Morgunblaðið - 24.10.2000, Qupperneq 78

Morgunblaðið - 24.10.2000, Qupperneq 78
1$ ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÚÐSLÍPUN umm mm mmkim HfnmM iknmtiim Snyrtistofan Ágústa býður nú upp á nýja húðmeðferð þar sem húðin er slípuð með örfínum kristöllum. Húðln endurnærlst, slettist og lítur frísklegrl út. Meðferðin tekur IV2 klst. með höfuð-, axla- og andlitsnuddl, sérvöldum húð- maska og ambúlu. Hver húðgerð fær með- ferð sem hentar. Nafnarstraeti 5 a v Ik st'mi: 552 3070 Mikið úrval af fallegum rúmfatnaii Úði* Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 FOLKI FRETTUM Margrét Eir heldur útgáfutónleika á Hótel Borg Rétti tíminn fyrir ástarsorg Það eru popp- og rokk- lög í snilldarútsetning- um sem prýða fyrstu sólóplötu Margrétar Eirar. Hildur Loftsdótt- ir hitti söngkonuna sem engin bönd halda. VIÐ hljómsveitin æfðum í tvær vikur, héldum tón- leika og fórum í hljóðver strax á eftir þannig að við vorum mjög heit og kláruðum þetta á tveimur dögum.“ Þannig lýsir söngkonan Margrét Eir vinnsluferlinu á fyrstu sólóplöt- unni sinni sem hún gefur út í dag. „Svo kom ég þriðja daginn og lag- aði það sem laga þurfti. Hug- myndin á bak við plötuna, fyrir utan lagavalið, var að halda þessu svona lifandi og heimilislegu, ná inn þessari heillandi stemmningu sem skapast á tónleikum. Og tónlistin stóð alveg sjálf án þess að bæta við einhverjum „dúllí dúllí effektum“.“ Og útgáfutón- leikarnir hefjast á Hótel Borg kl. 21 í kvöld. „Við ætlum að reyna að skapa afslappaða og heimilislega stemmningu í anda tónlistarinn- ar.“ Óla Palla að þakka Margrét Eir hefur verið lengi að og hefur tekið þátt í söngleikjum, leiksýningum og ýmsum uppákom- um. En hvernig stendur á því að fyrsta sólóplatan er fyrst að koma út núna? „Þetta er eiginlega algjör tilviljun. Mér fannst ég aldrei hafa neitt efni í höndunum sem mig langaði að nota, og auk þess var aldrei rétti tíminn. Ég hef sungið klassík, í kór, dúetta, gospel, söng- Margrét Eir og félag-ar halda afslappaða og heini.Jisleg. a tónleika á ORKUMJOLK ENGIN ÖRVANDI EFNI Orkumjólkin inniheldur eingöngu náttúruleg næringar- og bætiefni; B2-, B12- og D-vftamín, kalk, þrúgusykur, trefjaefni °**4, og prótein úr léttmjólk ~~ y og eggjahvítu. nmr www.ms.is leikjatónlist og rokk og ég gat ekki bara tekið eitthvað af því að mig langaði til þess að gefa út plötu. Ég vildi hafa einhverja heildarhug- mynd á plötunni einsog vantar kannski á margar plötur. Svo kem- ur maður labbandi til min sl. vor og segir: „Þú átt að gera plötu. Núna.“ Það var Óli Palli á Rás 2. Ég þekkti hann ekki neitt, en það fór allt að rúlla og hann hefur aðstoðað mig síðan og það er honum að þakka að ég skuli hafa gert þessa plötu yfir- leitt.“ Hvaða lög valdirðu á plötuna? „Fyrst ákvað ég að finna grunn- hugmyndina; hvað langar mig að syngja um? Og ég ákvað að þemað yrði ástarsorg, eða Only Love Can Break Your Heart sem er eitt lagið á plötunni sem eftir Neil Young. Svo fór ég að hugsa: „Guð, kemur þetta ekki út einog ég sé æðislega bitur kona?“ segir Margrét og skellir upp úr, og er greinilega ekk- ert sérlega bitur. „Við reyndum að finna góð lög út frá textunum, ég er sjálf ofsalega mikil textakona og þoli ekki þegar ég heyri ekki hvað fólk er að segja þegar það syngur. Við erum með eitt gamalt Beach Boys-lag frá 1968 sem heitir God Only Knows What I Would Be Without You, eitt Ma- donnulag, Live To Tell, og eitt eftir Morgunblaðið/Ámi Sæberg Borginni í kvöld. Landssöfnun. _ . ^-^Rauða kross Islands qegn alnæmi í Afríku 28. október 2000 Ainæmi er alvarlegasta heHbrigðisvandamál sem Afríkubúar standa frammi fyrír. Reynslan sýnir að með markvissrí fræðslu er hægt að draga verulega úr smiti og bjarga fðlki þannig frá bráðum dauða. Rauði kross íslands gengst fyrir landssöfnun 28. október til að beijast á móti þessum mikla vágesti. Þessir gððu menn ætla að ganga í hús og safna framlögum meðal landsmanna. Okkur vantar fleiri sjálfboðaliða. Átt þú stund aflögu? + I kíofb mannúóar Iffit Að öbreyttu verður helmingur bama i Suður-Afríku og Namibíu alnæmi að bráð. Með tveggja tíma göngu á laugardaginn 28. oktöber bjargar þú mannslifum! I Rauði kross íslands www.redcross.is Burt Bacharach, You’ll Never Get to Heaven if You Break My Heart, sem Gísli vinur minn stakk upp á. Og svo eitt af mínum uppáhaldslög- um, lagið Calling You úr myndinni Bagdad Café. Það er frábært lag og öll þessi lög eru einfaldlega yndis- leg. Og svo þegar við fórum að æfa bara gerðist eitthvað. Það komu al- gjörar snilldarútsetningar, finnst mér.“ Heppin að hafa þá Hvernig valdir þú gæjana með þér? „Ég byrjaði á því að hringja í Kristján Eldjárn því mér finnst hann frábær gítarleikari, svo mikill músíkant og klár útsetjari. Kalla Olgeirs hef ég þekkt frá árinu 1991 úr Söngkeppni framhaldsskólanna og það er mjög gott að hafa ein- hvern með sér sem maður þekkir vel. Ég spilaði með Bigga Baldurs á blúshátíð í sumar og varð mjög hrifin af því hvernig hann spilaði. Hann hlustar mikið á tónlist og kom með mikið af frábærum hug- myndum. Og það er svo gott að vinna með Jóni Rafns fyrir utan það að hann er frábær bassaleikari. Nafnið mitt er á plötunni, og ég gef hana út, en hún væri ekki eins og hún er ef þeir hefðu ekki verið með og ég væri ekki jafnánægð með hana ef ekki hefði verið svona gott samstarf milli okkar. Ég er heppin að hafa haft þá með og þeir eiga heilmikið í plötunni." Er þetta poppplata? „Ég veit ekki alveg hvernig ég á að skilgreina hana. Hún er of róleg til að vera poppplata. Þetta eru popp- og rokklög, flest í mjög ró- legum útsetningum. Þetta er samt þróaðra en að það geti flokkast sem létthlustun.“ Farið þið í tónieikaferð? „Við byrjum á Borginni og síðan ætlum við að fara norður, eftir það er ekkert ákveðið. En ég er alveg ákveðin í að fara norður, það er svo gaman að koma til Akureyrar og það er svo mikið af fólki sem býr þar. En þetta er spuming um hvað pyngjan leyfir og svo er ég náttúru- lega að vinna. Eg er að kenna leik- list og söng hjá Margréti Pálma í nýja skólanum hennar á Skúlagötu og svo er ég að vinna með ungl- ingum í félagsmiðstöðinni Ekkó í Kópavoginum. En auðvitað gengur platan fyrir og það er aldrei að vita hvað gerist og kannski maður herji á erlenda markaði. Aldrei að vita! segir Margrét og hlær. „En ég ætla nú ekkert að fara hérna fram úr sjálfri mér. Ég er ennþá svo lítil í mér að ég vona bara að það komi einhverjir á tónleikana." Ekkert sem heldur í mig Stefnirðu á að syngja meira? „Það er alveg brjálað að gera hjá mér. Ég syng inn á auglýsingar og teiknimyndir, bakraddir hjá Selmu og Todmobile og hina og þessa plöt- una. En það er alltaf eitthvað sem togar í mig að fara út aftur, en ég var í fjögur ár í Boston í leiklistar- námi í Emerson College. Ég byrj- aði í söngleikjanámi en eftir tvo mánuði fór alveg yfir í leiklistina. Tónlistardeildin var ekki alveg nógu sterk, og ég var með svo mikla undirstöðu. Enginn vissi að ég væri söngkona fyrr en seinasta árið þegar ég slysaðist til að opna munninn. En það togar alltaf eitt- hvað í mig út aftur. Ég ætlaði að fara út í haust, en svo kom tími á plötuna, þannig að það frestast að- eins. En ég er engan veginn bundin hérna heima. Á ekki íbúð, ekki enn- þá, ekki mann, ekki börn, ekki neitt." Hvað ætlarðu að gera úti? „Bara „meikaða“!“ segir Margrét eins og spumingin sé óþörf og skellir síðan upp úr. „Nei, ég held að ég taki því sem kemur upp í hendurnar á mér fyrst. Eins og platan kom upp í hendurnar á mér. Vinna úr því og sjá hvert það fer með mig, sjálfsagt eitthvert annað. Ég gæti verið að túra um Evrópu næsta sumar, hver veit? Eða farin til Bandaríkjanna og enda á Broad- way, ég veit það ekki! Eða allt í einu orðin ófrísk með mann og gifti mig um næstu jól. Ég veit bara að mig langar ekki til að vera fastráðin í leikhúsi... þó er ég alltaf með leikhúspödduna í mér. Ég hef bara komist að því að það er ekki hægt að gera bæði í einu, vera söngkona og leikkona. Bæði störfin krefjast mikillar andlegrar og líkamlegrar áreynslu, það þarf ekki nema einn konsert og ég er bara útkeyrð, eða eina langa æfingu. Þetta er ofboðs- legt álag og mjög krefjandi starf ef maður er metnaðarfullur og vill gera þetta virkilega vel.“ Hefurðu gert plötuna þína þann- ig? „Já, alveg 100%,“ segir Margrét Eir að lokum og vill minna alla á að fara út í búð að kaupa plötuna sína.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.