Morgunblaðið - 24.10.2000, Page 60
PO ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Þöglu árin í ævi Jesu
HINN 2. sept. sl.
birtist bréf til blaðsins
sem nefndist Kristin
trú á nýrri þúsöld. Þar
vakti ég athygli á fjöl-
breyttu safnaðarstarfi
í kirkjum landsins.
Hinir fórnfúsu þjónar
kirkjunnar hafi þó
ekki haft erindi sem
erfiði hvað varðar að
glæða dræma kirkju-
sókn þorra almenn-
ings. Ef til vill ætti
íT^ræmið á trúar-
skoðunum meirihluta
fólksins í þjóðkirkj-
unni og kennisetning-
um kirkjunnar þar
hlut að máli.
Nýlegar rannsóknir í saman-
burðartrúarbragðafræði og texta-
rýni, fundir fornrita og fornleifa-
uppgreftir hafa flett hulunni ofan
af ýmsum þáttum um líf, starf og
boðskap Krists. Þessar heimildir
varpa nýju ljósi á fagnaðarerindi
Krists og endurbæta kennfiræði-
legan grundvöll kristninnar. Ég tók
sem dæmi að fundist hefðu allgóðar
heimildir um hvað Jesús hafðist að
á æskuárum sínum sem ekki er
á^fceint frá í ritningunni.
Goðsögur og munnmæli
um æskuár Jesú
Ýmsar sögusagnir og getgátur
eru á kreiki um hvað á daga Jesú
dreif á þöglu árum ævi hans. Al-
mennt er hann talinn hafa verið
heimakær smíðalærlingur hjá föð-
ur sínum. Óstaðfestar fregnir
greina frá því að hann hafi verið
ötull við að tileinka sér trúarspeki
sem þekkt var á hans tímum.
ilann á að hafa kynnst klaustur-
reglu Essea sem voru trúræknir
gyðingar, nánar til-
tekið nasíreum sem
hann sé kenndur við.
Guðfræðingar hafa
borið saman texta
Essea við orðræður
Jesú og komist að slá-
andi niðurstöðum.
Hann á einnig að hafa
verið vígður inn í
launhelgar í Karnak
og Luxor á Egypta-
landi. Á barnsaldri
hafi Jesús dvalið um
hríð á meðal
keltneskra drúída á
Bretlandseyjum, sem
áttu sér merka and-
lega menningararf-
leifð, í fylgd með frænda sínum
Jósef frá Arímaþeu.
DvölJesú á
Austurlöndum
Þrálátar munnmælasögur greina
frá dvöl Jesú á Austurlöndum. Það
vakti að vonum athygli þegar rúss-
neski fréttamaðurinn Nicolas Noto-
vitch kvaðst árið 1887 hafa komist
yfir fornfáleg handrit í Hímis sem
er afskekktur klausturstaður í La-
dakh sem áður nefndist Litla Tíbet.
Ritin eru kennd við dýrlinginn Issa
og vart er hægt að túlka þau á ann-
an veg en að þau eigi við um Jesú.
Skjölin greindu frá því hvað Jesús
hafðist að á æskuárum sínum. Þeim
ber í stórum dráttum saman við
frásagnir guðspjallanna um starf
Jesú í Galfleu og sögu gyðinga sam-
kvæmt Gamla testamentinu.
Fyrstu frásagnirnar skráðu Ind-
verjar þremur eða fjórum árum
eftir krossfestinguna, byggðar á
fyrri kynnum af Jesú. Yngstu ritin
voru frá 2. öld e.Kr. Frá Indlandi
voru ritin flutt til Nepals og skráð
Trú
Kirkjuyfírvöld virðast
hafa í tímans rás leynt
eða ljóst, segir
Hartmann Bragason,
hoggið á þessar fornu
austurlensku rætur
kristindómsins sem
fagnaðarerindi Krists
hóf upp í æðra veldi.
á palí og að lokum flutt til Tíbets og
þýdd á tíbetsku.
Árið 1895 gaf Notovitch Issa
handritin út sem á íslensku má
nefna „Hin óþekkta ævi Jesú
Krists“. Nokkrir velmetnir fræð-
ingar og landkönnuðir fylgdu
ferðalýsingu Notovitchars og stað-
festu fund hans. Eftir að kínverskir
kommúnistar lögðu undir sig Tíbet
hafa handritin horfið sporlaust og
ekkert til þeirra spurst.
Samkvæmt Issa-handritunum
slóst Jesús í för með indverskum
verslunarleiðangri til Indlands þeg-
ar hann var á fjórtánda ári. Þar
hafi hann lagt stund á vedísk fræði
hindúapresta við Gangesfljót og
síðar búddhísk fræði í Nepal og
Tíbet þar til að hann var orðinn
fullnuma. Issa hafi læknað sjúka og
boðað fagnaðarerindið á einfaldan
og skýran hátt. Hann hafi deilt á
geistleg yfirvöld fyrir hræsni,
falskenningar, skurðgoðadýrkun og
dauða bókstafstrú. Hann hafi brot-
ið erfðastéttalögin á Indlandi með
því að bera hag lítilmagnans fyrir
brjósti og kenndi að lögin hafi orðið
til mannsins vegna en ekki vegna
laganna. Maðurinn gæti snúið sér
beint til Guðs og þyrfti ekki á falsk-
enningum prestanna að halda sem
kúguðu þá. Issa hafi lofsamað kon-
ur og kallað þær mæður alheims-
ins. Alþýðan hafi elskað og dáð
þennan dýrling en andleg og ver-
aldleg yfirvöld hafi óttast hann og
ofsótt.
Ýmsar aðrar helgisagnir á Aust-
urlöndum, óskráðar og skráðar, um
dýrlinginn Issa bera að sama
brunni. Þegar hann kom aftur til
sögunnar í landinu helga tók hann
til óspilltra málanna: „Eins og eld-
ing sem leiftrar frá austri til vest-
urs, svo mun verða koma Manns-
sonarins“ (Mt 24.27).
Hugleiðingar
Einkum hafa frjálslyndir nýguð-
fræðingar kappkostað að rannsaka
sögulega þróun kristindómsins með
hliðsjón af andlegum straumum í
samtíð Jesú. Ýmsar niðurstöður
þeirra hafa mætt andstöðu og tor-
tryggni íhaldssamari guðfræðinga.
Kirkjuleg yfirvöld virtust óttast að
ef viðurkennt yrði að stórfelldra
heiðinna áhrifa hefði gætt á kristin-
dóm yrðu bornar brigður á óvið-
jafnanlegan frelsunarboðskap og
guðdómleika Krists. Því skal engan
undra þó að fullyrðingar um dvöl
Jesú á Austurlöndum og tengsl
gyðingdóms og kristinnar trúar við
austurlensk trúarbrögð kunni að
virka framandi.
Þessi handritafundur er ein af
mörgum vísbendingum sem gefa til
kynna að rætur kristninnar liggi
mun dýpra og víðar en almennt
hefur verið álitið. Sagan um vitr-
Hartmann
Bragason
r
ingana frá Austurlöndum er þar á
meðal (sjá Mt 2.1,2).
Kristur viðurkenndi lögmáls-
kenningar gyðinga, sem hann hafði
undraverðan skilning á frá tólf ára
aldri (sjá Lk 2.46-47). Hann sagðist
ekki vera kominn til að afnema þau
heldur uppfylla (sjá Mt 5.17). „Sá
sem var ljós heimsins - bestur allra
mannssona - hlýtur einnig að vera
uppfylling allra trúarbragða heims-
ins, lifandi dæmi þess sem koma
skyldi og sem vænst var ... einnig
út frá öðrum kennisetningum og
trúariðkunum en okkar eigin“ (El-
izabeth C. Prophet. The Lost Years
of Jesus, Summit University Press,
Livingston, MT, 1984, s. 363).
Þar sem Kristur hafði tileinkað
sér allt það besta úr öðrum trúar-
brögðum gat hann með sanni sagt:
„farið því og gjörið allar þjóðir að
lærisveinum" (Mt 28.19).
Kirkjuyfirvöld virðast hafa í tím-
ans rás leynt eða ljóst hoggið á
þessar fornu austurlensku rætur
kristindómsins sem fagnaðarerindi
Krists hóf upp í æðra veldi. Lausn-
in á hugsanlegum tilvistarvanda
kristninnar felst að mínu mati í að
kirkjan tæki til greina vel rök-
studdar rannsóknir á uppruna
kristindómsins. Þá er von til að
kirkjan megi endurvekja glæsta
menningararfleifð kristninnar og
gera kristindóminn að uppfyllingu
allra trúarbragða. Fjölmargir sem
aðhyllast nýaldarhyggju, austræn
og önnur trúarbrögð en kristni,
ættu þá að geta meðtekið fagnaðar-
erindið heils hugar.
Lesendum til glöggvunar hefur
höfundur þýtt Issa-handritin á ís-
lensku og gert úttekt á týndri
menningararfleifð kristninnar og
gefið út endurgjaldslaust. Upplýs-
ingar fást hjá hartmann@veda.is
og <www.tsl.org>
Höfuadur er menntaður í khhfskri
sálfræði og hagnýtri Ijölmiðlafræði.
Dragtir
KS.
SELECTION
Jíl'LL
Neðst á Skólavörðustíg
Ný öflug
^ iðnaðarhreinsíef ni
Rxstivörur
Stangarhyl 4
110 ReyHiavík
Sími 507 4142
Samsærissj ónarmið
í MORGUNBLAÐINU birtist
fyrir skömmu (21.9) örlítil frétt undir
fyrirsögninni „Bandarfldn vildu Dani
í ESB“. Þar var greint frá því að
Bandaríkjamenn hefðu átt stóran
þátt í því á bak við tjöldin að koma
Dönum inn í Evrópusambandið á sín-
um tíma. Jafnframt er getið um mikil
áhrif svokallaðs Bilderberg-hóps sem
hafi verið skipaður áhrifamönnum frá
Bandaríkjunum og Evrópu.
Það er dapurlegt að fréttir eins og
þessar skuli deyja strax við birtingu
án frekari umræðu. Það er einnig
dapurlegt að íslensk rannsóknar-
blaðamennska virðist ekki rista
dýpra en svo að kanna eldgömul
tengsl íslenskra sósíalista við Sovét-
rfldn. Ekki sést mikið af því að ís-
lenskt fjölmiðlafólk skoði þau gríðar-
legu áhrif sem ýmsar baktjaldaklíkur
hafa haft á heimsmálin.
Bilderberg-
Árlega hittast u.þ.b. 120 áhrifa-
miklir einstaklingar á bak við tjöldin
til þess að ræða heimsmálin. Þar eru
mættir forsetar, ráðherrar, meðlimir
konungsfjölskyldna, forstjórar, fram-
kvæmdastjórar, bankastjórar, við-
skiptajöfrar, fjölmiðlabarónar og
fleiri. Kjarninn í Bilderberg-hópnum
er 40 manna sjálfskipuð stjóm en hún
ákveður á hveiju ári hvar skuli halda
ráðstefnu, hveijum verður þangað
boðið, hvað verður þar rætt, hveijir
halda þar iyrirlestra og ekki kæmi á
óvart að niðurstaðan væri einnig fyr-
irfram ákveðin.
Margir þungavigtarmenn úr fjöl-
miðlaheiminum hafa setið þessar ráð-
stefnur án þess að birta neitt í eigin
fjölmiðlum. Hér virðist ríkja víðfeðmt
þegjandi samkomulag fjölmiðla um
að segja ekkert frá þessu baktjalda-
makki. Þessi staðreynd er alveg í
samræmi við þá fullyrðingu að hinir
stóru vestrænu fjölmiðlar eru ekki
frjálsir heldur þvert á móti hafa þeir
það hlutverk að vera áróðursmaskín-
ur í þjónustu auðvaldsins.
Það er áhugavert að rannsaka
hveijir eru þátttakend-
ur á Bilderberg-fundum
í samhengi við þróun
heimsmála. Það er t.d.
merkilegt að fylkis-
stjóra nokkrum frá Ark-
ansas skuli vera boðið á
Bilderberg 1991 og að
sami maður taki við
embætti Bandaríkjafor-
seta 1993. Sömu sögu er
að segja af Tony Blair.
Skömmu eftir Bilder-
bergþátttöku hans deyr
John Smith, þáverandi
formaður Verkamanna-
flokksins, Blair fær
stöðuna og vinnur auð-
veldan sigur í næstu kosningum.
Einnig er rétt að geta þess að í áður-
nefndri Morgunblaðsfrétt er gefið í
skyn að inngöngu Dana í Evrópusam-
bandið 1972 megi að stórum hluta
rekja til þess að Jens Otto Krag, þá-
verandi forsætisráðherra Dana, hafi
verið gestur Bilderberg-hópsins.
íslendingar
á Bilderberg
Auðvitað hefur íslenskum ráða-
mönnum einnig verið boðið á Bilder-
berg. Það kom til umræðu á sínum
tíma þegar Geir Hallgrímsson var
orðaður við Bilderberg.
En það er eins og allir séu nú búnir
að gleyma eða missa áhugann. Það er
þó orðið tímabært að setja málið aftur
ádagskrá.
Hvaða íslendingar fóru síðast á
Bilderberg? Það voru þeir Davíð
Oddsson (’97 og ’99) og Bjöm Bjama-
son (’95). Ef Ijóst er að þessi Bilder-
berg-hópur er þekktur fyrir það að
hafa mikil áhrif á ákvarðanir ríkja í
mikilvægum málum, hvemig stendur
þá á því að þessar fundarferðir
Davíðs og Bjöms fá nánast enga um-
fjöllun í fjölmiðlum? Það ber ekki
einu sinni á því að pólitískir andstæð-
ingar geri sér mat úr þessu vafasama
baktjaldamakki. Hvað ætli Bilder-
berg hafi haft mikfl áhrif á íslensk
stjómmál? Ef Bilder-
berg-hópurinn á stóran
þátt í því að koma Dön-
um inn í Evrópusam-
bandið, hvaða hugsan-
leg áhrif getur hann
haft stöðu Islands? Það
er þó engin ástæða til
þess að saka þá Davíð
og Bjöm um aðfld að
samsæri. Það er líkleg-
ast að gestir á Bilder-
berg-ráðstefnum haldi
í einfeldni sinni að hér
sé ekkert óeðlilegt á
ferðinni. Það sé bara
hið þarfasta mál að
helstu áhrifamenn
heimsins geti komið saman á bak við
tjöldin til þess að ræða saman í friði
og skiptast á skoðunum á opinskáan
Fjölmiólun
Hvar, spyr Þórarinn
Einarsson, eru rann-
sóknarblaðamenn
------7------------
Islands?
hátt. En gestimir átta sig e.t.v. ekki á
raunverulegri ástæðu þess að þeim er
boðið til fundar og hver séu raunveru-
leg markmið þessa hóps. Það væri þó
mjög áhugavert að kanna hvaða hug-
myndir þeir Davíð og Bjöm hafa um
starfsemi og áhrif Bflderberg-hóps-
ins. Sjálfsagt myndu þeir gera sem
allra minnst úr þessu máli enda
skortir þá kannski dómgreind til þess
að skilja raunveruleg markmið Bild-
erberg-hópsins og tengsl hans við efri
lög í valdapýramída heimsins.
Stóri bróðir
Getur verið að flestir stórmerkir
heimsviðburðir séu skipulagðir á bak
við tjöldin? Er mannkynssagan að-
eins sagan endalausa um nýju fötin
keisarans? Er „1984“, skáldsaga
George Orwell, e.t.v. nokkuð sann-
söguleg lýsing á vestrænu samfélagi?
Nær blekkingin e.t.v. dýpra? Em
okkar gmndvallarlífsskoðanir byggð-
ar á lygi? Er lygin orðin svo stór að
það sé ekki þolandi íyrir nokkurn
mann að horfast í augu við hana? Það
er ódýr friðþæging að halda því fram
að Vesturlönd séu lýðræðisþjóðir.
Lýðræðisleg réttindi hafa enga
merkingu þegar skoðanir og viðhorf
fólks em forrituð með einhliða frétta-
flutningi og lúmskum áróðri fjöl-
miðla. Það er peningavaldið sem á
stærstu fjölmiðla heimsins. Það væri
mikfl einfeldni og óskhyggja að halda
því fram að hagsmunatengsl verði að
víkja fyrir hlutleysi og réttvísi. Samt
hlýtur það að vera augljóst að gmnd-
vallarforsenda lýðræðis er frjálst og
óheft upplýsingastreymi. En það er
einfaldlega goðsögn að Vesturlönd
búi við slík skflyrði. Það er peninga-
valdið sem stjómar öllu, líka hvaða
skoðanir og lífsviðhorf fólk myndar
sér.
Islenskir rannsóknarblaðamenn
I DV þann 16.9 sl. var birt ágæt
umfjöllun um Bilderberg eftir Grím
Hákonarson. En það er þó undarlegt
hvað fjölmiðlar em áhugalausir að
íylgja málinu eftir. Almenningur fær
áfram þau skilaboð að hér sé allt með
felldu.
Hvar em rannsóknarblaðamenn
íslands? Em þeir kannski of upp-
teknir við að rannsaka mál sem litlu
máli skipta, eins og tengsl íslenskra
sósíalista við Sovétríkin? Em lygar
samtímans of erfiðar að fást við?
Heimurinn er uppfullur af svikum og
samsæmm, lygum og leyndarmálum.
Hvernig væri nú að upplýsa almenn-
ing á Islandi um það sem gerist á bak
við tjöldin hérlendis sem erlendis. Er
ekki tími til kominn að fjölmiðlafólk
fari á stúfana? Þurfum við öllu lengur
að sætta okkur við „opinberar skýr-
ingar“ og „tilviljanir"?
Höfundur er leiðbeinandi.
Þdrarinn Einarsson