Skírnir - 01.01.1885, Page 12
14
ALMENN TÍÐINÐI.
það sje bandaríkjunum til mínkunar, er þau vjelaráð sje þar
ráðin, sem fram hafa komið i ódáðatilræðunum á Englandi og
sumstaðar á meginlandi vorrar álfu. Um leið og vjer nefnum
suma af hefnda og óstjórnarvörgunum, færum vjer til dæmis
sumt af því sem eptir þeim er haft, eða staðið hefir í blöðurn
þeirra og ritum, að menn sjái, yfir hverjum hug og þeli þeir
búa. Forustumenn Fenía í Ameríku eru þeir O’Donowan
Rossa og Patrick Ford, útgefendur blaðsins «The United Irish-
man«. I blaðinu og á fundum eggja þessir menn til allra ill-
ræða, hverju nafni sem nefnast. Morð, brennur bæja og borga,
tundursprengingar skipa, húsa og halla, allar eyðileggingar, sem
gera Englendingum spell — slíkt allt er makleg hefnd fyrir Ir-
land, kúgun irsku þjóðarinnar á fyrri tímum og síðari. Rossa
hælist jafnan er Feniar vinna eitthvað til tjóns með sprengi-
vjelum á Englandi, og segir flest gert að sínu fyrirlagi. *) Hann
vildi jafnvel telja sjer til frama morðin í F'enixgarðinum, þó
ósannað sje kallað, að þau hafi verið ráðin í Ameríku. Hitt
er auðvitað, að blað hans hefir þá alla í píslarvotta eða dýrðl-
inga tölu, sem Englendingum tekst að höndla og hegna, og
hnýtir jafnan heitingum við, að betur skuli takast til í næsta
skipti. Ymsir fleiri eru með forsprökkum Fenía taldir og styðja
samtök þeirra þar vestra. Einn þeirra er á ríkisþinginu í
Washington, John F. Finerty að nafni frá Chicago. Honum
fórust svo orðin á fundi sem þar var haldinn í »píslarvotta«
minning í nóvember 1883: »Glaður verð jeg þá, er jeg heyri
að tundurpiltarnir okkar hafa þeytt Lundúnum burt af yfirborði
jarðarinnar, en hryggur sárlega, ef tilraunirnar mistakast, því
írska þjóðin á rjett á að gera hvað nafni má nefna til að
hefna pislarvotta sinna«. Hann stýrir blaði, sem »The Ciiizen
(borgarinn)« nefnist, og í því stóð nokkrum dögum síðar, að
írar mundu geta sýnt mönnum innan skamms tíma rústir þing-
haliarinnar i Lundúnum og Pálskirkjunnar, en þar mundi líka
koma fyr en margir byggjust við, að spádómur Macauleys
rættist, er hann segir (í »Sögu Finglands«), að einhvern tima
') Um tilræðin umliðið ár, sjá Englandsþátt.