Skírnir - 01.01.1885, Qupperneq 2
4
ALMENN TÍÐINDI.
Almenn tíöindi.
Friðarhorf meðal ríkja og þjóða. Gömul og ný
vandamál.
I vorri álfu hefir friðurinn eigi að eins haldizt með öllum
ríkjum árið sem leið, en því þykir helzt trúandi, sem höfðingjar
stórveldanna svo opt ítreka, að trygging friðar og samkomulags
hafi náð meiri festu, enn lengi hefir við notið, Til rnarks um,
að svo sje í horf snúið, er haft fundamót allra keisaranna (í
Evrópu) í Skiernevice á Póllandi í sumar leið, og þá eigi
síður nýtt samkomulag og samdráttur með Frökkum og jþjóð-
verjum, eða það mót á öllum viðskiptum þeirra, sem þykir
votta, að nú sje heldur farið að fyrnast yfir fornum dylgjum
og fjandskap. Enn fremur virðist það nú almennara viður-
kennt hjá öllum siðuðum þjóðum enn fyr, að strið og styrjöld
sje sú versta óhamingja, sem þær geti í ratað, og að sjálfar
sigurvinningarnar verði öllum það dýrlteypi, sem ekkert ríki
ætti eptir að seilast. Yrði sú viðurkenning rótgróin hjá öllum,
þá ætti það lengst að draga í friðarstefnuna. Arið sem leið
hafa tvær af stórþjóðum Evrópu orðið að sækja mál sín með
vopnum í öðrurn álfum, Englendingar á Egiptalandi og
Frakkar i Asíu (Tongking og Sínlandi). Við árslokin beið
enn úrslita á báðurn stöðum, en af viðskiptunum verður sagt
í frjettaþáttunum frá Englandi og Frakklandi. I fyrirfarandi
árgöngum «Skírnis» hefir verið sýnt fram á, hvernig egipzka
má.lið á skylt við hið «austræna», eða er áframhald þessa
vandamáls stórveldanna. Við atfarirnar á Egiptalandi bundu
Englendingar sjer meiri vanda og ábyrgð á herðar á stjórnar-
og landshögum þessa lands, enn þeir höfðu áður haft. þeir
sögðu, sem satt var, að þeir hefðu haft einir allt fyrir að bæla
niður uppreisnina, að þeir ættu til meira að gæta á Egipta-
landi, t. d. fjárheimta, leiðarsundsins til landeignanna miklu í
Asíu og Astralíu, osv. frv., í stuttu máli: þeir ættu langt um
meira i veði enn nokkurt ríki annað, og því þótti þeim sjálf-
sagt, að sjer bæri meiri heimild enn öðrum til að skipa