Morgunblaðið - 30.12.2000, Síða 44

Morgunblaðið - 30.12.2000, Síða 44
44 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ EVA JÓNSDÓTTIR + Eva Jónsdóttir, Grundargili í Reykjadal í S-Þing- eyjarsýslu, fæddist á Húsavík 3. maí 1951. Hún Iést af slysförum 21. desember síðast- liðinn. Foreldrar hennar eru Jón Jóns- son, f. 3.1. 1923, frá Holtakoti, og Erla Kristjánsdóttir, f. 8.4. 1928, frá Glaumbæ. Eva var elst fimm systkina og eru hin: Óskar Óli, f. 1954, Kristján, f. 1960, Lilja Sigríður, f. 1963, og Guðný, f. 1964. Árið 1967 hóf Eva sambúð með Ingólfi Ingólfssyni frá Vallholti, f. 31.3. 1945. Foreldrar hans eru Ingólfur Sigurgeirsson frá Stafni, f. 16.12. 1907, og Bjargey Arn- grímsdóttir frá Ljósavatni, f. 3.8. 1909, d. 20.1. 1998. Eva og Ing- ólfur gengu í hjónaband 29. des- ember 1968. Þeirra synir eru fjór- ir: 1) Jón Eðvarð, f. 18.3. 1968, maki Brynja Hauksdóttir, f. 8.5. 1968. Þau eiga þtjú börn, þau eru Auður Eva, f. 1992, Arnar Haukur, f. 1994, og Ingólfur Þór, f. 2000. 2) Ing- ólfur Víðir, f. 27.12. 1969, maki Hulda El- ín Skarphéðinsdótt- ir, f. 13.5. 1972. Þau eiga tvö böm, þau eru Bjargey, f. 1998, og Eyþór Kári, f. 2000. Fyrir átti Ing- ólfur Víðir eina dóttur, Hermínu Fjólu, f. 1994. 3) Pétur, f. 11.6. 1974, maki Járnbrá Björg Jóns- dóttir, f. 1.8. 1974. Þau eiga tvær dætur, þær em Eydís Helga, f. 1995, og Eva Sól, f. 1998. 4) Karl, f. 11.11. 1976, ókvæntur og bam- laus. Útför Evu fer fram frá Einars- staðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. „Blóm eru ódauðleg. Þú klippir þau í haust og þau vaxa aftur í vor, - einhversstaðar.“ (Halldór Laxness) Sterkar sálir þurfa ekki langa stund eða stór átök til að marka djúp spor. Árin frá því ég kynntist Evu eru ekki mörg en minningarnar sem ylja eru óteljandi. Myndimar framkallast í huganum þessa jóladaga, ein af ann- arri. Stórhríðarkvöld í Kattholti, strákarnir að spila í stofunni, við eld- húsborðið sitjum við Eva og Óli og skröbblum og borðum rjómaís með rommkúlum - ís úr heimarjóma - mjólkin var ekki sótt vegna ófærðar, Eva lét fólkið sitt njóta þess. Leik- > æfingar á Breiðumýri, fjöldi fólks og mikið um að vera, kvöld eftir kvöld hitar Eva kaffi og gefur með því, færir hlýju og notalegheit í kátan hópinn. Skím í Einarsstaðakirkju, lítil stúlka fær nafnið Eva Sól, brosið í augum Evu ömmu lýsir hógvæm stolti. Haust í brekkunum við Hösk- uldsstaði, við tínum aðalbláberin þegjandi, vitum hvor af annarri og njótum nærverunnar, skiptumst annað slagið á nokkram orðum, tím- inn flýgur. Við lítum upp frá þúf- unum til að tæma baukana, ætlum að halda áfram en það er löngu orðið of rokkið til að greina berin frá lyng- inu, förum heim, hlæjandi að eigin ikafa - við hefðum átt að hafa vasa- Ijós - gerum því skóna að ýmislegt hafi nú slæðst með í dallinn. Sum- ardagur, allur hópurinn heima í Kattholti, bamabömin hlaupa út og inn, það er gestagangur og erill, gæsahópur í hlaðinu, kálfar á túninu, allt er iðandi af lífi. í erlinum á Eva stund íyrir hvem og einn, jafnt full- orðna sem börn. Myndbrotin gætu fyllt margar bækur, Eva með Ijóma í augunum, Ingólfur er kominn heim af sjónum. Eva, stolt og hamingju- söm yfir hverju nýju bamabarni. Eva opnaði heimili sitt og hjarta svo auðveldlega fyrir fólki, stækkaði hópinn sinn stöðugt með hlýju og brosi. Eva sótti ekki í sviðsljósið, hún vann hug fólks og hjarta með sinni hógværa hlýju. Eva, tilbúin að verja hópinn sinn eins og Ijónynja, Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. hugsaði aldrei fyrst um sig. Eva, auðsærð en um leið svo ótrúlega sterk, nú ertu farin. Takk fyrir að hafa verið þú. Erla. Þegar ég sest niður til þess að skrifa nokkur minningarorð um Evu í Grundargili koma fyrst upp í hug- ann myndir frá fyrstu kynnum mín- um af stórfjölskyldunni í Glaumbæ og Grundargili fyrir rúmlega 30 ár- um. Það tók dálítinn tíma fyrir mig feiminn og óframfærinn pilt innan úr Eyjafirði að átta mig á fjölskyldu- samsetningunni þar sem böm systr- anna Guðnýjar og Erlu Kristjáns- dætra ólust upp nánast sem systkinahópur auk þess sem bróð- ursonur þeirra átti þar sitt heimili hjá afa sínum og ömmu. Eitt vissi ég þó fyrir víst af kynnum mínum af Stínu í Glaumbæ sem síðan hefur verið minn lífsföranautur að þær frænkur vora aldrei nefndar hvor í sínu lagi. Það var alltaf Eva og Stína. Enda skildi þær ekkert að fram að fullorðinsáram annað en þrír mán- uðir í aldri og þessir rúmlega 50 metrar á milli húsanna ásamt bæj- arlæk sem oftar en hitt var vatns- laus. Af heilsufarsástæðum naut Eva ekki langrar skólagöngu. Eftir einn vetur í „Prestaskólanum" á Grenj- aðarstað og hálfan vetur á Laugum var ljóst að þrálátt mígreni varð þess valdandi að þar við sat. Eva giftist ung sveitunga sínum Ingólfi frá Vall- holti og þau tóku við búskapnum í Grandargili og strákamir fjórir komu í heiminn hver af öðram. Eva gerði ekki víðreist um dag- ana. Hennar heimur var heimilið og búskapurinn sem hvíldi meira á hennar herðum árin sem Ingólfur var á sjónum. En það er ekki þar með sagt að ævin hafi verið við- burðasnauð. Eftir að þau höfðu byggt sér húsið sitt, sem í daglegu tali er kallað Kattholt, hefur eldhús- ið þar verið sannkölluð félagsmið- stöð. Þeir era ótaldir sem þar hafa notið gestrisni og setið löngum stundum þar sem landsmálin jafnt sem dægurmál sveitarinnar vora krafin til mergjar og oftar en hitt vora umræðumar brotnar upp með hnyttnum tilsvörum og dillandi hlátri húsfreyjunnar. En Eva lét ekki hér við sitja. Á síðustu árum tók hún meiri og virk- ari þátt í félags- og menningarmál- um utan heimilisins. Hún átti sinn þátt í leiklistarlífi sem þessi árin stendur í miklum blóma í Reykjadal og var auk þess virk í tónlistarlífi héraðsins. Hún var orðin ein af þess- un styrku stoðum sem fámenn byggðarlög úti á landi mega engan veginn við að missa í blóma lífs síns. Að leiðarlokum þökkum við hjónin samverustundimar. Það nána upp- eldi sem þær frændsystur nutu í bemsku er nokkuð sem einungis fáum er gefið og eftir að við Ingólfur komum í spilið var oft glatt á hjalla. Eg man eftir ballferðum þar sem brotist var á misgóðum bílum í ófærð og ljúfum samverastundum um jól og páska. Seinna urðu samvera- stundirnar stopulli en alltaf var jafn gott að koma í eldhúsið í Kattholti og síðast áttum við þar notalega stund saman fyrir nokkram vikum. Lífið lék á margan hátt við Evu. Þó að strákamir hafi oft verið fyr- irferðarmiklir í bemsku þá uxu þeir upp í að vera sem hugur hvers manns í öllum samskiptum og það eru ekki margar mæður sem njóta þess að hlusta á strákana sína hefja upp raust sína í fjórrödduðum söng fyrirhafnar- og fyrirvaralaust. Til viðbótar vora komin til sögunnar átta mannvænleg barnaböm. En lífið á sér einnig aðrar og dekkri hliðar og vissulega komu þær við Evu. Oft var lífsbaráttan hörð og erfið veikindi Ingólfs fyrr á þessu ári tóku á. Það benti hins vegar allt til þess að það væri léttara framundan og þess vegna finnst okkur bæði ósanngjamt og óréttlátt að hún skuli vera hrifin á brott án nokkurs fyr- irvara. Ingólfi, Nonna, Vídda, Pétri og Kalla sendum við Stína okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Sömuleiðis Jóni og Erlu sem nú sjá á eftir dótt- ur sinni eftir tæplega fimmtíu ára samvistir. Jóhannes Geir Sigurgeirsson. Aðventunni er að verða lokið. Það eru sólstöður. Eftir daginn í dag fer sólin að stíga hærra og hærra upp á himinhvolfið. AUan desember hafa jólaljósin verið að kvikna í dalnum okkar eins og annars staðar. Á híbýl- um manna, í gluggum og görðum. Allt minnir á hátíð Ijóss, friðar og gleði. En í einu vetfangi tekur dimman völdin. Ljós jólanna missa allan ljóma. Jólafriðurinn, sem við öll þráum og þurfum, er á burt. Henni Evu er svipt burt. Burt úr þessum heimi, burtu frá öllu sem henni er kærast. Burt frá öllum sem unna henni. Eftir stöndum við, ást- vinir hennar, vinir hennar. Sveitin okkar drúpir höfði í sorg, hún er allt í einu orðin svo fátæk. Eva sem fór til Akureyrar ásamt Ingólfi sínum í dag. Nokkurn tíma hafði staðið til að bæta stærri drátt- arvél við í búskapinn, nú var hún fundin og skyldi sótt. Eva komst ekki heim úr þeirri ferð, átti aðeins eftir fárra mínútna akstur þegar kallið kom. Eva er horfin okkur. Eva með alla hlýjuna sína. Með dillandi glaða hlát- urinn sinn. Með ótakmörkuðu um- hyggjuna. Fyrir strákunum sínum. Fyrir bamabömunum sínum. Fyrir Ingólfi sínum. Fyrir foreldram sín- um. Fyrir systkinum sínum og fjöl- skyldum þeirra. Fyrir vinum sínum, sem era margir. Fyrir búinu þeirra. Hún breiddi flauelsmjúka elsku sína yfir okkur öll. Hún særði ekki, en hún var sjálf auðsærð, ef henni fannst vegið að þeim sem hún unni. Hún gerði ekki kröfur sér til handa. Hún vildi gera allt sem hún gat fyrir alla. Sannari vinur vina sinna er ekki auðfundinn. Hvað er það sem stjómar svona atvikum? Hver ræður því að svona ótímabær dauði ryðst inn til okkar? Hver ertu, dauði? Hvers vegna berðu svo óvænt og óvægið að dyr- um? Því er þér gefið ótakmarkað vald? Þú sækir okkur öll og við hlýð- um kalli þínu, en sumar þínar gerðir er ekki hægt að sættast á. Hún Eva átti svo margt ógert. Við fáum ekki svör. Við getum ekkert sagt. Bara fundið svo óhemju sárttil. Við getum líka vonað að til sé ein- hver máttur sem gefur styrk þeim sem næst henni standa. Vonað að ljósin fái aftur ljóma. Það verður ekki sami ljómi, hann fáum við aldrei aftur, en ljós samt. Eftir stendur opið sár. Það grær aldrei, en það skænir yfir það. Þá getum við þakkað fyrir að hafa átt Evu. Þá eigum við minningamar eft- ir, þær verða ekki frá okkur teknar fyrr en við verðum sjálf sótt af þeim sama mætti sem hrifsaði Evu frá okkur. Aðalbjörg Pálsdóttir. SIGURLAUG STEFÁNSDÓTTIR + Sigurlaug Stef- únsdóttir fæddist á Smyrlabergi á Ás- um 25. september 1915. Hún Iést 15. desember síðastlið- inn og fór útfór hennar fram frá Fossvogskirkju 28. desember. Snjókornin falla þétt til jarðar þennan dag og leggja mjúkt teppi yfir fölnandi gras og fjúkandi lauf. Sann- kallaður jólasnjór. Þennan dag fékkst þú ósk þína upp- fyllta og sofnaðir hljótt og rólega frá okkur sem eftir stöndum. Er nokk- uð betra þreyttum og slitnum lík- ama en fá að sofna inn í aðventu jólanna á þennan hátt, fá ósk sína uppfyllta svo fallega? Fundum okkar Sigurlaugar bar fyrst saman haustið 1956 þegar fjöl- skyldur okkar fluttu að Reykjaskóla í Hrútafirði. Mennirnir okkar Ólaf- ur og Ragnar höfðu verið þar nem- endur á sínum ungdómsáram en voru nú að koma til starfa við skól- ann. Þau komu að norðan, við að vestan. Báðar fjölskyldurnar voru með börn á ýmsum aldri, bæði stór og smá. Sigurlaug kom nokkram dögum á undan okkur með sinn hóp. Aðkoman að íbúð þeirri sem þau áttu að fara í var á þann veg að ófært var að elda þar. Hún brá því á það ráð að fara í eldhús skólans þar sem enginn var kominn til starfa og elda þar fýrir sig og sína. Þegar hún síðar hitti skólastjórann fór hún að afsaka ágengni sína en ekki eitt ásökunarorð í sambandi við aðkomu hennar að íbúðinni. Þetta atvik sýn- ir tillitssemi og hógværð Sigurlaug- ar. Heimavistarskóli er stórt heimili þar sem allir hlekkir verða að vera traustir og samstilltir til þess að öll- um geti liðið vel. Þar eiga kennarar, nemendur og annað starfsfólk sinn stóra þátt. Þau Sigurlaug og Ragnar vora þar einn af sterku hlekkjunum í keðjunni. Allt samstarf við þau ein- kenndist af hjálpsemi og vinsemd. Margs er að minnast frá þeim dög- um. Eftir 17 ára dvöl við Reykjaskóla fluttu þau suður til Reykjavíkur með yngsta syni sínum. Við stóðum eftir og söknuðum góðra vina og samstarfsfólks. Svo undarlega vildi til að þegar við Ólafur komum hing- að suður í Kópavog nokkrum áram á eftir þeim, var aðeins smáspölur á milli heimila okkar. Það var því auð- velt að rifja upp góð kynni fyrri ára og deila gleði með þeim hjónum enda gert af beggja hálfu. Seinustu árin fluttu þau hjónin í litla þægilega íbúð í Vogatungu, þá lengdist leiðin aðeins á milli okkar, slitnaði þó aldrei. Það var gott að eiga vináttu Sig- urlaugar, hún var svo heil og sönn. Ætti ég að draga saman það sem ég fann best hjá henni, væri það: Dugn- aður, heiðarleiki og góðvild til alls sem andar og grær. Það er gott að vinna með slíku fólki. Eg þakka þér samfylgdina öll þessi ár. Þú fórst á undan mér frá Reykjaskóla, ég kom á eftir þér. Einnig nú fórst þú á undan mér en ég kem á eftir þér - einhverntíma eins og þá. Sólveig Kristjánsdóttir. Haustið 1938 komu ung hjón til Skagastrandar, til að stofna heimili. Þau bjuggu þar að mestu leyti næstu fimm árin. Þar vora mætt Sigurlaug Stefánsdóttir frá Smyrla- bergi og Ragnar Þorsteinsson kenn- ari. Ragnar stofnsetti unglingaskóla og stjórnaði honum í tvo vetur. Þessi hjón áttu eftir að verða mínir bestu vinir, meðan líf entist. Þau bjuggu fyrst í mjög þröngu húsnæði með móður Sigurlaugar og þar átti eftir að fjölga, því börnin komu ört. Ekki kynntist ég Laugu náið þessi ár á Skaga- strönd, þótt ég væri báða vetuma í skóla hjá Ragnari. Það eru ólík áhugamál hjá 16- 17 ára unglingi og ungri konu, sem er störfum hlaðin og eign- ast barn á hverju ári. Vorið 1943 fór ég með þeim hjón- um vestur í Dali og var þar í vega- vinnu fram á haust. Lauga var þar matráðskona, en Ragnar flokks- stjóri og bókhaldari. Þau bjuggu í tjaldi með tvö börn. Þarna kynntist ég heldur betur þessari góðu, hjartahlýju og harð- duglegu konu. Mér fannst hún alltaf í góðu skapi og tilbúin að leysa allra vanda, ekki síst þeirra sem vora minni máttar. Sigurlaug hafði ákveðnar skoðanir og skap en alltaf var hún sanngjörn í öllum málum. Vinnudagurinn var langur, á kvöldin þurfti að þvo þvotta og sinna börnum við mjög erfiðar aðstæður. Sigurlaug var ráðskona í fjöldamörg sumur. Ragnar og Lauga fluttu til Ólafsfjarðar 1944, Ragnar gerðist kennari við barnaskólann þar. Ekki reyndist lífið þar eintómur dans á rósum hjá þeim, Ragnar veiktist af berklum haustið 1945 og var á Kristneshæli, á annað ár, ef ég man rétt. Þá kom vel í ljós að Lauga var eins og klettur í hafinu. Hún sá um heimilið af sama myndarskap og áð- ur en oft hefur hún mátt hafa gát á hlutunum. Ragnar náði sér ótrúlega vel og hóf störf að nýju. Annað áfall átti eftir að ríða yfir þessa fjölskyldu, nokkram áram seinna. Þá drukknaði sonur þeirra aðeins fimm ára í höfninni. En lífið hélt áfram og þau eign- uðust fleiri böm og eiga þau nú átta uppkomin börn. Eftir 12 ára dvöl í Ólafsfirði fluttu þau að Reykjaskóla í Hrútafirði. Þar voru þau í 17 ár. Þaðan fluttu þau í Breiðholtið í Reykjavík. Eftir fá ár þar fluttu þau í Kópavoginn. Þau bjuggu fyrst á Hlíðarvegi í nokkur ár og síðar keyptu þau nýja íbúð í Vogatungu og áttu þar mjög fallegt heimili upp frá því. Leið varla svo vika að við Stella kæmum ekki þar. Sigurlaug og Ragnar voru þeirrar gerðar að þau löðuðu að sér fólk. Það voru ekki fáir íbúar í Vogatungu sem fengu kaffi hjá Sigurlaugu. Þess má líka geta að öll börn voru vinir þeirra. Fyrir rúmu ári syrti að, þá andaðist Ragnar eftir margra vikna erfiða legu. Nú reyndi mikið á Sig- urlaugu. Hún var sjálf sárlasin. En hún lét ekki sitt eftir liggja við umönnun manns síns. Hún vék varla frá þessa seinustu daga, sat við rúmið og fylgdist með hverri hreyf- ingu og hagræddi ef þörf gerðist. Seinasta daginn sem ég kom á stof- una fannst mér bæði sorglegt og fal- legt að horfa á þau. Þarna var að ljúka langri og farsælli sambúð. Sigurlaug bjó ein í sinni íbúð í heilt ár og sá um sig að mestu, en fyrir nokkrum vikum varð hún svo veik að hún hefur verið að mestu á sjúkrahúsi. En alltaf var sama hlýja brosið þegar við Stella komum til hennar. Aldrei var handtakið hennar hlý- legra heldur en það seinasta, fimm dögum áður en hún dó. Við Stella, Regína og Vigdís þökkum Laugu fyrir allt góða við- mótið. Við vottum aðstendendum samúð. Jörgen Berndsen. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.