Skírnir - 02.01.1851, Side 162
166
á óvart og taka eyna syo allt í einu; því bæBi treystu
þeir því, aí> eybúar sjálíir mundu undireins slást í
lið meb sjer, og svo líka því, a& stjórn Bandaríkjanna
mundi ei hafa neitt á móti ab veita eynni vibtöku
í fjelagib þegar hún einu sinni væri unnin, þó hún
yr&i upphaQega ab vera á móti fyrirtækinu, af því
hún var þá sem stóí> í fri&i og gó&ri vináttu vi&
spánsku stjórnina. þess vegna var líka mest undir
því komi& a& fyrirtæki& gæti í fyrstu fari& sem dul-
ast, og Ijetu menn því skipin, er til fer&arinnar
voru ætlu&, safnast fyrir sunnan Bandaríkin í Mexí-
kóQóa, og höf&u fengi& Lopez hershöf&ingja, spánsk-
an mann, er stjórnin haf&i gjört útlægan sökum
óeir&aranda, til a& vera fvrir lei&angrinu; flestir
a&rir, sem tóku þátt í því, voru einnig spánskir
flækingar frá ýmsum stö&um í Su&ur-og Mi&-Ameríku
ásamt nokkrum ósvífnum Nor&u-Ameríkumönnum.
Lopez fór á sta& hjer um bil í mi&jum Maí, og komst
klakklaust á land í Kúba me& 500 manns vi& hinn
litla bæ Cardenas, en Spánverjar voru ei svo óvi&-
búnir sem hann haf&i haldiö, og af því þeir fjelagar
hans, sem voru á ö&rum skipum, komu ei í tæk-
an tíma, en spánski landstjórinn fór a& honum
me& herliði, þá var& hann a& snúa aptur vi& svo
búi& eptir a& hafa setið í bænum einn sólarhring.
Um þetta leyti var líka ameríkanska stjórnin búin
a& frjetta um fyrirtækiö, og haf&i strax sent her-
skip af sta& til a& ná víkingaskipunum og varna
þeim a& komast að eynni e&a til Bandaríkjanna
aptur. Spánska stjórnin hafði hertekið nokkra af
lei&angursmönnum, sem komu a& landi á ö&rum
sta& enn hinir, en þó afhenti hún ameríkönsku skips-