Skírnir - 02.01.1851, Page 149
153
því á ríkisárum hins nú verandi konungs, eins og
vib var aS búast um bæverskan konungsson, hefur álit
Rússa eflst mjög í landinú, og hefur þab nýlega ei
heldur aukist lítið vi& þa&, ab í sumar var saminn
verzlunarsáttmáli milli Rússlands og Grikklands rjett
eptir ab fribur var kominn á vib England.
Af Tyrkjaríki er þab helzt ab segja ab sol-
dán hefur í ár haldib áfram nýbreytingum sínuin
og ætlar ab bera sig ab fullkomna þab verk, er
Mahmúd fabir hans byriabi; en mikilli mótstöbu
mætir hann hjá Tyrkjum sjálfum, er heldur vilja halda
fornum sib, og mjög er þab líka efasamt, hvort hon-
um muni takast ab reisa vib aptur öflugt tyrkneskt
ríki þegar hann er búinn ab brjóta nibur alla hina
fornu skipan þess. þab lítur svo út sem sá tími
sje nu ab nálægjast er Tyrkjar verbi aptur ab fara
burt úr Norburálfunni, og væri þab í sjálfu sjer ei
nema til góbs, ef ábur væri buib ab koma málinu
svo fyrir ab abrir hlytu gott af því enn Rússar einir —
en því mibur lítur þab svo út sem vald rússnesku
stjórnarinnarsje ótrúlega inikib íMiklagarbi. Hún hefur
getab komib því leibar ab Kossuth og fjelögum hans
er enn haldib í varbhaldi, og þrátt fyrir allar kröfur
Englands hefur hún ei heldur þetta árib viljab kalla
aptur herlið sitt úr Moldá og Rlökkumannalandi, og
tyrkneska stjórnin þorir ei ab beita hörku vib hana.
Rússar munu líka hafa átt einhvern þátt í óeirbun-
um, sem fyrst urbu á Bolgaralandi og síban í Bosníu,
og, þó Tyrkjum hafi tekist ab bæla þær nibur um stund
þá er þó hvergi nærri þar meb búib, því allt ríkib er
eins og þab sje sundurgrafib í nebstu rótum og hinir
slafnesku þjóbllokkar, sem fjölmennastir eru í landinu,