Skírnir - 01.01.1885, Síða 11
ALMEXX TÍÐINDI.
13
og morðingja, eða óvætti mannfjelagsins, sem fyr var kallað.
j>að er eðlilegt, að stjórnendur ríkjanna vilji setja verði á móti
þessum mönnum og reisa þær lagaskorður gegn tiltektum þeirra,
sem unnt er. Hin illu launráð þeirra gera þá varga í vjeurn. og
þeirra verður svo þegnfjelagið að gjalda með mörgu móti, og
sjá frelsi sitt hept — það frelsi, sem garparnir þykjast þjóna.
I vorri álfu verða þeir nú að fara mjög huldu höfði, en leika
helzt lausum hala á Frakklandi, einlcum hvað raus og fundi
snertir, en stjórnin er ávalt við öllu búin og hefir lið til taks,
ef þeir vilja freista ofbeldis og rósturáða. A Frakklandi og
Svisslandi er þeim — að svo komnu — hægast um hönd að
halda út byltingablöðum. jpeir hafa lengi leitað til hælisvistar
á Svisslandi, en fyrir aðhald annara ríkja krefjast Svisslend-
ingar nú af þeim, að þeir hafi sig i skefjum, ef þeir vilja þar
griðlands njóta. Ella er þeim visað úr landi. Englendingar
hafa og orðið að vera glöggvari og vandlátari í þeim efnum
enn fyr, sem hjá þeim. hafa tíðindi gerzt á seinni áruin og þeir
hafa átt við svo mörgum illræðum að sjá af hálfu hinna írsku
samsærismanna. Fyrir þá sök hafa flestir oddvitar byltinga-
manna haft sig á burt frá Lundúnum og leitað til vista í banda-
ríkjunum i Norðurameríku. Hjer eiga landvært níhílistar frá
Rússlandi, Feníar Ira, jafnaðarkempur þjóðverja, og fl. Hjeðan
stýra forustumenn þeirra mörgu, sem framið er og reynt er að
fremja í Evrópu, og hjer er þeim svæsnustu blöðum og ritum
út haldið, sem boða byltíngatrúna og æsa verkmannalýðinn og
fátæka menn til að sækja til frelsis og fullsælu með atgöngu
og heljarvjelum þeim á hendur, sem auð og völd haía í höndum.
Hjer er líka miklu fje samanskotið þeim til farareyris og skot-
silfurs, sem í byltinga eða illræða erindi eru sendir til Evrópu,
og svo til allra tundurvjelanna. Auðvitað er, að menn í banda-
rikjunum draga það í lengstu lög að leggja þar hömlur á sam-
tök manna, sem likjast takmörkun á lögmætu fundafrelsi eða
almennu athafnafrelsi, sem við nýtur þar vestra, en af helztu
blöðum má sjá, að mönnum er farið að þykja nóg um, hvað
forsprökkum Fenia og öðrum forustugörpum byltingamanna er
látið þar uppi haldast, og menn játa nú almennara enn fyr, að