Morgunblaðið - 24.10.2000, Page 46

Morgunblaðið - 24.10.2000, Page 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN V Röng spurning Hvers vegna fengu foreldrar tvíburanna ekki að ráða örlögum barnanna sinna? Var um að ræða óhæfa foreldra? Reyndu foreldrarnir að koma sérkjá þvíað taka ákvörðun? > Imörgum siðfræðibókum er dæmi um vanda sem siðfræðingar hafa lengi dundað sér við að finna enga lausn á. Það er um konu í fangabúðum. Hún á tvö börn. Fangavörðurinn setur henni þá kosti að ákveða hvort barnið hann skjóti. Hvað á kon- an að gera? Er til „rétt“ svar við spurningunni? Varla. En er vandinn kannski ekki sá, hvað sé rétt að gera, heldur hinn, að spurningin er ekki rétt? Siðferðileg vandamál eru með erfiðustu vandamálum sem upp koma. Þau varða yfirleitt fólk - jafnvel líf þess eða dauða - og það er ekki hægt að reikna út svarið, eða gera skoðanakönn- un. Siðferði VIÐHORF Eftlr Kristján G. Arngrímsson hefur nefni- lega afskap- lega lítið ef nokkuð með lýðræði að gera, það er ekki vísindalegt og síst af öllu lýtur það markaðslögmálum. Þannig eru í siðferðisefnum ófærar all- ar þær helstu leiðir sem yfir- leitt eru farnar nú á dögum þegar skera þarf úr um hvað sé rétt að gera. Glöggt dæmi kom í ljós fyrir nokkru í Bretlandi þar sem spurning vaknaði um það hvort skilja ætti að tiltekna sí- amstvíbura. Ef þeir yrðu ekki skildir að myndu báðir deyja, en ef þeir yrðu skildir að myndi annar deyja en hinn lifa. Breskir dómarar fengu það verkefni að skera úr um hvort yrði gert og komust að þeirri niðurstöðu að skilja beri tvíbur- ana að. Grundvallarforsenda þeirra var sú, að þetta væri á endanum spurning um sjálfs- vörn þess tvíbura sem myndi lifa. En þeir viðurkenndu jafn- framt, að niðurstaðan fæli í raun í sér að hinn tvíburinn yrði myrtur. Foreldrar tvíbur- anna voru aftur á móti andvígir því að börnin yrðu skilin að og vildu að Guð fengi að ráða því hvernig færi. Þegar svona ofboðslega stór- ar spurningar koma upp eru sennilega tvær leiðir færar. Annars vegar er hægt að reyna að komast að því hvað sé í raun og veru rétt svar, burtséð frá því hvað hveijum finnst. Hins vegar er hægt að reyna að ákveða hver eigi að fá að ráða því hvað gert verði. Hvernig ætti að vera hægt að komast að því hvað sé rétt að gera, burtséð frá því hvað hverjum finnst? Jú, þetta er grundvallarspumingin í fræði- greininni sem fæst við siðferði - siðfræði. Við hana fæst hópur manna sem kallast siðfræðing- ar. Er ekki hægt að spyrja þá, svona eins og maður spyr lækni hvað gera skuli ef maður slasar sig? Nei, það er því miður ekki hægt. Siðfræði er gersamlega ófær um að leysa raunveruleg siðferðileg vandamál. En hvern- ig myndi siðfræðingur fara að? Tja, það færi sennilega eftir því hvaða kenningu hann aðhylltist - hvort hann væri reglusinni (Kantisti), nytjastefnumaður (Millisti), dygðasinni (Aristótel- isti), nú eða jafnvel menningarafstæðishyggjusinni. Sennilega yrði útkoman sú, að reglusinninn kæmist að einni niðurstöðu og nytjastefnumað- urinn annarri. (Að ekki sé nú minnst á menningarafstæðis- hyggjusinnann!) Líklegra er því en hitt, að siðfræðingarnir yrðu bara til að valda ruglingi og frekari vandræðum. Raunin er sú, að niðurstaða siðfræðingsins yrði einfaldlega byggð á gildis- mati hans sjálfs, en hann myndi sveipa hana glæsiklæðum flottra orða (á borð við „al- mannaheill") og gáfulegra kenn- inga (á borð við „skylduboð- skenning Kants“). Sú leið sem fara verður er því sú, að ákveða hver eigi að ákveða hvað gera skuli. Og það var sú leið sem á endanum var farin í máli síamstvíburanna í Bretlandi. Þess vegna er það mál svo undarlegt - vegna þess að það voru ekki foreldrar barnanna sem fengu að taka ákvörðunina, heldur dómarar. Á hvaða forsendum fengu þeir það hlutverk? Voru foreldrarnir af einhverjum ástæðum ófærir um að vera það sem foreldrar eru yfirleitt, það er að segja, yfir- vald barna sinna? Það sem meira er, for- eldrarnir eru ekki breskir, held- ur koma frá Möltu; þeir koma úr öðru umhverfi en dómararnir og rök þeirra fyrir því að lækn- ar ættu ekki að aðskilja börnin þeirra voru þau, að enginn gæti skorið úr um hvort barnanna ætti að fá að lifa, heldur bæri þeim að hlíta vilja Guðs. Enginn efast um að bresku dómararnir hafi mælt af ein- lægni þegar þeir sögðu þetta vera erfiðasta mál sem þeir hefðu nokkurn tíma þurft að fást við, og að þeim hafi varla orðið svefnsamt vegna þess. En það er ekki meginatriðið. Og það er heldur ekki meginmálið hver rök bresku dómaranna voru fyrir niðurstöðunni. Kjarni málsins er þessi: Hvers vegna fengu foreldrar tvíburanna ekki að ráða örlög- um barnanna sinna? Var um að ræða óhæfa foreldra? Reyndu foreldrarnir að koma sér hjá því að taka ákvörðun? Töldu þeir sig ófæra um að ákveða hvað gert yrði - eða ekki gert? Það verður ekki annað séð en for- eldrarnir hafi þvert á móti verið ákveðnir í því hvað gera skyldi, en munu hafa fallið frá því að áfrýja dómnum. Þess vegna hlýtur það að vera að einhverjum hafi fundist þetta fólk vera óhæfir foreldrar og að nauðsynlegt væri að grip- ið yrði fram fyrir hendurnar á þeim í því skyni að gæta vel- ferðar barnsins sem talið er að muni lifa af. En hvaðan kom þeim, sem tók þessa ákvörðun, umboð til þess? Hvað sem allir siðfræðingar segja, þá er bara ekki til „rétt“ lausn á þessu sorglega máli. Námsráðgjöf/Samtök iðnaðarins og félagsvísindadeild HÍ hafa gert með sér samning um vefínn idnadur.is sem fjallar um nám og störf. Gunnar Hersveinn segir hér frá hlutverki námsráðgjafa o.fl. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Jón Torfi, Guðbjörg, Jón Steindór og Arnfríður við undirritun samnings Samtaka iðnaðarins og Félagsvísinda- deildar um idnadur.is sem hjálpar óvissum að velja sér nám og störf í framtíðinni. Ráðgjöf um nám og störf á N etinu • „Mamma og pabbi vilja að ég verði stúdent en mig langar til að verða hársnyrtir. Hvað á ég að gera?“ VCFURINN idnadur.is var vaUnn vefur októbermán- aðar á íslenska mennta- netinu (www.ismennt.is) og er það m.a. vegna þáttar á honum sem heitir „nám og störf‘, en þar er hægt að sjá hvaða menntun starfs- menn í um 130 íslenskum iðníýrir- tækjum hafa og hvar og hvemig hægt er að afla sér hennar. „Nám og störf “ eru samvinnuverkefni Sam- taka iðnaðarins og náms í námsráð- gjöf í félagsvísindadeild Háskóla ís- lands. Hann hefst með þessum orðum: „Hvað ætlarðu að verða þeg- ar þú verður stór? Hver kannast ekki við þessa spumingu. Dreymir ekki alla um gott og skemmtilegt starf sem er vel borgað? Til þess að auka líkumar á því að sá draumur geti orðið að veruieika er gott að afla sér góðrar menntunar sem gerir mann að eftirsóttum starfsmanni." Vefurinn býr yfir margvíslegu efrii og fróðleik um iðnaðinn. Hann skiptist í sjö þætti og hefúr verið á Netinu um eins árs skeið án þess að hafa verið auglýstur að ráði. Markmið þessa upplýsingavefjar er þríþætt. 1) Að efla almennan skiln- ing á gildi iðnaðar fyrir hagsæld þjóðarinnar og velferð. 2) Að gera ungu fólki auðvelt og skemmtilegt að íræðast um iðnaðinn og þá mögu- leika sem hann gefur til framtíðar- starfa. 3) Að gera kennurum auðvelt að nálgast kennslu- og ítarefni um iðnaðinn. Iðnadur.is er yfirgripsmesti vef- urinn um framboð á námi hér á landi og hafa náms- og starfsráðgjafar sagt að hann nýtist þeim vel við vinnuna. Samtök iðnaðarins byggðu vefinn upp og hafa í framhaldi af þessu starfi gert samstarfssamning við nám í námsráðgjöf í HÍ um að „nám og störf ‘ á vefnum verði við haldið og þróaður af félagasvísinda- deild. I „nám og störf ‘ eru dregnar sam- an gagnlegar upplýsingar í gagna- grunn sem tengja saman nám, störf, skóla, íyrirtæki og í sumum tilvikum einstaklinga (með viðtölum). Markmið SI er m.a. að fá ungt fólk til þess að hugsa, þegar það velur sér nám og störf, um að það sé fram- tíð í iðnaði. Uppsetningin er aðgengileg. Safnað var upplýsingum um mennt- un frá 130 fyrirtækjum í SI og síðan um alla innlenda og marga erlenda skóla þar sem þessi störf eru kennd. Dæmi: Skýrr hf. Upplýsingar um fyrirtækið, listi yfir menntun allra starfsmanna, fyrirtæki í sama iðn- aði, viðtal við einstakHng. Ef starfs- menntun er valið vaknar næsti gluggi með upplýsingum um starfið, önnur fyrirtæki og skóla þar sem hægt er að læra til starfa, og loks um námið. Væntanlegir nemendur geta „val- ið“ sér nám og störf á vefnum aUt frá því að verða arkitekt til þess að starfa sem viðskiptafræðingur. Þá er hægt að senda spumingar og Spurningar og svör af idnadur.is (Samtök iðnaðarins) Dagsetning: 13.04.2000. Kyn: Karl. Aldur: 20. Spuming: Hver er munurinn á upplýsingatæknifræði í Tækni- skóla Islands og tölvu- og upp- lýsingatæknibraut í Háskólanum á Akureyri? Námið í TÍ flokkast undir rafmagnssvið en á Akur- eyri flokkast það undir rekstrar- fræðisvið. Hver er munurinn? Einnig vil ég vita hver skóla- gjöldin eru í TÍ og Háskólanum á Akureyri. Svar: Það er erfitt að bera saman nám en til einföldunar má benda á að hjá TÍ er tæknifræð- in - tæknin - í forgrunni. Kunn- átta í raungreinum er mikilvæg og lögð er áhersla á úrlausn tæknilegra vandamála. Rekstr- arfræðin er í aukahlutverki. Við HA er það rekstrarfræðin - nýt- ing upplýsingatækninnar - við rekstur fyrirtækja sem er í for- grunni. Áhersla er lögð á notkun skilvirkra upplýsingakerfa við stjómun fyriirtækja, öflun upp- lýsinga í framleiðslu- og þjón- ustufyrirtækjum og hugbúnaðar- fræði og hönnunaraðferðir í hugbúnaðargerð. Tæknin er þar meira í aukahlutverki. Rétt er að benda þér á að skoða aðgengi- legar upplýsingar um námið við tölvu- og upplýsingatæknibraut- ina í Háskólanum á Akureyri og svar hér á vefnum um upplýsingatæknifræði við Tækni- skóla íslands. Að öðra leyti verð- um við að benda þér á að hafa samband við skólana beint til þess að fá nánari upplýsingar. Skólagjöld í Tækniskóla íslands eru 16.150 kr. á önn. Skólagjöld í Háskóla Akureyrar eru 25.000 kr. á ári (12.500 á önn). Dagsetning: 08.10.2000 Kyn: kona. Aldur: 18. Spumíng: Hvar lærir maður blómaskreytingar og annað slíkt? Hvert er starfsheiti þeirra sem vinna við það? Svar: Garðyrkjuskóli ríkisins á Reykjum í Olfusi er eini skólinn hér á landi sem bíður upp á blómaskreytinganám. Tekið er inn í námið annað hvert ár, nú síðast var tekið inn í námið í haust þannig að ekki verður tek- ið aftur inn í námið fyrr en árið 2002. Námið tekur tvö ár með verknámi. Verknámið fer fram í blómaverslunum eða á öðram stöðum, sem skólinn samþykkir, undir stjórn leiðbeinanda og gert er ráð fyrir að nemendur hafi lokið hluta af verknámi áður en þeir hefja bóknám og hafi jafn- framt lokið tveimur til fjórum önnum í framhaldsskóla. Bók- námið er tvær annir. Til að hefja bóknám sem byrjar um áramót (2002-3) þarf að vera búið að ljúka sjö mánuðum í verknámi, þar af eru þrír mánuðir reynslu- timi og fjórir mánuðir eru dag- bókarskyldir. Verknámið er 14 mánuðir í allt. Að öllu þessu loknu útskrifast maður sem garðyrkjufræðingur af blóma- skreytingabraut. Hægt er að fara á kvöldnámskeið í blóma- skreytingum sem hinar ýmsu blómaverslanir bjóða upp á og einnig TómstundaskóHnn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.