Skírnir - 01.01.1885, Side 10
12
ALMENN TÍÐINDI.
brot, og kenna, að þær og annað ekki geti bætt annmarkana
á þegnlifmu og þess skipan. Byltingamenn eru gjöreyðendur
eða níhílistar á Rússlandi og Feniar Ira, og hinir allir í fyllsta
máta, sem fara með eða trúa á þær kenningar, að öll núleg
skipun þegnlegs fjelags sje óhæf og óþolandi, að öllu þurfi um
að róta og að leiðin til umbótanna liggi um hraunklungur of-
beldis og óstjórnar. Rómverjar kölluðu suma menn óvini
manníjelagsins, en byltingamenninir verða þá að vörgum þess
og óvættum, þegar þeir svífast engra ódáða til að koma fram
ráðum sínum. það er sorglegt þegar frelsisástin og frelsis-
kenningarnar töfra svo huga manna, að þeir berast launmorð
fyrir gegn harðstjórum og þeirra umboðsmönnum — eins og á
Rússlandi —, en hitt hörmulegra, þegar menn í nafni fóstur-
lands síns beitast fyrir öðrum eins hefndarverkum til eyðilegg-
inga og skelfingar og titt hefir verið undanfarin ár á Englandi
og Irlandi. En þó má það afleitast og viðurstyggilegast kalla,
þegar þeir menn, sem þykjast hlýða og gegna boðum og kenn-
ingum mannúðar, almenns jafnrjettis og bróðernis, vilja ryðja
þeim braut með grimd og heiptarverkum. þvi verður ekki
neitað, að frelsið er dýrmætt i eðli sínu, en það er sitt hvað,
að eiga það að eins í hugmyndar liki — um afskræmi
þess ekki að tala! — og kunna svo með það að fara, að allt
fjelagslífið beri þess merki i stóru og smáu. því verður ekki
neitað, að kenningar sósíalista og kommúnista vísa til eðlislaga
mannsins, til kærleikslaganna, sem hafa lypt svo miklum hluta
mannkynsins af lágri stöð upp á það siðferðislega stig, sem
það nú stendur á — en, hverjum getur annað skilizt, enn að
það sje sýn afneitun mannúðar og kærleika, þegar forsprakkar
jafnaðarins á vorum tímum vilja greiða kærleikslögunum götu
með eldi og járni? Nei, saga mannkynsins kennir oss, að
þeir, sem hafa komið því lengst áleiðis í siðferðislegum fram-
förum, hafa ekki haft rýtinga eða sprengikúlur i höndum, en
haldið á blysi kærleikans, íriðarins og sannleikans. Sigurhetjur
mannkynsins hafa verið kempur sannleikans og hans píslar-
vottar. Byltingamenn vorra tíma spilla að eins málstað
frelsisins og jafnaðarins, er þeir draga i forvígislið sitt illvirkja