Skírnir - 02.01.1851, Page 137
141
auk hestliíis og stórskotaliíis, sem þeim fylgdi. Var
Moltke hershöfbingi fyiir hinni hægri herdeild og
fór subur eptir vestari leií), en Schleppegrell hers-
höfhingi var fyrir hinni vinstri og hjelt libi sínu hib
eystra, og varö honum lítib til fyrirstöÖú þar til
hann seint um kvöldib kom ab þorpinu Ovre-Stolk.
Schleppegrell var NorÖmaÖur ab uppruna og ötull
bardagamabur, og hafbi hann tlýtt sjer um of ab
kornast meb lítinn flokk manna inn í þorpib á undan
meginhernum; en þar urbu meiri vibtökur enn hann
hafði búist vib, því þar rjebust ab honum og mönn-
um hans bæbi hermenn og bændur, er safnast höfbu
saman í þorpinu. Og i þeim svifum fjell Schleppe-
grell hershöfbingi, og segja menn ab bóndi einu
hafi skotib hann út úr húsdyrum gegnurn höfubib;
margir abrir yfirmenn fjellu þar og meb honum, en
þó var mestur skabi ab Læssöe sveitarforingja, er í
öllu hafbi sýnt ab hann var efni í bezta hershöfb-
ingja. þegar deildarhöfbinginn var fallinn komst tölu-
vert ólag á í fvrstu, og tókst Baggesen sveitarforingi,
er þá var fyrir einu fylkinu, á hendur ab halda uppi
herstjórn um stund, en bob voru undireins send til
yfirhershöfbingja til ab láta hann vita í hvert óefni
væri komib. Vildi þá svo vel til, ab Meza hers-
höfbingi var þar hjá honum og hafbi ei herstjóru
yfir neinum tilteknum herflokki, því hann hafbi^ farib
til hersins meira af vilja enn mætti, þar eb hann
var ei enn orbinn nærri hress eptir hina þungu legu,
er hann hafbi legib mestan hluta vetrarins, og ætl-
abi sjer einungis ab stybja yfirhershöfbingjann meb
rábum sínum; en þegar í slíkt óefni var komib, þá
vildi hann fúslega leggja allt á sig, og var því undir-