Skírnir - 01.01.1885, Síða 3
ALMENN TÍÐINDI.
0
um iandsmálin og ráða þar lögum og lofum. í fyrstu var bágt
annað að sjá, enn að fæstum þættu Englendingar öfundsverðir
af veg sínum og vanda, eða því sem þeir höfðu að sjer teldð
á Egiptalandi. Jafnvel blöð Frakka ljetu vel yfir, að stjórnin
hefði haft vaðið fyrir neðan sig og undizt undan atfaraábyrgð-
inni, og eigi sízt þá, er vandinn tók að vaxa og uppreisnin byrj-
aði suður á Súdanslöndum Egipta. Úr mestum vanda var þó að
ráða þar sem fjárhagurinn var. »Skirnir« hefir opt minnzt á
fjárhagsvandræði Egipta, peningasóun Kedífanna, og að þeir
(Ismail pasja) hafa selt i fjárkröggum sinum hlutabrjefin í Suess-
sundinu öðrum (Englendingum) i hendur. f>ess er og getið i
fvrrá, að úr landsjóði skyldi allan þann skaða bæta, sem hlauzt
af skothriðinni á Alexandriu (1882) og brennu Arabísliða. J>að
bótafje fór yfir 63 miliiónir franka |sjá Skirni 1884). Orðugt
var fyr um skuldaskilin og álögurnar, en nú skyldi þó rniklu á
aukið, og því þar á meðal, sem ganga skyldi til nýrra skipana,
til umbóta á herstjórn og landstjórn, til landgæzlu eða her-
vörzlu Englendinga, herkostnaðar á Súdan, osv. frv. Af þessu
er hægt að skilja, að fjármálaforstaðan og gjaldaskilin var það
erfiðasta og vandamesta, sem Englendingar færðust i fáng á
Egiptalandi. Landið var orðið að skuldastað Evrópu, og þá
sjerilagi Englands og Frakklands, þó öll hin stórveldin kvæðust
eiga til mikils að telja fyrir hönd þegna sinna. Abyrgð Breta
var þvi eigi að eins gagnvart Egiptum og Engiandi, en gagn-
vart öllutn ríkjum álfu vorrar, og sjerilagi stórveldunum. I
byrjun ársins sá stjórn Breta þegar, að landið átti skammt til
gjaldþrota, og bar upp við stórveldin að eiga fund eða ráð-
stefnu um málin. Hjer var ekki greiðlega undir tekið, og aliir
vildu fyrst vita, hverja fyrirhugun F.nglendingar hefðu fjárhag
landsins til viðreisnar og afgreizlu skuldanna. Til þess inntu
Frakkar sjerilagi, sem vita mátti, því þeir segjast til rúms helm-
ings eiga að kalla af skulda og leignagjaldi Egipta. þeir gerðu
og lengstar vifilengjur, en báru þó i rauninni ekki annað við
enn það, sem hinum stórveldunum þótti við eiga, og þau vildu
vita deili á, áður fundurinn byrjaði. A að eins að tala um
fjárhag Egipta og skuldir? Til þess vilja Englendingar helzt