Skírnir - 02.01.1851, Qupperneq 54
58
hverir, sem vildu, til aíi skoba J)essa gripi og bera
saman ])jófcirnar, hverjar lengst væru komnar í ibna&i
og kunnáttu. Almenningur gerbi strax svo góban
róm ab þessarri uppástungu, ab drottningin setti un-
direins í byrjun ársins nefnd manna til ab fremja
fvrirtækib, og voru í henni allir hinir beztu menn
áEnglandi: Russel, Cobden, Peel, Stephenson virkja-
smibur o. m. fl., og prinz Albert sjálfur forseti. Tók
nefndin þcgar til starfa, og skorabi á menn, til ab
skjóta saman svo miklu fje, ab reisa mætti hús í
Lundúnum til ab veita víbtöku og sýna í gripi þá,
sem absendir yrbu, og standast annan kostnab, sem
af ])essu leiddi; gaf drottningin manna fyrst 1000
pund sterlings og prinz Albert 500 pund, en þá
hver af öbrum, og þab svo ört, ab menn voru búnir
ab skjóta nægjanlegu fje saman á fáum dögum, því
Englendingum var mjög annt um ab fyritæki þetta
skyldi ei verba endasleppt, sem von var, þar sem
þeir vel fundu, ab þab er í raum og veru ekki annab •
enn ab þeir stefna þegnum sínum ab sjer úr öllum
álfum til ab furba sig á því í Lundún sjálfri, hve
England sje komib langt á undan öllum öbrum lönd-
um. Síban var farib ab hugsa fyrir húsasmíbinni, og
baub nefndin mönnum úr öllum löndum ab senda
sjer uppdrætti sína og frumvörp til þess, og hjet
verblaunum fyrir hin beztu; en þó mörg kæmu bæbi
úr Englandi sjálfu, Frakklandi, þýzkalandi og Italíu,
þá þótti þó ekkert nógu gott eba haganlegt, og
nefndin var sjálf farin ab búa til nýtt frumvarp, og
heíbi líklega látib smíba eptir því stórt og ramm-
byggilegt hús á venjulegan hátt, ef ei hugvit eins
mans þá hefbi breytt öllu. þessi mabur er Paxton,