Morgunblaðið - 30.12.2000, Page 62
82 LAUGAEDAGUR 30. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Söluhæst?
SAMKVÆM1 Tón-
iistanum og þeim
sölutölum sem
borist hafa frá út-
gefendum sjálfum
erallt útlitfyrirað
Jóhanna Gtiðrún
hafi átt söluhæstu
geislaplötujóla-
flóösins ógur.lega.
Þó verður að hafa í
huga að endanlegar sölutölur liggja ekki nánd-
ar nærri fyrir, aðallega sökum hinna miklu
skiptahræringa sem eiga sér stað á plötumark-
aðum eftirjólin. Ekki svo að segja að umrædd
plata komi þar mikið við sögu.
Samkvæmt beinhörðum sölutölum sem borist
hafa frá plötuverslunum virðist Jóhanna Guð-
rún hafa selt eitthvað á tíunda þúsund eintaka
- en eins og fyrr segir þá er of snemmt aó
henda reiður á lokatölur.
Spútnikplata ársins!
BRESKU gæðing-
arniríColdplay
eiga svo sann-
arlega spútn-
ikplötu ársins
2000 hér á Fróni,
sem ogíheima-
landinu. Þegar
gripurinn barstfyrsttil lands-
ins í sumar var allt útlit fyrir að hann væri ein-
ungis einn af mörgum sem komiö hafa úr
óháðu kreðsunni bresku og hyrfi fijótt úr minn-
um en annaö kom á daginn. Hægt og bítandi
vann hann hug og hjörtu unnenda gæöarokks-
ins, hvert lagið á fætur öóru tröllreiö útvarps-
stöðvum og PoppTíví þannig að við áramót
stendur Coldplay uppi sem ein vinsælasta er-
lenda sveit landsins með eina af söluhæstu
plötum ársins undir belti. Sá orðrómur er þrá-
látur að sveitin hafi hug á að endurgjalda áhug-
ann með þvf að sækja landann heim á nýju ári
og verður spennandi að sjá hvort að verður.
Nr.; var viku f ; Diskur ; Flyfjondi ; Oigefandi ; Nr.
• 1. j l. 8 ÍJóhanna Guðrún i Jóhanna Guðrún I Hljóðsmiðjan: 1.
2.: 3. 10 :Chocolate Starfish & The Hot Dog : Ump Bizkit : Universal : 2.
•3. i 1.4. 20 :Parachutes j Coldploy jEMI : 3.
4. i 2. 6 Ljós & skuggar I Diddú jSkífan : 4.
5.: 15. 3 |No Turning Back j Póll Rósinkrons jLondco j 5.*
6.: /. 31 ■Marshall Mathers LP j Eminem jUniversal j 6.
7.; 5. 5 jPottþétt 22 j Ýmsir jPottþéft j 7.
8.; 4. 4 ;Life Won't Wait i Selmo jSpor : 8.
9. • ío. 6 :1 i Beotles ÍEMI ! o § i
10.: 6. 9 ISögur 1990-2000 : Bubbi : íslenskir tónarl 10.
11.1 12. 11 iAnnar móni : Sólin hans Jóns míns :Spor : 11.
12.: ii. 3 jJólaplatan j Borgardætur jSkífan :i2.
13J 18. 10 j Sleikir hamstur j Tvíhöfði jDennis j 13.
14.: 8. 5 jStrókornir ó Borginni j Strókornir ó Borginni jSpor •14.
15.: 13. 3 •Pottþétt 2000 j Ýmsir jPoftþétt •15.
16. i 22. 4 jíslensku Disney Lögin ; Ýmsir j Disney Rec. :16.
17.: 20. 13 jÓ borg min borg : Haukur Morthens :íslenskir tónar: 17.
18.176? 3 iHamraborgin : Kristjón Jóhannsson : Fróði : 18.
19.: 23. 9 iGreatest Hits 1 Lenny Krovitz jEMI 119.
20.: 19. 8 !Með allt ó hreinu j Ýmsir •Skífon :20.
21.: 21. 4 JAlly McBeal-A Very Ally Christmasj Vondo Shepord og HeirijSony 521. —
22.: 28. 6 •Coast To Coast j Westlife jBMG : 22.
23.: 17. 8 jVið eigum somleið j Ýmsir jSpor •23.
24.; 42. 12 H jBorn To Do It j Croig Dovid ÍEdel •24.
25.; 27. 7 ;AI! That You Can't Leave Behind ÍU2 ÍUniversol •25.
26.: 33. 4 iLovers Rock :Sode :Sony : 26.
27. i 9. 4 ÍPottþétt jól 3 j Ýmsir iPottþétt : 27.
28.i 24. 8 :Sacred Arias j Andrea Bocelli jUniversol :28.
29.: 26. 26 jOops 1 Did It Again j Britney Speors ■EMI : 29.
30.: 44. 34 ÖjPlay j Moby jMute
Á Tónlistonum eru plötur yngri en tveggjo riro og eru í verðflokknum ,fu
Tóniistinn er unninn of PrkewoterhouseCoopers fyrir SQmbend hljómplötufromleiðonda og Morgunblaðið í samvinnu
við ehirtnldor verslonit: Bókvul Akureyri, Bónus, Hogknup, Jopís Broutorholti, Jopís Kringlunni, Jopis lougovegi, Músik
og Myndir Austurstræti, Músík og Myndir Mjódd, Somtónlist Kringlunni, Skifan Kringlunni, Skílon lnugovegi 26.
Moksala!
ÞAÐ kallast víst
ekki frétt lengur
að Bítlarnir
bresku mokiút
plötum rétt eins
ogþeirfái borg-
að fyrir þaö.
Óstaðfestar
fregnir herma að
topplagasafn
þeirra 1 sé búið
að seljast í ríf-
lega 4000 ein- :
tökum hér-
lendis, og seljist
ennþá grimmt. Úti í heimi er heldur ekkert lát á
sölunni og hefur hún náð toppsætinu í yftr 30
löndum og var mest selda plata í heimi fyrirjól-
in. Samkvæmt síðustu tölum er hún nú komin í
18 milljónir eintaka á heimsvísu sem jafngildir
viö að síðan platan kom út í nóvember hafi 6
eintök selst á sekúndu hverri!
Endasprettur!
HANN var rosalegur endaspretturinn hjá stór-
söngvaranum Páli Rósinkrans síðustu dagana
fyrirjólin ogjókst salan á No TumingBackx síö-
ustu vikunni fyrir jóiin talsvert meira en sala
annarra íslenskra platna. Það vekur upp þá
spuming hvort Páll heföi ekki náð aö selja
ennþá fleiri eintök heföi hann dembt sérfyrr
eitthvaö út íjólaplötuflóöiö. Hann
þó. enn haldið í þá von að þeir
sefn ekki fengu gripinn íjóla-
gjöf muni nú arka út í
næstu plötubúö og
einfaldlega kaupa
sérhann. Því
verður fróðlegt
aðfylgjast
meðhvemig
honum mun
vegna á kom-
andi Tónlist-
um.
ERLENDAR
003000
Sigmar Guðmundsson
fjallar um
Abandoned Shopping
Trolley Hotline,
safn sjaldgæfra og
óútgefinna laga með Gomez.
★★★★☆
Gomez fyrir
lengra komna
Ljósmynd/Jasper James
Nýja plata Southport-drengjanna í Gomez er safn sjaldgæfra laga.
HLJÓMSVEITIN Gomez kemur
frá bænum Southport, sem er
skammt frá bítlaborginni Liverpool
á Englandi. Þeir eru fimm, dreng-
irnir sem skipa þessa sveit, og er
hljóðfæraskipan nokkuð óvenjuleg.
Ian Ball spilar á gítar, nikku og
syngur, Paul Blackbum plokkar
bassa og spilar á gítar, Tom Gray
spilar á gítar, hljómborð og syngur,
Ben Ottewell er söngvari og gítar-
ieikari og Olly Peacock er trymbill.
í Gomez eru með öðrum orðum fjór-
ir gítarleikarar og þrír söngvarar.
Þótt vinskapur þeirra fimm nái aft-
ur til bleyjuáranna hefur hljóm-
sveitin einungis verið starfandi síð-
astliðin fjögur ár. Og þrátt fyrir
stuttan líftíma er Gomez eitt allra
magnaðasta fyrirbærið í breskri
y tónlist um þessar mundir. Arið 1998
kom út fyrsti diskur Gomez; Bring
It On. Og þvílík frumraun. Eg leyfi
mér að fullyrða að sárafáar hljóm-
sveitir hafi byrjað feril sinn með
meiri snilldarbrag en Gomez gerði á
apríldögum 1998. Enda urðu enskir
gagnrýnendur fljótt uppiskroppa
með hástemmd lýsingarorð, sem er
W óvenjulegt því að þeir hafa í gegnum
tíðina haft á hraðbergi afar magn-
aðar stemmur og frjótt líkingamál
um takmarkalausa snilli hljómsveita
sem í dag eru öllum blessunarlega
gleymdar. En það var drjúg inni-
stæða fyrir lofrullunum um Gomez
líkt og sannaðist þegar tónlistarárið
var gert upp. Platan hlaut hin virtu
Mercury-verðlaun og Gomez var
valin besta nýja hljómsveitin hjá
hinu virta tímariti Q og NME. Þá
hafði platan náð platínusölu í Bret-
landi sem ekki gerist oft með frum-
raunir sveita.
Hljómsveitin tryggði sess sinn
svo enn frekar með næstu plötu sem
kom út rúmu ári síðar og nefnist
Liquid Skin. Engin bylting hafði
orðið á tónlist sveitarinnar, melód-
ískt rokkið var sem fyrr blússkotið
og jafnvel kryddað kántrýi á köfl-
um, þótt nær ómögulegt sé að setja
tónlist Gomez undir einhvem einn
ákveðinn hatt. Rétt einsog á fyrri
plötunni voru lögin afar áheyrileg
og frumleg. Mikið var nostrað við
útsetningar og þrír meðlimir sveit-
arinnar skiptu með sér söngnum eða
kyrjuðu í kór torræða textana. Og
að mínu mati er sú fjölbreytni helsti
kostur Gomez. Allir söngvaramir
em frambærilegir þótt blúsuð vískí-
rödd Bens Ottewell beri af. Hann er
einsog sameinuð útgáfa af söngv-
urunum Tom Waits og Eddie Vedd-
er, stökkbreytt og stórbætt. Þessi
upprifjun á fyrri verkum Gomez er
nauðsynlegur undanfari þeirrar
plötu sem hér er til umfjöllunar;
Abandoned Shopping Trolley Hot-
iine, og kom út fyrir skemmstu. Ein-
faldlega vegna þess að flest lögin á
Abandoned... eru samin á sama
tíma og lögin á fyrri plötunum
tveim. Flest komu fyrst út sem
aukalög á smáskífum, tvö em töku-
lög, ein endurhljóðblöndum og svo
lög sem vom tekin upp fyrir út-
varpsþátt Johns Peel á BBC en hafa
ekld verið gefin út áður. Þetta er
semsagt samtíningur laga sem ekki
fengu að vera með á Liquid Skin og
Bring It On. Það er oft með svona
samtínings- og „B-hliðarplötur“ að
þær höfða mest til innvígðra fanta
úr aðdáendahópi viðkomandi hljóm-
sveitar og koma gjarnan út þegar
langt er í næstu „alvöruplötu“.
Nokkurskonar friðþæging fyrir
sveitina og skammtur fyrir aðdá-
endur til þess að koma í veg fyrir
fráhvarf. Þessi plata er lítil undan-
tekning þar á. En hún er skrambi
góð og í raun ein sú besta sem ég
hef heyrt úr þessum sérkennilega
og ómissandi flokki piatna. Þótt ég
hafi mikið dálæti á Gomez hef ég
ekki nennt að eltast við allar þær
smáskífur sem sveitin hefur gefið út
í gegnum tíðina og því síður þrætt
Netið í leit að sjaldgæfum upptök-
um. Því er platan himnasending fyr-
ir mig og aðra Gomez-bolta. Á henni
eru 15 lög og tel ég þar með fyrsta
lagið sem er nokkurskonar örlag,
hálf mínúta að lengd. Þrjú lög á
gripnum fara án umhugsunar í hóp
allra bestu laga sveitarinnar. Þau
heita „Bring Your Lovin’ Back
Here“, sem er sérlega vel heppn-
aður rokkari þar sem fjölbreyttar
raddir söngvaranna þriggja njóta
sín vel, „Buena Vista“, sem er níu
mínútna maraþonpopp þar sem síð-
ustu fimm mínúturnar fara í af-
slappaða gítarleikfimi, og „Rose-
mary“, sem er einhver íðilfegursta
ballaða sem Gomez hefur gefið út.
„Rosemary" var fyrst spilað í þætti
BBC „The Evening Sessions" og í
þvi sprengir Ben Ottewell
tilfinningaskalann og fer létt með
það. Þvflík rödd! Svona myndu engl-
ar í átakanlegri ástarsorg syngja.
Ballaðan „Warf Me“, sem Ben syng-
ur, er einnig hörkugóð. Þá fá þeir
drengir útrás fyrir takkafiktið og
útsetningadellu sína í lögunum
„Emergency Surgery“ og „Steve
McCrosky", sem bæði eru ágæt í
sínum sýrðu skringilegheitum.
Bítlalagið „Getting Better" er klætt
í smekklegan galla sem þó bætir
litlu við þann fatnað sem því var
upphaflega sniðinn. Tvö laganna eru
afturgöngur. Annars vegar lagið „78
Stone Shuffle“ sem er BBC-útgáfan
af „78 Stone Wobble“ sem er á
Bring It On. Einhverskonar djass-
skotin útgáfa sem er ekki hálfdrætt-
ingur á við hina. Og hins vegar „re-
mix“ af einu allra besta lagi sem
Gomez hefur gefið út, „We Haven’t
Tumed Around“. Margir muna ugg-
laust eftir því lagi úr myndinni Am-
erican Beauty, en útgáfan sem hér
um ræðir er hálfmáttlaus. Öll önnur
lög á plötunni eru fín, líka þau þrjú
sem varla ná að fylla mínútuna.
Þessi plata er engan veginn jafn-
heilsteypt og fyrri plötur Gomez
enda eru á henni lög úr öllum áttum.
Því verður hún ekki dæmd út frá
því. Hún er hinsvegar skyldueign
allra sannra Gomez-gaura. Á henni
eru nokkrn- tóndæmi þess sem sveit-
in getur best gert, og þess versta
sem hún hefur gert. Hafið einnig
hugfast að meðalmennskan hjá
Gomez er flokki fyrir ofan megnið af
þeirri froðu sem flestar aðrar bresk-
ar rokksveitir bjóða upp á í dag.
Þessi geisladiskur inniheldur ekki
Gomez fyrir byrjendur heldur Gom-
ez fyrir lengra komna. Þeir lifi.