Skírnir - 02.01.1851, Qupperneq 7
11
hefbi átt aí> beita meiri hörku, og afsetja Görgey,
undireins og hann var farife ao gruna um svik hans.
En hjer ber þess að gæta, ab Kossuth var ekki
sjálfur hershöfbingi, en einungis foringi stjórnar-
innar, og gat því ekkert gert án samþykkis þings-
ins, án þess ab brjóta lög, og þab vildi hann ekki;
en, sem von var, þurfti meira enn minna til þess,
ab fá þingmenn til ab fallast á, ab svo ágæturhers-
höfbingi, sem Görgey var, væri afsettnr. Menn
höfbu þá enga vissu fyrir því, ab hann sæti á svik-
rábum vib landib, og þab var því heldur enginn
hægbarleikur, ab afsetja hershöfingja, sem var í svo
miklu áliti hjá herlibi sínu, án þess ab hafa hinar
gildustu og augljósustu ástæbur og vitni; ab vjer
ekki tölum um, ab þab var heldir enn ekki torvelt, ab
ná til hans eptir ab Rússar voru komnir inn í landib,
og sinn herllokkurinn var á hverjum stabnum, og
stjórnin alltaf á ílótta. þab er líka hægra ab segja
á eptir, ab þab og þab hefbi mátt vera öbru vísi og
betur, enn ab sjá þab þegar mest á ríbur, og
yfirsjón Kossuths, ef hún annars er nokkur, kom
af góbri rót: ab hann var of vægur, og hjelt abra
eins einlæga og trúa og sjálfan sig. þab kann ab
vera, ab honum hefbi mátt takast ab afsetja Görgey,
og ab landib þá hefbi borib sigur úr býtum, en þab
er víst, ab hann lagbi nibur völdin, eptir ab hafa
afrekab svo furdanlega mikib, sem hann hefur gjört,
“án þess ab einn blóbdropi bletti hib hreina mannorb
hans.” Nú situr hann útlægur í Litlu Asíu, og laun
hans eru virbing allra góbra manna í veröldinni, en
skelfa má Austurríki og hin svikula stjórn, ef honum
verbur þess nokkurn tíma aubib, ab sjá aptur land sitt.