Skírnir - 02.01.1851, Page 124
128
sást þetta í vfóureign hennar vfó'páfann, sem því
hefur ekki gert annab enn ab styrkja hana, þó hann
ætlabi afe reyna aíi steypa henni.
Svo stendur á í Sardiníu, aö þar hefur lengi
haldist vib sá ósihur, sem hvergi er í hinum ramm-
katólskustu löndum , jafnvel ekki Neapel, aö klerk-
um hefur þar ei orbib stefnt fyrir annan enn and-
legan dóm, hvern glæp sem þeir svo höfbu unnib,
og hefur af þessu leitt ab mjög örfengt hefur verib
og næstum því óvinnandi ab ná rjetti sínum ámóti
jieim. A þessu vildi nú dómsmála- og kyrkjustjórn-
ar-rábgjafinn, Siccarbi, reyna ab rába bót, sem von
var, og lagbi því nokkru eptir nýár í fvrra fram fyrir
þingib í Túrín frumvarp til laga um ab klerkar skyldu
hjereptir vera dæmdir af hinnm sömu dómstólum
sem abrir menn, og íjellst þingib á þetta eptirtals-
verba umræbu snemma í Aprílmánubi. Ekkert sýn-
ist nú í sjálfu sjer ab vera eblilegra enn þetta, en
þó gerbu klerkarnir ákaflega mikib úr því, og sögbu
þab meb öllu ab brjóta rjett kyrkjunnar, og gekkst
Franzoni erkibiskup af Turín einkum fyrir ab and-
legrar stjettar menn sýndu stjórninni þann mótþróa,
sem þeir gátu. Mebal annars bannabi hann öllum
prestum í sínu umdæmi, ab veita rjetta atlausn
nokkrum af þeim mönnum, sem gefib hefbu at-
kvæbi sitt fyrir lögnnum, ebur á annan hátt stutt
fyrirtæki stjórnarinnar, og Ijet einnig neita einum
af rábgjöfum konungs, Santa Rosa, sem dó um þetta
sama leyti, um kristilega greftran, og meb mörgu öbru
móti reyndi hann ab ónýta fyrirætlan stjórnarinnar.
þetta getur nú orbib mjög háskalegt í katólsku
landi, þar sem almenningi hættir svo mjög vib ab