Skírnir - 01.01.1885, Page 8
10
ALMENN TÍÐINDI.
verzlun á Kongó og Niger, og lagaákvæði um landnám og land-
helgun framvegis i Afriku. f>egar i byrjun kom mart' annað til
greina, kröfur Portúgalsmanna, takmörk milli Kongófjelags-
landanna og þeirra, sem Frakkar kölluðust eiga rjett á, eða
höfðu undir sig ráðið, og fl. Fundurinn gerðist langdrægari,
enn við var búizt, og honum var ekki loltið, er hjer var komið,
frjettasögunni (í lok janúarmán. þ. á ). Orð var haft á tregum
undirtektum Englendinga, og i mörgum blöðum þeirra tor-
tryggilega talað um atfylgi Frakka og þjóðverja í málunum,
sem freista skyldi að gera Englandi óleik eða koma þvi i ein-
angur í þessu máli, eins og fram þótti koma i egipzka málinu.
Enn fremur töfðu kröfur og kvartanir Portúgalsmanna fyrir
framgöngu málanna, þó þeim væri lítill gaumur gefinn. Engum
kemur til hugar, að fundurinn verði að lokleysu, svo mun Bis-
marck líka til sjá. Blöðin segja, að samþykki sje fengið til
frjálsra siglinga á ánum og frjálsrar verzlunar — nema hvað
Pinglendingar áskilja sjer mesta tilsjá á Niger, og Frakkar að
nokkrum hluta, þar sem þeir eiga lönd að. Kongófjelagið hefir
komið sjer saman við Frakka um landamerkin, og lönd þess
eiga að vera ríki sjer, en yflrstjórn þess í Pivrópu (Belgiu). Að
svo komnu hafa blöðin ekki fieygt neinu um, hvað sett mutidi
um landhelgan og landnám í Afríku, en kallað það atriði helzt
fallið til ágreinings, og sagt að nóg mundi þykja, ef á aðal-
reglur yrði miðað.
Málin verða því meiri vanda háð, sem þau varða fleiri
þjóða hagi. Slíkum mundi nú og heldur fjölga, er stórþjóðir
álfu vorrar eru komnar í kappleit eptir landeignum i Afríku,
Asíu og i Eyjaálfunni. Að þeirri keppni verður aptur komið
í öðrum kafla ritsins, eða í rikjaþáttunum. Vandinn verður þá
auðsýnni, er sundur dregur með þeim, sem áður hafa fylgzt að,
sem nú er orð haft á um Frakka og Englendinga, eða talað er
um nýjan samdrátt, t. d. eins og nú með þjóðverjum og
Frökkum, og með Englendingum og Itölum. Vjer verðum að
láta það liggja milli hluta, sem blöð og tímarit á Euglandi og.
Frakklandi geta til um undirhyggju Bismarcks, er þau segja,
að hann hafi lengi róið undir til ágreinings og skilnaðar með