Skírnir - 02.01.1851, Side 53
57
sama sem tórýmenn í veraldlegnm efnum, eru ekki
heldur allskostar ánægbir me& stjórnina, eins og bezt
sást í máli Gorhams prests, sem byskupinn af Exeter
neitaöi ab setja inn á kall hans, sökum þess ab þeim
kom ei saman um þýÖingu skýrnarinnar, en stjórnin
þó engu a& síÖur Ijet setja inn af öörum mönnum
og hirti ei um mótmæli klerkanna, og stóö þaö mál
lengi yfir áriö, sem leiö — þegar nú þetta bætist
viÖ katólsku vandræöin, þá er hægt aö sjá, aö staöa
stjórnarinnar muni ei vera hin þægilegasta. En þó
þurfa menn ei aö kvíÖa því, aÖ Englandi muni ei
takast aö ónýta snörur þær, sem fjandmenn alls
frelsis hafa nú líka reynt aö leggja fyrir þaö, og
varla mun þeim því veröa þessi för til fjár; en hitt
er aptur gott, aÖ eitthvaÖ gat oröiö til aö vekja
ensku stjórnina af kærileysu því um sigur frelsisins,
sem oss finnst hún um of hafa sýnt í viöskiptum
sínum viö ánauöarlöndin, og er þaö nú vonandi aö
hún geri ei optar þann óvinafögnuö, aö horfa aö-
geröalaus á, meöan rússneskur og austurríkskur þræla
múgur herjar og eyöir lönd frjálsra manna.
AnnaÖ þaö, sem einkum vakti eptirtekt manna
á Englandi eptir aö þinginu var sliliö, var undir-
búningurinn undir hinn mikla veraldarmarkað, sem
á aÖ halda í Lundúnum í sumar og menn streyma
nú til úr öllum heimsálfum. Fyrsti höfundur þessa
stórkostlega fyrirtækis er prinz Albert, maÖur drottn-
ingarinnar, og stakk hann upp á því um ársmótin
í fyrra, aö Englendingar skyldu bjóöa mönnum úr
öllum löndum aö senda sýnishorn af listasmíðura
og allskonar handverka þjóöa sinna til Lundúna
um sumarið 1851, og skyldu svo koma þangað