Skírnir - 01.01.1885, Page 7
ALMENN TIÐINDI.
9
manni allra fyrirtækja þar syðra (1878), og í umboði þess hjelt
hann suður aptur til Kongó, lagði þar mikið landasvæði undlr
fjelagið, kaus þar stöðvar til nýlendubygða og bæja, og nefndi
hinn fyrsta og helsta eptir konungi, og kallaði Leópoldville, við
við vatnið Stanleypool. Af því er nokkuð sagt í »Skírni« 1888,.
hvað annar maður, de Brazza, hafði haft fyrír stafni þar syðra
og afrekað fyrir hönd Frakka, og hve feginsamlega þeir þágu
það, sem hjer stóð til boða. Siðan hefir opt legið við misklíðum,
er ymsir hafa vjefengt annara heimildir á löndunum, og Portú-
galsmenn — sem lengi hafa átt kaupstöðvar á ströndinni við
Kongóósana — hafa kallað til frumrjettar á miklum hluta þess,
sem hinir hafa sjer helgað. Arið sem leið komu líka jþjóð-
verjar til sögunnar, sú þjóð sem þykir hafa mest bolmagn á
meginlandi álfu vorrar, en hafa hingað til látið, sem þeir
hyggðu lítt til landnáma í öðrum álfum, þó þeir hafi lengi
sótt ötullega kaupskap til Kongólandanna*) og ymsra staða á
vesturströnd Afríku. þeir gerðust líka fjölþreifnari til landnáms
og landkaupa á sumum stöðum, enn Englendingum likaði, og
urðu þeim fyrri að bragði. Með því að þetta varð þrefsefni í
brjefum og blöðum, og nóg var til ágreinings með ymsum
áður, þótti Bismarck vel hlýða að kveðja til fundar, þar sem
hlutaðeigandi ríki og aðrar farmennskuþjóðir skyldu koma sjer
saman um Kongólöndin, landnám gamalt og nýtt og landeigna-
rjett á vesturströndum Afríku. Fyrir fundarboðinu gengust
þjóðverjar og Frakkar, og var sagt, að þeir hefðu komið sjer
saman fyrirfram um öll höfuðatriði. Tií fundar var komið í
Berlín í miðjum nóvember, og Bismarck kosinn til forseta. þar
voru fulltrúar frá 14 ríkjum — meðal þeirra frá Danmörku,
Sviaríki og Noregi. Auk sjálfra erindiekanna 20 menn aðrir,
sem þekktu sjerlega til ástandsins og allra málavaxta. Meðal
þeirra Stanley. Helztu umræðuefni fundarins urðu, sem til
stóð og Bismarck nefndi í setningarræðunni, samþykktir og
ályktir um lönd Kongófjeiagsins, frjálsar siglingar og frjáls
*) Hamborgarmenn hafa haft þaðan seinustu árin pálmaviðarkjarna og olíu
fyrir 75 mill. þ. marka (á ári).