Skírnir - 02.01.1851, Síða 24
sem Hume er fyrir, og einkum hafa verib kallabir
endurbótamenn og albreytingamenn {Reformers og
Radicals'), af því þeir vilja fara nokkuÖ lengra enn
hinir eiginlegu whigmenn, ab þeir eru áköfustu
mótstöbumenn tollverndarmanna. Og stjórnbreyt-
ingarmennirnir QChartists), sem vilja fá öldungis
nýja stjórnarskrá fyrir England, og O’Connor er fyrir,
mundu eigi síbur vera þab, ef til kæmi; en ílokkur
þeirra er svo Iítill og lítils mctinn, ab þeirra gætir
varla. Tollverndarmenn hafa því litla útsjón til ab
geta haft nokkub fram á þinginu eius og þab er
nú, og því reyna þeir líka til aÖ koma ár sinni svo
fyrir borb, ab þeir geti komiö fleiri af fjelögum sín-
um inn í nebri málstofuna viö hin næstu völ. En
þab er ei líklegt ab þeim muni takast þab, því þó
sumir, sem veikir voru í trúnni, kunhi ab hafa lát-
ib sannfærast í svip af stundarvandræÖum búandi
manna, þá getur þab ei stabib lengi, og mótstöbu-
menn þeirra fá undireins ekki færri á sitt mál; en
þetta sjest bezt þegar þar ab kemur, og ei vert ab
orblengja þab á þessum stab.
Af því sem vjer nú höfum sagt, má sjá ab
þab er ei lítil breyting sem oröiö hefur á ílokkon-
um á Englandi, þar sem tórýmenn merkja nú ekki
annaö enn tollverndarmenn, og auk whigmanna eru
komnir upp aörir (lokkar, sem revndar eru þeim
samdóma almennt, en þó í inörgu fara miklu lengra.
Vonum vjer og, ab menn eptir því geti skilib hvernig
stendur á óánægju þeirri og ílokkadráttum, sem
hin síbustu ár hefur borib á á Englandi meir enn
vant er, og snúum því nú aÖ svo mæltu aptur til
sögunnar.