Skírnir - 01.01.1885, Qupperneq 5
ALMENN TÍÐINDI.
7
höfðu nú kannað betur hugi rnann, og sáu, að til sinna kasta
hlaut að koma. I lok ágústmánaðar sendu þeir einn af ráða-
nautunr sinum, Northbroolc lávarð, til Egiptalands að rannsaka
allt ástand landsins, og tóku það til úrræða skömmu siðar, að
láta skuldagjaldinu frestað um tiltekinn tíma, og skyldi fjár-
málastjórn Egipta heirnta og hirða þá peninga til brýnni þarfa.
jþessu mótmælti skuldagjaldsnefndin — nefnd sett til að taka
við skuldagjaldinu fyrir hönd hlutaðeigandi Evrópuríkja —, og
þau mótmæli studdu sendiboðar stórveldanna á meginlandinu.
J>ví fylgdi síðar stefna og dórnur á hendur fjármálastjórninni,
og hún dæmd (í undirdómi) til að borga aptur nefndinni það
fje, sem til skuldanna’ skyldi ganga. þó að þetta »gjörræði«
Englendinga vekti mikinn ámælastorm i blöðunum á megin-
landinu, bjó Northbrook, sem fyr var nefndur, áætlun til um,
hvernig málunum skyldi i lag kippt, og á að hafa farið þar
fram á, að skuldagjaldsfresturinn skyldi lengdur, kostnaði tii
hers hleypt niður, og því sem sparað yrði, varið til leigugjaids
og skaðabótanna, er fyr er getið, og skyldu til ens fyrnefnda
leigur taldar af nýju láni (8 miil. sterl. punda) frá Englandi.
þegar þetta kvisaðist, óx kurinn á meginlandinu, og stjórnin í
Lundúnum sá, að til lítils mundi koma, að bera fram við stór-
veldin áætlunarráð Northbrooks. Nú byrjaði nýtt þref um málin,
og því fylgdu kröfur frá Rússlandi og Austurríki, að fulltrúum
þeirra ríkja skyldu sæti fengin i skuldagjaldsnefndinni. I lok
ársins kom aptur á þref um fund með stórveldunum, og enn
var Frökkum hleypt á vaðið að semja við Englendinga um for-
spjöllin. þegar hjer var komið sögu vorri (í miðjurn janúar
þ. á.), fóru ymsar sögur af uppástungum Frakka og svörum
ensku stjórnarinnar, en víst talið, að fundurinn nýi mundi
haldinn í Paris, að undirlagi Bismarcks. Mart talað um hik og
vöflur þeirra Gladstones og Granvilles, um vandræði Englend-
inga af sókn hersins suður að Khartum (sjá Englandsþátt), og
hinsvegar um leyndarsamtök með þeim og Itölum (sjá Italíu-
þátt), og fleira kvisað um undirmál með ymsurn, sem vant er,
þegar rótað er í málum Tyrkjaveldis. Dragi til samkomulags á
fundinum — ef af verður —, til stundarfriðar eða góðra úr-