Morgunblaðið - 24.10.2000, Page 84

Morgunblaðið - 24.10.2000, Page 84
 Maestro MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVAN GSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. G4 Cube. Meistarahönnun á heimsmælikvarða. aco Skaftahlíð 24 • Siml 530 1800 • Fax 530 1801 Nærri 1,8 milljarðar hafa farið í Læknagarð PEGAR tölur um framkvæmdafé Háskóla íslands aftur til ársins 1978 eru skoðaðar kemur í ljós að 8,4 milljarðar króna hafa verið til ráð- stöfunar í framkvæmdir. Þar af er framlag Happdrættis Háskólans um 7,5 milljarðar, um 600 milljónir hafa komið frá ríkissjóði, miðað við verð- lag ársins 1999, og önnur framlög, einkum sala eigna, hefur skilað 330 milljónum króna. Ljóst þykir að framlög Happdrættis Háskólans duga ekki lengur bæði til nýbygg- inga og viðhalds og eru forráðamenn skólans famir að skoða fleiri fjár- mögnunarleiðir. Þar kemur helst til greina samstarf við iyrirtæki. Af um 5,5 milljarða fjármagni í nýbyggingar frá árinu 1978 hefur langmest farið í Læknagarð, eða tæpar 1.800 milljónir króna, miðað við verðlag síðasta árs. Ekkert ár hefur fallið úr þetta tímabil hvað framlög varðar. I Happdrættispeningar/42-43 Grallarar í Húsdýra- garðinum ViNSÆLDIR Húsdýragarðsins hjá yngstu kynslóðinni eru miklar enda finnst börnum fátt meira gaman en að skoða dýrin og þá ekki síst þau dýr sem sjaldan sjást nærri byggð eins og hreindýrin. Þeir voru svolítið grallaralegir félagamir tveir sem heimsóttu Hús- dýragarðinn um daginn en gyeini- legt er á svip þeirra að þeim fínnst nokkuð til hreindýrsins koma. Það er hins vegar ekki víst að þeir njóti sömu hylli hjá dýrinu, a.m.k. veitir það þeim ekki mikla athygli. ^ Sex tilboð í ' sjúkraflug SEX flugfélög sendu inn tilboð í rík- isstyrkt áætlunar- og sjúkraflug á landsbyggðinni en tilboð voru opnuð í gær. Aðeins eitt þeirra, íslandsflug, lagði fram tilboð í þann tilboðsmögu- leika sem fól í sér öll fjögur svæðin sem um ræðir, þ.e. Norðursvæði, Suðursvæði, Vestfjarðasvæði og Vestmannaeyjasvæði. Flugfélögin sex eru Leiguflug ís- leifs Ottesen, íslandsflug, Flugfélag láiands, Flugfélag Vestmannaeyja, Mýflug og Flugfélagið Jórvík. Hægt var að bjóða í fjögur svæði og alls voru samsetningamar tólf. Auk kostanna tólf var hægt að bjóða í þrjár áætlunarleiðir sérstaklega. Tilboðsverð gilda 45% af veginni niðurstöðu um efni tilboða en aðrir þættir eru gæði boðinnar þjónustu (30%), fjárhagsleg og tæknileg geta bjóðenda (15%) og reynsla af sam- bærilegum verkefnum (10%). ■ íslandsflug/14 ---------------- Fjórum Litháum vísað úr landi FJÓRUM karlmönnum frá Litháen, sem komu til landsins síðla sunnu- dagskvölds með áætlunarflugi frá Kaupmannahöfn, var í gær vísað úr landi þar sem þeir höfðu ekki lög- mæta vegabréfsáritun og atvinnu- leyfi hér á landi: Litháunum var gert að gista fangageymslur lögreglunn- ar í Keflavík í fyrrinótt eftir að þeir höfðu farið í gegnum Leifsstöð og fengið umfjöllun hjá Útlendingaeft- irlitinu og Tollgæslunni. Fóru þeir í gærmorgun með fyrsta flugi aftur til Kaupmannahafnar. Að sögn lögreglunnar á Keflavík- urflugvelli hefúr það færst í vöxt að undanfömu að fólki er vísað úr lönd- um af þessum sökum. Morgunblaðið/Ómar Drög að frumvarpi um breytingu sparisjóða í hlutafélög til umræðu Stofnfjáreigendur fái hlutafé í samræmi við stofnfíárhluti SAMKVÆMT drögum að lagafmm- varpi, sem samið hefur verið af nefnd á vegum viðskiptaráðhema og er nú til umræðu á vettvangi sparisjóð- anna, er gert ráð fyrir að sparisjóð- um verði gert kleift að breyta rekstr; arformi sínu í hlutafélög. I fmmvarpsdrögunum segir að við breytingu sparisjóðs í hlutafélag skuli stofnfjáreigendur sparisjóðsins eingöngu fá hlutafé í hlutafélaginu sem gagngjald fyrir stofnfjárhluti sína. „Skal samanlagt hlutafé sem stofnfjáreigendur fá í sparisjóðnum nema sama hlutfalli af hlutafé hans eftir breytinguna og stofnfé, endur- metið samkvæmt 23. grein, nemur samtals af áætluðu markaðsvirði sparisjóðsins samkvæmt mati óháðra aðila sem miðast við það tímamark sem breytingin á rekstrar- formi sparisjóðsins miðast. Sá hluti hlutafjár sparisjóðsins eftir breyt- ingu hans í hlutafélag sem ekki geng- ur til stofnfjáreigenda samkvæmt framansögðu skal verða eign sjálf- seignarstofnunar sem sett er á stofn...,“ segir í frumvarpsdrög- unum. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins felur þetta ákvæði í sér að stofnfjáreigendur fái eingöngu hlutafé í samræmi við það stofnfé sem þeir hafa lagt til viðkomandi sparisjóðs. Sá mismunur sem er á stofnfjárframlaginu annars vegar og á eigin fé sparisjóða, eignarhlut þeirra í hlutdeildarfélögum og duld- um eignum þeirra hins vegar verður hlutafjáreign sjálfseignarstofnunar, sem koma skal á fót við breytingu sparisjóðs í hlutafélag. Hagnaði varið til menningar- og liknarmála Er lagt til að allir þeir einstakling- ar sem voru stofnfjáreigendur í við- komandi sparisjóði skuli eiga sæti í fulltrúaráði sjálfseignarstofnunar, sem kýs henni 5 manna stjóm. Á megintilgangur sjálfseignar- stofnunarinnar að vera að stuðla að viðgangi og vexti í starfsemi viðkom- andi sparisjóðs. Ennfremur segir í drögunum að einungis skuli heimilt að verja hagnaði af starfsemi sjálfs- eignarstofnunar, úthluta fjármunum hennar eða ráðstafa eignum sem eft- ir verða við slit hennar, til menningar og líknarmála á starfssvæði viðkom- andi sparisjóðs við breytingu hans í hlutafélag. Umræðu um tillögurnar ekki lokið Þá er í drögunum mælt fyrir um að einstökum hluthöfum sé aldrei heim- ilt, fyrir sjálfs sín hönd eða annarra, að fara með meira en 5% af heildar- atkvæðamagni í sparisjóði, sem breytt hefur verið í hlutafélag. Frumvarpsdrögin eru nú til skoð- unar og umræðu á vettvangi spari- sjóðanna og er umfjöllun um þau ekki lokið samkvæmt heimildum blaðsins. I þeim er gert ráð fyrir að fundur stofnfjáreigenda í sparisjóði geti að tillögu sparisjóðsstjórnar ákveðið með % hlutum greiddra atkvæða, svo og samþykki stofnfjáreigenda sem ráða yfir minnst % hlutum þess stofnfjár sem farið er með atkvæði fyrir á fundinum, að breyta spari- sjóði í hlutafélag að fengnu samþykki ráðherra og umsögn Fjármála- eftirlitsins. „Skal breyting sparisjóðs í hlutafélag þá framkvæmd þannig að sparisjóðurinn sameinist hlutafé- lagi sem sparisjóðurinn hefur áður stofnað í því skyni að taka yfir rekst- ur sparisjóðsins og allar eignir hans og skuldir, réttindi og skuldbinding- ar,“ segir ennfremur í frumvarps- drögunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.