Skírnir - 01.01.1885, Qupperneq 9
ALMENN TÍÐINDI.
11
Frökkum og Englendingum, að meginráðin í Evrópu drægjust
því skjótara þjóðverjum í hendur. En væri hjer mildð hæft
í, eða verði reynt að koma Englendingum svo í einangur, eða
skáka þeim svo frá ráðum og völdum í Evrópu eða öðrum
álfum, að högum þeirra verði við hnekki búið — þá er vant
að sjá, að svo vel sje um friðarhnútana búið, sem almennt er
yfir látið.
Um bjitingamenn.
það verður höfðingjum og stjórnvitringum engu óvandara
á vorum tímum að gæta til friðarins innanríkis, en til friðar
með rikjum og þjóðum. Sumstaðar (t. d. i Austurríki og að
nokkru leyti á þýzkalandi, og víðar) fer í bága með þjóð-
flokkum innan einna laga, sumstaðar með þeim er mismunandi
trú játa, en hvorttveggja tekur til samþegnlegs jafnrjettis, eða
rjettara sagt til samþegnlegs ójafnaðar. Hjer veitir opt erfitt
að stilla til sátta og friðar, og það hefir sýnt sig í baráttunni
með Irum og Englendingum. Saga þjóðanna hefir jafnast átt
að rekja rætur byltinga og samsæra til kúgunarvalds og harð-
stjórnar, en slíkt á nú helzt heima á Rússlandi. Stríð um vöid
og ríki, t. d. með tignum ættum, skipta hjer ekki máli. Til
þegnfrelsis eða stjórnfrelsis er þegar mikið afrekað, er þing-
bundin stjórn er lögtekin í öllum löndum vorrar álfu nema á
Rússlandi og Tyrklandi. En í flestum þingstjórnarlöndum
deilast menn i flokka eptir ihaldi gegn frelsi eða eptir frelsis-
fylgi og frekju. Viðureignin kann stundum að verða sú, að
við friðrofi liggi, eða til þess dragi, og svo eru sumar byltingar
undir komnar. Stundum var gegn kúgunarvaldi risið, stundum
eptir frelsiskröfum gengið með oddi og eggju. Á fiestum
þingum og í flestum stórborgum Evrópu finnast þeir menn eða
flokkar, sem til sliks eru búnir, ef svo ber undir. En það eru
þó ekki þeir menn, sem menn nú kalla by 1 tingamenn. það
eru þeir menn og þéirra flokkar, sem trúa á byltingar og um-