Morgunblaðið - 24.10.2000, Page 48

Morgunblaðið - 24.10.2000, Page 48
MORGUNBLAÐIÐ 48 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 MINNINGAR JÓN HILMAR SIGÞÓRSSON + Jón Hilmar Sig- þórsson var fæddur í Reykjavík 21. október 1955. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut, 16. október síðastliðinn. Foreldrar hans eru Oddný Jónsdóttir og Sigþór Hilmar Guðnason, d. 1962. Systkini Jóns eru Guðni, Guðrún Jó- hanna og Sigþóra Oddný. Hinn 4. nóvember 1983 kvæntist Jón Helgu ÓskarsOdóttur, for- eldrar hennar eru Jakobína Hafliða- dóttir og Óskar Sveinsson, d. 1983. Sonur Jóns og Helgu er Hafliði Jónsson. Jón lauk svein- sprófi í húsasmíði við Iðnskólann í Reykjavík og starf- aði að iðn sinni lengstum. Utfór Jóns fer fram frá Langholts- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jón minn. Eg sendi þér kæra kveðju, núkominerlífsinsnótt. Kg umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Pótt svíði sorg mitt hjarta þásælteraðvitaafþví, þú laus ert úr veikinda viðjum, þínverölderbjörtáný. Eg þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um huga minn fer. Pó þú sért horfinn úr heimi ég Mtti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir oglýsirumókomnatíð. (Þórunn Sig.) Guð geymi þig og blessi elsku Jón. Þín Helga. í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Eg leita þín, Guð leiddu mig, og lýstu mér, um ævistig. Eg reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Eg geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér, því veit mér feta veginn þinn, að verðir þú æ, Drottinn minn. Kveðja frá mömmu. Elsku bróðir, að setjast niður og Varanleg minning er meitluö ístein. m S.HELGASONHF 11STEIHÍSMIÐJA Skemmuvegi 48, 200 Kóp. Sími: 557-6677 Fax: 557-8410 Netfang: sh.stone@vortex.is skrifa minningarorð um þig er eitt- hvað svo óraunverulegt, eitthvað svo óréttlátt. Þegar þú veiktist fyrir ári síðan trúði ég því að þú myndir lækn- ast, þín létta lund, húmorinn, trúin og læknavísindin yrðu sjúkdómnum yfírsterkari það gat ekki annað verið og í fyrstu reyndist það ætla að verða en margt fer öðruvísi en ætlað er. Nú ert þú farinn frá okkur og við stöndum eftir agndofa, sorgin og söknuðurinn fyllir hjarta okkar og erfitt er að hugsa um lífið án þín. En við vitum að nú líður þér vel, erfið- leikar og þjáning veikindanna að baki og þú heill heilsu, það gerir sorgina bærilegri. Eg veit kæri bróðir að lífið heima á Sæfelli snerist mikið um mig, litlu frekjuna, en þú lést mig aldrei finna fyrir því, að vísu tókstu mig einu sinni og rassskelltir og ég man hvað ég var hissa, en skildi þá að ég hafði gengið of langt í það skiptið. Öll farartækin þín eru mér ofar- lega í huga, fyrst bláa reiðhjólið,sem þú hjólaðir á út í fiskbúð á laugar- dagsmorgnum til að kaupa saltfisk í hádegismatinn, svo kom skellinaðran og ég hélt fyrir eyrun út af hávaðan- um í henni, nú svo allir bílamir sem ég held að enginn hafi tölu yfir. En mér fannst þú alltaf eiga flottustu bílana, hversu miklar druslur sem þeir voru. Ég man hvað mér þótti flott þegar þú sóttir mig í vinnuna á hvíta Bronconum eða lánaðir mér rauðu fallegu Toyotuna til að rúnta á heilt kvöld rétt orðin 17 ára. Það hefðu nú ekki allir gert. En það lýsti góðsemi þinni og greiðvikni vel, alltaf tilbúinn að hjálpa þegar kallað var, hvort sem það var til að leggja parket, laga eða breyta, ég tala nú ekki um öll bíla- kaupin í fjölskyldunni sem þú þurftir að leggja blessun þína yfir. Ég gleymi heldur aldrei þegar þú komst í morgunkaffi til mín þegar ég var nýbúin að eiga mitt íyrsta barn og bentir mér á að það myndi hressa afa Guðna mikið að fá lítinn nafna, hann væri eitthvað svo slappur og það reyndust orð að sönnu, sá gamli hresstist allur við. Ég geymi í hjarta mínu öll jólaboðin og gamlárskvöldin okkar fjölskyldunnar, þar varst þú hrókur alls fagnaðar og skemmti- legri mann var ekki hægt að finna til að skemmta sér með, alltaf líf og fjör og mikið hlegið, húmorinn ofar öllu. Minningin um þig lifir líka í verk- um þínum, fallega íbúðin ykkar Helgu ber merki um dugnað þinn og vandvirkni, handverk þitt frá grunni. En þú lifir áfram í honum Halla, litlu perlunni ykkar Helgu, sem þarf að kveðja þig aðeins níu ára gamall, samrýndari feðga er varla hægt að finna. Við fjölskyldan munum gera allt sem við getum til að hlúa að J,X 1111XXXXIXXXXXJU H H H H H H H H H H H H H H Erfisdrykkjur P E R L A N Sími 562 0200 irrrrii rmnnil Halla og Helgu, þeim tveim sem stóðu þér næst og þú elskaðir svo mikið og sýndir á svo fallegan hátt. Hún Helga sem stóð við hlið þér gegnum veikindin eins og klettur, styrkti þig og hjúkraði, þá sást vel hversu samrýnd hjón þið voruð. Ég man, Jón, þegar við heimsótt- um ömmu á sjúkrahúsið eftir jarð- arforina hennar Astu frænku og þú sagðir að fólk ætti ekki að þurfa að jarða bömin sín, jafnvel ekki á tíræð- isaldri eins og hún var. En í dag þarf mamma að fylgja þér til grafar, eins og hún fylgdi pabba fyrir 38 árum og það er henni þung byrði en ég veit að þið feðgamir vakið yfir henni og styrkið hana í sorginni. Elsku Jón, ég veit að pabbi og tengdapabbi þinn, afarnir og ömm- umar hafa tekið vel á móti þér og það er okkur huggun. Við sættum okkur aldrei við dauða þinn en lærum að lifarneð honum. Ég bið góðan guð að styrkja Helgu, Halla, mömmu, Bínu og okk- ur öll. Minningin um Jón Hilmar Sig- þórsson lifir. Sigþóra og ijölskylda. Um leið og litfógur haustlaufin falla og vetur konungur boðar komu sína berst sú frétt að Hilmar frændi minn hafi dáið í nótt. Mér fannst tím- inn standa í stað, þetta gat ekki verið rétt, þótt ég vissi að þessi barátta gæti farið á báða vegu vildi ég alls ekki trúa því að Guð myndi ekki bænheyra okkur og veita honum sig- ur í þessari baráttu. Elsku Hilmar, ekki datt mér í hug að ég ætti eftir að setjast niður og skrifa nokkur minningarorð um þig, við eram jafngömul, ég fædd í apríl en þú í október. Guð spyr ekki um aldur, það eitt er víst. Þegar ég hugsa til baka streyma minningar í gegnum huga minn frá því þú varst strákur hjá okkur í Lækjarhvammi. Þá var nú oft gaman, þú varst hrókur alls fagnaðar hvar sem þú komst enda glaðværð þín og hnyttni alveg einstök. Þú hafðir mjög gaman af því að syngja og þegar ég varð þrítug tókum við einn dúett saman, okkur fannst við mjög góð en mér heyrðist á mökum okkar og sumum gestanna að þeir væru ekki eins hrifnir, en við ákváðum að þau hefðu ekkert vit á músík. Einu atviki ætla ég að segja hér frá, þar sem þér er rétt lýst. Þeg- ar Dóri varð fertugur var maður í af- mælinu sem fannst hann kannast við þig, hann vék sér að þér og spurði: Þekkir þú afmælisbarnið? Og þú svaraðir að bragði: Ég, nei, ég las í blöðunum að hann ætti afmæli og ég átti leið hér um og þá datt mér í hug að líta inn. Elsku HOmar, þú greindist fyrir ári með þennan illkynja sjúkdóm sem nú hefur lagt þig að velli. I byrj- un september varstu orðinn mjög veikur, en þú gast samt farið með vinum þínum í lax norður í Laxá í Að- aldal í þrjá daga, eins og þú hefur gert undanfarin ár, og hafðir mjög gott af því að anda að þér norðlenska fjallaloftinu. Elsku Hilmar minn, nú ertu búinn að fá hvíldina og nú líður þér vel. Lítinn mann, hann Halla þinn, mun vanta stóra höndina á pabba sem leiddi hann í ferðalögum og upp í sumarbústað. Síðustu dagamir vora þér og þín- um erfiðir, Helga þín stóð eins og klettur þar til yfir lauk og mamma þín og systkini vora hjá þér síðustu dagana. Égveitþað, Hilmar minn, að það verður tekið vel á móti þér af pabba þínum, ömmu og afa í Ysta- hvammi og afa og ömmu á Sæfelli. Margseraðminnast, margterhéraðþakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margseraðminnast, margseraðsakna. Guð þerri tregatárin stríð. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. GekkstþúmeðGuði, Guðþérnúfýlgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Helga, Halli, Oddný og aðr- ir ástvinir. Guð styrki ykkur í þessar miklu sorg. Við sættum okkur aldrei við það að þú sért farinn, en við lær- um að lifa með því. Þín frænka, Rán. Elsku Jón. Nú er komið að kveðju- stund. Það er margs að minnast eftir margra ára kynni. Við unnum saman í nokkur ár í Bílahöllinni þar sem þú varst bílasali og sölustjóri. Við skemmtum okkur oft saman, þá var oft glatt á hjalla og mikið gaman. Það er okkur mjög minnisstætt þegar þú eignaðist litla Halla þinn sem allt snerist um hjá þér. Manstu þegar þú smíðaðh' litla Trölla handa honum? Hann var alveg eins og sá stóri enda varst þú frábær smiður eins og sýndi sig þegar þú gerðir skúr í Kúrukoti. Það er aldrei fullþakkað fyrir þann sælureit og hvað það hefur gert fyrir okkar sál. Þú áttir yndislega konu sem búin er að standa eins og klettur við hlið þér, hún er perla. Takk fyrir samverana, sjáumst síðar. Guð geymi þig. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku Helga, Halli og aðrir að- standendur. Við og fjölskylda okkar sendum ykkur innilegar samúðar- kveðjur. Við biðjum góðan Guð að halda verndarhendi yfir ykkur. Miss- ir ykkar er mikill við fráfall þessa öðlings. Guð blessi minningu hans. Petra og Jón. Elsku Jón. Það er erfitt að kveðja þig nú þegar leiðir okkar skiljast en við eram sannfærð um að þær munu liggja saman að nýju á betri stað. Eftir sitjum við hin með ótal yndis- legar minningar um samverastundir okkar og munu þær alltaf vera á sér- stökum stað í hjarta okkar. Þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Já, þinn tími var svo sannarlega ekki kominn og er það sárt að sjá þig fara á besta aldri. Það var okkur mikið áfall en svona er nú einu sinni lífið og verðum við að halda áfram þótt það reynist svo erfitt á tímum. Vegir guðs era órannsakanlegir. Þú varst búinn að berjast lengi við sjúk- dóminn og kraftarnir vora á þrotum. En núna ertu kominn á góðan stað ásamt pabba þínum. Það er auðvelt að lýsa honum Jóni. Hann var afar traustur og svo sann- arlega vinur vina sinna. Það mátti alltaf treysta á hann og sýndi hann ekkert nema vinsemd og góð- mennsku í garð annarra. Allt sem Jón tók sér fyrir hendur gerði hann vel og var hann laginn og vandvirk- ur. Fáir vora eins skemmtilegir og hann Jón og var alltaf gaman að tala við hann um hitt og þetta. Okkur verða afar minnisstæð allar sumar- bústaðai’ferðimar og öll fjölskyldu- boðin sem við áttum saman og verða þau ekki þau sömu með hann fjarver- andi. En það er öraggt að hann verð- ur okkur alltaf ofarlega í huga og hjarta. Nú er komið að kveðjustund. Elsku Jón. Takk fyrir tímann sem við áttum saman og megi guð varð- veita þig um allar aldir. Við teljum okkur vera afar heppin að hafa kynnst þér og þökkum við þér fyrir samverana og allan þann kærleik sem þú sýndir okkur. Við munum varðveita minningu þína. Elsku Helga og Halli, Oddný og systkini, megi guð veita ykkur styrk í sorg ykkar. Haldið áfram að vera sterk á þessum erfiðu tímum. Við sendum ykkur okkar dýpstu samúð. Sveinn, Dadda, Ingvi, Óskar og Sóley Guðrún. Við viljum í nokkram orðum minn- ast vinar okkar Jóns Hilmars sem lést 16. október sl. eftir erfiða bar- áttu við krabbamein. Kynni okkar hófust í félasskap frímúrara þar sem strax tókst með okkur góð vinátta. Jón var einstakt prúðmenni og góður félagi og vinur. Hann hafði mikla kímnigáfu og naut þess að vera í góðra vina hópi en var jafnframt hógvær. Jón var laghentur maður og list- hneigður. Hann vann við parketlagn- ir og var góður fagmaður og hafði næmt auga fyrir fallegri hönnun og listsköpun sem m.a. heimili hans og Helgu konu hans ber vitni um ásamt mörgum listilega lögðum gólfum sem hann skilur eftir sig. Fyrir rúmlega árið dvöldum við nokkrir félagar ásamt fjölskyldum okkar saman í útilegu þar sem glatt var á hjalla. Engum datt þá í hug að Jón ætti fljótlega í vændum að verða greindur með krabbamein. Hann barðist hetjulega við þennan sjúk- dóm og lét engan bilbug á sér finna. Hann kvartaði aldrei og hélt alltaf í vonina fram á síðustu stundu. Það er erfitt að þurfa að kveðja góðan vin sem kallaður er í burtu á besta aldri. Jóni hefur verið ætlað hlutverk á næsta tilverastigi og því hefur hann skipt um náttstað um sinn. Við þökkum fyrir að hafa fengið að njóta félagsskapar og vináttu hans í þessu jarðlífi. Ljósið snýr baki við litum fjallsins, líf dagsins seytlar milli steina, hverfur mjúklátt til myrkurs og þagnar í mold djúpt undir hijúfu grjóti. Eg leita mér náttbóls, finn lágan skoming og leggst til hvíldar í faðm, armlög tveggja myrkra, moldar og himins; máttug kyrrð svæfir mig og geymir. Og niðandi rödd þeirra rís, fellur, roðar þögnina, streymir mér til hjarta, í einum svip rennur ljós hins liðna ljós hins ókomna dags yfir fjallið. (Snorri Hjartarson.) Elsku Helga og Hafliði, megi Guð gefa ykkur styrk í sorginni. Pétur J. Jóhannsson, Benjamín M. Kjartansson. Ég man þegar ég var lítill strákur með bíladellu þá var það best í heimi að eiga frænda sem bæði keyrði rallí- bfl og átti jeppa. Maður með slíka eiginleika skipaði strax heiðurssess hjá litlum frænda. Þú varðst strax uppáhaldsfrændinn. Þegar ég óx úr grasi og bfladellan hvarf hélst þetta hlutverk þitt óbreytt en með breytt- um forsendum. Þú varst alltaf boðinn og búinn til að aðstoða, öll verk vora smávægileg í þínum augum, hversu stór sem þau vora. Þú varst heiðurs- þátttakandi í öllum mínum stærstu stundum og gleði þín og húmor gerðu hverja stund ógleymanlega. í öllum fjölskylduboðum passaðir þú að ekkert vantaði upp á gleðina og þannig era liðnar hátíðarstundir enn ljúfari í minningunni. Þegar ég fletti gegnum albúmin mín ertu brosandi á hverri einustu mynd og lífsgleðin og þrótturinn skín af þér. I dag er tæpt ár síðan við lágum í sagi upp fyrir haus í nýju íbúðinni okkar Lindu og lögðum parket. Mér finnst eins og það hafi verið í gær. Því fá því engin orð lýst hvernig mér líður nú er þú hefur verið kallaður á brott úr þess- um heimi á miðri lífsleiðinni, langt um aldur fram. í daglegu amstri lífs- ins finnst manni dauðinn fjarlægur, en sýnt er að sjúkdómar og veikindi fara ekki í manngreinarálit og geta borið niður hvar og hvenær sem er. Er slíkt gerist finnst manni lífið óréttlátt og maður spyr sig, af hverju þú frændi, af hverju þú, sem áttir svo mikið að lifa fyrir, af hverju þú sem við elskum svo mikið. Góðar minn- ingar um þig munu þó hjálpa öllum í gegnum sorgina og tryggja þér fast- an sess í huga okkar alla ævi þótt þú sért nú burt farinn. Elsku Helga og Halli, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Elsku frændi, hvíldu í friði. Sigþór Hilmar Guðmundsson. Á þessu fagra og veðursæla hausti sem nú er að líða, og jörðin skartar sínum fegurstu haustlitum, barst okkur sú harmafregn að Jón systur- sonur minn væri látinn í blóma lífs- ins, frá konu og litlum syni þeirra. Það var sem veðurblíðan og haust- fegurðin hyrfi í einni svipan og allt varð dauft og drangalegt. Þá fór ég að hugsa til áranna 1974 og 1975, en þá flutti ég með fjölskyld-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.