Skírnir - 02.01.1851, Side 33
37
nýlendunni meira frelsi enn hinum — kvaöst hann
vera ánæg&ur meö stjórnarskipun Höfba nýlend-
unnar, en ei hinna. En vjer höfum hjer ei rúm
til aö segja greinilegar frá ástæímm meö og mót,
og veröum því aö láta oss nægja að segja frá mála-
lokunum, og uröu þau þaö, aö frumvarpiö var sam-
þykkt meö svo aÖ segja engum breytingum.
Annaö frumvarp Jóns lávaröar var viövíkjandi
Irlandi, um fátækrastyrk, og stakk hann upp á að lána
hinum irsku fátækranefndum svo mikiö fje, aö þær
gætu komist úr basli því, sem sumar af þeim væru
nú í, og variÖ öllum tekjum sínum til aö hjálpa fá-
tækum mönnum; kvafc hann Irland nú skulda Eng-
landi 4,830,000 punda sterlings, en þaö, sem enn
þyrfti aí> bæta viö, væri 300,000 pund, og skyldi
ekkert af þeirri skuld þurfa aí> gjalda aptur fyrr enn
aö 40 árum liönum. Aö öbru leyti sagöist hann og
hafa von um, aö írland færi nú aö rjetta viö, því í
Janúarmánuöi 1849 hefÖu 524,284 menn haft sveita-
styrk, þar sem þeir í Janúarmánuöi 1850 heföu ekki
veriö nema 118,940. þetta er hiö sama ráö, sem
whigstjórnin æfinlega hefur haft viö eymdinni og
fátæktinni á Irlandi, en hætt er viö aö bágindi þess
liggi dýpra enn svo, aÖ þeim veröi útrýmt meö ráö-
stöfunum, sem eptir eÖIi sínu einungis geta veriö
til bráöabyrgöa; og þó örÖugt sje aö sjá, hvert hjer
sje hiö bezta ráö, þá er þó auösjeö, aö einhvers
þess þarf viö, sem taki fyrir allar rætur. Uppá-
stungu Russels var því misjafnlega tekiö, einkuin
af hinum írsku þingmönnum, en af því ekkert betra
ráö fannst í bráö, þá var hún þó samþykkt.
Viövíkjandi flokkadráttunum á írlandi, sem getiö