á morgnana til sjö á kvöldin. Yfirleitt er hvergi hægt að komast í stofu með hóp ef t.d. kennari verður veik- ur. Kennarinn hefur ekki tækifæri á að gefa aukatíma. Svona hefur þetta verið lengi. Ég spyr hvort það sé t.d. eðlilegt að kenna í einum hópi 500 til 600 manns. Mér finnst að alveg ótrúlega mikið hafi náðst út úr því litla fjármagni sem Há- skólinn hefur haft úr að spila, til að halda húsunum við og sjá fyrir hús- næði undir starfsemina," segir Brynjólfur. Hvort byggt hafi verið „of flott“ í Vatnsmýrinni segir Brynjólfur að alltaf megi deila um form hússins. Vissulega geri gluggaverkið á norð- urhliðinni húsið sérstakt. Það gegni hins vegar veigamiklu hlutverki í innra fyrirkomulagi og nýtingu dagsbirtu á vinnusvæðinu. Ánnað í húsinu sé frekar hefðbundið, s.s. steypuvirkið. „Eg hef nú ekki staðið að bygg- ingarmálum hjá Háskólanum nema í þrjátíu ár. Mín reynsla er sú að lengi býr að fyrstu gerð, eins og stundum er sagt. Þeim mun betur sem vandað er til húss í upphafi þá er viðhaldið alla jafnan léttara. Húsin standast betur og sem dæmi nefni ég að Oddi, sem reyndar kost- aði ekki mikið, hefur þurft á litlu viðhaldi að halda í gegnum tíðina. Okkur er umhugað um að fá vandað verk út úr Náttúrufræðahúsinu. Sé kastað til höndunum er erfitt að laga slíka hluti síðar,“ segir Brynj- ólfur. Náttúrufræðahúsið á 8 þúsund fermetrum Fyrsta skóflustunga að Náttúru- fræðahúsinu var tekin í janúar árið 1996. Húsið er tæpir 8 þúsund fer- metrar að flatarmáli og þar á að fara fram kennsla í líffræði, jarð- vísindum og landafræði, auk að- stöðu til rannsókna og framhalds- náms í þessum greinum. Þá verður Norræna eldfjallastöðin þar til húsa, sem hefur verið á hrakhólum undanfarin ár. Náttúrufræðahús- inu er ætlað að leysa húsnæðis- vanda þessara greina, en kennslan í dag fer fram á nokkrum stöðum í borginni, sumum fjarri háskólalóð- inni eins og við Grensásveg, þar sem líffræðin er. Alls eru um 500 nemendur í dag í þessum greinum, þar af um 260 í líffræði. í íyrsta áfanga verksins var skipt um jarðveg í grunni hússins, sem fylltur var með hrauni sem undir- lag byggingarinnar. Sú fram- kvæmd kostaði tæpar 40 milljónir króna, en átti að kosta 52 milljónir samkvæmt kostnaðaráætlun Há- skólans. í 2. áfanga átti að steypa húsið og fullklára að utan, í síðasta lagi fyrir 1. mars á þessu ári. Ár- mannsfell átti lægsta tilboð í 2. áfanga, eða 7 milljónum yfir áætlun Háskólans sem var upp á 530 millj- ónir króna, en vegna ýmissa auka- verka hefur kostnaður aukist. Eftir að Armannsfell sameinað- ist íslenskum aðalverktökum tók síðarnefndi verktakinn við fram- kvæmdinni, og vinnur nú hörðum höndum að því að fullklára verkið fyrir 1. desember nk. Útboð á inn- réttingum hefur ekki farið fram. Sé miðað við að Náttúrufræða- húsið kosti á endanum 1.600 millj- ónir króna, og stærð upp á 8 þús- und fermetra kostar hver fermetri í húsinu um 200 þúsund krónur. Til samanburðar má geta þess að hver fermetri í byggingu Háskólans í Reykjavík, áður Viðskiptaháskól- ans, sem reist var á svipuðum tíma og framkvæmdir við Náttúru- fræðahúsið hófust, kostaði nærri helmingi minna, eða um 110 þúsund krónur. Rúmir 8 milljarðar frá árinu 1978 Þegar tölur um framkvæmdafé Háskólans eru skoðaðar aftur til ársins 1978 sést að 8,4 miHjarðar króna hafa verið til ráðstöfunar í framkvæmdir. Þar af er framlag Happdrættis Háskólans um 7,5 milljarðar, um 600 mUljónir hafa komið frá rQdssjóði, miðað við verð- lag ársins 1999, og önnur framlög, einkum sala eigna, hefur skilað 330 milljónum króna. Framlag Happdrættisins hefur á þessu árabili verið mismikið, hæst var það á árunum 1987-88, þegar Happaþrennan kom til sögunnar, á bilinu 600-700 mUljónir króna hvort ár, en síðustu ár hefur það verið á bUinu 300-400 milljónir. Þess ber einnig að geta að árið 1994 var fyrsta heila árið sem Gullnáma Happdrættis Háskólans starfaði. Vegna framkvæmda við Náttúru- fræðahúsið þurfti Happdrættið að taka 250 milljóna króna lán á ár- unum 1998-99, og áætlun fyrir árin 2000-2001 gerir ráð fyrir 325 mUlj- ónum hvort ár. Framlög ríkisins til fram- kvæmda HÍ hafa verið mismun- andi, allt frá því að vera engin upp í um 100 milljónir króna á ári. Til skýringa við meðfylgjandi súlurit skal þess getið að á árinu 1998 greiddi rQdssjóður 25 mUljóna króna bætur vegna bruna í VR II húsinu og í fyrra greiddi ríkissjóður 43 milljónir króna upp í kaupverð á AtvinnudeUdarhúsi Háskólans. Þá veitti ríkissjóður framlag til Náttúrufræðahússins á árunum 1996-1998 vegna Norrænu eld- fjallamiðstöðvarinnar. Skipting framkvæmdafjár er þannig að ríflega 60% hefur farið í nýbyggingar, eða um 5,5 miiljarðar króna. Tæplega 1.800 milljónir hafa farið tU viðhalds, um 1 miHjarður í tækjakaup og 325 milljónir í hús- gögn og annan búnað. Alls gerir þetta um 8,6 milljarðar króna frá árinu 1978, miðað við verðlag ársins 1999. Munurinn, um 200 milljónir króna, miðað við framkvæmdaféð sem hefur verið tU ráðstöfunar, felst m.a. í lánsfé sem skólinn hefur aflað sér. Kostnaður vegna viðhalds hefur hægt og bítandi aukist hin síðari ár. Mestur var hann á árunum 1995-96 þegar hann fór í tæpar 170 milljónir á ári. Lengst af á níunda áratugn- um var árlegur viðhaldskostnaður 30-60 milljónir króna. Langmest í Læknagarð Eins og áður sagði hafa um 5,5 milljarðar farið í nýbyggingar hjá Háskólanum frá árinu 1978. Þar af hefur Læknagarður, einnig kallað- ur Tanngarður, verið frekastur til fjárins. Tæplega 1.800 milljónum króna hefur verið varið í bygging- una frá árinu 1978, miðað við verð- lag ársins 1999. Ékkert ár hefur faUið úr allt tímabilið, minnst 6 milljónir í fyrra en mest 424 mUlj- ónir árið 1982. Tuttugu milljónir eru ætlaðar til viðhalds í húsinu í ár en ekkert á næsta ári, sem yrði fyrsta árið í sögu hússins. Gallar hafa komið í ljós í húsinu og m.a. varð það fyrir skemmdum í jarð- skjálfta fyrir nokkrum árum. Nefna má að auki að ríkissjóður veitti sérstök framlög til bygging- arinnar á árunum 1983 til 1984. Aðspurður hvort Læknagarður hafi ekki reynst Háskólanum óþægur ljár í þúfu segir Páll svo vera. Alltaf hafi þurft að leggja fjármagn til hússins og enn væri það ekki fuUklárað. PáU bendir þó á að bygging hússins hafi ekki verið á vegum Háskólans, heldur sérstakr- ar stjómar sem stjómvöld skipuðu. „Þegar húsið var hannað upp úr 1970 hafa menn greinUega hugsað allt of stórt, miðað við aðstæður. Einnig voru önnur viðmið í gildi á þessum tíma, sem gerir það að verkum að byggingin er kostnaðar- samari en þær sem verið er að reisa í dag,“ segir Páll. Næst á eftir kemur Náttúru-. fræðahúsið, sem er tæknilega full- komnasta hús Háskólans, með 630 mUljóna kostnað það sem af er, og samkvæmt áætlunum fyrir 2000 og 2001 gæti sá kostnaður farið í rúm- ar 900 mUljónir. Eins og komið hefur fram áður gæti Náttúrufræðahúsið farið í l. 600 milljónir þegar yfir lýkur á næstu árum. Það er þó háð því hvemig húsið verður innréttað og útbúið í einstökum atriðum, að sögn Páls. Kostnaður við aðrar bygging- ar sést nánar á meðfylgjandi súlu- riti. Páll gerir ráð fyrir að Náttúm- fræðahúsið sé það síðasta á vegum skólans sem nákvæmlega er ætlað fýrir skilgreindar þarfir. Húsið hafi fyrst verið áformað fyrir 20 ámm en þarfimar endurskUgreindar þegar hönnun þess hófst fyrir 6 ár- um. „Hús sem reist verða á háskóla- lóðinni í framtíðinni þurfa að geta nýst tU ólíkra þarfa, eftir því hvað hentar á hverjum tíma. Við þurfum meiri sveigjanleika tíl að mæta ófyrirséðum aðstæðum. I dag er eríiðara en áður að sjá fyrir hverjar þarfimar verða í framtíðinni. Áhugi fólks á tUteknum greinum breytist og kennsluaðferðir em að breytast,* tíl dæmis með tilkomu fartölvunn- ar. Ekkert skólahúsnæði í landinu, mér vitanlega, er hannað miðað við að nemendur séu með fartölvur sín- ar í gangi í kennslustundum eða hvar sem er innan skólans. Við hönnun okkar húsnæðis þurfum við m. a. að hafa þetta í huga,“ segir Páll. ' I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.