Morgunblaðið - 30.12.2000, Side 50

Morgunblaðið - 30.12.2000, Side 50
50 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Spámennskan er ekkert grín ÁSGEIR Jónsson, hagfræðingur sem vinnur á Hagfræðistofnun, fjallar um starfsemi greiningar- deilda verðbréfafyrirtækja og banka í grein sinni „Af íslenskum spámönn- um“ sem birtist í Morgunblaðinu á Porláksmessu. Þar varar Ásgeir við spám þessara aðila og finnur raunar starfsemi þeirra flest til foráttu. Ég fagna því að Ásgeir hafi skoðanir á því sem fram kemur í opinberri efna- hagsumræðu en leyfi mér þó að gera nokkrar athugasemdir við grein hans. Traust viðskiptavina er dýrmætt Ásgeir virðist telja að ábyrgð fjár- málafyrirtækja sé engin á því grein- ingarefni sem fram er sett. Það er augljóst að með framsetningu slíks greiningarefnis eru aðilar á fjár- málamarkaði að veita viðskiptavin- um sínum ráðgjöf og því er það kappsmál að greiningin sé trúverð- ug. Annars er hættunni boðið heim því viðskiptavinir eru að vonum ekki hrifnir af því að fá óvandaða ráðgjöf. Það er mikil ábyrgð fólgin í því að standa undir trausti viðskiptavina og sem betur fer á samkeppnin að sjá til þess að þeim sem sýna ábyrgð vegni betur en öðrum þótt Ásgeir virðist telja að viðskiptavinir innlendra fjár- málafyrirtækja láti allt yfir sig ganga í þessum efnum. Jákvætt að fleiri hafí skoðanir á efnahagsmálum í grein sinni segir Ásgeir: „Hætt- an við téða spámenn er að fólk taki mark á þeim og þeir hafi þannig bein áhrif á framvindu efnahagsmála“. Þarna eru tvö atriði sem skjóta skökku við á nútímafjármálamark- Efnahagsmál Ég fagna því að Ásgeir hafí skoðanir á því sem fram kemur í opinberri efnahagsumræðu, segir Almar Guðmundsson, en leyfí mér þó að gera nokkrar athugasemdir við grein hans. aði. í fyrsta lagi ætti það að vera til bóta að fleiri aðilar en opinberir (Þjóðhagsstofnun og Seðlabanki) hafi skoðun á þróun og horfum í efnahagslífinu, svo framarlega sem þeir setji þær fram með rökstuddum hætti. Þannig komast fleiri sjónar- mið á framfæri sem ætti að verða til þess að allir aðilar taki upplýstari ákvarðanir. Greinar Ásgeirs um efnahagsmál í blöðum og tímaritum eru t.a.m. ágætt dæmi um þetta. Af málflutningi Ásgeirs að dæma er op- inberum aðilum hins vegar einum fært um að setja fram skoðanir á efnahagslífinu enda geta spár og greining- ar annarra „reynst hvikular, ósamkvæm- ar og oft og tíðum rangar". í öðru lagi er það athyglisvert að Ásgeir treystir fyrir- tækjum og einstak- lingum ekki til að meta trúverðugleika um- fjallana um efnahags- mál. Ég hef vantrú á þeirri vantrú. En ef það er ástæða fyrir Ás- geir að efast þá ætti væntanlega að taka „geimeglda spá- dóma“ Þjóðhagsstofnunar, Seðla- bankans og Hagfræðistofnunar einnig úr umferð enda „er sú hætta fyrir hendi að spárnar hafi áhrif á væntingar þess fólks sem trúir þeim og grípi þannig inn í framvindu efna- hagsmála“. Er fsland eyland? Það er athyglisvert að Ásgeir taki íslenska spámenn sérstaklega fyrir- en spár um framvindu efnahags- og markaðsstærða eru algengar á al- þjóðlegum fjármálamörkuðum. Þar þykja þær eðlileg þjónusta við við- skiptavini fjármálastofnana og að- standendur alþjóðastofnana sem vinna spár af þessu tagi. Hin nýja stétt spámanna sem Ásgeir talar um er því ekkert annað en merki um að innlendur fjármagnsmarkaður hefur færst í alþjóðlegt horf. Að mínu viti er full ástæða til að gleðjast yfir því. „Hvikulleiki“ í heimildanotkun Ásgeir segir að „ein af greining- ardeildunum" hafi gerst sek um hvikulleika og umbreytt sínum for- sendum milli nóvember og desember án þess að ytri aðstæður gæfu tilefni til. Þarna á hann væntanlega við greiningu Íslandsbanka-FBA, því hann virðist vísa í texta úr markaðs- Almar Guðmundsson „Hjálpum þelm sem ekki geta hjátpað sér sjálfir. Þarf að segja nokkuð meira?” ýXXX\\o\ _ Gœðavara Lðitiey lakohsdóttii GírÓMíðtar liiigja frammi í öllum bönknm. sparisjóðum W og á pósthúsum. HIAI t'ARUAHf KIHKJUHMAR Gjafavara - inatar- oij kaffistell. He Allir veróflokkar. ^ m.. ytr-k/)X\\v\\ VERSI.UNIN I.niigíivegi 52, s. 562 4244. Heimsfrægir liönnuöir m.a. Gianni Versacc. Ábendingar frá lögreglu Meðferð skotelda og umgengni við bálkesti og brennur Lögreglan vill sérstaklega hvetja alla til að sýna varúð umgengni við skotelda, blys og brennur um áramót. Vakin er athygli á að fylgja ber leiðbeiningum skotelda og virða aldursmörk en óheimilt börnum yngri en 12 ára skotelda og unglingum yngri en 16 ára. Við brennu og í næsta nágrenni er öll meðferð skotelda bönnuð, en leyfilegt er að nota stjörnuljós og blys. Lögreglan óskar landsmönnum öllum gleði, farsældar og friðar á nýju ári og minnir á að áfengisneysla og notkun skotelda og blysa fara aldrei saman. Lögreglan í Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík. um er sumum meðferð að selja tilvikum greiningu Íslands- banka-FBA. Hann telur óeðlilegt að orðalagið „mikil undirliggjandi verðbólga" hafi verið notað í nóvember og svo mánuði seinna „að verð- bólga væri á leið niður til jafns við það sem gerðist í nágrannalönd- um. í framhaldi af því var farið að gæla við vaxtalækkun“. í þessu sambandi er rétt að taka fram að í um- ræddri greiningu sagði í fyrstu setningu: „FBA gerir ráð fyrir _því að Seðlabanki Islands lækki vexti um og eftir mitt næsta ár um eitt prósentustig til að bregðast við lækkun vaxta í nokkrum af helstu viðskiptalöndum íslendinga og til að draga úr aðhaldsstigi peningamála hér á landi í kjölfar óyggjandi teikna um að úr þenslunni sé að draga og að verðbólgan stefni á sama stig og í viðskiptalöndunum.“ Undirliggjandi verðbólga kann því að vera mikil en ef hún er á niðurleið og stefnir í átt að því sem gerist í viðskiptalöndum, felast hvorki ósamkvæmni né rang- færslur í því að spá fyrir um að Seðlabankinn lækki vexti á einhverj- um tímapunkti í framtíðinni. Hvik- ulleikinn virðist því aðallega felast í heimildanotkun Áisgeirs. Það skal tekið fram að undirritaður hefur ekkert á móti því að Ásgeir eða aðrir séu ósammála þeim forsendum sem greining Íslandsbanka-FBA leggur til grandvallar spám sínum. For- sendurnar era settar fram í þeim greiningum sem spárnar birtast í og þvi auðvelt fyrir menn að nálgast þær, hafi menn á annað borð áhuga á Þ4 I grein Ásgeirs kvartar hann jafn- framt yfir að spár „sumra greining- ardeilda“ gefi ekki nægilega til kynna þá spáskekkju sem við sé að etja. Undirritaður getur fallist á að hin talnalega framsetning gæti end- urspeglað þetta betur, en hins vegar þarf ekki að lesa lengi í áðurnefndri greiningarskýrslu til að sjá að þar er gerð skýr grein fyrir því að óvissa einkennir spár sem þessar. Að lokum er rétt að taka undir orð Ásgeirs, sem eiga væntanlega við um starfsmenn á Hagfræðistofnun, jafnt sem aðra: „Þeir sem taka sér umboð til þess að segja öðram til og njóta til þess styrks frá viðurkenndum stofn- unum verða að sýna ábyrgð og vönd- uð vinnubrögð“. Höfundur er hagfræðingur og for- stöðumaður greiningar hjá Isiands- banka-FBA. Maður aldarinnar Ómar Smári Ármannsson í LOK hvers árs er venja að velja mann ársins. Nú er líka tæki- færið að velja mann aldarinnar. Margir taka þátt í leiknum, rifja upp og hver og einn tekur ákvörðun fyrir sig. Ákvörðunin byggist í flestum tilvikum á reynslu og minni hvers og eins. Gallinn er bara sá að bæði reynsla og minni manna er takmörkun- um háð. Hið sjálfsagða á enga möguleika. Sá, sem fyrir valinu verð- ur, getur vel verið maður ársins eða aldarinnar í huga þess, sem það vill, en titillinn verður þegar upp er staðið ávallt þess, sem á hann skilið. Ástæðan er augljós þegar betur er að gáð. „Frægt" fólk á meiri möguleika en aðrir að hreppa þennan eftirsótta titil. Og það þótt fólk verði frægt af mörgum ástæðum. Umtalið eitt get- ur gert fólk frægt. Það sem sagt er þarf þó ekki endilega að vera satt. Frægðin ein eða umtal gerir sumt fólk ekki merkilegra en annað. Til era þó þeir er verða frægir eða eft- irminnilegir af eigin verðleikum og um þá fjallað. Þeir koma vissulega til greina þegar velja á mann eða konu aldarinnar. Ingveldur Jónsdóttir á Þorbjam- arstöðum í Hraunum, ellefu barna móðir á fyrri hluta þessarar aldar, er t.d. miklum mun merkilegri í mínum huga en t.a.m. margt það fólk, sem notið hefur umtals á öld- inni. Um Ingveldi er ekki fjallað í neinum bókum, en hún kom nú samt börnunum sínum til manns og kenndi þeim það sem þau þurftu að læra til að verða góðar manneskjur. Afkomendur þeirra nutu þess síðan þegar að þeim kom, sættu sig við það sem þeir höfðu, nýttu sér það sem þeir áunnu sér fyrir eigin atorku, reyndust hjálpsamir og við- héldu manngæsku sinni - þrátt fyrir tímabundinn skort og erfiðleika. Ingveldur er í mínum huga miklum mun merkilegri en aðrir meira áber- andi sem minna þurftu að hafa fyrir lífinu og gleymdu að nýta sér það öðram til handa. Og það þótt þeir hafi náð frægð og frama. En ef einhver á við- urkenninguna skilið er það fólk eins og Ing- veldur á Þorbjamar- stöðum - fólk, sem hélt við byggð og gerði harðbýlt landið að áhugaverðum kosti til búsetu í samanburði við önnur aldaríki ver- aldar. Þetta er fólkið, sem vann og unnið hef- ur í hljóði, fætt og alið sín börn, byggt upp og reynt að gera heiminn í kringum sig örlítið betri en það kom að honum. Þetta er fólkið, sem borið hefur virðingu fyr- ir raunveralegum gildum lífsins, og reynt að lifa í samræmi við þau. Mannauður Ef einhver á viðurkenn- inguna skilið, segir _______Omar Smári____________ Armannsson, er það fólk eins og Ingveldur á Þorbj arnarstöðum. Þetta er fólkið, sem hefur varðveitt arfinn, miðlað öðram og lagt rækt við það sem raunveralega skiptir máli í lífinu. Þetta er fólkið, sem gerði öðrum kleift að njóta þess er það skildi eftir sig. Þetta er fólkið, sem skapað hefur þau gæði, sem aðrir ættu að geta ntáið. Hinn „venjulegi" íslendingur hef- ur löngum notið lítillar athygli, enda hefur hann ekki verið að leita eftir henni. Þeir, sem uppteknir eru við leit að hinum efnislegu gæðum, horfa eðlilega framhjá honum. Sá, sem uppgötvar hins vegar að sér- hver einstaklingur er merkilegur og saman mynda þeir þá heild sem þjóðfélagið stendur og fellur með, er á réttri leið. Hann er ekki neinum vafa hvern hann myndi velja sem mann ársins - hvað þá mann ald- arinnar. Höfundur er aðstoðaryfir- lögregluþjónn í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.