Skírnir - 01.01.1885, Qupperneq 13
ALMENN TÍÐINDI.
15
muni maður frá Nýja Sjálandi standa á brotaleifum Lundúna-
bryggju og líta yfir stöðvar, þar sem Lundúnir fyrrum stóðu.
Svo er talið, að í bandaríkjunum búi 6 millLónir manna af
írsku kyni, og af þeim 2 milliónir, sem eru bornir og barn-
fæddir á Irlandi — en hatrið til Englendinga og óbeitin á
þeim öllum nokkuð í ætt og eðli gengin. þ>að er því engin
furða, þó Feníum verði gott til liðs þar vestra. Irar halda sjer
vel saman i öllum ríkjunum, og með því að höfuðflokkarnir
keppast um að ná fylgi þeirra við kosningarnar, þá mun það valda
nokkru um, er stjórn og þingi þykir vant að verða við áskorunum
af hálfu ensku stjórnarinnar að hepta samsærisráð Fenia þar
vestra. Mestu valda þó lögin sjálf og lagavenjur, sem leyfa
mönnum meira athafnafrelsi — um ritfrelsi og ræðufrelsi ekki
að tala — enn dæmi finnast til í vorri álfu, og þess hafa þeir
byltingapostular að notið til þessa, sem þangað hafa leitað til
bólfestu. Af þeim nefnum vjer tvo þjóðverja, því stælcari
óstjórnargarpa þarf ekkiaðleita: Jóhann Most og Justus Schwab.
Most var um tíma þingmaður sósialista á Berlínarþinginu, en
gat fyrir frekju sakir ekki haldizt við á þvzkalandi, og fór þá
til Lundúna og hjelt þar út blaði sínu y>Die Freiheit«, sem enn
er fremst í flokki allra byltingablaða. Vistin í Lundúnum varð
skemmri, enn hann hafði búizt við, þvi blaðið hrósaði svo
happi, þegar fregnin kom um morð Alexanders Rússakeisara,
að garpurinn hlaut að sæta málsóknum o^ dómi (?) og hörfaði
við það til Ameríku. Sehwab er ölsali í Newyork. Hann
stýrði í fyrra einum fundi byltingamanna, þar sem þeir Most
og fleiri lofuðu og ágættu afreksverk þeirra manna i Austur-
riki *), sem höfðu myrt nolckra löggæzlumenn. Morðingjarnir
kallaðir hetjur, hinir vörgum verri. Alyktaruppkvæði fundarins
lutu að þvi, að verknaðarmönnum i Austurríki bæri að drepa
alla hina lendu menn og svipta keisarann sjálfan lífi, svo skjót-
lega sem við mætti komast. Most ljet þá von sína í ljósi, að
sprengitundrið mundi senda á helveg allra landa konunga,
presta, eðalmenn og stórborgara, og bandaríkin sjálf mundu
:) Sjá frjettaþáttinii, frá Austurríki og Ungverjalandi.