Skírnir - 02.01.1851, Side 12
16
sje hið æðsta mark og miö veraldarstjórnarinnar, að
víðfrægja og styrkja ríki þeirra, þá eru þeir þó aldrei
annað enn lítilfjörleg verkfæri í höndum æðri forsjón-
ar, sem sannarlega ekki viðurkennir heilagleik og
eylífan rjett, hvorki hins rússneska nje nokkurs ann-
ars keisararíkis, en fleygir þeim tillitslaust á burt og
eyðir merkjum drottnunar þeirra, þegar fylling tím-
ans kemur. Lofum því óhræddir þessum stjórnendum
að reyna nú afl sitt um stund, og ímynda sjer, að
þeir sjeu miðbik sköpunarinnar, sem allt lúti að, því
svo er afl hinnar skynsömu veraldarstjórnar ómót-
stæðilegt, að hún brúkar þá, sem mót henni rísa, til
að vinna verk sitt. þeir leggja nú járnbrautir um lönd
sin o. s. frv., í þeirri von, aö víðfrægja sjálfa sig og
auka ríki sitt, en koma mönnunum til að gleyma hinu
andlega frelsi, en forsjónin snýr því svo, að öll þessi
varnarvirki, sem eiga að vera móti frelsinu, munu ein-
mvtt verða því til mestu eflingar. Mörg keisara- og
konungaríki munu enn eyðast ogverða að engu, meðan
þjóðirnar og mannkynið sífelt halda áfram leið sinni
til meiri og meiri framfara og frelsis.
En vjer munum nú láta hjer staðar nema og
víkja sögunni til hins eiginleg efnis, að segja frá
atburðum þeim, sem urðu á árinu 1850. Skulum vjer
reyna að gera það svo greinilega sem unnt er á svo
litlu rúmi, og leitast við að gefa mönnum svo Ijósa
hugmynd, sem vjer getura, um ástand og stjórnar-
háttu þeirra landa, sera frá verður sagt; því það
höldum vjer sje hið eiginlega augnamið Skírnis, en
ekki hitt, að reyna sem mest að líkjast fornum sög-
um, hversu ágætar sem þær svo sjálfar eru.