Skírnir - 02.01.1851, Page 64
68
þeir geti vel kannab ísinn þar sem þeir koma og
skygnst eptir skipunum, sem vanta; því stjórnin
hefur lofab hverjum þeim manni, sem geti flutt
Franklin og menn hans heila á hófi til Englands,
20,000 punda sterlings í verfelaun, og þeim, sem
geti sagt einhverjar sannar sögur af fertum hans,
10,000 punda. En þa&, sem merkilegast er, er þó
þab, ab herra Jón Ross, sem nú er þó or&inn mjög
gamall maíiur, þoldi ei lengur ab sitja um kyrrt,
er hann sá svo marga menn vera a& búa sig til ab
sigla norbur í hafsbotna, og bau&st því enn þá einu
sinni til ferbar sjálfur. Var þá skotiS saman svo
miklu fje, ab fá mátti honum skip meS góímm út-
búnabi, en stjórnin Ijet veita honum þann vistaforSa,
er hann þurfti, og lagbi hinn gamli sæforingi síSan
á stab um sama leiti sem hinir abrir, og er þab nú
í þriSja skipti sem hann fer þessa glæfraför.
Allt þetta sýnir þrek og sjómennskuhug Englend-
inga, og eru þessar ferbir þeirra í sumu ekki ólíkar
sjóferbum fornu Islendinga og NorSmanna, en heldur
er þaö þó efasamt, hvort þeim muni takast ab heimta
Frauklin aptur heilan úr helju, svo lengi sem hann
nú hefur vantab, og hitt því mibur líklegra, ab þeir
annabhvort finni hann aldrei eba fái abeins vissu um
lát hans og allra fjelaga hans. En þó svo illa fari,
þá eru þó ei ferbir þessar til ónýtis fyrir því, því
enginn getur talib allt þab, sem visindin græba á
uppgötvunum þeim, sem gerbar eru, og menn mega
því eins vera Englendingum þakklátir um allan heim
fyrir tilraunir þeirra, þó ])eir hvorki fmni Franklin
nje norbvesturleibina.